Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Síða 4
föstudagur 5. júní 20094 Fréttir Sandkorn n Páll Óskar tryllti lýðinn í Herj- ólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrra og nú óttast þeir sem þrá heitt að fá að tryllast aftur í dalnum í byrjun ágúst um sinn hag. Þjóð- hátíðarnefnd er nefnilega ekki búin að ráða Pál Óskar til að troða upp á Þjóð- hátíð 2009. Þar sem virkt lýðræði blómstrar helst á Face- book þarf engan að undra að þar sé búið að stofna þrýstihóp um að Páll Óskar verði fenginn til að troða upp á Þjóðhátíð. „Palli stóð upp úr í fyrra og var hreint út sagt æð- islegur. Aldrei upplifað jafn mikla stemningu og þá,“ segir á síð- unni sem rúmlega þrjú þúsund manns hafa skráð sig á. n Lesendur DV stöldruðu við frétt blaðsins í gær um laxveiðiferð Gísla Marteins Baldurssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, til Rússlands á vegum Glitnis sumarið 2007. Þó vöktu einkum ummælin „ég var beð- inn um að koma“ kát- ínu manna, en einnig umhugsun. Þótt margir viti að Gísli Marteinn er glaðvær og taki að sér veislustjórn spyrja menn sig hvaða erindi borgar- fulltrúi eigi með viðskiptavinum og starfsmönnum Glitnis í einka- þotu og þyrluferð inn í óbyggðir Kólaskaga til þess að veiða lax í einni gjöfulustu laxveiðiá ver- aldar. n Nú vill svo til að um svipað leyti, sumarið 2007, fóru þá- verandi „Orkuveitumenn“, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson, Björn Ingi Hrafnsson, Vilhjálm- ur Þ. Vil- hjálmsson og Haukur Leósson, í laxveiði- ferð í Mið- fjarðará í boði Baugs. Um þetta sama leyti tengdust FL Group, Geysir Green Energy, Glitnir og Baugur með beinum eða óbeinum hætti áformum um útrás Orkuveitu Reykjavíkur í nafni REI. Fylgja má sögunni að borgarfulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins, þeirra á meðal Gísli Marteinn, vildu selja REI og losa OR úr samkrulli við einkaframtakið. Voru ekki FL Group og Glitnir þar skammt undan með forkaupsrétt? Tjónaskoðun – við komum til þín! Bæjarflöt 10 Sími: 567-8686 www.kar.is Brotist var inn hjá fjölskyldu í Hafnarfirði um miðja nótt. Stolið var meðal annars glæ- nýjum jeppa og svo virðist sem farið hafi verið inn í herbergi hjá 7 ára gömlum syni húseigandans á meðan hann svaf. Fjölskyldufaðirinn þakkar fyrir að ekkert alvarlegt kom fyrir börnin á meðan þjófurinn valsaði um íbúðina. STÁLU JEPPA Á MEÐAN FJÖLSKYLDAN SVAF „Maður er ekkert búinn að átta sig á þessu enn þá,“ segir Sigurður Freyr Árnason, íbúi í Hafnarfirði, eftir að innbrotsþjófar brutust inn á heimili hans aðfaranótt fimmtudags með- an Sigurður og fjölskylda hans sváfu. Húsið er einbýlishús í friðsælli götu í Hafnarfirðinum og svo virðist sem farið hafi verið inn um svaladyr sem liggja út á verönd. Þjófarnir stálu myndavél, húslykl- um, tölvu, veskjum, tösku og glæsi- jeppa sem metinn er á annan tug milljóna. Jeppinn fannst seinna um daginn í Reykjavík eftir ábendingu frá vegfaranda. Jeppinn er af gerðinni Audi Q7 og kostar á annan tug milljóna. „Við biðum eftir þessum bíl í sjö mánuði frá Heklu, hann er 4,2 lítra dísil og er glænýr með öllum aukahlutum,“ seg- ir Sigurður. Þjófurinn í barnaherbergi „Ég fer að sofa klukkan eitt og konan vaknar hálf sex og þá finnur hún ekki aðallykilinn að bílnum sem hún er alltaf með í töskunni sinni, en pælir ekkert meira í því, og finnur varalyk- ilinn. Hún opnar dyrnar og skamm- ast yfir því að ég hafi ekki læst þegar ég fór að sofa, en ég læsti þegar ég fór að sofa. Hún kíkir út á hlaðið og þá er bíllinn bara farinn,“ segir Sigurður þegar hann lýsir því hvernig innbrot- ið uppgötvaðist. Sigurður kveðst hafa hringt umsvifalaust á lögregluna sem hafi komið á staðinn. Sigurður og kona hans gengu síð- an um íbúðina til að athuga hvort fleiru hefði verið stolið og sáu að ýmislegt vantaði. „Það eru ummerki inni í herbergi hjá stráknum að búið sé að færa naggrísabúrið og komm- óðu sem er inni í herbergi hjá hon- um,“ segir Sigurður sem hryllir við því að ókunnugur maður hafi verið inni í herbergi hjá stráknum hans á meðan hann svaf. Nauðsynlegt að hafa öryggiskerfi Sigurður er með þjófavörn í húsinu sem var ekki í gangi þegar þjófarnir brutust inn. „Það er líklega í síðasta skiptið sem við höfum slökkt á henni á nóttunni.“ Börnum Sigurðar var að vonum brugðið eftir að fjölskyldan gerði sér grein fyrir innbrotinu. „Þau fóru í skólann í morgun (í gær) og voru voðalega spennt fyrst en þegar þau uppgötvuðu þetta fóru þau bara að gráta,“ segir Sigurður. Hann á þrjú börn á aldrinum 3 ára til 8 ára. Að- spurður hvaða ráðleggingar hann hafi fyrir fólk sem vill koma í veg fyr- ir innbrot á heimili segir Sigurður. „Að setja kerfið á á nóttunni, það er það eina sem hægt er að gera.“ Þakkar fyrir að ekkert alvarlegt gerðist „Þetta er ömurlegt, ég bara þakka fyrir að ekkert gerðist miðað við það sem hefur gerst síðustu daga í Garðabænum og úti á Seltjarnar- nesi,“ segir Sigurður. Skemmst er að minnast þegar grímuklæddir menn hótuðu eldri hjónum lífláti með hnífum á meðan þeir fóru ráns- hendi um íbúðina í Garðabænum. Svipað atvik átti sér stað á Barða- ströndinni í síðasta mánuði þegar tveir menn bundu mann á níræðis- aldri og lömdu hann á meðan þeir stálu hátt í 60 úrum og öðrum skart- gripum. Sigurður vill koma þökkum til fjölmiðla sem hafa sýnt málinu mikinn áhuga. „Það þarf að taka á þessu.“ Þeim sem geta gefið upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Boði logasoN blaðamaður skrifar bodi@dv.is „...en þegar þau upp- götvuðu þetta fóru þau bara að gráta.“ audi Q7 stolið var glænýjum jeppa af gerðinni audi Q7. Mynd tengist frétt ekki beint. Mjög brugðið sigurður freyr Árnason ætlar framvegis að hafa kveikt á þjófavörninni á næturnar. MyNd Karl PeterseN Málaferli yfir gunnari stefáni Wathne halda áfram: Wathne vísað úr landi Dómstóll í Kaliforníu hefur ákveðið að vísa Gunnari Stefáni Wathne úr landi í Bandaríkjunum. Gunnar Stef- án, sem er erfingi auðæfa Wathne- systranna, hefur staðið í málaferlum í tæp tvö ár síðan hann var hand- tekinn í Indlandi vegna gruns um að hafa þvættað peninga fyrir LSD- verksmiðju. Höfuðpaur hennar situr í ævilöngu fangelsi. Gunnar Stefán verður að vera farinn frá Bandaríkjunum 26. júní næstkomandi, en málaferli hans hafa verið bæði flókin og kostnað- arsöm. Hann var handtekinn á Ind- landi og eftir að hafa dúsað í fangelsi þar í landi í nokkrar vikur var hann framseldur til Bandaríkjanna. Dóm- stóll komst að því að sú krafa hafi verið ólögleg, enda Gunnar Stefán ís- lenskur ríkisborgari. Verjendur hans kröfðust þess að málið yrði látið nið- ur falla, en dómarinn í málinu féllst ekki á það. Þess í stað er líklegt að málið verði jafnvel tekið upp annars staðar í heiminum. Gunnar Stefán á hins vegar kost á því að berjast áfram fyrir dómstólum í Bandaríkjunum. Málinu verður haldið áfram í þess- um mánuði. Gunnari Stefáni er lýst sem leynd- ardómsfullum yfirstéttarmanni af fjölmiðlum í Bandaríkjunum. At- hyglin hefur jafnt beinst að móð- ur hans og systrum hennar sem eru kallaðar þríburarnir þar í landi vegna þess að þær kjósa að klæðast sams konar fötum þegar þær koma fram. Þegar Gunnar Stefán kom til Banda- ríkjanna frá Indlandi var hann sett- ur í fangelsi, en systurnar lögðu fram tryggingu sem samsvarar rúmlega 600 milljónum króna á núgildandi gengi. stefán Wathne dómari hefur skipað gunnari stefáni að yfirgefa Bandaríkin fyrir 26. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.