Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 40
Föstudagur 15. maí 200940 Sport Erfitt líf í 2. dEildinni guðjón Þórðarson á von á að 2. deildin geti reynst sumum leikmönn- um hans hjá Crewe alexandra erfið. Lið hans féll úr 1. deildinni í vor og er því komið í neðstu deildina í ensku deildakeppninni. guðjón óttast að aðstæður í neðstu deildinni geti reynst mönnum erfiðar þar sem þær eru öðruvísi en leikmenn eigi að venjast í efri deildum. „sumir þeir vellir sem við förum og spilum á eru með lélegt yfirborð,“ sagði guðjón í samtali við svæðisútvarp BBC í stoke síðasta fimmtudag. „Þetta á eftir að koma sumum þeirra á óvart og þá komumst við að því hvað er í þá spunnið.“ Crewe gaf eftir á lokasprettinum eftir að liðið náði góðum úrslitum snemma í stjóratíð guðjóns. Nú hefur félagið leyst tíu leikmenn undan samningi eða ekki gert nýja samninga án þess að fá nýja leikmenn í staðinn. umsjóN: tómas Þór ÞórðarsoN, tomas@dv.is / sport@dv.is íslEndingar á bEkknum Það er hlutskipti stórs hluta íslenskra atvinnumanna í knattspyrnu, sem leika erlendis, að verma varamanna- bekki þeirra félaga sem þeir vinna fyrir. Sumir glíma við meiðsli á með- an aðrir þykja einfaldlega ekki nógu góðir til að spila í byrjunarliði, nema þegar aðrir forfallast. Nú er sá tími ársins þar sem þær deildir sem fara fram á sumrin eru hafnar á meðan „vetrar“-deildirnar eru að renna sitt skeið. Af því tilefni tók DV saman upplýsingar um þá Íslendinga sem leika sem atvinnu- menn í efstu deildum Evrópulanda, utan Íslands, auk þeirra sem leika í ensku fyrstu og annarri deild. Ólíkt hlutskipti Fjórir Íslendingar leika í sterkustu deildum heims, samkvæmt styrk- leikaflokkun Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA; þeirri ensku, ítölsku og spænsku. Tveir, þeir Hermann Hreiðarsson og Grétar Rafn Steins- son, hafa unnið sér fast sæti í sínum liðum en Hermann átti þó við ramm- an reip að draga framan af leiktíðinni. Hinir tveir, Eiður Smári Guðjohnsen og Emil Hallfreðsson, hafa ekki náð að vinna sér fast sæti í sínum liðum. Hlutskipti liða þeirra er þó ólíkt þar sem Barcelona, lið Eiðs Smára, hef- ur nánast tryggt sér spænska meist- aratitilinn auk þess sem liðið er kom- ið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Reggina, lið Emils, er á botni ítölsku deildarinnar og Bolton og Port- smouth, lið Grétars og Hermanns, eru í neðri hluta ensku Úrvalsdeild- arinnar. Efnilegir í Hollandi Franska deildin er sú „Íslendinga- deild“ sem næst kemst í styrkleika en þar á eftir kemur sú hollenska. Veig- ar Páll hefur ekki stimplað sig inn í frönsku deildina. Í Hollandi leika þrír ungir og efnilegir leikmenn, Arnór Smárason, Bjarni Þór Viðarsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Enginn þeirra hefur unnið sér fast sæti í sínu liði en Arnór hefur þó lofað góðu í vetur. Í tólf sterkustu deildum heims, samkvæmt UEFA, spila því aðeins tveir af átta íslenskum leikmönnum reglulega. Aðrir verma varamanna- bekkina, meira og minna. Meiðsli og fall um deild Í Skotlandi, Belgíu og Sviss, þeim Ís- lendingadeildum sem næstar koma í styrkleikaröðinni, leika nokkrir Ís- lendingar. Eggert Gunnþór Jóns- son leikur með Hearts í Skotlandi og hefur spilað mjög reglulega. Í Belgíu leikur Arnar Þór Viðarsson, sem hef- ur leikið stærstan hluta leikjanna á þessari leiktíð. Í svissnesku deildinni leika þrír Íslendingar, allir með botn- liði Vaduz, frá Liechtenstein. Þeir gengu allir til liðs við félagið í lok jan- úar og eiga það sameiginlegt að spila ekki stórt hlutverk fyrir liðið. Í Championship-deildinni á Eng- landi leika fjórir Íslendingar. Aron Gunnarsson hefur farið hamförum með Coventry á leiktíðinni, Ívar Ingi- marsson og Brynjar Björn Gunnars- son leika alla jafna stór hlutverk með Reading en Ívar hefur verið frá vegna meiðsla og Brynjar Björn hefur kom- ið við sögu í um tveimur þriðju leikja. Heiðar Helguson hefur spilað flesta leiki fyrir QPR, frá því hann gekk í raðir liðsins. Þá má nefna að Gylfi Þór Sig- urðsson lék fyrir Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóra Crewe, sem féll niður í fjórðu efstu deild í vor. Flestir á Norðurlöndum Á Norðurlöndunum leika fjölmarg- ir Íslendingar í efstu deildunum. Í Danmörku er Stefán Gíslason fyr- irliði Bröndby en Sölvi Geir Otte- sen leikur einnig stórt hlutverk fyrir lið sitt SönderjyskE. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur hins vegar mátt verma varamannabekkinn í mest- allan vetur. Danska deildin er langt á veg komin, aðeins fjórir leikir eru eftir. Í Svíþjóð og Noregi leika 22 ís- lenskir leikmenn; 14 í Noregi og 8 í Svíþjóð. Hlutskipti þeirra er æði mis- jafnt eins og gefur að skilja. Nokkuð margir leika þó stórt hlutverk fyrir sín lið. Sem dæmi má nefna að fimm Íslendingar leika með norska liðinu Brann. Allir hafa þeir tekið þátt í fleiri leikjum en færri. Á hinn bóginn má nefna að þrír Íslendingar leika með sænska liðinu GAIS og hafa þeir ekki leikið lykilhlutverk hjá félaginu það sem af er tímabilinu. Loks leikur Garðar Bergmann Gunnlaugsson með CSKA Sofia í Búlgaríu en hefur fengið afar fá tæki- færi með liðinu, auk þess að hafa glímt við meiðsli í vetur. Það er ekki víst að nokkru sinni hafi fleiri Íslendingar leikið sem at- vinnumenn með erlendum liðum. Á hitt ber að líta að fæstir þeir sem leika í sterkustu deildunum hafa náð að vinna sér fast sæti í liðum á með- al þeirra bestu. Grétar Rafn Steins- son og Hermann Hreiðarsson eru þeir einu sem það hafa gert í vetur. Þrátt fyrir að hátt í 50 Íslendingar leiki sem atvinnumenn í efstu deildum Evrópulanda eru þeir ekki margir sem spila reglulega á meðal þeirra bestu. Fjölmargra íslenskra atvinnumanna bíður það hlutskipti að verma vara- mannabekkinn í viku hverri. Á Norðurlöndunum spila þó margir Íslendingar lykilhlutverk með sínum liðum. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Belgía Arnar Þór Viðarsson - Cercle Brugge. arnar hefur komið við sögu í 20 leikjum af 33 í belgísku deildinni. Einum leik er ólokið en arnari hefur ekki tekist að skora. Búlgaría Garðar Bergmann Gunnlaugsson - CsKa sofia. garðar hefur eitthvað glímt við meiðsli en hefur ekki fengið mörg tækifæri með búlgarska liðinu, sem er á toppi deildarinnar. Danmörk Stefán Gíslason - Bröndby. stefán er fyr- irliði Bröndby og því lykilmaður í liðinu. tímabilið er langt komið í danmörku og Bröndby á góða möguleika á titlinum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson - Esbjerg. gunnar hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liði Esbjerg á tímabilinu. Hann hefur aðeins spilað þrjá leiki í byrjun- arliði en 19 leiki alls. í þeim hefur hann skorað eitt mark. Sölvi Geir Ottesen - sönderjyskE. sölvi er fastamaður í liðinu sönderjyskE. Hann hefur spilað 22 leiki og skorað í þeim tvö mörk. England - Úrvalsdeild Grétar Rafn Steinsson - Bolton Wand- erers. grétar hefur verið fastamaður í liði Bolton Wanderers frá því hann gekk í raðir liðsins í janúar í fyrra. grétar hefur leikið 35 leiki fyrir Bolton, skorað 1 mark og lagt upp 5. Hermann Hreiðarsson - Portsmouth. Hermann átti erfitt uppdráttar framan af vetri og svo virtist sem hann væri á leið frá félaginu. Hann fékk loks tækifæri og hefur leikið 17 leiki í byrjunarliði á tímabilinu. í þeim hefur hann skorað 2 mörk. England - Championship (1. deild) Jóhannes Karl Guðjónsson - Burnley. jóhannes hefur verið inn og út úr liði Burnley, sem er einum leik frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild að ári. Hann hefur komið við sögu í 41 leik fyrir Burnley í vetur, um helming í byrjunar- liði. Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp tvö. Aron Gunnarsson - Coventry City. aron hefur farið á kostum með Coventry í vetur og vakið verðskuldaða athygli. Hann lék 38 leiki, skoraði 1 mark og lagði upp 1 á nýyfirstaðinni leiktíð. Heiðar Helguson - Queens Park rangers. Heiðar gekk til liðs við QPr í lok nóvember eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Bolton. Hann lék 20 leiki, skoraði 5 mörk og lagði upp 1 í vetur fyrir QPr. Brynjar Björn Gunnarsson - reading. Brynjar byrjaði 15 leiki fyrir liðið á tímabilinu en kom inn á sem varamaður í öðrum 14. Liðið tapaði fyrir Burnley í umspilsleikjum á dögunum um laust sæti í úrvalsdeild. Brynjar skoraði 2 mörk í vetur. Ívar Ingimarsson - reading. ívar lék 26 leiki og var fastamaður í liði reading framan af tímabilinu. Hann meiddist á hné og missti af síðari hluta mótsins. Gylfi Þór Sigurðsson - Crewe alexandra. gylfi kom til liðsins síðla veturs og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í febrúar. Hann kom við sögu í fimmtán leikjum og skoraði þrjú mörk auk þess að leggja eitt upp. Frakkland Veigar Páll Gunnarsson - Nancy. Veigar Páll lék aðeins 1 leik í byrjunarliði eftir að hann gekk til liðs við Nancy í janúar. í fjórum leikjum kom hann inn á sem varamaður en vermdi annars tréverkið. Holland Arnór Smárason - Heerenveen. arnór byrjaði inn á í 9 leikjum í vetur og kom inn á sem varamaður í 17 leikjum. Hann skoraði 5 mörk fyrir félagið í vetur. Jóhann Berg Guðmundsson - aZ alkmaar. jóhann Berg gekk til liðs við félagið í janúar og spilaði reglulega fyrir varaliðið, þar sem hann var iðulega á skotskónum. Hann fékk ekki tækifæri með aðalliðinu. Bjarni Þór Viðarsson - twente. Bjarni fékk ekki tækifæri með aðalliðinu á tímabilinu en hann sleit krossband fyrir um ári. Hann lék nokkra leiki með varaliði félagsins í vetur. Ítalía Emil Hallfreðsson - reggina. Emil hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum með reggina í vetur. Þar af byrjaði hann 6 sinnum inn á og skoraði 1 mark. reggina mun líklega falla úr efstu deild. Noregur - úrvalsdeild Ólafur Örn Bjarnason - Brann. ólafur hefur spilað alla átta leiki Brann það sem af er keppnistímabili. í þeim hefur hann skorað þrjú mörk úr vítaspyrnum. Kristján Örn Sigurðsson - Brann. Kristján er fastamaður sem fyrr í vörn Brann og hefur leikið alla 8 deildarleik- ina. Hann hefur skorað eitt mark en átt misjafna leiki. Gylfi Einarsson - Brann. gylfi hefur verið fastamaður í liði Brann það sem af er tímabilinu en hefur ekki náð að skora. Birkir Már Sævarsson - Brann. Birkir hefur spilað 5 af 8 deildarleikjum Brann það sem af er tímabilinu. Hann kom frá Val í júlí í fyrra og lék 8 leiki og skoraði 1 mark. Ármann Smári Björnsson - Brann. Ármann smári hefur leikið helming leikja liðsins í upphafi leiktíðar. Ármann hefur verið á mála hjá liðinu frá því árið 2006. Garðar Jóhannsson - Fredrikstad. garðar hefur ekki spilað mikið það sem af er tímabilinu, aðeins komið inn á í tveimur deild- arleikjum. Lék þó bikarleik um helgina og skoraði þrennu. Theodór Elmar Bjarnason - Lyn. theodór hefur spilað alla 8 leiki Lyn á tímabilinu og hefur yfirleitt leikið mjög vel. Hann hefur enn ekki skorað. Arnar Darri Pétursson - Lyn. Þessi 18 ára gamli piltur, sem kom frá stjörnunni í fyrra, hefur ekki spilað leik fyrir Lyn, enn sem komið er. Indriði Sigurðsson - Lyn. Indriði er fastamaður í liði Lyn og hefur verið það undanfarin ár. Hann fékk 3 gul spjöld í 7 fyrstu leikjunum, en hefur misst af einum leik það sem af er. Björn Bergmann Sigurðarson - Lilleström. Björn hefur aðeins byrjað 3 leiki af 8 og komið einu sinni inn á sem varamaður. Honum hefur ekki tekist að skora. Árni Gautur Arason - odd grenland. Eftir sex ár með rosenborg, fjögur með 1 3 8 1 3 1 14 1 1 4 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.