Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2009, Síða 10
„Það borgar sig að skoða vel hvort far- tölvan sé byggð á nýjustu tækni í dag. Hlið við hlið í verslunum eru tölvur sem eru með ársgamalli tækni og svo tölvur sem eru með nýrri tækni,“ seg- ir Hafþór Helgason, framkvæmda- stjóri Tölvutek. Hann segir mikilvægt að fólk sem stendur í tölvukaupum leiti sér aðstoðar og kynni sér vel innihald þeirra tölva sem það hefur augastað á. Sex sinnum hraðari Hafþór segir nokkuð mikinn mun á tölvum sem eru ársgamlar og svo þeirra sem eru nýjar. „Í nýju tölvun- um er komin önnur tækni í skjáina, örgjörvarnir nota minni orku, þráð- lausu netkortin, svokölluð Draft-N eru sex sinnum hraðari og hafa þri- svar sinnum meiri drægni, auk þess sem rafhlöðurnar eru endingarbetri,“ segir Hafþór og bætir því við að í Tölvutek fáist til dæmis Acer-tölvur sem innihaldi rafhlöður sem endist í níu klukkutíma. „Nýjasta tæknin í skjám er svo- kölluð LED-tækni. Í þeim er LED baklýsing sem gefur dýpri og skarp- ari mynd. Skjárinn er þynnri og eyð- ir töluvert minni rafhlöðu en þeir gömlu,“ segir hann. Hann segir best að þekkja nýjar tölvur frá gömlum á skjánum. Nýir skjáir hafi 16:9 hlutföll en þeir gömlu 16:10. „Gömlu tölvurn- ar kallast 15,4” en nýju 15,6”. Þetta er auðveldasta leiðin til að sjá muninn á milli“ segir Hafþór en bætir því við að heiðarlegir sölumenn veiti þessar upplýsingar fúslega. Aðspurður seg- ir hann nýju tölvurnar alls ekki alltaf dýrari en þær gömlu. Packard Bell reynast vel Fjölmargir aðilar framleiða tölvur fyrir einstaklinga. Hafþór segir að vissulega séu merkin misgóð. Sum þekktustu fyrirtækin, sem séu öflug á fyrirtækjamarkaði, framleiði ekki jafn góðar tölvur fyrir einstaklinga og þau fyrirtæki sem sérhæfi sig í að búa til tölvur fyrir einstaklinga. „Þú getur fengið tölvu á 80 þúsund krónur sem er með endingargóðri rafhlöðu og allri nýjustu tækninni. Á sama tíma geturðu keypt tölvu á 150 þúsund krónur sem bygg- ist á ársgamalli tækni. Verð er því miður ekki endilega rétt viðmið- un um gæði,“ segir Hafþór og bæt- ir við að tölvukaup snúist um það hversu endingagóður búnaðurinn er, hversu lengi skjárinn endist og hvort fartölvan liðist í sundur á fá- einum árum eða ekki,“ segir hann. Hafþór segir að Tölvutek bjóði upp á mesta úrval landsins á far- tölvum; Packard Bell, Acer, Tos- hiba, HP, Sony, MSI, Asus og Le- vono. Spurður hvaða merki hafi reynst best segir Hafþór: „Að okk- ar mati eru Packard Bell-tölvurnar að koma lang best út hvað varðar verð, gæði og tækni. Þar erum við með sjö mismunandi fartölvur, á verði frá 59.900 krónur. Þær eru all- ar með nýjustu tækninni sem er í boði í dag,“ segir hann. 160 gígabæt feikinóg Nú fást á markaði fjölmargar gerð- ir fartölva sem eru minni en áður, eða allt niður í 8,9 tommur. Hafþór segir að minni tölvurnar séu mjög vinsælar, sérstaklega tölva frá Acer sem sé 11,6 tommur. „Hún er kom- in með sömu upplausn og sú sem er 15,6 tommur. Það er sami fjöldi punkta og þú sérð sama magn af upplýsingum,“ segir hann en bætir við að þegar tölvurnar séu orðnar enn minn sjáist minna af upplýs- ingum á skjánum. Því sé erfiðara að vinna á þær allra minnstu auk þess sem þær séu aflminni. Vinnsluminni, rafhlaða og stærð harða disksins eru lykil- þættir þegar til stendur að kaupa fartölvur. Hafþór segist alltaf mæla með því að fólk fái sér tölvur sem hafi tvö gígabæt í vinnsluminni, í stað eins. Hvað harða diska varði segir hann að 160 gígabæt, sem er algeng stærð í ódýrari tölvum, sé feykinóg pláss til að geyma gögn í tengslum við nám og leiki. Stærri diska þurfi ekki nema fólk vilji geyma heilu seríurnar af þáttaröð- um eða öðru plássfreku efni inni á tölvunni. Verðkönnun Neytendasamtakanna á kartöflum: Ódýrastar í Fjarðarkaupum Fjarðarkaup reyndist sejla ódýrustu íslensku kartöflurnar í lausu, í verðkönnun Neytendasam- takanna. Þar er kílóverð 259 krónur. Verðið reyndist 15 prósent hærra í Nettó, 35 prósent hærra í Samkaup- um Strax, 39 prósent hærra í Krón- unni og 73 prósent hærra í Hag- kaupum en þar var kílóverðið 449 krónur. Í Skagfirðingabúð, Melabúðinni og 10-11 var varan ekki til en versl- anir á borð við Europris, Bónus og 11-11 voru ekki í könnun Neytenda- samtakanna. Sambærileg könnun var gerð í fyrra. Í Krónunni og Hagkaup reyndist verð á kartöflum í lausu hafa hækkað um 34 og 50 prósent. Athygli vekur hins vegar að í Fjarð- arkaupum reyndist verðið lægra en í fyrra. Í fyrra kostuðu kartöflurnar á sama tíma 289 krónur á kílóið, eða þrjátíu krónum meira en nú. Á heimasíðu Neytendasamtak- anna er tekið fram að upplýsingarn- ar eru fengnar í gegnum síma eða á heimasíðum verslana. Símakann- anir séu ekki alltaf tæmandi og því beri að taka niðurstöðunum með fyrirvara. Hagkaup í garðabæ Í síðasta lasti var sagt frá við- skiptavini Hagkaupa sem sagðist í fjögur skipti í röð hafa orðið fyrir því að auglýstur afsláttur skilaði sér ekki þegar á kassann væri komið. Sagði hann að þegar hann benti afgreiðslufólkinu á mistökin tæki við heljarinnar ferli þar sem finna þyrfti yfirmann sem þyrfti að setja afsláttinn inn í kassann. Fyrir vikið væri við- skiptavinurinn hættur að versla í versluninni. Í lastinu stóð að um væri að ræða Hagkaupsverslun í Grímsbæ. Hún er ekki til. Þar átti að standa Hagkaup í Garðabæ og leiðréttist það hér með. n Lastið fær Blómaval í Smáralind. Viðskiptavin- ur beið talsverða stund eftir afgreiðslu á meðan afgreiðslustúlkan skoðaði visir.is. Þegar viðskiptavinurinn kallaði á stúlkuna og bað um að blómum yrði pakkað inn fékk hann skömm í hattinn og var sagt að það kostaði aukalega. Annað gjald lagðist svo á blómin þegar beðið var um að skorið væri neðan af blómunum. n Lofið fær N1 á Blönduósi. Fjöl- skyldufaðir keypti mat handa sér og ungri dóttur sinni og fengu frábæra þjónustu um helgina. Þjónustustúlkan lét sósurnar sjálf á pylsuna fyrir stelpuna og kom svo með veitingarnar að borðinu þar sem þau höfðu komið sér fyrir, þrátt fyrir að venjan sé sú að viðskiptavinirnir sæki matinn sjálfir. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 182,6 kr. skeifunni verð á lítra 190,3 kr. verð á lítra 181,2 kr. algengt verð verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 182,6 kr. bensín dalvegi verð á lítra 187,5 kr. verð á lítra 178,3 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 190,1 kr. verð á lítra 181,1 kr. algengt verð verð á lítra 191,8 kr. verð á lítra 182,6 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 þriðjudagur 18. ágúst 2009 neytendur ritFöngin Ódýrust í griFFli Verslun Griffils selur ódýrustu A4 blöðin, trélitina og milliblöðin, sem eru notuð til að flokka blöð, til dæmis í möppum. Þetta leiðir verðkönnun Neytendasamtak- anna í ljós en samtökin könnuðu verð á algengum skólavörum í Griffli, A4, Eymundsson, Office1, Hagkaupum og Félagsstofnun stúdenta. Eins og áður sagði reyndust ritföngin ódýrust hjá Griffli en gríðarlegur verðmunur reyndist á þessum vörum, allt að 461 pró- sent á milliblöðum. Þá var verð athugað á íslenskri danskri, danskri íslenskri skóla- orðabók. Bókin reyndist ódýrust í A4. Þar kostaði hún 2.595 krónur en dýrust var hún í Hagkaupum. Þar kostaði hún 4.999 krónur, eða nálægt því tvöfalt dýrari. Mælir með 2 gígabætum í vinnsluminni Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvutek, segir miklu máli skipta að kaupa tölvu með nýjustu tækni. Þær séu ekki alltaf dýrari. Mynd: Rakel ÓSk SIGURÐaRdÓTTIR BaldUR GUÐMUndSSOn blaðamaður skrifar baldur@dv.is Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvutek, segir mikilvægt að fólk sem kaupir fartölvur sé meðvitað um það hvort nýjasti tæknibúnaður sé í tölvunum eða ekki. Hann segir að því miður fari verð og gæði ekki alltaf saman þegar kemur að fartölvum og skorar á fólk að kynna sér málin vel. „Að okkar mati eru Packard Bell-tölvurnar að koma lang best út hvað varðar verð, gæði og tækni.“ Verð og gæði fara ekki saman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.