Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Qupperneq 44
Föstudagur 15. maí 200944 Helgarblað Þetta er bara María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Jóhönnu Guðrúnar, uppgötvaði hana að- eins átta ára gamla. Nú tíu árum síðar takast þær á við stærsta verkefni sitt til þessa, Eurovision-keppnina. Blaðamaður DV náði tali af Maríu Björk sem stödd er í Moskvu og fékk að vita meira um þetta einstaka samstarf. „Ég var alltaf mjög ákveðin og ein- beitt. Ég var mikill dundari og var alltaf skapandi,“ segir María Björk Sverrisdóttir, umboðsmaður Jó- hönnu Guðrúnar Jónsdóttur sem keppir fyrir Íslands hönd í Euro- vision á laugardagskvöldið. María Björk er fædd og uppalin í Reykjavík, en segist hvergi hafa fest rætur. Hún er ein sex systkina, þó ekki alsystkina. „Ég flutti mikið sem barn svo það er enginn einn staður sem ég lít á sem mínar heimaslóð- ir.“ Hún hóf nám í Söngskólanum í Reykjavík árið 1985 og lauk þar sex stigum í klassískum söng, eftir það fór hún í eitt ár í FÍH þar sem hún nam djasssöng. Hún var einnig lengi vel í einkatímum hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. „Þegar ég var tólf ára gömul var ég harðákveðin í því að verða söngkona, en ég var alveg ofboðslega feimin og því gat þetta stundum reynst mér svolítið erfitt.“ María segir hvorki mikið um tón- listarfólk í fjölskyldunni né að hún hafi alist sérstaklega upp við mikla tónlist á heimili sínu. „Þetta var bara eitthvað sem ég fann hjá sjálfri mér.“ Losnaði loks við feimnina Árið 1987 stofnaði María plötu- útgáfuna Hljóðsmiðjan-Útgáfa. Hljóðsmiðjan hefur gefið út yfir 20 titla, má þar helst nefna Barnaborg, Barnabros, Barnajól, Minningar 1, 2 og 3, Óskalög sjómanna 1 og 2, Jabadabadúú, Jólaperlur og marga fleiri. „Ég byrjaði að pródúsera plötur og gefa út en söng líka eitt og eitt lag inn á milli,“ segir söngkonan sem heillaðist strax af gerð barna- platna. Árið 1994 lá leið þessarar ákveðnu ungu konu til Los Angeles- borgar þar sem hún lagði stund á framhaldsnám í Musik Institude of Hollywood í djasstónlist. „Þetta var árs nám og án efa besti skóli sem ég hef farið í. Þarna fyrst rann af mér feimnin,“ rifjar hún upp. „Nemend- ur voru brotnir niður og svo byggð- ir upp aftur með krafti.“ Þessi aðferð hentaði Maríu Björk vel því heim kom hún full sjálfstrausts og opn- aði Söngskóla Maríu Bjarkar sem hefur starfað við miklar vinsældir síðan. „Markmið mitt með þessum skóla er einmitt það að byggja upp feimin börn og draga fram í þeim það besta.“ Uppgötvar stjörnu Árið 1998 kom fyrsta sólóplata Maríu Bjarkar út og notaði hún listamannsnafnið Aria. Öll platan var frumsamin af henni og Bigga Bix. „Það vita eflaust ekki margir Íslendingar af þessari plötu minni, ég gerði plötusamning í Bandaríkj- unum og fékk mjög góða dóma fyrir plötuna.“ Ári síðar efndi María Björk til mikillar söngvarakeppni í Perl- unni. „Þetta var söngvarakeppni fyrir börn og var þema keppninn- ar barnaplatan Jabadabadúú sem ég hafði nýlega gefið út. Öll börn- in tóku sem sagt lag af plötunni, mörg þeirra voru í skólanum hjá mér á þessum tíma.“ Einn kepp- endanna var hin átta ára gamla Jó- hanna Guðrún Jónsdóttir. „Jóhanna lenti að mig minnir í sjöunda sæti sem var auðvitað algjör skandall,“ segir María Björk og skellir upp úr. Þrátt fyrir það sá María Björk að Jó- hanna Guðrún hafði eitthvað fram yfir hina keppendurna. „Ég sá strax hvaða efni ég hafði þarna í hönd- unum og gerði því við hana plötu- samning og gerðist umboðsmaður hennar um leið.“ Upphófst þá ein- stakt samstarf á milli Maríu Bjarkar og Jóhönnu sem stendur enn. Tíu ára samstarf Þar sem Jóhanna Guðrún var að- eins átta ára þegar plötusamning- urinn var gerður þurfti eðlilega að vera mjög gott samband á milli Maríu Bjarkar og foreldra Guðrún- ar. „Þetta samstarf okkar hefur alla tíð gengið mjög vel, vissulega hafa komið upp einhver smávægileg vandamál eða niðursveiflur eins og gengur og gerist enda um tíu ára samstarf að ræða.“ Þær María Björk og Jóhanna eru miklar vinkonur í dag enda gengið í gegnum margt saman. „Þetta er búinn að vera frá- bær tími hjá okkur.“ Fyrsta plata Jóhönnu leit dagsins ljós árið 2000 og var hún söluhæsta platan það árið, eftir það komu út tvær plötur til viðbótar, Ég sjálf og Jól með Jóhönnu. María Björk og Jóhanna hafa eytt miklum tíma í Bandaríkjunum sam- an undanfarin ár þar sem þær hafa unnið hörðum höndum við tónlist, plötugerð og unnið með mörgum virtum tónlistarmönnum. Erfitt tímabil María Björk segir að það sé vanda- samt verk fyrir barnastjörnu að verða fullorðin. „Þegar unglings- árin brustu á hjá Jóhönnu, eða um tólf ára aldurinn, ákvað ég að taka smá pásu. Ég kippti henni nánast af toppnum hér heima og hún hvarf af sjónarsviðinu um tíma.“ María Björk segir þessa ákvörðun hafa verið mjög meðvitaða því að Jó- hanna hafi þurft tíma til að þrosk- ast og breytast, úr barninu í ungl- inginn. „Þetta reyndist Jóhönnu Guðrúnu erfið raun þar sem áhug- inn fyrir söngnum var gríðarlegur.“ Á þessu tímabili viðurkenn- ir María Björk að hún hafi fundið fyrir því að fólki fyndist þeim hafa mistekist eða að ævintýri þessarar ungu stjörnu væri úti eins og svo oft vill verða með barnastjörnur. „Ég hef aldrei misst sjónar á markmið- um okkar eða efast um hæfileika Jóhönnu. Ég hef haft trú á henni frá upphafi.“ María Björk segir að þolinmæði og þrautseigja þeirra hafi borgað sig og að því miður hafi allt of fáir þann eiginleika í bransanum. „Það er allt of algengt að barnastjörnur hverfi fyrir fullt og allt þegar fer að halla undan fæti.“ Bara byrjunin Eftir nokkurra ára fjarveru úr sviðs- ljósinu hér á landi og dvölina í Bandaríkjunum kom söngkonan unga aftur fram á sjónarsviðið. Hún gaf út plötu, lék sjálfa Madonnu í söngleik á Brodway og er nú glæsi- legur fulltrúi þjóðarinnar í Euro- vision. „Það tók landsmenn smá tíma að venjast tilhugsuninni um að Jóhanna Guðrún væri ekki barn lengur en nú er ekki aftur snúið. Hún er búin að bræða hjörtu okkar enda stórkostleg söngkona.“ Maríu Björk hlýtur að hlýna um hjartarætur við að fylgjast með þessari litlu stelpu sem hún fann aðeins átta ára gamla blómstra eins og hún gerir í Moskvu þessa dagana. „Mér líður eins og við séum loksins að fá verðlaunin, upp- skera eftir alla vinnuna. Ég er alveg svakalega stolt.“ María Björk seg- ir þetta þó enga endastöð. „Þetta er bara byrjunin. Hún fær einstak- lega góða kynningu í Evrópu með þátttöku sinni í Eurovision-keppn- inni. Hér náum við til margra eyrna.“ Þær stöllur eru tilbúnar með plötu og gæti tímasetningin eflaust ekki verið betri. „Þetta var allt skipulagt, Eurovision-lagið bætist svo við plöt- una enda passar það einstaklega vel inn á hana. Svo er bara bjartur veg- ur fram undan,“ segir þessi stolti umboðsmaður að lokum enda full ástæða til. kolbrun@dv.is by junin Ákveðinn umbi maría Björk gerði plötusamning við Jóhönnu guðrúnu aðeins átta ára gamla. Saman í Moskvu Það hefur verið mikið stuð hjá þeim vinkonum í ferðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.