Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 30
Föstudagur 5. júní 200930 heilsa
Á Vesturlöndum er haft fyrir satt að maðurinn sé jafngamall slagæðum sínum. Ind-
verskir jógar hafa aftur á móti lengi haldið því fram að maðurinn sé jafngamall baki
sínu. Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari hefur reynt það í störfum sínum að Ind-
verjarnir hafa talsvert til síns máls.
Karlmaður á miðjum aldri, sem
hreyfir sig lítið, vinnur einhæfa inni-
vinnu og safnar spiki er líklegri en
aðrir til þess að fá bakverki og er því í
áhættuhópi að þessu leyti.
Þetta er meðal þess sem ráða má
af orðum Baldurs Gunnbjörnssonar
sjúkraþjálfara, en hann starfar ásamt
liðlega 10 öðrum sjúkraþjálfurum á
sjúkraþjálfunarstofunni Styrkur ehf.
við Stangarhyl í Reykjavík. En þetta
er ekki einhlítt og fleiri eiga vitanlega
við bakverki að stríða.
Hreyfingin er
grundvallaratriði
Baldur er 29 ára og nam sín fræði
við sjúkraþjálfunarskor Háskóla Ís-
lands sem útskrifar reyndar aðeins
takmarkaðan fjölda sjúkraþjálfara ár
hvert.
„Bakverkir geta átt margvísleg-
ar rætur. Sumir glíma við bakverki í
kjölfar slysa, aðrir fá brjósklos en það
getur valdið miklum verkjum vegna
þrýstings á taugar. Verkir sem eiga
rætur í misbeitingu vöðva eru einnig
algengir sem og verkir í liðum og lið-
böndum. Þeir sem eru í meiri áhættu
en aðrir eru þeir sem stunda einhæfa
vinnu og hreyfa sig lítið utan hennar.
Byggingarlag og offita geta skipt máli
en svo ráða erfðir einnig nokkru. Það
má halda því fram að nýjasti áhættu-
hópurinn sé einmitt skrifstofufólk
sem situr lengi í vanabundnum stell-
ingum, til dæmis við tölvuskjá. Al-
gengast er að fólk fái bakverki vegna
óeðlilegra stellinga og hreyfinga. Það
veldur miklu óeðlilegu álagi sums
staðar og litlu og óeðlilegu álagi
annars staðar. Þetta má orða svo að
hreyfingarnar dreifist ekki rétt yfir
bakið eða yfir allan líkamann.“
Baldur segir að af þessum ástæð-
um sé mikilsvert að efla vitund ba-
kveikra um líkama sinn, líkamsstell-
ingar og beitingu líkamans. „Hreyfing
er grundvallaratriði. Fólk á það til að
festast í vanabundnum stellingum,
til dæmis við vinnu sína. Það gerir
hlutina eins og það hefur alltaf gert,
en það er alls ekki víst að það sé ná-
kvæmlega stellingin eða líkams-
beitingin sem hentar. Þetta getur á
endanum framkallað bakverki. Það
er meðal annars okkar verk að inn-
ræta fólki réttar vinnustellingar, rétt-
ar æfingar eða rétta líkamsbeitingu í
heimaverkunum.“
Meina bót
Sjúkraþjálfarar starfa flestir eftir
tilvísunum frá heilbrigðiskerfinu,
heilsugæslustöðvum eða sérfræð-
ingum. Kostnaðarþátttaka Trygg-
ingastofnunar er 40 prósent en 75
prósent hjá öryrkjum, börnum og
hjá fólki á eftirlaunaaldri. TR eða
viðkomandi tryggingarfélag greið-
ir sjúkraþjálfunina að öllu leyti í
kjölfar slysa. Þá er ekki óalgengt
að stéttarfélög veiti einnig styrki til
sjúkraþjálfunar.
Baldur segir að þegar fólki sé
vísað til sín með veikt bak sé lit-
ið yfir sjúkrasöguna, hryggurinn
sé skoðaður, vandinn greindur og
síðan sé meðferð undirbúin. „Við
þurfum að komast að því hverju
fólk þarf að breyta til að draga úr
verkjum eða fyrirbyggja þá með
öllu. Fólk er hér í 30 til 50 mínútur
í senn en tíðni tímanna fer eftir því
hversu alvarlegt ástandið er. Með-
ferðin felst í fjölþættum æfingum,
svonefndri liðlosun, nuddi, hljóð-
bylgjum, og fræðslu varðandi æf-
ingar, vinnustöðu, svefnstelling-
ar og fleira. Margt getur skipt máli
svo sem seta við skrifborð og hæð
tölvuskjás á vinnuborði.“
Baldur ráðleggur þeim sem
þjást af bakverkjum að hreyfa sig
meira. „En ef verkirnir trufla dag-
legt líf og svefn á nóttunni og fólk
þarf orðið mikið af verkjalyfjum er
betra að leita sér læknisaðstoðar
og fara jafnvel í sjúkraþjálfun.“
johann@dv.is
Bakið er uppistaða
tilverunnar
Sjúkraþjálfarinn „En ef verkirnir trufla
daglegt líf og svefn á nóttunni og fólk þarf
orðið mikið af verkjalyfjum er betra að leita
sér læknisaðstoðar og fara jafnvel í sjúkra-
þjálfun,“ segir Baldur Gunnbjörnsson.
„Þeir sem eru í meiri
áhættu en aðrir eru
þeir sem stunda ein-
hæfa vinnu og hreyfa
sig lítið utan hennar.
Byggingarlag og offita
geta skipt máli en erfð-
ir ráða einnig nokkru.“
Fitan er
mikilvæg
Þó að margir hafi það að mark-
miði að brenna sem mestri
fitu er rétt að hafa það hug-
fast að fitan er mikilvægt nær-
ingarefni. Fitunni fylgja bæði
mikilvæg fituleysin vítamín
og lífsnauðsynlegar fitusýrur.
Frá þessu segir Lýðheilsustöð.
Það er hins vegar ekki sama
hvaðan fitan kemur með tilliti
til hollustunnar og þess vegna
er hvatt til að velja sem oft-
ast olíu eða mjúka fitu í stað
harðrar. Dæmi um mjúka fitu
eru fljótandi matarolíur, þykk-
fljótandi eða mjúkt smjörlíki,
lýsi og óhert fiskifita auk fitu
úr fræjum og hnetum.
Fjórir tímar
milli máltíða
Gott er að miða við að ekki
líði meira en fjórir tímar á
milli mála yfir daginn. Það er
mikilvægt að borða reglulega
yfir daginn til að viðhalda
jafnri orku. Aðalmáltíðirn-
ar þrjár eiga að vera morg-
unmatur, hádegismatur og
kvöldmatur auk þess sem
mikilvægt er að fá sér einn til
þrjá bita yfir daginn. Morgun-
matinn má sannarlega kalla
mikilvægustu máltíð dagsins.
Fæði þeirra sem borða morg-
unmat er almennt næringar-
ríkara en þeirra sem sleppa
þessari fyrstu máltíð dags-
ins. Staðgóður morgunverð-
ur skerpir athyglina og býr
fólk undir daginn. Þeir sem
borða morgunmat eiga síður
í vanda með líkamsþyngd,
eins og segir á vef Lýðheilsu-
stöðvar.
Fimmta hvert
barn of þungt
Á árunum 1938 til 1998 hef-
ur meðalhæð 9 ára skóla-
barna í Reykjavík hækkað um
5 sentimetra. Strákar hafa
þyngst um 5,1 kíló og stelpur
um 4,6 kíló á þessum tíma.
Miðað við bandaríska líkams-
þyngdarstuðla hefur ofþyngd
stelpa aukist úr 3,1 prósenti
í 19,7 prósent á þessum 60
árum. Hlutfall of þungra
drengja hefur aukist úr 0,7
prósentum í 17,9 prósent á
þessu sama tímabili. Nærri
lætur að fimmta hvert 9 ára
barn sé oft þungt. 4,8 prósent
stelpna og stráka eiga nú við
offitu að stríða, miðað við 0,4
prósent og 0 prósent áður.
Þetta kemur fram í rannsókn
Brynhildar Briem lektors og
Hólmfríðar Þorgeirsdóttur
matvælafræðings, sem fjallað
er um á vef Landslæknisemb-
ættisins. Niðurstöður birtust
seint á síðasta ári.