Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 8
8 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir henti föngum úr flugvél Fyrr í vikunni var handtekinn á Spáni flugstjóri hollensks lággjaldaflugfélags. Flugstjórinn, Julio Al- berto Poch, er talinn hafa átt beinan þátt í alræmdum „dauðaflugferðum“ sem stundaðar voru í tíð her- foringjastjórnar Argentínu frá árinu 1976 til 1983. Argentínumenn hafa undanfarin ár unnið að tiltekt heima fyrir vegna eins dekksta kafla sögu þjóðarinn- ar sem fengið hefur heitið Óhreina stríðið. Á miðvikudaginn var stig- ið enn eitt skrefið í uppgjöri þjóð- arinnar við þennan tíma þegar Julio Alberto Poch, 57 ára flugmað- ur, var handtekinn, en hann er tal- inn hafa átt beinan þátt í svonefnd- um „dauðaflugferðum“ á tímum Óhreina stríðsins. Poch er sakaður um að tengjast dauða um eitt þúsund manna sem var, að skipan herstjórnar Argent- ínu frá 1976 til 1983, byrlað ólyfjan og fleygt lifandi úr flugvél, dæmt til að enda ævi sína í Suður-Atlantshafi eða einhverri ánni. Julio Alberto Poch, sem hefur starfað sem flugmaður fyrir hollenskt lággjaldaflugfélag, transavia.com, var handtekinn fyrir augum farþega aðeins örfáum mínútum fyrir flugtak á Manises-flugvellinum í Valencia á Spáni. Aðeins einn háttsettur argent- ínskur foringi hefur verið fangels- aður fyrir aðild að þessum alræmdu flugferðum sem nýttar voru til að fyr- irkoma vinstrisinnum og öðrum sem ekki voru leiðitamir stjórnvöldum Argentínu. Leika enn lausum hala Ekki eru allir sáttir við hvernig haldið hefur verið á spöðunum í leitinni að þeim sem framkvæmdu illvirkin í tíð Jorges Rafael Videla. Árið 1983, þeg- ar herstjórnin rann sitt skeið á enda, var réttað yfir Videla og herforingj- um hans. Málalyktir urðu þær að þeir voru sakfelldir fyrir pyntingar, morð og mannrán, en þrátt fyrir fjölda rétt- arhalda leika margir „fótgönguliðar“ enn lausum hala. Jorge Rafael Videla sat aðeins fimm ár í fangelsi og árið 1990 náð- aði Carlos Menem, þáverandi for- seti, Videla og fleiri meðlimi herfor- ingjastjórnarinnar á þeirri forsendu að þjóðin yrði að komast yfir þessa dimmu daga. Julio Alberto Poch er borið á brýn að hafa sem flugmaður tengst hinum alræmda vélskóla sjóhersins í Buen- os Aires, en þar var til húsa stærsta pyntinga- og varðhaldsaðstaða her- foringjastjórnarinnar. Fjöldi stjórnar- andstæðinga endaði lífdaga sína inn- an veggja skólans. Eftir árs rannsókn hefur argent- ínskur dómari komist að því, meðal annars, að Poch hafi hreykt sér af því hvernig hann lét „hryðjuverkamenn“ hverfa og hafi ekki efasemdir um rétt- mæti aðferða hersins undir hand- leiðslu herforingjastjórnarinnar. Frásagnir starfsfélaga Sergio Torres dómari, sem leiðir rann- sóknina á þætti Pochs í Óhreina stríð- inu, fór til Hollands í desember og skráði niður yfirlýsingar starfsmanna Pochs þar í landi. Að sögn starfs- manna flugfélagsins viðurkenndi Poch að hafa tekið þátt í „dauðaflug- ferðunum“. Einn viðmælenda Sergio Torres sagði: „Hann rifjaði upp hvern- ig föngunum var varpað í hafið.“ Einn flugstjóri flugfélagsins sagði að Poch hefði sagt þeim „nákvæm- lega hvernig hann henti lifandi fólki út því hugmyndin var að taka það af lífi“. Poch réttlætti drápin með því að segja „það var stríð“, og að fórnarlömbin hefðu verið undir áhrifum lyfja. Julio Alberto Poch er með bæði hollenskt og argentínskt ríkisfang, en hann flúði Argentínu í kjölfar falls herforingjastjórnarinnar. Fastlega er gert ráð fyrir því að Poch verði fram- seldur til Argentínu og máli hans fram haldið þar, en hann er í varð- haldi á Spáni. ÓgnarstjÓrn byggð á Ótta Jorge Rafael Videla komst til valda eftir valdarán 1976. Í tíð Videla jókst ójöfnuður í landinu og sam- skipti Argentínu við önnur lönd versnuðu til mikilla muna, en Ronald Reagan Bandaríkjaforseti endurnýjaði samband landanna vegna þjálfunar og stuðnings við Kontraskæruliða sem börðust gegn sandinistastjórn Nikaragva. Eftir fall stjórnar Videla var réttað yfir honum vegna ýmissa sakargifta, þeirra á meðal pynt- inga, mannrána og morða, en hann var einnig sakfelldur fyr- ir rán á börnum sem fæddust í fangabúðum. Börnin voru síð- an gefin til fjölskyldna sem voru hliðhollar herforingjastjórninni. Árið 1981 tók Roberto Viola, herforingi við völdum. Hann hélt um stjórnartaumana í innan við ár og reyndi að snúa við ýmsu sem forveri hans hafði komið á. Viola hrökklaðist frá völdum í valdaráni Leopoldo Galtieri her- foringja. Dauðasveitir leyniþjón- ustunnar heyrðu beint undir Galtieri. 1982 leiddi Galtieri þjóð sína til styrjaldar gegn Bretlandi eftir að hafa gert innrás í Falklands- eyjar. Eftir að Bretar náðu aftur valdi á eyjunum sagði Galtieri af sér. Hann var síðar dæmdur til fangelsisvistar en náðaður eftir tólf ár. Í fótspor Galtieris kom Reyn- aldo Benito Bignone, en hann fór fyrir síðustu herforingjastjórn Arg- entínu til 1983. Hann var settur í stofufangelsi í ár vegna glæpa sem framdir voru í Óhreina stríðinu. DÓmar vegna Óhreina stríðsins Jorge Rafael Videla 1985 Jorge Videla, fyrrverandi forseti Argentínu, dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir morð, pyntingar og fleiri sakir. Náðaður eftir fimm ár. Adolfo Scilingo 2005 Adolfo Scilingo, fyrrverandi sjóliðsfor- ingi, dæmdur til 640 ára fangelsisvistar fyrir aðild að „dauðaflugferðunum“. Hann var sakfelldur fyrir 30 morð þar sem lyfjagjöf og „dauðaflugferð“ kom við sögu. 2006 Miguel Etchecolatz, fyrrverandi lögreglustjóri, afplánar lífstíðardóm fyrir mannrán, pynt- ingar og morð. 2009 Santiago Omar Riveros, fyrrverandi herforingi, sakfelldur fyrir morð, yfirmaður leyniþjónustu hans og fjórir að auki voru fangelsaðir. KOLbEinn þORStEinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Mikið ber í milli hjá argentínskum yfirvöldum og mannréttindasam- tökum hvað varðar heildarfjölda þeirra sem týndu lífi eða hurfu á tíma Óhreina stríðsins. Samkvæmt skýrslu yfirvalda dóu eða hurfu yfir 11.000 manns í tíð herforingjastjór- na Argentínu. En mannréttindasamtök telja að fjöldinn sé nærri 30.000. Þess má geta að talið er að vinstrisinnaðir skæruliðar hafi drepið að minnsta kosti 13.000 á sama tíma. Erfitt er um vik að fullyrða hve mörgum var varpað lifandi, en undir áhrifum lyfja, úr flugvél- um, en talið er að um eitt þúsund manns hafi endað líf sitt með þeim hætti. Samkvæmt vitnisburði Ad- olfo Scilingos árið 2005 var farið í 180 til 200 „dauðaflugferðir“ árin 1977 og 1978, og sjálfur tók Ad- olfo þátt í tveimur slíkum. Í annarri ferðinni var 13 manns kastað úr vélinni og í hinni 17 manns. Julio Alberto Poch þá og nú Gumaði af aðild sinni í „dauðaflugferðunum“. Einn flugstjóri flugfé- lagsins sagði að Poch hefði sagt þeim „ná- kvæmlega hvernig hann henti lifandi fólki út því hugmyndin var að taka það af lífi“. Fórnarlömb 30.000 fórnarlömb, að mati mannréttindasamtaka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.