Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 21
fréttir 25. september 2009 föstudagur 21 Hafðu samband í síma 515-5555 eða sendu tölvupóst á askrift@dv.is - inn í hlýjuna Fáðu DV heim í áskrift Tveir fyrir einn DV heim í hlýjuna DV á netinu frítt! ::: ::: ::: HAUSTTILBOÐ báru kistu Sigurðar til grafar í gær. Sigurður var búinn að vera edrú í nítján ár þegar hann dó en átti alla tíð í miklum fjárhagserfiðleikum. „Hann bjó í leiguíbúð og átti oft ekki fyrir húsaleigunni. Áður svaf hann oft bara úti, í stýrihúsum og þar sem hann fékk smá skjól,“ segir Óli. Hann er reiður út í starfsmenn Breiðavíkur og barnaverndaryfir- valda hér áður fyrr, og þykir sorg- legt hversu margir af Breiðavíkur- drengjunum hafa fallið fyrir eigin hendi. „Þeir skulda þeim eitt stykki líf,“ segir hann um íslensk yfirvöld. Óli er orðinn langþreyttur á bið- inni eftir bótum frá ríkisstjórninni og telur þær skipta sköpum fyrir þá sem vistaðir voru á Breiðavík enda margir illa staddir fjárhagslega. „Siggi væri enn á lífi hefði hann fengið þessar bætur. Það hefði get- að bjargað lífi hans ef það hefði ver- ið gengið frá þessum bótum eins og lofað var. Við höfum verið sviknir alla ævi,“ segir Óli. Sigurður hringdi í Óla áður en hann lét til skarar skríða. „Hann hringdi og kvaddi. Hann sagðist vera búinn að fá nóg. Hann fannst svo um morguninn,“ segir Óli. Ofbeldi og niðurlæging Ofbeldið sem drengirnir á Breiða- vík voru beittir var kynferðislegt, líkamlegt og andlegt. Sigurður varð aðallega fyrir því andlega, að sögn Georgs Viðars, og hafði það áhrif á hann til æviloka. „Ofbeldi birt- ist í svo mörgum myndum. Þeg- ar krakkar eru komnir á vestasta hjara veraldar og hafa ekki pabba eða mömmu til að hjúfra sig að, þá er það ofbeldi. Það er ofbeldi þó að maður sé ekki laminn. Menn þurftu þarna að þola margs konar niður- lægingu. Allir fengu að kenna á því. Siggi var ekki laminn mikið svo ég viti. Honum var hins vegar þræl- að út í vinnu eins og okkur hinum. Margir sáu þarna engin vinveitt andlit. Þetta markar ævarandi spor í barnssálina. Ekkert barn á skilið að lenda á svona stað,“ segir Georg Viðar. Fyrstu viðbrögð hans við láti Sig- urðar voru reiði. „Ég varð bara reið- ur. Bæði út í hann og út í þessar að- stæður sem honum var úthlutað í lífinu. Karlanginn,“ segir hann. Georg Viðar er líka reiður út í íslensk stjórnvöld fyrir sinnuleysi í garð Breiðavíkurdrengja. Það tekur hann sárt að horfa upp á gamla fé- laga sína deyja einn af öðrum. „Rík- ið græðir á hverjum og einum sem drepur sig. Þannig fækkar þeim sem þeir þurfa að borga bætur, ef þær berast nokkurn tímann,“ segir hann. Bótagreiðslur dragast Í ársbyrjun 2007 fór DV af stað með greinaflokk um upptökuheimilið á Breiðavík sem hratt af stað miklum umræðum og hörðum viðbrögðum í samfélaginu. Helgi Jón Davíðsson varð fyrstur viðmælenda blaðsins til að greina frá ömurlegri reynslu sinni af vistun á Breiðavík. Breiðavíkur- drengir sögðu svo frá reynslu sinni, einn af öðrum, í DV. Aðrir miðl- ar tóku við sér í kjölfarið. Ritstjórn blaðsins var síðar verðlaunuð af Blaðamannafélagi Íslands fyrir um- fjöllunina sem rannsóknarblaða- mennsku ársins. Geir Haarde, þáverandi forsæt- isráðherra, skipaði þá nefnd til að kryfja málið til mergjar og skilaði hún skýrslu á síðasta ári. Þar var staðfest að það ofbeldi og misþyrmingar sem greint var frá í DV var blákaldur raun- veruleikinn. Í framhaldinu ákvað ríkisstjórnin að greiða Breiðavíkur- drengjunum bætur vegna þeirrar reynslu sem þeir urðu fyrir þar sem íslenska ríkið hafði lagt blessun sína yfir starfsemina á Breiðavík. Enn hafa bæturnar ekki verið greiddar og enn hefur ekki náðst samkomulag um upphæð þeirra. „EYÐILAGÐUR Á BREIÐAVÍK“ Látnir Breiðavíkurdrengir Af 126 drengjum sem vOru vistAðir á BreiðAvík á árunum 1952 tiL 1972 eru 32 Látnir, eðA 25,4 prósent. gylfi j. Axelsson 16. des. 1938 – 21. des. 1963 25 ára pétur Hraunfjörð pétursson 20. maí 1949 - 9. febrúar 1964 15 ára sturla Holm kristófersson 23. maí 1947 - 3. des. 1965 18 ára páll svavarsson 31. júlí 1938 - 18. desember 1967 29 ára Þórarinn vagn Þórarinsson 25. febrúar 1949 - 23. júlí 1969 20 ára gunnlaugur trausti gíslason 31. ágúst 1947 - 28. mars 1975 28 ára Alfreð Hjörtur Alfreðsson 9. nóv. 1952 - 23. apríl 1975 23 ára runólfur torfason 24. maí 1941 - 3. maí 1975 34 ára Haraldur ólafsson 19. ágúst 1946 - 17. des. 1978 32 ára guðfinnur ingvarsson 11. júní 1946 - 19. janúar 1986 40 ára guðmundur Hafsteinn jónsson 13. júlí 1942 - maí 1986 44 ára gunnlaugur Hreinn Hansen 25. febrúar 1939 - 21. júní 1988 49 ára jóhann A. víglundsson 22. janúar 1940 - 10. ágúst 1989 49 ára Hilmar guðbjörnsson 13. maí 1943 - 18. júlí 1991 48 ára magnús óskar garðarsson 8. mars 1946 - 31. maí 1994 48 ára Leifur gunnar jónsson 19. júní 1954 - 23. júlí 1994 40 ára reynir Bjartmar ragnarsson 20. febrúar 1949 - 28. ágúst 1995 46 ára sigvaldi jónsson 21. júní 1948 - 28. mars 1997 49 ára Baldvin guðmundur ragnarsson 30. des. 1953 - 30. október 1997 44 ára kristján friðrik Þorsteinsson 29. mars 1957 - 23. ágúst 1998 41 árs rúnar kristjánsson 30. okt. 1955 - 31. des. 2000 45 ára Þorgeir guðjón jónsson 26. júlí 1954 - 19. nóv. 2002 48 ára gísli sigurður sigurðsson 3. ágúst 1952 - 29. nóv. 2002 50 ára sveinn guðfinnur ragnarsson 4. janúar 1956 - 26. febrúar 2003 47 ára Þorsteinn Axelsson 15. maí 1943 - 21. sept. 2003 60 ára einar sigurður sigurfinnsson 14. febrúar 1940 - 19. maí 2004 64 ára eiríkur Örn stefánsson 24. mars 1956 - 5. júlí 2004 48 ára edvald magnússon 24. sept. 1954 - 13. apríl 2005 51 árs skúli garðarsson 19. febrúar 1955 - 22. júní 2005 50 ára eymundur kristjánsson 26. maí 1959 - 5. maí 2007 48 ára jón vignir sigurmundsson 10. janúar 1952 – 2. janúar 2008 56 ára sigurður Lindberg pálsson 12. nóv.r 1946 – 13. sept.r 2009 62 ára - Afdrif eins til þriggja Breiðavíkurdrengja eru ókunn. Hér eru ekki talin með látin Breiðavíkurbörn sem vistuð voru þar á árunum 1973 til 1980. Af þeim eru tvö eða þrjú talin látin.  -Heimild:Breiðavíkursamtökin „Ríkið græðir á hverjum og einum sem drepur sig. Þannig fækkar þeim sem þeir þurfa að borga bætur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.