Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 11
fréttir 25. september 2009 föstudagur 11
um miðjan dag sem sagðist vera bif-
vélavirki og bauðst til að skipta um
pústgrein á bílnum mínum á nýju
verkstæði sem hann hafði opnað. Ég
kvaðst ekkert þurfa á því að halda.
Seint að kveldi degi síðar eða svo
hringdi hann aftur og bauðst aftur
til að skipta um pústgreinina á nið-
ursettu verði. Það þykknaði aðeins í
mér og endurtók að ég þyrfti ekkert
á slíkri þjónustu að halda. Mér var
svo öllum lokið þegar hann hringdi
svo klukkan 6 að morgni og bauð
enn meiri afslátt og lét hann hafa það
óþvegið.
Þegar gestirnir mættu í veisluna
hjá Óskari voru til upptökur af öllum
símtölunum og voru þau spiluð sam-
viskusamlega fyrir gestina. Ég man
líka eftir því að hafa fundið klaka-
klump á tröppunum þar sem boðað
var til veislu hjá Óskari. Eitt sinn tók
hann upp á því að mæta í dulargerfi
í samkvæmi hjá Guðnýju Halldórs-
dóttur (Dunu). Enginn þekkti hann.
Hann gaf sig á tal við gesti og kvaðst
hafa kennt þeim í skóla, var áreiðan-
lega býsna uppáþrengjandi. En hann
komst upp með þetta,“ segir Einar.
Gott á milli Óskars og Davíðs
Einar segir að Óskar og hann hafi
verið pólitískir strax á unglingsárum.
„Meðal þeirra sem voru með þeim
í bekk í Vogaskóla voru Már Guð-
mundsson núverandi seðlabanka-
stjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri
Tryggingastofnunar, Magnús Már
Magnússon snjóflóðafræðingur og
Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum
svo nokkur þekkt nöfn séu nefnd.
„Við Óskar tilheyrðum stuðnings-
mannahópi Gunnars Thoroddsen og
tilheyrðum þar af leiðandi einskon-
ar vinstri armi Sjálfstæðisflokksins á
þeim tíma. En ég held að sé hægt að
lýsa Óskari sem klassískum sjálfstæð-
ismanni. Við studdum Davíð Odds-
son strax og hann fór að þreifa fyrir
sér í stjórnmálum og höfum gert all-
ar götur síðan. Ég held að Davíð hafi
aldrei haft neina ástæðu til þess að
láta sér mislíka eitthvað við Óskar,“
segir Einar.
Skarpur og fljótur að kjarna
málsins
Annar góður vinur Óskars er Sigurð-
ur Valgeirsson sem nú er upplýsinga-
fulltrúi Fjármálaeftirlitsins. „Við höf-
um verið vinir frá 12 ára aldri eða frá
því að ég flutti í 12 hæða blokk í Sól-
heimum í Reykjavík þar sem hann var
fyrir. Það rifjast upp fyrir mér að Ósk-
ar bar þá út Morgunblaðið í blokk-
inni. Ég held að það hafi verið þægileg
innivinna að bera út Moggann til svo
margra í einu og sama húsinu.
Ég vann síðar með honum í bygg-
ingarvinnu og enn síðar lágu leiðir
okkar saman í blaðamennsku á DV á
níunda áratugnum. Með fullri virð-
ingu fyrir smíðahæfileikum Óskars
voru hæfileikar hans meiri sem frétta-
stjóra. Óskar er einn skemmtilegasti
maður sem ég þekki; duglegur, skarp-
ur og fljótur að sjá kjarna málsins. Mér
finnst hann þægilegur í samskiptum
en veit að hann getur verið harður í
horn að taka. Auk þess er hann næm-
ur á fólk. Það birtist ágætlega í smá-
sagnasafninu Borðaði ég kvöldmat í
gær, sem hann sendi frá sér fyrir jól-
in 2006. En hann er uppátækjasamur
og hrekkjóttur. Eitt sinn á unglingsár-
unum gengum við með úrin á fæti en
ekki úlnlið. Þegar gáð var hvað tíman-
um liði urðum við að lyfta fæti. Mig
minnir að þegar hann vann við dag-
skrárgerð í útvarpi hafi hann eitt sinn
hringt í kaupfélagsstjóra úti á landi
og boðið grafalvarlegur gúmmískó til
sölu á mjög góðu verði. Þegar hann
var búinn að vekja áhuga viðmæl-
andans komu strax upp vandamál.
Gúmmískórnir voru allir af sömu
stærð, númer 47, og loks sagði hann
væntanlegum kaupanda að eiginlega
væri vandinn meiri því þetta væru allt
gúmmískór á vinstri fót en bætti við
að þegar þeir væru orðnir svona stór-
ir þá væru þetta náttúrlega hálfgerð-
ar blöðrur þannig að það skipti ekki
máli. Alltaf jafn alvarlegur. Þetta var
drepfyndið,“ segir Sigurður.
Gott hugarþel
Sigurði er hlýtt til vinar síns og rifjar
upp sögu í því sambandi. „Ég og kon-
an mín vorum að skipta um íbúð og
höfðum ekkert annað en dýnuna til
að sofa á. Við urðum að vera nálægt
síma þar sem konan mín var ófrísk.
Einn morguninn mætti Óskar með
heitt kaffi og fullkomið meðlæti. Það
var hugsað fyrir smáatriðunum líka
eins og litlu boxi með sykri út í kaffið.
Þannig er Óskar.“
Sigurður kveðst vona að Ósk-
ari gangi að reisa við Morgunblað-
ið. „Hann er ekki maður sem les yfir
manni um stjórnmál en allir vita hvar
hann stendur, svona dálítið gamal-
dags íhaldsmaður.“
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur ber
Óskari svipaða sögu. Ólafur flutti um
miðjan níunda áratuginn til New York
þegar hann var ráðinn til starfa hjá Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum þar vestra.
„Við vorum dálítið ráðvillt eins og
gengur varðandi húsnæðismarkað-
inn, samgöngur og fleira sem snertir
daglegt líf í nýju landi. Það var þá sem
Óskar Magnússon skaut upp kollin-
um og veitti okkur ómetanlega hjálp
varðandi húsnæðismál og fleira. Þetta
þurfti hann ekkert að gera en gerði
samt.“
Viðskiptamaðurinn
Þórólfur Árnason, forstjóri Skýrr, hef-
ur fylgst með Óskari álengdar og beið
lægri hlut gegn honum þegar síma-
og fjarskiptafyrirtækin Íslandssími og
Tal voru sameinuð. Þá var Óskar gerð-
ur að forstjóra en Þórólfur, sem ver-
ið hafði vinsæll forstjóri Tals, missti
sinn póst. „Það kom í hlut Óskars að
skera niður og fækka fólki í fyrirtæk-
inu. Þetta virtist ekki koma við hann,
en ég hefði fundið fyrir því. Okkar
stjórnunarstíll er ólíkur að þessu leyti.
Ég held að hann hafi leyst verkefnið
á farsælan hátt. Nú blasa erfið verk-
efni við honum hjá Árvakri og Morg-
unblaðinu. Staðan er þröng, það þarf
að tefla djarft og vinna hratt og ég held
að þetta láti honum ekkert illa,“ segir
Þórólfur.
Stjarna Óskars á himni viðskipt-
anna tók að rísa undir væng Óla Kr.
Sigurðssonar sem keypti 70 prósenta
hlut í Olís árið 1986. Á þeim tíma rak
Óskar eigin innflutningsverslun. Um
1990 varð Óskar stjórnarformaður
Olíss. Í sögu Olís eftir Hall Hallsson er
Óskari ekki borin sérlega góð saga og
gefið til kynna að hann hafi lagt á ráð-
in um að leggja fyrirtækið undir sig
eftir að Óli Kr. féll skyndilega frá sum-
arið 1992.
Fékk á sig siðanefndarúrskurð
Upp úr miðjum síðasta áratug, þeg-
ar Hafskipsmálið hafði náð hæðum í
fjölmiðlum, var Óskar fréttastjóri DV.
Þegar hann kvaddi blaðið og hélt til
nýrra starfa ritaði hann kveðjugrein
þar sem hann tók upp hanskann fyrir
Björgólf Guðmundsson, Ragnar heit-
inn Kjartansson og fleiri Hafskips-
menn. Ingólfur Margeirsson ritstjóri
Helgarpóstsins lá þá undir ámæli fyrir
að hafa framvísað röngum nótum og
sagt ósatt um búslóðarflutninga sína
milli landa á vegum Hafskips. Ósk-
ar vék orðum að þessu og gaf í skyn
að Halldór Halldórsson, sem verið
hafði í eldlínunni sem ritstjóri Helg-
arpóstsins í Hafskipsmálinu hefði
þegið ókeypis farmiða hjá Flugleið-
um milli landa hvað eftir annað. Ósk-
ar gekk lengra og taldi í greininni að
fleiri blaðamenn Helgarpóstsins væru
seldir undir sömu sök.
Þessu undi Halldór illa og kærði
til siðanefndar Blaðamannafélags Ís-
lands. Siðanefnd úrskurðaði að Óskar
hefði farið yfir strikið.
Þannig yfirgaf Óskar blaða-
mennskuna á níunda áratugnum
með því að brjóta siðareglur blaða-
manna í kveðjugrein í DV.
„Hann var hjá okkur í nokkur
ár“
Síðan þetta var hefur Óskar komið
víða við og verið áberandi í viðskipta-
lífinu. Hann varð forstjóri Hagkaups
þegar það var í eigu barna Pálma Jóns-
sar. Eftir að Hagkaup komst í eigu Jó-
hannesar Jónssonar og Jóns Ásgeirs,
sonar hans, varð Óskar fyrsti stjórnar-
formaður Baugs.
Jóhannes í Bónus vill lítið ræða við
blaðamann DV um Óskar Magnús-
son. „Þú segir að hann hafi unnið hjá
okkur í nokkur ár. Hann var hjá okkur
í nokkur ár. Ég held að lítið hafi reynt
á rekstrarhæfni Óskars á lífsleiðinni,“
segir Jóhannes.
En hvað segir Jóhannes um þá ráð-
stöfun Óskars og meðstjórnenda hans
hjá Árvakri að gera Davíð Oddsson að
ritstjóra Morgunblaðsins?
„Það er veruleikafirring að gera
óheilbrigðan mann að ritstjóra Morg-
unblaðsins. Menn ættu að minnsta
kosti að bíða átekta eftir niðurstöðu
rannsóknarnefndar Alþingis og dómi
hennar um orsakir og aðdraganda
bankahrunsins. Ég er ekki viss um að
dómurinn yfir Davíð verði honum til
framdráttar sem ritstjóra.“
Jóhannes segir að uppstokkun
í rekstri Morgunblaðsins hafi fyr-
ir löngu verið óhjákvæmileg. „Þarna
er mikið af minningargreinum og
öðru aðsendu efni og ritstjórnin þarf
kannski að skrifa 6 til 8 síður. Þetta er
allt of fjölmennur vinnustaður fyrir
slíkt. Ég vann eitt sinn á Morgunblað-
inu í þrjú ár. Þetta var góður vinnu-
staður og ágætir menn við stjórn-
völinn. Nú ræður náhirðin ríkjum
hjá Árvakri og Morgunblaðinu. Mér
finnst blaðinu hafa hrakað verulega
og því mun hraka enn undir ritstjórn
Davíðs.“
Gulldrengur íhaldsins?
Ýmislegt bendir til þess að Óskar
hafi á starfsferli sínum notið ríkulega
tengsla sinna við Sjálfstæðisflokkinn
en ekki goldið fyrir þau. Þessi grun-
ur svífur enn yfir vötnunum varðandi
skattamál Baugsmanna. Deilt var
um það árið 2006 og fram eftir árinu
2007 hvort forsvarsmenn Baugs, eink-
um Jón Ásgeir Jóhannesson og Óskar
Magnússon, þáverandi stjórnarmað-
ur Baugs, hefðu fengið sömu meðferð
hjá skattayfirvöldum vegna meintra
skattalagabrota.
Fullyrt er að skattamál Óskars og
Jóns Ásgeirs hafi verið fyllilega sam-
bærileg. Upphæðin sem tengdist
skattalagabroti Óskars var þó sínu
hærri en hjá Jóni Ásgeiri.
Skúli Eggert Þórðarson, þáver-
andi skattrannsóknarstjóri og núver-
andi ríkisskattstjóri, kærði Jón Ásgeir,
Kristínu systur hans, Tryggva Jónsson
og Stefán Hilmar Hilmarsson til ríkis-
lögreglustjóra vegna meintra skatta-
brota í nóvember 2004.
Lögreglan taldi að um 270 millj-
ónir króna hefðu runnið úr sjóðum
Baugs til Lúxemborgar og þaðan aft-
ur inn á reikninga ofangreindra lyk-
ilstarfsmanna. Lögreglan taldi að
helmingur greiðslunnar hefði runnið
til Óskars.
Upp af þessu spruttu síðar deilur
milli efnahagsbrotadeildar og skatt-
rannsóknastjóra. Mál Óskars hafði
verið sent til yfirskattanefndar til úr-
skurðar nokkrum mánuðum eftir að
ríkislögreglustjóri óskaði eftir gögn-
um um mál hans. Eftir úrskurð nefnd-
arinnar var ekki um það að ræða að
taka málið aftur til lögreglurann-
sóknar sem skattalagabrot. Öðru máli
gegndi um mál Jóns Ásgeirs, sem þó
er fullyrt að hafi í einu og öllu verið
sambærilegt. Það var sent rakleiðis
til efnahagbrotadeildar og rannsakað
sem lögreglumál. Málið snérist með
öðrum orðum um jafnræði gagnvart
lögunum.
Yfirstétt í refsileysi
Helgi Magnús Gunnarsson saksókn-
ari efnahagsbrotadeildar ritaði rík-
issaksóknara að minnsta kosti í tví-
gang til þess að fá aðgang að gögnum
um Óskar. Helgi Magnús sagði sem
svo að þegar eftirlitsaðili kærði ti lög-
reglu eða ákæruvalds væri mikilvægt
að ákæruvaldið fengi í þágu jafnræðis
upplýsingar um þá þætti sem eftirlits-
aðilinn héldi eftir til afgreiðslu.
Skúli Eggert Þórðarson, skattrann-
sóknastjóri og flokksbróðir Óskars, lét
sig ekki og í stappi stóð áfram og fékk
efnahagsbrotadeildin á endanum
húsleitarheimild hjá skattrannsókn-
arstjóra til að nálgast gögn um Óskar.
Í ofangreindu bréfi Helga Magn-
úsar til ríkissaksóknara sagði orð-
rétt: „Með skattyfirvöld og sérstak-
lega skattrannsóknarstjóra ríkisins
sem eftirlitsaðila með framkvæmd
skattalaga í huga lýsi ég því að ég tel
eðlilegt og rétt að skattayfirvöld veiti
ákæruvaldinu... upplýsingar og við-
hlítandi gögn um hvernig tiltekin brot
á skattalögum hafi verið afgreidd í
skattkerfinu eða hvernig stefnt sé að
afgreiðslu þeirra, en ekki einungis um
að þau hafi verið afgreidd þar eða ver-
ið afgreidd þar.“
Þessu fylgdi Helgi Magnús eftir í
bréfinu og sagði það mikilvægt fyri
ákæruvaldið að geta átt þess kost í
þágu jafnræðis að geta afstýrt því að
mál sem heima eigi í réttarkerfinu
(mál Óskars) yrði afgreitt í skattakerf-
inu.
Eva Joly, sem veitir sérstökum rík-
issaksóknara sérfræðilega aðstoð hef-
ur glímt við spillingu í stjórnmálum
og viðskiptum í Frakklandi. Hún tal-
ar um refsileysi yfirstéttanna. Þannig
geti verið um hnútana búið að menn
í lykilstöðum í réttar- og dómskerfinu
séu af sama sauðahúsi, í sömu flokk-
um og klíkum, og forkólfar stjórnmála
og viðskipta. Þeir haldi hlífiskildi yfir
einstaklingum í þessum stéttum eða
klíkum þeir lenda í klandri. Lítill
vandi er að álykta af bréfum saksókn-
ara efnahagbrotadeildar að meðferð
skattamáls Óskars var í hans augum
gróf mismunun.
Það getur verið einn háttur á að
tala um kunningjaveldi, klíkuskap og
spillingu.
UppátækjasamU g allari
„Þú segir að hann
hafi unnið hjá okkur í
nokkur ár. Hann var
hjá okkur í nokkur ár,“
segir Jóhannes Jónsson
í Bónus.
Einar Hálfdánarson „Ég held að Davíð
hafi aldrei haft neina ástæðu til að láta sér
mislíka eitthvað við Óskar.“
Sigurður Valgeirsson „Hann er ekki
maður sem les yfir manni um stjórnmál
en allir vita hvar hann stendur, svona
dálítið gamaldags íhaldsmaður.“
Jóhannes Jónsson í Bónus „Það er
veruleikafirring að gera óheilbrigðan
mann að ritstjóra Morgunblaðsins.
Menn ættu að minnsta kosti að bíða
átekta eftir niðurstöðu rannsóknar-
nefndar Alþingis og dómi hennar um
orsakir og aðdraganda bankahrunsins.“
Ritstjórn Morgunblaðsins Þrjátíu
blaðamönnum var sagt upp störfum í gær. Á
sama tíma var tilkynnt um ráðningu Davíðs
Oddssonar og Haraldar Johannesen sem
nýrra ritstjóra Morgunblaðsins.