Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 4
Sandkorn n Auglýsingar eru með ýmsu orðalagi og stundum út úr kú. Meðal þeirra auglýsinga sem gengið hafa í vikunni er ein um frumsýningu barnamynd- ar Sverris Þór Sverrissonar, Sveppa, og Vilhelms Antonsson- ar. Þar var því lýst að Sveppi yrði „í hurðinni“ á frumsýn- ingunni. Flestir sem búa að einhverri málvitund gera sér grein fyrir vitleysunni og skammirnar hafa dunið á Sveppa. Faðir hans, Sverrir Friðþjófsson, var ekki kátur með auglýsinguna en hann er málfræðingur. n Einhverjir gera sér það að leik að halda til haga gullkorn- um Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors þar sem hann mærði útrásina. Örskömmu fyrir hrun fjallaði Hannes Hólmsteinn um auð- manninn Björgólf Guðmunds- son sem nú stendur í stærsta ein- staklings- gjaldþroti Íslandssög- unnar. Þar fagnaði próf- essorinn því að auðmað- urinn hefði mikið „siðferðislegt áhrifavald“ meðal þjóðarinn- ar. „Hann er öðrum fyrirmynd, af því að hann er lifandi dæmi um að menn geta ratað í mikla erfiðleika, en brotist út úr þeim aftur og jafnvel orðið meiri og betri menn,“ orti Hannes þremur mánuðum fyrir hrunið mikla, þar sem Icesave-umsvif Björgólfs féllu meðal annars á herðar þjóðarinnar. Upp úr því hefur sprottið mikil umræða um siðferði eigenda bankanna. n Útvarps- stöðin Kan- inn, undir stjórn Ein- ars Bárðar- sonar, sem fór heldur rólega af stað þann 1. september hefur verið að festa sig í sessi undanfarið. Risastórt auglýs- ingaskilti utan á Smáralind ber þess vott að Kanamenn ætla sér langt. Meðal þeirra þátta á Kananum sem hafa gert það gott er morgunþátturinn Egg og beikon sem sjálfur útvarps- stjórinn stýrir af mikilli hörku. Einar hefur heitið öllum þeim sem geta bent honum á skjald- borg heimilanna 100.000 krón- um í fundarlaun. Enginn hefur getað svarað kalli útvarpstjór- ans. n Gunnlaug- ur Helga- son, smiður og útvarps- maður, tók nokkra áhættu með því að yfirgefa Bylgjuna og Stöð 2 til að ganga til liðs við Kanann. Gulli Helga hafn- aði feitu tilboði 365 og lagði á Reykjanesbrautina og til liðs við Kanann í Keflavík. Nú hefur hlaupið á snærið hjá kappan- um því Gulli leikur aðalhlut- verkið í risastórri auglýsinga- herferð fyrir Byko. Hann er því ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir allt. 4 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir Óvissa ríkir um framhald starfs Jafnréttisvaktarinnar fyrir félagsmálaráðuneytið: Formaðurinn segir af sér „Frá því ný ríkisstjórn tók við hef- ur félagsmálaráðherra ekki tekið ákvörðun um í hvaða farvegi Jafn- réttisvaktin á að vera,“ segir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sem hefur sagt af sér sem formaður Jafnréttisvaktar- innar. Hún staðfestir þetta í samtali við DV. Bryndís Ísfold starfar einnig sem varaborgarfulltrúi Samfylking- arinnar. Jafnréttisvaktin er vinnuhópur sem meta á áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna. Síðasta ríkisstjórn samþykkti á fundi sínum í febrúar að setja hópinn á laggirnar og var Bryndís Ísfold skipuð formaður hans af Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, þáverandi félagsmálaráðherra. Bryndís Ísfold er ósátt við að jafn- réttismálin hafi ekki verið tekin fast- ari tökum að undanförnu í ráðuneyt- inu. Hún segist skilja að nýr ráðherra hafi viljað fara yfir nefndir ráðuneyt- isins. „En þrátt fyrir ítrekaðar fyrir- spurnir mínar um áframhald starfs nefndarinnar hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Ég segi mig því frá starfinu þar sem ég er ekki tilbúin til að vera í forsvari fyrir nefnd sem ekki er að störfum,“ segir hún. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoð- armaður Árna Páls Árnasonar, segir að óvissa hafi verið um hvar jafnréttis- málum yrði skipað niður í stjórnkerf- inu þar til nú í sumar að hætt var við að flytja þau frá félags- og tryggingamála- ráðuneytinu. „Á þriðjudag í síðustu viku var svo skipuð ráðherranefnd þriggja ráðherra um jafnréttismál sem meðal annars er ætlað að vinna frekar úr tillögum Jafnréttisvaktarinnar sem lagðar voru fram í vor. Á fyrsta fundi þeirra má gera ráð fyrir að ákvörðun verði tekin um framhald vinnu Jafn- réttisvaktarinnar,“ segir Anna. Hún tekur fram að starf Jafnrétt- isvaktarinnar sé mikils metið í ráðu- neytinu enda hafi vaktin sérstaklega mikilvægu hlutverki að gegna á þess- um tíma þegar búast má við að efna- hagsþrengingar komi sérstaklega við ákveðna hópa þar sem konur eru fjölmennar. erla@dv.is Ósátt Bryndís Ísfold gagnrýnir að Árni Páll hafi ekki tekið jafnréttismálin fastari tökum eftir að hann tók við félagsmálaráðu- neytinu. Fjöldauppsögn var hjá Morgunblaðinu í gærmorgun þegar 40 starfsmönnum var sagt upp. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og forsætisráðherra, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins auk Haraldar Johannessen. Haraldur er góðvinur Þorsteins, sonar Davíðs. Davíð mun ekki ritstýra fréttum af efnahagshruninu. „Tveir ritstjórar með víðtæk tengsl inn í íslenskt samfélag, athafnalíf og stjórn- mál hafa verið ráðnir til blaðsins. Þeir eru Davíð Oddsson og Haraldur Jo- hannessen,“ sagði Óskar Magnússon útgefandi þegar hann las upp tilkynn- ingu vegna tíðindanna hjá Morgun- blaðinu í gær fyrir utan Morgunblaðs- húsið. 40 starfsmenn misstu störf sín hjá Morgunblaðinu í gær í víðtækri hreinsun innan raða blaðsins. Ritstýrir ekki hrunfréttum Samkvæmt heimildum DV var tek- ið fram á starfsmannafundi Morg- unblaðsins síðdegis í gær að frétta- ritstjórn yrði í engu breytt. Davíð Oddsson myndi ekki hafa afskipti af fréttaflutningi sem tengist væntan- legri skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis um orsakir og aðdraganda hrunsins. Jafnframt hefði Davíð ekki önnur afskipti af fréttaskrifum blaðs- ins sem tengjast hruninu. Umdeildur Davíð Óskar Magnússon fékk yfir sig margar spurningar frá fjölmiðlum eftir starfs- mannafundinn í gær. Var hann ítrek- að spurður hvort hann teldi að jafn umdeildur mað- ur og Davíð Odds- son yrði Morgun- blaðinu til trafala, hvort það yrði nú þröngt flokks- málgagn Sjálf- stæðis- flokksins eða hvort ráðning Davíðs myndi hreinlega skaða blaðið. Út- gefandinn kvaðst ekki hafa neinar áhyggjur af því. Starfsmenn höfðu áhyggjur af trúverðugleika blaðsins og kom það fram á starfsmannafund- inum. Óskar var fullviss um að Davíð yrði til gagns þó umdeildur væri. „En hver er ekki umdeildur?“ spurði Ósk- ar blaðamenn. „Davíð Oddsson hefur um áratugaskeið verið einn af kunn- ustu stjórnmálaleiðtogum Íslend- inga. Hann hefur skýra framtíðarsýn og rödd hans hefur ætíð náð eyrum þjóðarinnar,“ sagði útgefandinn í til- kynningu til fjölmiðla. Óskar sagðist reikna með að Davíð tæki við ritstjórn blaðsins í dag. Haraldur góðvinur sonar Davíðs Haraldur Johannessen sagði upp störfum sem ritstjóri Viðskiptablaðs- ins eftir að Morgunblaðið bauð hon- um starfið. Haraldur er náinn vinur Þorsteins Davíðssonar héraðsdóm- ara, sonar Davíðs Oddssonar. Harald- ur og Þorsteinn sátu saman í stjórn Sambands ungra sjálfstæð- ismanna á ár- unum 1997 til 1999. Sigurður Már Jónsson, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðs- ins, hefur verið ráðinn ritstjóri blaðsins. Blaðamaður ársins látinn fjúka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, var einn þeirra blaðamanna Morgunblaðsins sem sagt var upp störfum í gær. Þóra var kjörin blaðamaður ársins 2008 af Blaðamannafélagi Íslands í haust en hún fagnar því sjálf að hverfa á braut. „Ég er glöð að vera í þeim góða hópi fólks sem þarf að yfirgefa Morgun- blaðið við þessar aðstæður sem nú eru uppi,“ sagði Þóra í sam- tali við visir.is í gær og lét þess einnig getið að henni hefði undanfarið fundist anda köldu í sinn garð. Stjórn Blaðamannafé- lagsins sendi frá sér yfir- lýsingu í gær þar sem full- yrt var að ráðning Davíðs „rýrði trúverðugleika Morg- unblaðsins“. Guðfaðir Sjálfstæðis- flokksins Davíð var forsætisráðherra Íslands í þrettán ár, lengst allra, frá ár- inu 1991 til 2004. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins til 2005. Eftir að hafa dregið sig í hlé frá stjórnmálum var Davíð skipaður í embætti aðal- seðlabankastjóra af Halldóri Ásgríms- syni árið 2005 og því embætti gegndi hann þar til hann var látinn fara í kjöl- far stjórnarskiptanna í vor eftir harð- vítug mótmæli gegn honum í bús- áhaldabyltingunni svokölluðu. DAVÍÐ STÝRIR MOGGANUM SiGURðUR Mikael JÓnSSOn blaðamaður skrifar: mikael@dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 27. janúar 2009 dagblaðið vísir 18. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 m yn d h ei ð a h el g a d ó tt ir Geir Haarde vildi ekki reka davíð OddssOn: DAVÍÐ ÁTTI AÐ FÁ MOGGANN deila eftir stjórnarslit fréttir fréttir leiðBeiningartilstjórnValdalisti neytendasamtakanna um Björgun heimilanna Ættir jóhönnu ÆttfrÆði Viðskipta- Blaðið selt á krónu RéÐ sON RITARA sÍNs fréttir fréttir fOrsetinnBOðar „nÝtt lÝðVeldi“ neytendur Góðvinur sonarins Har- aldur Johannessen ritstýrir Morgunblaðinu ásamt Davíð Oddssyni. Hann er góðvinur Þorsteins, sonar Davíðs. Átti að fá Moggann í mars DV greindi frá því í janúar að Geir H. Haarde og félagar hefðu vonast til að koma Davíð yfir á Morgunblaðið. „Davíð Oddsson hefur um áratugaskeið verið einn af kunnustu stjórnmálaleið- togum Íslendinga.“ Orðinn ritstjóri Leiðtogi Sjálfstæðisflokks- ins til fjölda ára var í gær ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins. Davíð hefur verið nefndur einn af höfundum íslenska efnahagshruns- ins. MynD SiGtRyGGUR aRi JÓHannSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.