Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 38
Föstudagur 15. maí 200938 Sakamál 27 hnífsstungur Hvað varð til þess að susan Polk stakk eigin- mann sinn, sálfræðinginn Felix Polk, til bana. Þau höfðu verið gift í tuttugu ár og hún hélt því fram að Felix hefði stjórnað huga hennar síðan hún, fjórtán ára gömul, varð sjúklingur hans. Við réttarhöldin, þar sem susan sá sjálf um eigin vörn, sögðu tveir sona henn- ar að hún væri biluð, en sá þriðji fullyrti að faðir hans hefði verið sá sem hefði ekki gengið heill til skógar í andlegu tilliti. Lesið um susan Polk, sem stakk eiginmann sinn 27 sinnum með hnífi, í næsta helgarblaði dV. Vonda stjúpan Mörthu Rendell var móðureðlið sennilega ekki í blóð borið. Eftir að hafa verið dæmd til dauða var hún hengd 6. október 1909 fyrir hafa myrt son sambýlismanns síns. Hún var einnig grunuð um að hafa orðið tveimur dætrum hans að bana. Martha Rendell flutt-ist inn til Thomasar Nicholls Morris eft-ir að hann skildi við eiginkonu sína, sem hafði flutt út og bjó nokkrum götum fjær, og hafði Thomas forræði yfir börnum þeirra hjóna; tveimur dætrum og þremur sonum. Martha og Thomas voru ekki alls ókunnug því kynni höfðu tek- ist með þeim þegar hann bjó í Ad- elaide, á suðurströnd Ástralíu, og hafði Martha elt Thomas vestur á bóginn til Perth á vesturströnd- inni. Þegar Thomas skildi við eig- inkonu sína fyllti Martha skarð hennar, flutti inn til Thomasar og hagaði sér sem eiginkona hans. Börn Thomasar voru skikkuð til að kalla hana „mömmu“. Þeir sem þekktu til Mörthu sögðu að hún væri grimmlynd og alls ekki vel liðin. Nágrannar töluðu um hve illa hún færi með ungu stúlkurnar og Annie, eldri dóttirin, var eitt sinn hýdd svo hrottalega að hún gat ekki gengið. Síðar sagði rannsóknarlög- reglumaðurinn Harry Mann, sem handtók Mörthu, að „hún hefði fundið til ánægju við að sjá fórn- arlömb sín engjast af sársauka og að ánægjan hefði leitt til kynferð- islegrar fullnægju“. Þrjú dauðsföll Fyrsta fórnarlamb Mörthu var hin sjö ára Annie. Aðferð Mörthu var að setja eitthvað í mat barnsins sem síðar leiddi til eymsla í hálsi. Talið var að Martha hefði myrt börnin með því að bera saltsýru á innanverðan háls þeirra undir því yfirskyni að um meðal væri að ræða. Afleiðingin varð sú að hálsinn tók að bólgna og með áframhald- andi meðferð varð bólgan svo mik- il að barnið gat ekki lengur nærst og dó að lokum hungurdauða. Annie dó 28. júlí, 1907, og læknirinn, Cuthbert, skráði á dánarvottorðið að banamein hennar hefði verið barnaveiki. Martha beið ekki boðanna og beindi athygli sinni að Olive, sem þá var fimm ára. Olive dó 6. októ- ber sama ár og Cuthbert læknir skellti skuldinni sem fyrr á barna- veiki. Veturinn 1908 komst Martha að þeirri niðurstöðu að Arthúr, fjórtán ára sonur Thomasar, og yngsta barnið enn á lífi, hefði lifað nógu lengi. Meðferð Mörthu tók lengri tíma að virka í tilfelli Arth- úrs en stúlknanna, en að lokum dó hann 6. október 1908 og var þá liðið nákvæmlega ár síðan Olive gaf upp öndina. Hvort tvær grímur hafi verið farnar að renna á Cuthbert lækni eða ekki sá hann í það minnsta ástæðu til að kryfja lík Arthúrs og bað Mörthu um leyfi til þess. Martha sá ekkert því til fyrirstöðu, en vildi vera viðstödd krufning- una. Martha stóð svellköld yfir læknunum sem framkvæmdu krufninguna án þess að finna nokkuð athugavert. Og þá voru eftir tveir synir. George tekur til fótanna Næsta fórnarlambið á lista Mört- hu var George, annar sonur Thomasar, og þess var skammt að bíða að hann kvartaði yfir eymsl- um í hálsi, þá nýbúinn að sötra te sem „mamma“ hans hafði fært honum. Martha var fljót til að bjóða lyf- ið sitt góða, en þegar hún hafði borið það á háls drengsins runnu á hann tvær grímur. Hann stökk á fætur og hljóp sem fætur toguðu til móður sinnar, nokkrum götum fjær. Þegar nágrannar spurðu Thom- as hvað hefði orðið um drenginn varð fátt um svör. En nágrann- arnir voru ekki sáttir, enda höfðu sumir séð afleiðingar hrottaskap- ar Mörthu. Þegar nágrannarn- ir höfðu samband við lögregluna ákvað rannsóknarlögreglumaður- inn Harry Mann að athuga málið nánar. Frásagnir nágranna Harry Mann fékk að heyra end- urteknar tilvísanir um að börnin hefðu fengið áburð á innanverðan hálsinn vegna eymsla og frásagn- ir af augljósu áhugaleysi „móð- ur“ þeirra hvað varðaði sársauka barnanna og sársaukavein. Einn nágrannanna sagði Mann frá því að hann hefði oft og tíð- um horft inn um glugga heimilis Mörthu og Thomasar og séð hvar Martha gnæfði yfir veinandi fórn- arlambi sínu og vaggaði í lendun- um líkt og hún upplifði algleymi. Mann fann George sem hafði fullyrt að hann hefði hlaupist að heiman vegna þess að stjúpa hans hefði drepið systkin hans og væri að reyna að eitra fyrir hon- um með saltsýru. Þegar hér var komið sögu hamlaði það rannsókn málsins að þó nokkur tími var liðinn frá dauða barnanna þriggja, auk þess sem læknar gátu ekki sagt til um hvaða áhrif það hefði að nota salt- sýru með þeim hætti sem Martha var grunuð um að hafa gert. Fékk lögreglan því leyfi til að gera til- raunir á svínum og kanínum til að sjá hver áhrifin yrðu, og vei, það varð ljóst að læknisfræðileg áhrif saltsýru voru vægast sagt afar tak- mörkuð. Lík barnanna grafin upp Sú staðreynd að Martha hafði keypt mikið magn saltsýru á þeim tíma sem börnin höfðu kvartað hvað mest vegna eymsla í hálsi, en eftir dauða barnanna hafði hún ekki keypt nokkra. Í ljósi þessar- ar vitneskju fékk lögreglan heim- ild til að grafa upp lík barnanna og við nánari rannsókn fundust leifar saltsýru á vefjum í hálsi þeirra. Martha Rendell og Thom- as Morris voru bæði ákærð fyrir morð. Martha hélt fram sakleysi sínu og hélt fast við þá sögu að hún hefði aðeins gefið börnunum lyf við barnaveiki. Þrátt fyrir að Thomas hefði einnig verið kærður fyrir morðin var hann sýknaður, því talið var að hann, þrátt fyrir að hafa keypt saltsýruna, hefði ekki gert sér grein fyrir glæpum Mört- hu fyrr en eftir dauða barnanna. Martha Rendell var hins veg- ar dæmd til dauða fyrir morðið á Arthúr, og í huga almennings lék ekki vafi á sekt hennar hvað varð- aði dauða ungu systranna. „Vonda stjúpan“ hengd Á meðal almennings gætti mik- illar reiði, og þrátt fyrir að á þeim tíma væri farið að örla á andstöðu við dauðarefsingar og þá sérstak- lega að konur væru teknar af lífi, virtist ríkja einhugur á meðal íbúa Perth um að krefjast dauðarefs- ingar yfir Mörthu. Blöðin kölluðu Mörthu „skarl- atsrauðu konuna“ og, að sjálf- sögðu, „vondu stjúpuna“. Martha Rendell var hengd í Freemantle- fangelsinu 6. október 1909 og grafin í Freemantle-grafreitnum. Martha Rendell var þriðja og síð- asta konan sem hengd var í Vest- ur-Ástralíu. Að lokum má til gamans benda á að Olive dó 6. október 1907, Arthúr dó 6. október 1908, og Martha Rendell var tekin af lífi 6. október 1909. Hvort um er að ræða tilviljun eða eitthvað annað skal ósagt látið. umsjón: koLbeinn Þorsteinsson, kolbeinn@dv.is „...hún hefði fund- ið til ánægju við að sjá fórnarlömb sín engjast af sársauka og að ánægjan hefði leitt til kynferðislegrar fullnægju“. Martha Rendell endaði lífdaga sína í gálga í Freemantle- fangelsinu í Perth.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.