Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Blaðsíða 48
föstudagur 5. júní 200948 Helgarblað
HIN HLIÐIN
Seljum kettlinga sem vettlinga
Nafn og aldur?
„Pétur Örn Guðmundsson,
37 ára.“
Atvinna?
„Tónlistarmaður.“
Hjúskaparstaða?
„Ókvæntur.“
Fjöldi barna?
„Eitt.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já, hunda, ketti, mýs,
hamstra, eina könguló og
drauga-marglyttu.“
Hvaða tónleika fórst þú á
síðast?
„Dead Sea Apple, voðalega
gaman.“
Hefur þú komist í kast við
lögin?
„Var færður ásamt félaga
mínum á lögreglustöð fyrir að
vera í leikfangabyssó þegar ég
var unglingur.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín
og af hverju?
„Jólasveinanærbuxurnar
mínar því að þá er eins og
segir í ljóðinu: „Alla daga eru
jól“.“
Hefur þú farið í megrun?
„Já, er ekki allt líf eftir þrítugt
megrun?“
Hefur þú tekið þátt í skipu-
lögðum mótmælum?
„Já.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Já. Annað væri svo mikil
svartsýni. Pétur Örn 2: Hefnd-
in.“
Hvaða lag skammast þú þín
mest fyrir að hafa haldið upp
á?
„Liberian girl með Michael
Jackson.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Einn dans við mig með Hermanni Gunnarssyni.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Að geimverur opinberi sig fyrir mannkyni.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur?
„Close encounters of the third kind.“
Afrek vikunnar?
„Að steikja hamborgara í litlum
skaftpotti.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Já.“
Viltu að Ísland gangi í Evrópu-
sambandið?
„Ég rugla öllum þessum skamm-
stöfunum á samböndum saman.
Ekki hugmynd.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Að borða og elska.“
Hvaða íslenska ráðamann
mundir þú vilja hella fullan og
fara á trúnó með?
„Ingvar Valgeirsson.“
Hvaða fræga einstakling myndir
þú helst vilja hitta og af hverju?
„Paris Hilton. Ég er viss um að
undir öllum gleraugunum leyn-
ist lítill Stephen Hawking.“
Hefur þú ort ljóð?
„Já.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Ég hrinti gamalli konu fyrir
blindan mann. Eða nei, það var
draumur.“
Hvaða fræga einstaklingi líkist
þú mest?
„Golden retriever-hundinum í
Air Bud.“
Ertu með einhverja leynda hæfi-
leika?
„Ég get hermt eftir B 17 sprengju-
flugvél með efri vörinni.“
Á að leyfa önnur vímuefni en
áfengi?
„Nei.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn
þinn?
„Á mér er það smiðsrassinn en í veröldinni er það
Bandaríkin í Norður-Ameríku.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að
sofa?
„Les bók eða horfi á mynd.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Að taka upp tíund á ný. Og selja kettlinga sem vett-
linga.“
TónlisTarmaðurinn PéTur Örn Guðmundsson heldur maGnaða Tónleika
ásamT hljómsveiT sinni dúndurfréTTum á nasa. Þar fá Þeir helsTu rokk-
sÖnGvara landsins í lið með sér oG munu rokka húsinu. PéTur hlakkar Til
Þess að Geimverur oPni siG fyrir mannkyninu oG seGir siG líkasTan hundin-
um úr myndinni air bud.
mynd rakel ósk
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
H
u
g
sa
s
é
r!
S. 562 2104
Varahlutaverslunin
Varahlutaverslunin Kistufell | Brautarholti 16 | Sími: 562 2104 | www.kistufell.is | kistufell@kistufell.is
Ventlar
NICOLAI
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
... á Dalveg 16a
Sími: 554 3430
Erum fluttir...