Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 20
20 Föstudagur 25. september 2009 Fréttir „Sigurður Lindberg var eyðilagður á Breiðavík, bæði sem persóna og sem maður. Hann kom þarna vest- ur kátur og frískur strákur en þegar hann fór var hann búinn að vera,“ segir Georg Viðar Björnsson sem kynntist Sigurði Lindberg Pálssyni á Breiðavík og hefur verið náinn vin- ur hans síðan. Sigurður var vistaður á Breiðavík í rúm tvö ár, frá apríl 1958 til ágúst 1960, þegar hann var á aldrinum ellefu til þrettán ára. Hann framdi sjálfsmorð sunnudaginn 13. sept- ember eftir langvarandi þunglyndi. Útför hans fór fram frá Fossvogs- kirkju í gær. Strauk af geðdeildinni Sigurður glímdi lengi við alvar- legt þunglyndi og skömmu áður en hann lést var hann vistaður á geð- deild Landspítalans. Þar hafði hann leyfi til að fara út að reykja og til- kynnti starfsfólki um að hann væri að fara í reykingapásu einn daginn. Sigurður kom ekki aftur inn. Hann strauk af geðdeildinni og fór aftur heim til sín þar sem hann dróst sí- fellt lengra inn í svartnættið þar til hann tók ákvörðun um að binda enda á líf sitt. Georg Viðar var í miklu sam- bandi við Sigurð undir það síðasta. Hann hefur lengi starfað með þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu og bauð Sigurði vini sínum að búa hjá sér um hríð á meðan hann næði sér upp úr mesta þunglyndinu. „Ég vonaðist til að hann yrði hérna á sófanum hjá mér fram að jólum eða þar til hann næði sér á strik en ég vildi að hann gerði eitthvað í sínum málum. Í framhaldinu fór hann inn á geðdeild sem var gæfuspor. Hann var hins vegar komnn út í horn í lífi sínu og vildi enga hjálp. Það er ekki hægt að neyða menn til að þiggja hjálp,“ segir Georg Viðar. Sigurður hringdi mikið í Georg Viðar þá daga sem hann var heima eftir að hann fór af geðdeildinni. „Hann hringdi oft og spurði hvort þetta færi ekki að koma, hvort við fengjum ekki bráðum skaðabæt- urnar. Ég sagðist vona það,“ segir hann. Sigurður beið þá eftir þeim bótum sem íslenska ríkið hyggst greiða Breiðavíkurdrengjunum. Falleg útför Ragnheiður Ágústína Pálsdótt- ir, systir Sigurðar, segir að sér hafi verið verulega brugðið þegar hún heyrði af andláti bróður síns. „Ég tengdi það fljótlega við umræðuna um Breiðavík sem hefur verið há- vær í samfélaginu að undanförnu. Ég held að hann hafi verið að upp- lifa hörmungarnar þaðan aftur,“ segir hún. Ragnheiður lýsir bróður sínum sem indælum dreng sem gekk illa í skóla. „Í dag yrði hann meðhöndl- aður sem ofvirkur. Það var aðal- ástæðan fyrir því að hann var send- ur á Breiðavík. Hann var mjög ör og hraður karakter,“ segir hún. Sigurði varð aldrei barna auðið, hann var alla tíð ógiftur og mikill einfari þó að hann væri náinn vin- um sínum. Nokkur fjöldi var viðstaddur jarðarför hans í gær og telur Ragn- heiður að allt að þrjátíu menn hafi komið þar sem þekktu Sigurð frá Breiðavík. Setið var á öllum bekkj- um Fossvogskirkju þó misjafnlega þétt væri. „Þetta var falleg athöfn,“ segir Ragnheiður í samtali við DV. Hún er ánægð með hversu margir voru við athöfnina. Edrú í nítján ár Óli Styff kynntist Sigurði á Breiðavík og voru þeir miklir vinir. Þó að hann hafi vitað af þunglyndi Sigurðar kom honum mjög á óvart að hann hefði framið sjálfsmorð. „Ég var sleginn,“ segir Óli. Hann er einn þeirra sem Erla HlynSdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Sigurður lindberg Pálsson lést á heimili sínu þann 13. sept- ember. Frá ellefu til þrettán ára aldurs var hann vistaður á Breiðavík. Sigurður er 32. Breiðavíkurdrengurinn sem nú er dáinn, allt menn á besta aldri. Margir þeirra féllu fyrir eigin hendi. Nánir vinir Sigurðar eru sammála um að vistin hafi sett mark sitt á hann til æviloka. Þeir eru reiðir vegna þess hversu lengi íslenska ríkið hefur dregið að greiða Breiðavík- urdrengjunum skaðabætur. „EYÐILAGÐUR Á BREIÐAVÍK“ Sendur á Breiðavík Sigurður Lindberg Pálsson var sendur ellefu ára gamall á Breiðavík. Hann bar þess aldrei bætur og lagðist á endanum í djúpt þunglyndi. Mynd úr EinkaSaFni Jarðarförin Sigurður Lindberg Pálsson var jarðsunginn frá Fossvogskirkju í gær. Fjöldi Breiðavíkurdrengja var viðstaddur athöfnina. Mynd rakEl óSk Sigurðardóttir Fylgt til grafar Ragnheiður Ágúst-ína Pálsdóttir, systir Sigurðar, segir að þjóðfélagsumræða um Breiðavík hafi ýft upp gömul sár hjá bróður sínum. Hún fylgdi honum til grafar í gær. Mynd rakEl óSk Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.