Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 15
fréttir 25. september 2009 föstudagur 15
Fjármálastjóranum meinaður
aðgangur
Björgólfur Thor sá sæng sína upp
reidda og telja kunnugir ekki ólíkleqt
að hugmyndin um hina frumlegu
en örlagaríku eigendabreytingu hafi
vaknað í huga Björgólfsfeðga þegar
Ijóst var að Björgólfur yngri væri að
missa völd innan fyrirtækisins.
Þór fjármálastjóri reyndi að
tala um fyrir öryggisvörðum fram-
kvæmdastjórans, Björgólfs Thors,
sem hélt sig í vari á skrifstofu sinni.
Þrátt fyrir ítrekuð skilaboð lét hann
ekki sjá sig og neitaði fjármálastjór-
anum um aðgang að skrifstofu sinni.
Þór hafði samband við Bernard J.
Lardner í Lundúnum vegna þessara
óvæntu tíðinda, en Björgólfur Thor
sat við sinn keip.
Á þessum tíma, þegar mest reið á
viðveru Ingimars, var hann úr leik í
um tvo mánuði vegna alvarlegra ba-
kveikinda. Einmitt þegar starfsmanni
hans var neitað um aðgang að fyrir-
tækinu lá Ingimar sárþjáður á Land-
spítalanum í Reykjavík. Þannig var
þetta hentugur tími fyrir Björgólfs-
feðga til að yfirtaka BBP-bruggverk-
smiðjuna, athöfn sem Ingimar og fé-
lagar hafa kallað „þaulhugsað svindl
og þjófnað“, líkt og Ingimar orðaði
það í gögnum sem hann sendi frá sér
2002, meðal annars til Fjármálaeftir-
litsins.
Það var búið að loka dyrum verk-
smiðjunnar á eigendur hennar og
þannig endanlega búið að stela fyr-
irtækinu frá þeim, að þeirra sögn.
Líkt og Ingimar segir í gögnum sem
hann sendi frá sér. „Þann 25. sept-
ember 1995 var öllum hlutunum í
Baltic Group Ltd. í AOZT Baltic Bott-
ling Plant stolið með skjalafalsi [...]
Uppruni Bravo International og nú-
verandi tilvist hinna ýmsu Bravo-
fyrirtækja virðist vera byggð á þaul-
hugsuðu svindli og þjófnaði sem átti
sér stað árið 1995. Upphafsmenn og
gerendur þessa þjófnaðar voru tveir
íslenskir ríkisborgarar, feðgarnir
Björgólfur Guðmundsson og sonur
hans Björgólfur Thor.“
Hvorki lögreglan né öryggislög-
reglan, sem komu á vettvang, gátu
orðið starfsmanni aðaleigendanna
að liði. Björgólfur Thor sýndi meint-
an kaupsamning með nýjum hlut-
höfum. Þar stóð að BGL, eignar-
haldsfélag Bernards og Ingimars,
hefði afsalað eignarhlutum sínum til
Björgólfs Guðmundssonar og ættu
ekki einn einasta hlut í fyrirtækinu.
Lögreglan neyddist til að hverfa á
braut.
Skjöl dúkka upp
Árið 1993 stofnuðu Bernard J. Lard-
ner, breskur athafnamaður, og Ingi-
mar Ingimarsson, arkitekt og fjár-
festir, ásamt breskum fjárfestum
eignarhaldsfélagið Baltic Group
Limited í þeim tilgangi að setja á fót,
í samstarfi við Rússa, gosdrykkja-
verksmiðju í Pétursborg í Rússlandi.
Í framhaldi af því var Baltic Bottling
Plant- verksmiðjan stofnuð form-
lega í Pétursborg þann 4. júní 1993.
Hluthafar voru Ingimar og félagar og
rússneska fyrirtækið RMZ, sem seldi
og gerði við búnað fyrir matvæla-
og veitingafyrirtæki. RMZ, varð fyrir
valinu samkvæmt tillögu borgaryfir-
valda í Pétursborg.
Nokkrum mánuðum áður, í
desember árið 1992, skrifaði Ingimar
undir samning vio Gosan, dótturfyr-
irtæki Pharmaco, um kaup á tveim-
ur fullbúnum framleiðslulínum fyrir
gosdrykkjaverksmiðjuna í Rússlandi.
Björgólfur Guðmundsson var þá for-
stjóri Gosan og skrifaði undir samn-
inginn. Þessi stofnkostnaður hljóð-
aði upp á 1,1 milljón dollara auk þess
sem 400 þúsund dollarar áttu að
renna í vasa Björgólfs Guðmunds-
sonar fyrir það sem kallað var stjórn-
unarsamningur, sem í raun má kalla
verkstjóralaun.
Að loknu rösklega tveggja ára
samstarfi gerist það að upp dúkka
tvö skjöl, samkvæmt Ingimar Ingi-
marssyni, bæði dagsett 24. marz
1995, með undirskrift Ingimars, þar
sem hann afsalar sér hlutum sínum í
BBP. Á skjölunum virðist Ingimar af-
sala öllum hlutabréfum aðaleigenda
fyrirtækisins (65 prósent) í hendurn-
ar á starfsmanni BBP, Björgólfi Guð-
mundssyni, auk 10 prósenta sem
féllu í hlut Gennady Homsky, full-
trúa RMZ, ríkisfyrirtækis, sem var 25
prósenta hluthafi. RMZ var einka-
vætt eftir að samstarfið við BBP hófst.
Ingimar kannaðist hins vegar ekki
við skjölin tvö og að hafa afsalað sér
fyrirtækinu.
Ingimar og Larnder fengu
aldrei greitt
Samkvæmt þessu á Ingimar að hafa
skrifað undir tvö skjöl, þar sem hann
afsalar 65 prósentum fyrirtækisins til
Björgólfs Guðmundssonar fyrir 500
þúsund dollara, sem kaupandinn
Björgólfur greiddi aldrei, samkvæmt
heimildum DV. Í skjölunum sagði
jafnframt að BGL væri búið að selja
Gennadin Homsky, framkvæmda-
stjóra RMZ, 10 prósent í fyrirtækinu,
afganginn af eign sinni í BBP.
Hin meintu fölsuðu skjöl voru
hins vegar ekki gerð opinber fyrr en
hálfu ári síðar eða 25. september
1995, sama dag og hluthafafundur
var haldinn í fyrirtækinu. Fundurinn
var ólöglegur, þar sem eigendur BBP
voru ekki boðaðir á fundinn. Á fund-
inum, sem Björgólfur Thor boðaði til
sem framkvæmdastjóri BBP, greindi
hann meðal annars frá meintum
eigendaskiptum sem átt hefðu sér
stað hálfu ári áður. Kaupverð 65 pró-
senta hluta Ingimars og Bernards
hefði numið hálfri milljón dollara.
Jafnframt hefði Gennadin Homsky,
framkvæmdastjóra RMZ, verið seld-
ur 10 prósenta hlutur í fyrirtækinu.
Þarna greindi Björgólfur Thor frá
athyglisverðum tímamótum í sögu
Baltic Bottling Plant. Verktakarnir frá
Íslandi voru allt í einu orðnir eigend-
ur gosdrykkjaverksmiðju án vitundar
stofnenda og eigenda BBP. Ingimar
og Lardner töldu sig illa svikna.
Svo illa vildi til fyrir þá sem út-
bjuggu skjölin um breytt eignarhald,
að þeir Ingimar og Bernard skiptust á
að hafa með höndum löglegt umboð
til að skuldbinda fyrirtækið og ein-
mitt þegar hin meintu fölsuðu skjöl
voru dagsett hafði Ingimar ekki þetta
umboð heldur Bernard. Skjölin tvö
eru með undirskrift Ingimars.
Óháður aðili, fyrirtækið Societe
General Strauss Turnbull Securities,
mat fyrirtækið á 15-20 milljónir doll-
ara hið minnsta árið 1995, þrátt fyrir
að fyrirtækið væri vart komið af stað
vegna sífelldra tafa „Gosan-hópsins“
og framleiðslan var enn í lágmarki.
Spár um reksturinn lofuðu þó góðu.
Ingimar vissi ekki
af samningnum
Ingimar H. Ingimarsson hafði ekki
minnstu hugmynd um tilurð þess-
ara skjala þar sem hann átti að hafa
fært verktaka sínum, Björgólfi Guð-
mundssyni, fyrirtæki sitt á silfurfati.
Ingimar segir skjölin vera fölsuð og
hefur fært haldgóð rök fyrir þeirri
staðhæfingu sinni samkvæmt gögn-
um, sem DV hefur undir höndum. Af
mörgu sérkennilegu í þessu máli vek-
ur það athygli að skjölin voru skrifuð
á rússnesku en innihaldið sagt lúta
íslenskum lögum.
Þann 24. mars, sama dag og skjöl-
in, sem Ingimar og Lardner segja
fölsuð, voru dagsett og dómstól-
ar hafa margsinnis dæmt ógild, var
haldinn árlegur hluthafafundur
og gengið til dagskrár eins og ekk-
ert hefði ískorist. Ingimar og Lard-
ner voru grandalausir um það sem
hafði gerst á bak við tjöldin. Þennan
fund sátu jafnframt fulltrúar RMZ,
Björgólfur Guðmundsson, Björgólf-
ur Thor og Victor Pyatko, aðstoðar-
maður Björgólfs Thors. Þessi maður
var skráður forstjóri Bravo Heineken
(áður Bravo International) í fyrra, en
eins og alkunna er keypti Heineken
Bravo International og breytti nafn-
inu í Bravo Heineken.
Fjölmargar sögur eru til þar sem
sams konar aðferðir eru notaðar við
eignaskipti fyrirtækja. Hið kunna
fréttarit The Economist birti árið
2004 athyglisverða grein um eigna-
skipti af þessum toga og er margt
líkt með frásögnunum og þeirri að-
ferð, sem Ingimar og Bernard telja að
hafi verið beitt við eignayfirtökuna á
Baltic Bottling Plant, líkt og rætt er
um í hliðargreininni.
Bravo-athafnamennirnir voru
gjaldþrota eða nýskriðnir úr
skóla
Skýring Björgólfsfeðga á hálfsárs
þögn um eigendaskiptin var sú að
gert hefði verið samkomulag um að
halda eigendabreytingunni leyndri
í þann tíma. Hvers vegna að halda
þessari staðreynd leyndri? Bæði
Bernard Lardner og lngimar H. Ingi-
marsson voru á fundinum í mars sem
fulltrúar 75 prósenta hluthafa í BBP.
Meintri sölu þeirra á eigin hlut sín-
um í fyrirtækinu var haldið leyndri
fyrir þeim á þessum fundi. Aðrir á
fundinum, sem Björgólfur Thor boð-
aði til sem framkvæmdastjóri, vissu
um gjörninginn, en þögðu um eig-
endaskiptin.
Þegar fjallað hefur verið um það
hvernig Björgólfur og félagar hafi haft
bolmagn til að kaupa gosdrykkja- og
bjórverksmiðju í Rússlandi hefur því
verið haldið fram að það gangi ekki
upp. Fyrir liggur sú staðreynd að þeir
þremenningar höfðu ekki fjárhags-
lega getu til að stofna fyrirtækið Balt-
ic Bottling Plant í upphafi – og raunar
stóð þeim það aldrei til boða.
Í héraðsdómsmáli nr. 334 árið
1994 lýsti Björgólfur Guðmundsson
því yfir að hann hefði verið lýstur
gjaldþrota 11. júlí 1990. Björgólfur
Thor, sonur hans, var nýskriðinn úr
dýru háskólanámi og dvöl í New York
og Magnús Þorsteinsson var eini
maðurinn í hópnum á launum sem
færibandastjóri hjá Gosan fyrir norð-
an. Einungis þessar staðreyndir eru
staðfesting þess að Björgólfsfeðgar
áttu ekki þá fjármuni, sem til þurfti til
að kaupa gosdrykkjaverksmiðju, sem
þá var metin á 15-20 milljónir dollara
en ekki á hálfa milljón, eins ætla má
af meintum samningum Björgólfs og
Ingimars.
Þegar eigendaskiptin urðu í sept-
ember 1995 voru þremenningarn-
ir venjulegir launamenn. Megin-
hlutverk Björgólfs Guðmundssonar,
aldursforseta Samson-hópsins sem
að líkindum kenndi sig við götuna
Samsonskeyva Prospekt þar sem
BBP var upphaflega til húsa í Péturs-
borg , var líklega það að hann átti að
vera hinn virðulegi fulltrúi hópsins,
myndarmaður með grásprengt hár
og íklæddur teinóttum jakkafötum.
Þetta gat skipt máli þegar þurfti að
opna dyr lánastofnana og ná eyrum
stjórnmála- og embættismanna.
Hér skal því skotið inn að allt frá
því að Björgólfur Guðmundsson
varð milliliður Pharmaco og BGL,
eigenda gosdrykkjaverksmiðjunnar
BBP, stóðust samningar illa og upp-
haf rekstrarins tafðist í nær því heilt
ár samkvæmt heimildum og skjöl-
um BBP. Slakri frammistöðu Björ-
gólfs Guðmundssonar er um kennt
– auk vandamála vegna húsnæðisins
í Rússlandi.
En þrátt fyrir þetta fór Björgólfur
Guðmundsson ítrekað fram á það við
Ingimar og Bernard að fá 25 prósenta
eignarhlut í fyrirtækinu fyrir framlag
sitt og Akureyringanna. Þessari ósk
var ávallt hafnað, enda engar for-
sendur fyrir því að gera launamann,
sem ekki stóð sig einu sinni í stykk-
inu, að meðeiganda í fyrirtækinu. .
Sindri í Pharmaco seldi
Björgólfi verksmiðju
Staðreynd málsins er sú að Björ-
gólfur Guðmundsson var nýorðinn
gjaldþrota á þessum árum og seldi
Sindri Sindrason í Pharmaco, sem
átti Gosan-verksmiðjuna á Akureyri
og var mikill vinur Björgólfs, honum
færibönd og framleiðslutæki fyrir
táknrænt verð – samtals eitt þúsund
íslenskar krónur eða tuttugu doll-
ara, samkvæmt heimildum DV. Ingi-
mar Ingimarssyni var kunnugt um að
leggja ætti verksmiðjuna fyrir norð-
an niður og ámálgaði tækjakaup við
Björgólf Guðmundsson, sem Sindri
hafði í kjölfar dóms í Hafskipsmálinu
gert að forstjóra Gosan.
Samningar tókust og upp frá því
var Björgólfur í raun orðinn verk-
taki hjá Ingimar og Bernard Lardner.
Stuttu síðar útvegaði Björgólfur syni
sínum og Magnúsi Þorsteinssyni,
vinnu við rússneska verkefnið. Þess-
ir þrír launamenn fóru til Péturs-
borgar auk nokkurra tæknimanna til
að setja upp verksmiðju fyrir Baltic
Bottling Plant.
Nokkrum dögum eftir að starfs-
manninum Þór Kristjánssyni var
meinaður aðgangur að vinnustað
sínum í október 1995 og ljóst var að
búið var að yfirtaka fyrirtækið. Sam-
kvæmt staðhæfingu Ingimars, hittust
Bernard J. Lardner og Björgólfur Thor
á fundi, sem haldinn var í Péturs-
borg. Þar tjáði Björgólfur Thor fyrr-
verandi vinnuveitanda sínum Bern-
ard frá því að Baltic Group Limited,
eignarhaldsfélag Bernards og Ingi-
mars, hefði selt föður hans, Björgólfi
Guðmundssyni, og fyrirtæki hans,
Hansa ehf. (Viking Brugg), alla hluti
sína í Baltic Bottling Plant. Bernard
lýsti undrun sinn, enda vissi hann
sjálfur ekki að hann hefði selt einn
BJÖRGÓLFSFEÐGAR,
BJÓRINN OG MAFÍAN
Sankti Pétursborg Það var í Sankti Pétursborg í Rússlandi sem Björgólfsfeðgar,
ásamt Magnúsi Þorsteinssyni, auðguðust á drykkjarvöruverksmiðjunni Bravó sem
gerði þeim kleift að kaupa 45,8 prósenta hlut í Landsbankanum árið 2002.
„Uppruni Bravo International og núverandi tilvist
hinna ýmsu Bravo-fyrirtækja virðist vera byggð á
þaulhugsuðu svindli og þjófnaði sem átti sér stað
árið 1995.“
Hver er Ingimar
H. Ingimarsson?
Ingimar H. Ingimarsson er fæddur árið 1943 og er verkfræðingur og arkitekt
að mennt frá háskólanum í Braunschweig í Þýskalandi. Á árunum 1972 til
1989 starfaði hann sem verkfræðingur og arkitekt í Þýskalandi, Skandinavíu,
Asíu og á Íslandi. Samhliða þessu starfaði hann að fasteignaþróunarverkefn-
um í sömu löndum. Hann rak meðal annars arkitektastofuna Vinnustofan
Klöpp hér á landi og var framkvæmdastjóri hjá Útvarpi Matthildi.
Hann hélt til Rússlands í kringum 1990. Í Rússlandi var hann meðal annars
framkvæmdastjóri hjá símafyrirtækinu Peterstar á árunum 1991 til 1992 auk
þess að vera eigandi og stjórnarformaður Baltic Bottling Plant. Hann var jafn-
framt ræðismaður Íslands í Pétursborg á þessum árum en þar á undan hafði
hann verið ræðismaður fyrir Sovétríkin á Íslandi. Björgólfur Thor Björgólfsson
og Magnús Þorsteinsson urðu ræðismenn Íslands í Pétursborg á eftir honum.
Eftir Rússlandsævintýrið og hinar hatrömmu deilur við Björgólfsfeðga varð
Ingimar meðal annars framkvæmdastjóri hjá flugfélaginu MK árið 1997 og
stofnandi og forstjóri flugfélagsins JetX/Primera Air. Ingimar er stjórnarfor-
maður Primera Air í dag, en félagið hét áður JetX. Hann lét af störfum sem
forstjóri hjá flugfélaginu í fyrra og tók Jón Karl Ólafsson við af honum.
Ingimar býr í Súlunesi í Garðabænum ásamt konu sinni, Guðrúnu Vilborgu
Sverrisdóttur.