Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 6
Sandkorn
n Um þrjátíu þúsund manns
vilja að reistur verði minnis-
varði um Helga Hóseasson og
gekk fulltrúi þeirra á fund borg-
arstjóra í vikunni til að ræða
málið. Aftur á móti er ein leið
til að minn-
ast Helga
sem hefur
ekki farið
hátt en væri
ef til vill
nær lagi en
stytta eða
annar fast-
ur minnis-
varði. Hver og einn hinna
um það bil þrjátíu þúsund
Facebook-kappa taki að sér
að standa daglangt með eitt
af skiltum Helga, eða eftirlík-
ingu af þeim, á Langholtsvegi.
Ef hver tæki sér stöðu á fætur
öðrum (og raðaði í öfuga ald-
ursröð) ætti slíkur mannlegur
minnisvarði að vara langleiðina
að næstu aldamótum.
n Davíð Oddsson er sem kunn-
ugt er orðinn ritstjóri Morgun-
blaðsins, blaðsins sem hann
vann hjá um stund sem ungur
maður. Þá sá hann um stjórn-
málafréttir en núna um leiðara-
skrif og stjórn blaðsins. Gár-
ungarnir rifja hins vegar upp að
Davíð var einhvern tímann ekki
talinn áhugasamasti maðurinn
um tölvur og lítið fyrir að senda
tölvupósta. Þeir telja því sumir
að kannski sé nú við hæfi að
Davíð taki gamlan félaga sinn úr
ríkisstjórnum, Guðna Ágústs-
son, sér til fyrirmyndar og fari
með honum á tölvunámskeið.
Aðrir benda hins vegar á að
Davíð hafi að einhverju leyti tek-
ið tölvutæknina í sína þágu og
spili stundum bridds á netinu.
n Jón Bjarnason fær kraftmikla
áskorun frá flokkssystur sinni,
Snærósu Sindradóttur formanni
Ungra vinstri-
grænna á
höfuðborg-
arsvæð-
inu, í grein í
Fréttablaðinu
á fimmtu-
dag. Þar rifjar
hún upp fyrir
honum stefnu
Vinstri-grænna sem er fylgjandi
fyrningarleiðinni. Jón hefur talað
um að víðtækt samstarf skuli haft
við útgerðarmenn áður en ráðist
verður í breytingar á stjórn fisk-
veiða og sumir túlkað orð hans
sem svo að honum sé ekki mjög
annt um að framfylgja stefnu
ríkisstjórnarinnar um fyrningu
kvótans á 20 árum. Samt verður
að teljast nokkuð óvenjulegt að
forystumenn í stjórnmálaflokki
sjái ástæðu til að kynna stefnu
síns flokks jafn rækilega fyrir ráð-
herra síns flokks og Snærós gerir í
grein sinni.
6 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir
„Frá haustinu 2006 hefur starfsmönn-
um fjölgað úr einum í tólf. Núna
fyrsta september bættum við tveim-
ur starfsmönnum við. Þetta gengur
því alveg bærilega,“ segir Guðmund-
ur Magnússon, framleiðslustjóri Ís-
lenska kalkþörungafélagsins ehf. á
Bíldudal. Fyrirtækið sérhæfir sig að-
allega í útflutningi á kalkþörungi en
starfsemin hér á landi hefur farið
vaxandi þrátt fyrir samdrátt í efna-
hagslífinu.
Auðgar atvinnulífið
Vorið 2007 hófst framleiðsla á hreinu
kalki og magnesíum hjá Íslenska
kalkþörungafélaginu eftir áralang-
an aðdraganda. Miklar vonir voru
bundnar við að félagið myndi auðga
atvinnulífið í bæjarfélaginu og hefur
það orðið raunin.
Kalkþörungnum er dælt upp af
hafsbotni í Arnarfirði og er stærst-
ur hlutinn fluttur til Írlands þar sem
hann er unninn frekar en fyrirtæk-
ið er að mestu í eigu írska fyrirtæk-
isins Marigot Ltd./Celtic Sea Miner-
als Ltd.
Ákveðinn hluti er þó fullunninn
hér á landi, aðallega sem steinefna-
fóður fyrir kýr. Sú vara er síðan seld
tilbúin út.
Fæðubótarefni fyrir fólk
Auk þeirra tólf starfa sem eru hjá
Kalkþörungafélaginu hefur skap-
ast fjöldi afleiddra starfa. Jörundur
Garðarsson, sem starfar hjá Kalk-
þörungafélaginu, hefur í tengslum
við starfsemina stofnað einkahluta-
félagið Hafkalk ehf. Fyrr á þessu ári
hóf það sölu og dreifingu innanlands
á vörum sem innihalda kalkþörunga,
svo sem jarðvegsbæti fyrir garðeig-
endur og kúafóður. Nýverið hófst
einnig framleiðsla á fæðubótarefni
fyrir fólk sem selt er undir nafni Haf-
kalks. Fyrirtækið sem Guðmundur
starfaði einn hjá í byrjun hefur því
teygt sig víða.
Af öðrum afleiddum störfum má
nefna að hjá fyrirtækinu starfa nú
tímabundið vélsmiðir frá Patreksfirði
og frágangur á lóð fyrirtækisins er
einnig í fullum gangi.
Guðmundur er að vonum ánægð-
ur með framganginn. „Við stefnum á
heimsyfirráð. Þetta hefur verið jafnt
og þétt upp á við,“ segir hann gletti-
lega.
Kalkþörungafélagið framleiðir
um 100 tonn á dag og er stefnan sett
á að framleiða 2 þúsund tonn á mán-
uði. Þannig getur fyrirtækið afkastað
20 þúsund tonnum á ársgrundvelli.
Innlendur orkugjafi
Guðmundur viðurkennir að eftir
bankahrunið hafi komið upp tíma-
bundnir erfiðleikar í tengslum við
gjaldeyrisflutninga. „Við vorum í
vandræðum í einhverjar vikur. En
síðan leystist úr því og allt hefur
gengið upp síðan,“ segir hann.
Næst á dagskrá Kalkþörungafé-
lagsins er að nýta innlendan orku-
gjafa til að þurrka þörunginn í stað
própangass. Samningaviðræður
standa nú yfir við Orkubú Vestfjarða
og í framhaldinu verður rafmagn
nýtt til þurrkunarinnar. Guðmund-
ur segir stefnt að því að nýja kerfið
verði komið í gagnið um áramótin.
Með þessu móti þurfi ekki að nýta
gjaldeyri til orkukaupa.
Að mati Guðmundar eru kjörað-
stæður fyrir starfsemina á Bíldudal,
ef frá taldar eru skipasamgöngurnar
sem eru af skornum skammti. Fyr-
irtækið þarf því að leigja skip sem
flytja vöruna út, en skipað er upp á
um sex vikna fresti. „Til að við get-
um þróast áfram þurfum við að
komast í betri skipasamgöngur og
reglubundnar gámasiglingar,“ segir
hann.
Starfsemi Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal eykst með hverju árinu og starfa
þar nú tólf manns. Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri er bjartsýnn á fram-
haldið. Í tengslum við starfsemina hefur verið stofnað einkahlutafélag sem selur og
dreifir fæðubótarefnum fyrir menn jafnt sem dýr.
ErlA HlynsdóttIr
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
starfsmönnum fjölgar Guðmundur
Magnússon var fyrsti starfsmaður fyrirtæk-
isins en þeim hefur fjölgað smátt og smátt.
Mynd sIGtryGGur ArI JóHAnnsson
Þurrkaðir þörungar Hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er framleitt kalk úr
plöntum af hafsbotni. Mynd GuðMundur MAGnússon
„VIÐ
STEFNUM
Á HEIMS-
YFIRRÁГ
Halldóra Anna Hagalín ritstýrir tímaritinu Júlíu fyrir unglingsstúlkur:
Miðar að því að styrkja sjálfsmyndina
„Júlía er tímarit fyrir unglingsstúlkur.
Okkur fannst vanta tímarit sem væri
beint að þessum unga hópi. Ungl-
ingsstelpur sækja oft í að lesa tímarit
fyrir eldri markhópa og við vildum
gefa út tímarit sem hæfði vel þess-
um hópi. Við viljum að tímaritið
sameini áhugamál, fróðleik og frétt-
ir,“ segir Halldóra Anna Hagalín, rit-
stjóri tímaritisins Júlíu, sem nýlega
hefur verið ýtt úr vör.
Halldóra leggur áherslu á að les-
endur taki þátt í tímaritinu og að
íslenskar stelpur sendi inn efni. „Í
blaðinu verður þátturinn Spurt og
svarað, fróðleikur um heilsu og húð-
ina og í rauninni allt það sem ungar
stelpur eru að pæla í,“ segir hún.
Í tilefni af útkomu fyrsta tölu-
blaðsins var efnt til forsíðukeppni,
þar sem stelpum á aldrinum 10
til 15 ára var boðið að taka þátt og
eiga möguleika á því að vera á for-
síðu blaðsins, auk þess að fá ítarlega
kynningu inni í blaðinu. Halldóra
segir aðspurð að forsíðukeppnin
hafi hvorki verið fyrirsætu- né feg-
urðarsamkeppni. Þess í stað hafi
verið lögð áhersla á að fá jákvæða
fyrirmynd til að prýða forsíðuna.
„Við vildum fá stelpu sem væri virk
í áhugamálum sínum, dugleg í skól-
anum, kæmi vel fram og væri hress
og kát. Við vorum með tveggja
manna dómnefnd sem spurði um
áhugamál stelpnanna, hvað þær
gerðu helst á daginn og fleira.“
Sex stúlkur voru valdar til að
prýða forsíðuna næstu mánuði, en
ætlunin er að hafa íslenskar stelpur
og útlenskar stjörnur til skiptis á for-
síðunni. Hún segir að efnisvalið miði
að því að vera uppbyggjandi.“ Ætlun-
in með útgáfu blaðsins er að styrkja
sjálfsmynd stelpna á þessum aldri.“
Tímaritið Júlía er gefið út af Birt-
íngi útgáfufélagi, sem einnig gefur út
DV.
ritstjórinn Halldóra Anna
Hagalín ritstýrir tímaritinu
Júlíu sem er stílað inn á
áhugamál unglingsstúlkna.
Mynd BrAGI