Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 51
Föstudagur 15. maí 2009 51Helgarblað Það snýst allt um gallaefnið gallaefnið kemur sterkt inn í sumar og þá erum við ekki einungis að tala um gallabuxur, heldur gallaskyrtur, gallasamfestinga, gallastuttbuxur, gallavesti og -toppa. Það eru engar reglur, allt er leyfilegt. rifið gallaefni er að koma sterkt inn sem og snjóþvegið. Hver hefði trúað því? snjó- þvegnar gallabuxur fást í gylla kettinum. Tímaritið Glamour valdi á dögunum glæsilegustu konu ársins og breska leikkonan Kate Winslet var þar efst á lista. Þessi hæfileikaríka leikkona er enginn tískufrömuður. Á síðustu misserum hefur leik- konan þokkafulla virkilega tekið sig til á rauða dreglin- um. Hún klæðist kjólum sem sýna kvenlegar línur hennar og það fer henni vel. Þegar hún er ekki í vinnunni er Kate ávallt afar kasjúal en passar upp á það að vera glæsileg þegar svp ber undir. Þessi titill er þá kannski bara vel við hæfi. Leikkonan Kate Winslet valin sú glæsilegasta af tímaritinu Glamour: Veit hVað fer henni Vel umsjón: kolbrún pálína Helgadóttir, kolbrun@dv.is Önnur nærfata- lína frá Ditu burlesque-dansarinn dita Von teese hannaði í fyrra undirfatalínu fyrir Wonderbra sem sló heldur betur í gegn. aðstandendur Wonderbra voru svo ánægðir með hönnun ditu að þeir hafa fengið hana til þess að hanna aðra línu sem væntanleg er innan skamms. nýja línan er sögð vera afar glæsileg og enn kvenlegri en sú fyrri. „markmið mitt er að hanna fallega línu af nærfatnaði fyrir fólk sem hefur auga fyrir fegurðinni og glæsileika fyrri tíma,“ segir dita Von teese sem var himinlifandi yfir góðum viðbrögðum kvenna við fyrri línu. Chanel í síkjunum karl lagerfeld mun á laugardaginn sýna „Cruise Collection“ sitt 09/10 í Feneyjum. lagerfeld fannst við hæfi að halda sýninguna í borginni sökkvandi, en línan er innblásin af hástéttarfólki í Feneyjum á fjórða áratugnum. skútulínan, ef kalla má hana það, hefur áður verið sýnd í monte Carlo, miami og los angeles. að sögn fréttamanna hefur lagerfeld lagt borgina undir sig og má búast við glæsilegri sýningu. trenDið í haust tískuspekúlantar eru nú þegar farnir að huga að haustinu og sumarið er ekki enn komið til íslands. eitt af trendum haustins er hálfi hanskinn. á sýningarpöllunum voru þetta oftast leðurhanskar. Þetta eru þó engar grifflur og það þýðir ekkert að klippa ofan af gömlu fingravettling- unum. Hanskarnir breyta heildar- lúkkinu til muna. Þeir gera það mun djarfara. Hanskarnir gera mann að svolitlum töffara og geta menn þá tekið sér rihönnu til fyrirmyndar. sniðugt er að setja á sig flott armbönd til að fínisera lúkkið. Skemmtistaðurinn Q-bar tók upp á því nýlega að opna dyr sínar öllum þeim sem hafa áhuga á því að halda fatamarkað þar um helgar. Að sögn Óla Hjartar Ólasonar rekstr- arstjóra hefur aðsóknin verið gríðarlega góð. Eftir hrun íslensku bankanna í októ- ber á síðasta ári hækkaði verð á öllu í þjóðfélaginu, þar á meðal verð á fatnaði. Á síðustu mánuðum hefur það færst í aukana að íslenskar kon- ur taki sig saman um að halda fata- markaði víðs vegar um borgina. „Það hafa allir gott af því að hreinsa út úr fataskápnum og lofta út heima hjá sér. Af hverju að geyma fjögurra ára gamla flík í skápnum ef þú ert löngu hætt að nota hana?“ spyr Óli Hjörtur Ólason, rekstrarstjóri á Q- Bar sem opnað hefur dyr sínar öllum þeim sem áhuga hafa á því að halda fatamarkað og hefur aðsóknin verið gríðarlega góð. „Við erum bara ný- byrjuð á þessu, við auglýsum mark- aðina vel fyrir seljendur og mér skilst að þeir sem hafa haldið markaði hér hafi haft vel upp úr þessu.“ Aðspurður segist Óli vera hand- viss um að kreppan spili stærsta hlutverkið í þessu fatamarkaðaæði. „Kreppan hefur vissulega sitt að segja. Það vilja allir hafa einhvern pening á milli handanna í sumar,“ segir Óli. Óli segir andrúmsloftið allt annað á fatamörkuðum en í hefðbundnum verslunum. „Það er mikil stemning í kringum það að halda fatamarkað hérna. Hér er tónlist og þetta er miklu meiri upplifun en að fara í fatabúð og versla,“ segir Óli, en nýlega var tekið upp á því að hafa Q-Bar opinn á dag- inn. „Þetta er lifandi umhverfi, það skiptir máli. Hingað getur fólk kom- ið, fengið sér kaffi og bjór og skoðað föt í leiðinni.“ Um helgina verður heljarinnar fatamarkaður á Q-Bar, með fallega kjóla, jakka, skart og skó. Markaður- inn byrjar klukkan 13 og stendur til 17. Skemmtistaðurinn Q-Bar er í Ing- ólfsstræti. fatamarkaðir slá í gegn Góð stemning Fata- markaðirnir á Q-bar hafa verið vel sóttir og seljendur græða á tá og fingri. Kolaportið Hefur lengi verið vinsæll staður til þess að selja notuð föt. en nú þykir vinsælt að halda fatamarkaði á kaffhúsum borgarinnar. Óskarsverðlaunakjóllinn menn voru ekki á einu máli um þennan kjól. Í gallabuxum og flatbotnaskóm. Geislandi flott kate íturvaxin og gullfalleg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.