Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Qupperneq 16
16 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir einasta hlut í fyrirtækinu. Ekki gat Ingimar hafa gert það, því samkvæmt verkaskiptingu þeirra, var það sjálfur Bernard J. Lardner sem einn hafði heimild til að skrifa upp á slíka gjörn- inga. Björgólfur Thor benti honum á að ræða við Ingimar H. Ingimarsson um málið. Björgólfur Thor breytir hluthafalistanum Um þetta leyti gerði Björgólfur Thor sér síðan ferð á borgarskrifstofur Pét- ursborgar og lét skrá nýju hluthafana sem eigendur að BBP og notaði til þess skjölin sem Ingimar hefur sýnt fram á, og dómstólar í Rússlandi tek- ið undir, að séu ógild. Með þessari athöfn færði Björgólfur Thor form- lega í eigu sína og föður síns, ríflega meirihlutaeign í fyrirtæki með ár- lega veltu upp á rösklega 20 milljón- ir Bandaríkjadala og 14 þúsund fer- metra verksmiðju og framleiðslutæki í Parnas-hverfinu í Pétursborg. Baltic Group Ltd., eignarhalds- félag þeirra Ingimars og Bernards, höfðaði í upphafi ársins 1996 mál, þar sem þeir töldu sig hafa verið svikna, fyrst fyrir rússneskum dóm- stólum og síðar íslenskum. Skjölin tvö voru dæmd ógild, hluthafafund- urinn þann 25. september, þar sem eigendabreytingin var samþykkt, var dæmdur ólöglegur og ný skrán- ing Björgólfs Thors þann 10.október (nr.26067) hjá Fyrirtækjaskrá Péturs- borgar var numin úr gildi og tekin af skrá. Málaferlin í Rússlandi stóðu í 17 mánuði. Málið var jafnframt rekið fyrir íslenskum dómstólum og féllu dómar hér 1999. Ellefu dómar féllu Ingimar og Bernard í vil í Rússlandi og í Héraðsdómi Reykjavíkur var úr- skurðað að undirskrift Ingimars væri ógild þar sem hann hefði á þess- um tíma, vorið 1995, ekki haft með höndum umboð til að skuldbinda eignarhaldsfélagið BGL. Það vekur athygli að Héraðsdómur tók ekki af- stöðu til deilumálsins sjálfs um eign- arhald verksmiðjunnar þótt dómur- inn komist engu að síður að þeirri niðurstöðu að skjölin séu ógild. Fjármálastjórinn sneri við blaðinu Starfsmaður Bernards og Ingimars skipti svo um lið í miðju kafi þegar deilurnar á milli Ingimars og Björ- gólfsfeðga stóðu yfir. Þrátt fyrir að Þór Kristjánsson hafi árið 1996 undirrit- að stefnur BBP fyrir hönd Ingimars og Bernards til rússneskra dóm- stóla til ógildingar hluthafafundarins 25. september og meintra falsaðra samninga við Björgólf Guðmunds- son og félag hans Viking Brugg, þá snerist hann skyndilega á sveif með Björgólfsfeðgum af einhverjum ástæðum. Af ókunnum ástæðum og án samþykkis yfirmanna sinna dró hann stefnurnar sem hann hafði sjálfir skrifað undir til baka með bréfi í maí sama ár. Þess vegna þurftu Ingi- mar og Bernard að stefna rnálinu aft- ur fyrir dómstóla og tafði þetta mála- ferlin í 7 mánuði. Ekki nóg með það. Þegar málið var svo síðar tekið til dómsmeðferð- ar í Héraðsdómi Reykjavíkur mætti nefndur Þór sem vitni fyrir hönd Björgólfs Guðmundssonar. Þannig sneri hann öðru sinni baki við fyrri starfsfélögum sínum og gekk til liðs við andstæðinginn. Fljótlega eft- ir þetta fór hann að vinna sem að- stoðarforstjóri og forstjóri í fyrirtækj- um þeirra feðga á næstu árum og sat jafnframt í bankaráði Landsbankans fram að bankahruninu í haust. Við málaferlin fór lögmaður Ingi- mars og Lardners hvað eftir ann- að fram á að lögð yrðu fyrir dóminn frumeintök af hinum meintu föls- uðu skjölum, en ávallt án árangurs. Hvorki Björgólfur Thor né Björgólf- ur eldri gátu lagt fram frumskjölin. Björgólfur Thor sagði við réttarhöld í Rússlandi að samningarnir væru á Íslandi. Björgólfur Guðmunds- son sagði hins vegar í Héraðsdómi Reykjavíkur að lögfræðingar hans í Rússlandi hefðu týnt frumeintökum samninganna. Lögreglan lagði ekki í öryggisverðina Árið 1996 fór Ingimar tvívegis í lög- reglufylgd ásamt lögfræðingum sín- um til BBP-verksmiðjunnar eftir að nokkrir rússneskir dómar höfðu fall- ið Baltic Group í vil. Það reyndist hins vegar ekkert hægt að aðhafast í verk- smiðjunni þar sem lögreglan treysti sér ekki í „öryggisgæsluna“ sem var á staðnum. Ingimar varð frá að hverfa í bæði skiptin. Þannig reyndist ekki unnt að framfylgja dómunum með lögregluvaldi. Í mars 1997, í kjölfar dóms St. Pét- ursborgar og Leningrad-héraðs, fór Ingimar í fylgd með lögreglu og full- trúum dómsyfirvalda í höfuðstöðvar verksmiðju BBP í Parnas-hverfi og komust þeir loksins fyrir tilstilli yfir- valdsins inn í verksmiðjuna og skrif- stofur BBP, en eigendunum hafði ver- ið meinaður aðgangur að fyrirtæki sínu í eitt og hálft ár. Þá kom í ljós að fyrirtækið var með öllu eignalaust; 14 þúsund fermetra fasteign, skrifstofu- áhöld, bílar, tæki og vélbúnaður þess hafði verið selt. Á bankareikningi fyr- irtækisins voru 17 Bandaríkjadalir og BGL, eignarhaldsfélag Ingimars og Bernards, sem átti 75 prósent fyrir- tækisins hafði ekki fengið krónu fyrir sinn snúð. Í eignaskiptaskjölunum, sem kváðu á um yfirtöku Björgólfs Guð- mundssonar á megninu af uppruna- legu bruggverksmiðjunni, stend- ur að hann skuli greiða 500 þúsund dollara fyrir verksmiðjuna, en óháðir aðilar mátu fyrirtækið á 15-20 millj- ónir dollara árið 1995, þegar það var vart komið af stað og framleiðslan í lágmarki. Tæmdu verksmiðjuna Og hvert fóru öll þessi verðmæti? Í ljós kom að Magnús Þorsteinsson hafði áður stofnað fyrirtækin Rosa og Bravo, sem var vörumerki í eigu BBP, eftir hluthafafundinn 25. sept- ember, þegar eigendunum var til- kynnt að þeir væru ekki lengur eig- endur. Nokkru eftir heimsóknina í BBP-verksmiðjuna hafði lögregla og skattyfirvöld í Pétursborg komist að því að þessi tvö fyrirtæki hefðu keypt og leigt bíla, skrifstofuáhöld og allar framleiðsluvélar BBP auk þess að yf- irtaka rekstur fyrirtækisins. Þá hafði Bravo keypt nýjar framleiðsluvélar fyrir tæpa 3 milljónir dollara. Ársvelta Bravo var röskar 37 milljónir dollara, en forstjóri var Magnús Þorsteins- son. Þá kom í ljós að Bravo skuldaði rúma eina milljón dollara í skatta og höfðu skattayfirvöld tekið veð í öllum eignum fyrirtækisins. Í apríl 1997 var svo stofnað fyrir- tækið Bravo International, sem með- al annars framleiddi sömu vöru og BBP. Stjórnendur fyrirtækisins voru einnig þeir sömu. Hvergi hefur kom- ið fram opinberlega hvernig eignar- hald framleiðsluvéla Bravo, fyrirtækið sem lifði í skamma hríð og yfirtók tæki BBP, fluttist yfir á Bravo International né hver greiddi eina og hálfa milljón dollara í aðflutningsgjöld. Rétt er að minna á að þessi tíðindi verða 1997 en í heimsfréttum segir ávallt að Bravo International hafi verið stofnað 1999. Sannleikurinn er sá, þvert á ótal- margar frásagnir Samson-félaganna í íslenskum og erlendum fjölmiðl- um þess efnis að Björgólfsfeðgar hafi stofnað gosdrykkjaverksmiðju í Rúss- landi árið 1993,.þá stofnuðu þeir enga verksmiðju í Pétursborg á þessum árum heldur voru þeir starfsmenn BBP og áttu ekki krónu í fyrirtækinu. Harður heimur „spilltustu borgar Evrópu“ Oft hefur þess verið getið að það sæti í raun mikilli furðu að Björgólfs- feðgum skuli hafa tekist að komast óskaddaðir úr harðri samkeppni og glæpaumhverfi Pétursborgar síðasta áratugar liðinnar aldar. Þvert á móti hafi fyrirtækið „blómstrað“ á sama tíma og framkvæmdastjóri og fjár- málastjóri Baltika bruggfyrirtækisins voru báðir skotnir á færi. Baltika var, og er, eitt öflugasta bruggfyrirtækið í Rússlandi. Astan- bek Chochiyev, framkvæmdastjóri þess, var myrtur 1. júlí 1999 þegar hann kom akandi að fyrirtæki sínu í Sankti Pétursborg að morgni dags. Ilya Vaisman, 36 ára gamall fjármála- stjóri Baltika, var sömuleiðis skot- inn í gegnum eldhúsgluggann heima hjá sér í Pétursborg að kvöldi 9. jan- úar árið 2000. Að auki var frjálslynd þingkona frá Pétursborg myrt, aðeins nokkrum dögum eftir að fulltrúar Bravo International heimsóttu hana til þess að ræða spillinguna sem ríkti í borginni og þrýsting, sem fyrirtæki þeirra yrði fyrir. Í upphafi 1995 var Baltic Bott- ling Plant vart búið að taka sín fyrstu skref og blómstraði ekki. Á hinn bóg- inn voru spár jákvæðar. Að mati Ingi- mars var rekstur fyrirtækisins allur í molum undir stjórn Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem stóð til að hætti í kjölfar rnisheppnaðrar stjórnar Magnúsar Þorsteinssonar. Voru búnir að ráða eftirmann Björgólfs Thors Eigendurnir, Bernard og Ingimar, voru búnir að ráða Nicholas P. Clar- ke, einn af æðstu starfsmönnurn Pepsi Cola í Rússlandi, sem átti að taka við af Björgólfi Thor. Ekki varð af því að hann tæki til starfa því í milli- tíðinni skullu á þau gjörningaveður, sem einkenndu síðari hluta ársins 1995 og greint hefur verið frá. Á þessum tima var mikill ágrein- ingur uppi í fyrirtækinu en ákveðið var að rugga ekki bátnum meira en orðið var í bili og ákveðið að samn- ingur Björgólfs Thors sem fram- kvæmdastjóra væri ekki látinn renna út 1. júlí 1995, eins og samningur hans kvað á um heldur framlengja hann til áramóta 1995-’96. Miklir fjármunir voru í húfi, sem BGL og breskir fjárfestar höfðu lagt í verksmiðjuna í Pétursborg. Fjöldi funda var haldinn og lutu áhyggjur manna fyrst og fremst að seinagang- inum við að koma framleiðslunni í fullan gang. Tækin frá Íslandi létu á sér standa, gámar fóru á vitlausar hafnir og ýmislegt annað fór úrskeið- is. Í lok 1994 og í byrjun 1995 var reksturinn til dæmis endurskoðað- ur og endurskipulagður. Bætt var við tækjum og tólum til að tryggja fram- leiðslugetuna og ákvörðun tekin um að bjóða upp á nýjar vörur, meðal annars BRAVO-bjór. BGL lagði vegna þessa fram fjórar milljónir dollara í fjárfestingar. Í ljósi þessa var gert ráð fyrir í áætlunum að hagnaður yrði allverulegur af rekstrinum árið 1995. Snemma árs var haldinn stjórn- endafundur BBP í Lundúnum. Á fundinum lýsti Björgólfur Thor mik- illi bjartsýni um reksturinn á árinu 1995 og var nokkur ástæða til að ætla að svo myndi verða, einkum vegna fjárfestinga í nýjum tækjum og auk- inna vinsælda bjórs í Rússlandi á meðal unga fólksins – á kostnað vod- kans. Þessi orð Björgólfs Thors ríma hins vegar illa við síðari tíma frá- sagnir Björgólfs Guðmundssonar um slaka stöðu BBP áður en fyrirtæk- ið var skráð á hann sjálfan. Á þessum tíma hafði fyrirtækið verið sett und- ir stjórn Björgólfs Thors og eiga um- mælin þannig við um son hans. Um- mælin eru jafnframt í mótsögn við staðreyndir mála. Þetta er aðeins eitt dæmi margra slíkra mótsagna, sem blasa við þegar farið er ofan í saum- ana á rekstrarsögu BBP og frásögur Björgólfs Guðmundssonar og Björ- gólfs Thors í viðtölum eftir að Björ- gólfur yngri var til umfjöllunar í fjöl- miðlum. Björgólfur vildi samning um 50 prósenta eignaraðild feðganna Á febrúarfundinum í Lundúnum 1995 fóru fulltrúar BGL enn og aftur fram á endurskoðun á samningunum tveim- ur við Gosan frá 1993 því þeir töldu að Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteins- son hefðu ekki staðið sig sem skyldi. Ágreiningurinn og deilurnar innan fyrirtækisins voru að ná hámarki. Að loknum fundinum bendir allt til þess að Björgólfsfeðgar hafi ver- ið farnir að óttast um stöðu sína hjá BBP. Þannig fóru þeir fram á einka- fund með Bernard J. Lardner. Lard- ner vildi að Ingimar sæti fundinn einnig. Þessi fundur markar senni- lega upphaf hinna miklu atburða, sem áttu sér stað með eignabreyt- ingunum og undirskriftum Ingimars sem síðar voru úrskurðaðar ógildar. Á leynifundinum endurtók Björgólf- ur Guðmundsson tillögu að samningi sem hann hafði ámálgað við Ingimar tveimur árum áður. Hugmynd Björ- gólfs gekk út á að hann myndi tryggja 300 þúsund dollara afslátt hjá Pharm- aco gegn því að BGL breytti samningi sínum þannig að hann sjálfur yrði 25 prósenta hluthafi í BBP. Jafnframt fóru þeir fram á að Björgólfur Thor fengi einnig 25 prósenta hlut í BBP. Þessari tillögu um að Björgólfsfeðgar eignuðust helminginn af fyrirtækinu var hafnað. Þess má geta, eins og áður segir, að ráðgjafarfyrirtækið Societe Gen- eral Strauss Turnball Securities Ltd. fór yfir bókhald BBP fyrstu 9 mánuði ársins 1995 og komst að þeirri niður- stöðu að verðmæti 65 prósenta hlutar Ingimars og Bernards í BBP næmi allt að 20 milljónum dollara. Þannig nam meintur ágóði Björgólfs Guðmunds- sonar 15-20 milljónum dollara þeg- ar hin umdeildu skjöl voru gerð op- inber. Samson svarar fyrir sig Í yfirlýsingu sem Samson-hópurinn sendi frá sér í nóvember 2002 vegna skrifa fjármálatímaritsins Euromoney um meintan þjófnað á BBP segja þeir að fyrirtækið hafi staðið illa og síðan segir orðrétt: „Björgólfur Guðmunds- son og félagið Hansa ehf. buðust til að kaupa hlutabréf eignarhaldsfélagsins BGL í verksmiðjunni og freista þess að ná betri tökum á rekstrinum.“ Ingimar hafi gengið að þessu tilboði með því að skrifa undir samningana tvo. Í ívitnaðri setningu koma þeir fé- lagar upp um sjálfa sig, því fram- kvæmdastjórar fyrirtækisins á þess- um tíma voru einmitt þeir sjálfir, fyrst Magnús Þorsteinsson, sem var rek- inn fyrir vanhæfni, og síðan Björgólf- ur Thor Björgólfsson, sem starfaði samkvæmt samningi, sem átti fyrst að renna út þann 1. júlí 1995, en síð- an um næstu áramót. Hafi staða fyr- irtækisins verið slök voru það einmitt þessir sömu menn, sem báru ábyrgð á því. Fjármálaeftirlitið hundsar viðvaranir Viðskipti Björgólfsfeðga og Magnús- ar í Rússlandi á næstu árum eftir að hafa eignast BBP urðu til þess að þeir auðgðust vel á bjórverksmiðju sinni í Sankti Pétursborg. Á fyrri hluta árs 2002 seldu þeir verksmiðjuna svo til Heineken fyrir 400 milljónir dollara. Fjármagnið notuðu þeir svo til að fal- ast eftir 45,8 prósenta hlut í Lands- bankanum sem þeir keyptu svo í árs- lok 2002 fyrir um 11 milljarða króna. Áður en af kaupunum varð þurfti Fjármálaeftirlitið hins vegar að skrifa upp á hæfi meðlima Samson til að eiga banka. Í úrskurðinum er kafli þar sem fjallað er um deilumálin við Ingimar. Í niðurstöðu FME um deilu- mál Ingimars H. Ingimarssonar og Björgólfsfeðga segir: „fyrir liggur að fjármögnun og fjárhagsstaða um- sækjanda [Samson, innskot blaða- manns] er ekki bundin við úrlausn þessa ágreinings.“ Hins vegar er ekki vikið orði að því aðalatriði að hafi verið svik í tafli þýði það að Björgólfs- feðgar eignuðust 400 milljón dollar- ana til að kaupa Landsbankann með aðferðum sem Ingimar hafði bent þeim á í bréfi að væru óheiðarlegar. Fjármálaeftirlitið tók hins vegar ekki afstöðu til málsins og skrifaði upp á hæfi Samson-manna til eiga Lands- bankann. Á næstunni verður haldið áfram að fjalla um bjórævintýri Samson- hópsins og ásakanir Ingimars H.Ing- imarssonar og Bernards J. Lardners á hendur Björgólfsfeðgum um fölsuð skjöl og þá viðskiptahætti, sem Fjár- málaeftirlitið sá ekkert athugavert við, þegar það lýsti yfir í ákvörðun sinni að Samson-hópurinn væri tæk- ur eigandi Landsbankans. Ásgeir Friðgeirsson Björgólfs- feðgar neita Halldór Halldórsson hafði samband við Ásgeir Friðgeirsson, talsmann Björgólfs- feðga, á fimmtudaginn og bauð honum að koma sjónarmiðum þeirra feðga á framfæri vegna Bravo-málsins. Ásgeir kaus að senda DV gögn úr fórum þeirra feðga, þar sem þeir rekja sína hlið málsins, aftaka með öllu sannleiksgildi ásakana Ingimars H. Ingimarssonar og færa rök fyrir máli sínu í langri skýrslu. Greint verður efnislega frá sjónarmiðum þeirra í næstu grein Halldórs Halldórs- sonar um viðskipti Ingimars og Björgólfsfeðga í DV. „Fundurinn var ólög- legur, þar sem eigendur BBP voru ekki boðaðir á fundinn ...“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.