Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.2009, Page 64
n Leikkonan unga, Þóra Karítas
Árnadóttir, hefur haft nóg að gera
síðustu mánuði. Hún sló í gegn
með einleiknum Ég heiti Rachel
Corrie í Borgarleikhúsinu en vinna
við einleikinn tók marga mánuði.
Því hefur Þóra ákveðið að taka sér
ærlegt sumarfrí og slappa af. Hún
dvelur þessa stundina í London og
heimsækir gamla vini. Þóra nefni-
lega útskrifaðist úr
leiklistarskólanum
Webber Dou-
glas Academy
of Dramatic Art
í London árið
2006. Leiklista-
runnendur þurfa
þó ekki að hafa
miklar áhyggjur
því þeir geta notið
hæfileika hennar í
þáttunum Sumar-
ást sem verða
sýndir á Stöð 2 í
sumar.
Á hann ekki eftir að
hverfa sporlaust?
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Hjá Strætó BS var ákveðið gera vel
við farþega skemmtiferðaskipa og því
opnuð ný stoppistöð á Skarfabakka
á Reykjavíkurhöfn 20. maí. Voru um-
sjónarmenn skemmtiferðaskipa afar
ánægðir með þessa þjónustu þar
sem sérstakir metan-strætóar ferjuðu
ferðalangana á vit ævintýranna. Að
auki er hægt að lækka metan-stræt-
óana talsvert sem gerir fötluðu fólki
auðvelt að komast í og úr vagninum.
Áður fyrr þurftu ferðamennirnir að
taka rútu frá Reykjavíkurhöfn inn í
Reykjavíkurborg og þaðan að kom-
ast leiðar sinnar með strætó. Þessi
nýja þjónusta var því ódýrari og mun
þægilegri fyrir alla aðila og voru um-
sjónarmenn skemmtiferðaskipa afar
stoltir af henni. Algjör draumur að
sögn.
En draumurinn breyttist í martröð
strax daginn eftir, á sjálfan uppstign-
ingardag, þegar þjónustan var aft-
urkölluð. Umsjónarmenn skemmti-
ferðaskipa fengu þau skilaboð að
þjónustan yrði ekki í boði lengur án
frekari skýringa. Urðu umsjónar-
mennirnir afar vonsviknir þar sem
þeir voru stoltir af því að sýna er-
lendum ferðamönnum þjónustulund
borgarinnar. Telja þeir að pólitík hafi
spilað stóra rullu í afturköllun þjón-
ustunnar. Telja þeir pottþétt að hér sé
um að ræða hagsmunaárekstra og að
forráðamönnum rútufyrirtækja hafi
ekki líkað þessi nýbreytni.
Umsjónarmennirnir halda samt
sem áður áfram að þjónusta ferða-
menn þó litla hjálp sé að fá frá Reykja-
víkurborg og Strætó BS.
liljakatrin@dv.is
Sumarfrí
í London
Miklu meiri hollusta
Láttu skynsemina ráða.
Hreyfðu þig reglulega og njóttu þess
að borða heilsusamlega.
Þjónusta Strætó BS við farþega skemmtiferðaskipa var afturkölluð eftir einn dag:
Bannað að taka upp farþega
n Leikarinn og varaborgarfulltrúinn
Dofri Hermannsson hefur afráð-
ið að leggja Útvarpi Sögu lið sitt í
sumar. Hann verður með vikulegan
þátt á fimmtudögum milli 17 og 18.
Hugmyndin að baki
þættinum mun vera
sú að nóg sé kom-
ið af svartagalls-
rausi í samfélag-
inu. Dofri mun
því leggja mesta
áherslu á upp-
byggilega umfjöllun
og fá til sín
í því skyni
viðmæl-
endur sem
eru áhuga-
samir um
endureisn
Íslands.
dofri í
útvarpið
n Partípinninn Andrés Pétur Rún-
arsson hefur ákveðið að breyta um
lífsstíl og er byrjaður í ströngu heils-
uátaki til að losa sig við aukakílóin.
Andrés Pétur borðar nú skyr í öll
mál og hefur gert í
nokkra daga. Segja
kunnugir að það
stórsjái á kapp-
anum og er hann
sjálfur handviss
um að nokkur kíló
séu fokin. Andr-
és Pétur er einn
af eigendum
veitingastaðar-
ins Pósthússins
sem hefur fallið
vel í kramið hjá
landanum. Þar
stendur hann
vaktina hverja
einustu helgi og
er yfirleitt troð-
fullt af lands-
þekktum ein-
staklingum.
andréS pétur
í megrun
Brostnir draumar metan-strætóarnir
voru sem draumur fyrir erlenda
ferðamenn. mynd Stefán KarlSSon