Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Page 2
Fjórir fyrrverandi starfsmenn B&L hafa opnað bíla- verkstæði sem sérhæfir sig í lúxusbílum. Að sögn Bjarka Jóns- sonar, eins eigendanna, byrjar verkstæðið vel og viðgerðarbeiðn- um fyrir Range Rover og aðra lúxusbíla rignir inn. Hann segir starfsmennina hafa ástríðu fyrir slíkum bílum og er einn þeirra með Land Rover-tattú. föstudagur 5. júní 20092 Fréttir hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Gísli oG laxinn Gísli Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fór í boðsferð á vegum Glitnis sum- arið 2007 í Ponoi-laxveiðiána á Kólaskaga í Rússlandi. Borgar- fulltrúinn var í hópi 60 til 80 góðra viðskiptavina og starfsmanna Glitnis sem var boðið í hollum í nokkrar veiðiferðir til Rússlands þetta sumar. Stór einka- þota var leigð undir hópana. Flogið var frá Reykjavíkurflugvelli og á flugvöllinn í borginni Murmansk á Kólaskaga í Norð- ur-Rússlandi. Frá Murmansk var flogið með hópana að Ponoi-ánni í rússneskri herþyrlu en áin er lengst úti í öræfum Kólaskaga. Við ána var gist í vel útbúnum, upphituðum tjaldbúðum. Kostnaðurinn við ferðina hljóp á tugum milljóna króna. orku- veitu- brallið Orkuveita Reykjavíkur lét kanna möguleikann á því eftir efnahags- hrunið í haust að selja Gagnaveitu Reykjavíkur til símafyrirtækisins Vodafone gegn eignarhluta í fyrirtækinu. Í október réð Orkuveitan ráðgjafarfyrirtækið Gannet Consulting ehf., sem er í eigu Arnþórs Halldórssonar, til að vinna skýrslu um möguleikann á því að selja Gagnaveituna inn í Vodafone. Þetta kemur fram í verksamningi á milli Orkuveitunnar og Gannet og í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins sem DV hefur undir höndum. Arnþór þessi er fyrrverandi framkvæmdastjóri símafyrirtækisins Hive sem síðar sameinaðist símafyrirtækinu Sko og úr varð Tal sem er í eigu eignarhaldsfélagsins Teymis. Vodafone er einnig í eigu Teymis. Í byrjun mars á þessu ári var Arnþór tilnefndur af Teymi til að taka sæti í stjórn Tals. 1 fólkdv.isF r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ðfimmtudagur 4. Júní 2009 dagblaðið vísir 83. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 SkuldirfólkSinS VErÐmÆtaStar SViÐSlJóS fréttir BORGARFULLTRÚINN GÍSLI MARTEINN: fór í lax á herþyrlu í BOÐI GlITNIS ÞVÆr SérmEÐ BlautÞurrkum HraPaÐi í SíÐuStu VinnufErÐinni íSlEndingurinn í flugSlySinu ViÐ BraSilíu: fréttir „Hann Var draumóramaÐur og alltaf í mJög góÐu SkaPi“HEfÐi gEtaÐ tEkiÐ aÐra flugVél klukkuStund fyrr JóHanna ódýruStu tJaldSVÆÐin nEytEndur fréttir mEÐ EinkaÞotu til murmanSk „ég Var BEÐinn um aÐ koma“ kJartan Á EnnÞÁ HúS HannESar BEStu Eignir Bankanna liggJa í yfirVEÐSEttum HEimilum íSlEndinga Á SÆnSka gay PridE 2 miðvikudagur 3. júní 20092 Fréttir Orkuveita Reykjavíkur lét kanna möguleikann á því eftir efnahags- hrunið í haust að selja Gagnaveitu Reykjavíkur til símafyrirtækisins Vodafone gegn eignarhluta í fyrirtæk- inu. Í október réð Orkuveitan ráðgjaf- arfyrirtækið Gannet Consulting ehf., sem er í eigu Arnþórs Halldórsson- ar, til að vinna skýrslu um möguleik- ann á því að selja Gagnaveituna inn í Vodafone. Þetta kemur fram í verk- samningi á milli Orkuveitunnar og Gannet og í skýrslu ráðgjafarfyrirtæk- isins sem DV hefur undir höndum. Arnþór þessi er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri símafyrirtækisins Hive sem síðar sameinaðist símafyrirtæk- inu Sko og úr varð Tal sem er í eigu eignarhaldsfélagsins Teymis. Voda- fone er einnig í eigu Teymis. Í byrjun mars á þessu ári var Arnþór tilnefnd- ur af Teymi til að taka sæti í stjórn Tals. Stjórnarformaður Orkuveitunn- ar, Guðlaugur G. Sverrisson, segir að fyrirtækið hafi látið vinna skýrsl- una vegna þess að þurft hafi að láta kanna þennan möguleika eftir efna- hagshrunið vegna þess að mikil óvissa hafi skapast á markaði. Stjórn Orkuveitunnar var hins vegar ekki höfð með í ráðum þegar ákvörðun var tekin um að kaupa þessa ráðgjaf- arþjónustu, að sögn Guðlaugs. Verk- ið var auk þess ekki boðið út þar sem áætlaður kostnaður þess var rúm- lega tvær milljónir króna og því var það ekki útboðsskylt. Guðlaugur segir að ekkert hafi enn verið gert til að koma eignar- hlutanum úr eigu Orkuveitunnar og til annarra aðila. Hann segir að staða Gagnaveitunnar muni hugsanlega skýrast á næstunni þegar framtíð Vodafone liggur fyrir en Landsbank- inn, sem er stærsti kröfuhafi Teymis, reynir nú að selja 57 prósent í síma- fyrirtækinu. Meðal þeirra fjölmörgu sem lýst hafa yfir áhuga á Vodafone er færeyska símafyrirtækið Føroya Tele. Guðlaugur segir að framtíð Gagnaveitunnar kunni meðal annars að velta á því hvernig staðið verður að þessari sölu og hver kaupi meiri- hluta í félaginu. Gagnaveitan metin á átta milljarða króna Í skýrslu Gannet, sem dagsett er í desember í fyrra, kemur fram að ein af ástæðunum fyrir því af hverju skoða ætti slík- an samruna sé sú að um 67 til 70 prósent af tekjum Gagnaveitunnar komi frá leigu símafyrirtæk- isins á ljósleiðaranet- unum Dark Fiber og Metro-net. Guðlaugur segir að ein af ástæð- unum fyrir því að sam- runi Gagnaveitunn- ar og Vodafone var skoðað- ur hafi ver- ið hversu háð Gagna- veit- an var Vodafone um viðskipti. Hann segir að þetta hafi verið gert því Orku- veitan hafi haft áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á Gagnaveituna ef Vodafone yrði gjaldþrota. Höfundur skýrslunnar, Arnþór Halldórsson, kemst að þeirri niður- stöðu að besta mögulega niðurstað- an sé að sameina Vodafone, Gagna- veitu Reykjavíkur og símafyrirtækið Nova, sem er í eigu fjárfestingafélags- ins Novators, sem Björgólfur Thor Björgólfsson á. Arnþór segir í skýrsl- unni, þar sem hann ræðir um hvern- ig best sé að ganga frá viðskiptunum með Gagnaveituna, að „... gert sé ráð fyrir að GR verði keypt á bókfærðu verði (um það bil 8 milljarða króna eða 67 milljónir Bandaríkjadala).“ Í skýrslunni segir að gert sé ráð fyrir því að Voda- fone greiði fyrir Gagnaveituna með því að taka yfir 6 milljarða af skuldum Gagnaveitunn- ar og að Orkuveitan eignist hluta- fé í hinu nýja sameinaða fyrirtæki að upphæð tveir milljarðar króna. Heildarhlutur Orkuveitunnar í hinu sameinaða fyrirtæki átti að vera 35 til 45 prósent samkvæmt skýrslunni en þar er látið í það skína að aðkoma Orkuveitunnar að félaginu eigi ein- ungis að vera tímabundin. Salan á Gagnaveitunni hefði í reynd verið fyrsta skrefið í áttina að einkavæð- ingu Orkuveitunnar, svipað og sam- eining REI og Geysis Green Energy á haustmánuðum 2007 ef borgarráð hefði samþykkt hana. Stjórnarmennirnir vissu ekkert Aðrir stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur vissu ekki af því að Gannet hefði verið ráðið til að vinna skýrsluna þar sem rætt er um samruna Gagna- veitunnar og Vodafone. Þetta segja þau Júlíus Vífill Ingv- arsson, Sigrún Elsa Smára- dóttir og Svandís Svavars- dóttir, sem hætti í stjórninni fyrir skömmu þegar hún settist á þing og tók við ráðherraembætti. Sigrún Elsa seg- ist ekkert hafa vitað um skýrsluna og sameiningarhug- myndirnar og að henni komi þetta mjög á óvart. „Ég veit ekki betur en að loforð liggi fyr- ir því að Orkuveit- an verði hvorki PLOTTAÐ UM EINKAVÆÐINGU ORKUVEITU REYKJAVÍKUR InGI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Ég veit ekki betur en að loforð liggi fyrir því að Orkuveitan verði hvorki einkavædd að öllu leyti né að hluta.“ Ráðgert að einkavæða Gagnaveituna Samkvæmt gögnum sem dv hefur undir höndum íhugaði Orkuveita reykjavíkur að selja gagnaveitu reykjavíkur til vodafone. Staða vodafone nú kemur í veg fyrir að þetta geti gengið upp en mögulegt er að gagnaveitan verði seld annað. mynd heIða helGadóttIR haldið leyndri Þáverandi stjórnarmenn í Orkuveitu reykja- víkur, Sigrún Elsa Smáradóttir og Svandís Svavarsdóttir, vissu ekki af skýrslunni um samruna gagnaveitu reykjavíkur og vodafone. miðvikudagur 3. júní 2009 3 Fréttir einkavædd að öllu leyti né að hluta. Mér finnst þetta alls ekki vera í sam- ræmi við yfirlýsingar borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, Óskar Bergs- sonar, en hann hefur gefið það út að ekki standi til að einkavæða Orku- veituna,“ segir Sigrún Elsa en Guð- laugur var settur yfir stjórn Orkuveit- unnar þegar núverandi meirihluti tók við í Reykjavíkurborg í ágúst í fyrra og situr í umboði Framsóknar- flokksins. Ekki náðist í Óskar Bergsson við vinnslu þessarar fréttar. Reynt að bjarga Vodafone Eignarhaldsfélagið Gannet Consult- ing var stofnað í fyrra og er tilgang- ur þess sagður vera viðskiptaráðgjöf og önnur rekstrarráðgjöf samkvæmt hlutafélagaskrá. Stjórn félagsins skipa áðurnefndur Arnþór og eigin- kona hans, Hulda Björk Pálsdóttir, fjármálastjóri Eignarhaldsfélagsins Fasteignar. Lögheimili félagsins er á heimili Arnþórs og Huldu í Skógar- gerði. Arnþór var áður framkvæmda- stjóri hjá IP-fjarskiptum og um tíma einnig hjá Iceland Express. Það sem Teymi og Iceland Express eiga sam- eiginlegt er að kaupsýslumaðurinn Pálmi Haraldsson, sem oft er kennd- ur við Fons, hefur átt hluti í báðum félögunum. Pálmi átti um 8 prósent í Teymi í árslok 2007 og eignarhaldsfé- lög hans, Fengur og Fons, eiga saman allt hlutaféð í Iceland Express. Arnþór er auk þess stjórnarfor- maður í öðru félagi sem stofnað var á síðasta ári, Titan Global ehf., en for- svarsmenn þess hafa lýst yfir áhuga á að reisa netþjónabú eða gagna- veitu í Hafnarfirði eða í Hvalfjarðar- sveit. Titan hefur meðal annars átt í viðræðum við sveitarstjórnarmenn í Hvalfjarðarsveit vegna þessa. Ein af forsendunum fyrir slíkum gagnaver- um er að til staðar séu öflug ljósleið- aranet innanlands og til og frá land- inu, til Evrópu og Bandaríkjanna. En það er einmitt aðgangur að slík- um innlendum ljósleiðaranetum sem Vodafone hefur keypt af Gagna- veitu Reykjavíkur í gegnum tíðina. Framkvæmdastjóri Titan er Jónas Tryggvason en hann bauð sig fram á lista Framsóknarflokksins í síðustu alþingiskosningum. Út frá lestri gagnanna virðist ein möguleg túlkun á þessari atburðarás með Gagnaveitu Reykjavíkur vera sú að það hefði hugsanlega verið hægt að bjarga Vodafone frá því að verða gjaldþrota og skipta um eigendur ef Gagnaveitan hefði runnið inn í fyrir- tækið og Orkuveitan hefði komið að rekstri þess um tíma. Mikið er fjallað um bága stöðu Vodafone í skýrslunni og kemur meðal annars fram að lík- legt sé að tekjur fyrirtækisins muni rýrna um 30 prósent á árinu 2009. Ef af þessu hefði orðið hefði Vodafone ekki þurft að greiða leigu til Orku- veitunnar fyrir aðgang að ljósleiðara- netunum auk þess sem mögulegt er að staða Gagnaveitunnar hefði ver- ið tryggðari fyrir vikið þar sem svo hátt hlutfall af tekjum hennar kemur frá Vodafone, sem nú er orðið gjald- þrota. Líkt og segir um tilgang ráð- gjafarinnar í verksamningi Gannet og Gagnaveitunnar, þá átti tilgang- ur samrunans að vera að „... tryggja áfram fjárhagslegan stuðning ljós- leiðaranetsins og framhald í upp- byggingu þess með aukinni nýtingu, enda verði ljósleiðaranetið grunnnet hins nýja fyrirtækis.“ úR sKýRsLU GANNET UM sAMRUNA GAGNAVEITUNN- AR OG VOdAfONE: „út frá sjónarhóli gagnaveitu reykja- víkur myndi samruni við vodafone […] koma til leiðar þeirri sýn sem gr er byggð á, það er að segja aukna samkeppnishæfni íslensks samfélags og bætt lífskjör með því að veita fyrirtækjum og heimilum aðgang að háhraða breiðbandi.“ Vissi einn af skýrslunni Stjórnarformaður Orkuveitu reykjavíkur, guðlaugur gylfi Sverrisson, virðist hafa verið eini stjórnarmaðurinn sem ræddi um mögulega sameiningu gagnaveitunnar og vodafone en málið var ekki rætt á fundum hennar. mynd SigtRygguR ARi „Veraldlegir hlutir endurgjalda aldrei umhyggju og ástúð,“ sagði Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíb- eta, í fyrirlestri sínum í troðfullri Laugardalshöll í gær og tók upp talnaband máli sínu til stuðnings. „Það er sama hvað ég sýni því mik- inn kærleika, það mun aldrei end- urgjalda hann,“ sagði Dalai Lama. Friðarleiðtoganum varð tíðrætt um að samkennd og umhyggja væru nauðsynleg öllu fólki. Gagnkvæm samkennd og umhyggja eiga ekki rót sína að rekja til trúarbragða, heldur eru manninum eðlislægar. Dalai Lama tók máli sínu til stuðn- ings dæmi um hvaða áhrif það hef- ur á börn að alast upp án umhyggju og hlýju frá móður eða öðrum uppalendum. Veittu hamingju til að öðlast hamingju, var boðskapur Dalai Lama. Sló á létta strengi Um það bil 3.000 gestir voru sam- ankomnir í Laugardalshöllinni um miðjan dag í gær til þess að hlýða á erindið. Dalai Lama nýtur virðing- ar um allan heim og hlaut árið 1989 friðarverðlaun Nóbels, fyrir að hafa aldrei kvikað af þeirri braut að leita friðsamlegra lausna á málefnum Tíbets, hvað sem yfirgangi Kínverja þar í landi líður. Reyndar hófst fyrirlesturinn um það bil hálftíma seinna en áætlað var, en leiðtoginn tafðist á fundi í Alþingishúsinu. Áður en hann flutti erindi sitt fluttu meðlimir Sig- ur Rósar ásamt Steindóri Ander- sen og fleirum, þrjú lög til heiðurs Dalai Lama. Hann virtist kunna vel að meta tónlistina og í öðru laginu gekk hann upp að meðlimum Sig- ur Rósar og sló á létta strengi með þeim, fékk meðal annars að prófa hljóðfærið og uppskar mikið lófa- klapp. Dalai Lama sagði Ísland og Tíb- et eiga það sameiginlegt að búa við mikla landfræðilega einangr- un, Tíbet af Himalaya-fjöllunum en Ísland sem eyja. Hann hafði hins vegar orð á því að hér á landi væru engin tré, nema þá kannski í mið- bæ Reykjavíkur, en sennilega hefði þeim verið plantað nýlega. Einn breytir ekki heiminum en 6 milljarðar geta það Dalai Lama kom sem fyrr seg- ir mikið inn á samkennd og sam- hug meðal mannkyns. Hann benti á að jörðin væri okkar eina heimili og því þyrftum við að fara vel með hana. Vekja þyrfti upp samhug og umhverfisvitund. Einn maður breytti ekki heiminum, en með því að vekja allan heiminn til vitund- ar mætti margt gera. Það var alltaf stutt í grínið hjá Dalai Lama, til að mynda benti hann á að vissulega hefði tækninni fleygt fram í geim- ferðum og að nú væri jafnvel hægt að panta sér ferð til tunglsins. Hins vegar væru geimbúningar örugg- lega mjög óþægilegir til langs tíma og því hentaði jörðin mannkyninu best. Hann var síðan spurður spurn- ingar utan úr sal, um hvað Ísland ætti að gera í því erfiða efnahags- ástandi sem nú ríkir. „Ég er ekki hagfræðingur,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur, áður en hann hélt áfram og sagði: „Græð- gin er of mikil og siðferðiskennd- in er bjöguð. Að sama skapi er gagnsæi ekki nóg. Ef fólk græðir á viðskiptum á það ekki að vera leyndarmál, það sama gildir þeg- ar fólk tapar.“ Hann hugsaði sig svo um og sagði: „Svo mikið veit ég, en annað veit ég ekki.“ „Ég elska Bush“ Friðarverðlaunahafanum varð einnig tíðrætt um friðarmál. Hann lýsti þeirri von sinni að brátt myndu stríðstólin víkja, vegna þess að hugarfarsbreyt- ing meðal mannkyns hefði gert þau úreld. Hann sagði frá því að hann hefði þann 12. september 2001 skrifað George W. Bush, þá- verandi Bandaríkjaforseta, bréf til þess að votta honum samúð sína vegna hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum. Jafnframt lýsti hann því yfir að hann vonaðist til að Bush myndi leysa málin með friðsam- legum hætti. Síðar kom í ljós að svo reyndist ekki vera. „Ég hef oft hitt Bush og hann er frábær manneskja og persónu- leiki. Ég elska Bush og ég hef sagt honum það, en stefna hans er ekki svo góð,“ sagði Dalai Lama og hristi höfuðið, svo ekki fór á milli mála hvað hann átti við. dalai Lama GRÆÐGI OG sIÐ- fERÐIsbREsTUR ORsöK hRUNsINs VALgEiR ÖRn RAgnARSSOn blaðamaður skrifar: valur@dv.is dalai Lama kom víða við í fyrirlestri sínum í gær og lagði mikla áherslu á mikil- vægi ástar og umhyggju. mynd HEiðA HELgAdóttiR inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif- stofustjóri Íþrótta- og tómstunda- „Við lítum svo á að börnin séu að taka þátt í formlegu frístunda- starfi á frístundaheimilunum en þar fer fram margs konar starf- semi sem er sniðin að aldri þeirra og þörfum. Þá taka ekki öll börn sem sækja frístundaheimilin þátt í öðru frístundastarfi og þótti ástæða til að gefa foreldrum þeirra möguleika á að nýta kortið til að greiða niður dægradvölina. Það skal þó tekið fram að full vistun á frístundaheimili kostar um 8.000 Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI GERA VIÐ LÚXUS- BÍLA Í KREPPUNNI „Við leggjum svolítinn metnað í að gera þetta vel og hafa þetta í lagi,“ segir Bjarki Jónsson, einn eigenda Eðalbíla, sem hefur nú opnað verk- stæði fyrir glæsibifreiðar í kreppunni. Ásamt Bjarka eru þeir Davíð Garð- arsson, Bragi Þór Pálsson og Arnar Einarsson eigendur fyrirtækisins en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera fyrrverandi starfsmenn B&L. Í góðærinu svokallaða voru lúxusbif- reiðar fluttar til landsins í stórum stíl og ekki sjá allir fram á að geta losn- að við þær á næstunni. Strákarnir í Eðalbílum vilja hjálpa fólki við að fá góða viðgerð og á sanngjörnu verði. Mikil eftirspurn fyrstu tvo dagana Eftir breytingar hjá B&L ákváðu þeir að breyta til og sáu tækifæri til að opna fyrirtæki í því sem þeir kunna hvað mest, sem er BMW og Land Rover. Hann segir mikla reynslu í fyr- irtækinu en sumir starfsmannanna búa yfir 20 ára reynslu á þessum tegundum. „Okkur fannst myndast ákveðið tækifæri nú í kreppunni að bjóða fólki ódýrari valmöguleika í þjónustu á þessum bílum, enda dýrir og flóknir bílar. Það eru allt of marg- ir í þessum bransa sem hafa ekki al- veg vald á því, en við höfum reynsl- una og tölvurnar sem þarf til að gera þetta almennilega,“ segir Bjarki og tekur fram að það sé brjálað að gera þrátt fyrir að þeir hafi aðeins opnað fyrir tveimur dögum. Með Land Rover-tattú á handleggnum Aðspurður af hverju þeir velja þessar tegundir segir Bjarki þær vera þeirra ástríðu og sé einn starfsmaðurinn með Land Rover-tattú á handleggn- um. „Það sýnir svolítið ástríðuna á bak við þetta hjá okkur,“ segir Bjarki léttur. Hann segir fyrirtækið sérhæfa sig í BMW og Land Rover, eins og fyrr segir, og hafi ekki fengið margar fyr- irspurnir varðandi gamla bíla til sín. Hann segir jafnframt að fyrirtæk- ið haldi verðinu í algjöru lágmarki. „Við erum heldur ódýrari en umboð- ið en erum örugglega ekki ódýrastir. Við ætlum ekkert að gera út á þann markað, heldur skila góðri vinnu og selja vandaða varahluti, þetta snýst ekki um að vera ódýrastur heldur góður en samt sanngjarn.“ Kaffistofa fyrir konur Bjarki segir gott að vera kominn heim á gamla staðinn en þeir eru með hús- næði í gamla B&L-húsnæðinu við Grjótháls. Strákarnir eru vel meðvit- aðir um að konum fer stöðugt fjölg- andi í hópi eigenda lúxusbíla og ætla að fá sérstakan hönnuð í að innrétta biðstofuna með konur í huga. „Það er leiðinlegt að koma á skítug bílaverk- stæði með skítuga kaffistofu, þannig að þetta verður allt fyrsta flokks,“ seg- ir Bjarki kátur. Haldin verður sérstök opnunarsýning í dag, föstudag, þar sem margir eðalbílar verða til sýnis til að mynda Rolls Royce og fleiri. Þeir kumpánar hafa opnað heimasíðu, edalbilar.is, þar sem áhugasamir geta sett sig í samband við þessa hressu bifvélavirkja sem gera við dýru bílana í umferðinni. „Við erum heldur ódýr- ari en umboðið en erum örugglega ekki ódýrastir.“ Boði Logason blaðamaður skrifar bodi@dv.is Eðalbílar strákarnir hjá Eðalbílum segjast vera með mikla reynslu af viðgerðum á BMW og Land rover. MYnD HEiða HELgaDÓTTiR Með Land Rover-tattú davíð garðarsson, bifvélavirki og helsti sérfræðingur í Land rover á íslandi, lét húðflúra Land rover-merkið á sig enda mikill aðdáandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.