Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 29
Ekki missa þig í áti heilsa „Það er tvennt sem þarf að huga að þegar mað- ur ætlar í alvöru átak og það er mataræði og hreyfing. Ef þú ætlar að ná einhverjum árangri er frumatriði að fá sér góðan einkaþjálfara til að hjálpa sér í gegnum þetta ferli,“ segir Sveinn Andri. Sveinn Andri fékk sér einkaþjálfara í nóvem- ber árið 2007 og nýtur enn leiðsagnar þjálfar- ans. Hann sér svo sannarlega ekki eftir því enda hefur árangur hans verið ótrúlega góður á þess- um stutta tíma. „Þegar ég fékk mér einkaþjálfara byrjaði ég á því að keyra á mikla brennslu sem felst í tveggja tíma æfingu á dag, sjö daga vikunnar. Síðan breytti ég mataræðinu. Ég tók út allt sem heitir sælgæti, pítsur, fitumikill kjúklingur, kökur, kex og gos. Matseðlinum var í fyrsta lagi gjörbreytt og í annan stað fór ég að borða litlar máltíð- ir á þriggja tíma fresti til að halda brennslunni gangandi og blóðsykrinum í jafnvægi. Á fjórum mánuðum fóru 24 kíló. Síðan þá hef ég verið í því að halda þessu við. Ég hef svissað á milli hjá þjálfaranum, annars vegar farið í uppbygg- ingarprógramm þar sem ég byggi upp vöðva og hins vegar farið aftur í niðurskurð. Þyngdin er ekki aðalmálið heldur að hafa fituprósentuna í lagi og samsetninguna á henni. Ég var í þrjátíu í fituprósentu og er kominn niður í tólf. Þetta er allt annað líf.“ Margir sem breyta svona um lífsstíl segja það auka sjálfstraustið. Sveinn Andri segir það ekki hafa þurft í sínu tilviki en segir hreyfinguna hafa gífurlega góð áhrif á andlegu hliðina. „Sjálfstraustið hefur nú aldrei verið neitt vandmál hjá mér. En mér líður miklu betur. Það er ekki spurning. Nú er mjög gaman að kaupa sér föt og annað í þeim dúr,“ segir Sveinn Andri sem finnst lítið mál að halda þessum góða ár- angri við. „Þetta er bara spurning um að breyta um lífsstíl, gera hreyfinguna að daglegum, regluleg- um viðburði og ekki missa sig í áti. Ég fer í rækt- ina á hverjum degi og hef líka stundum farið út að hlaupa þegar ég er í fríi.“ liljakatrin@dv.is Lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson hefur náð undraverðum árangri í ræktinni síðan hann fékk sér einkaþjálfara fyrir tæpum tveimur árum. Hann ráð- leggur fólki sem vill ná góðum árangri í líkamsrækt að fá sér einkaþjálfara til að leiðbeina sér við að breyta um lífsstíl og öðlast vellíðan. myndIR RAkel ÓSk SIguRðARdÓttIR Fer létt með Sveinn Andri vílar ekki fyrir sér að taka nokkrar góðar armbeygjur. duglegur að pumpa Lögfræðingurinn tekur á og styrkir leggina. Ferskur á morgnana Sveinn Andri mætir oft klukkan sjö á morgnana í ræktina og kemur með góða skapið með sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.