Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Qupperneq 26
„Þetta er þrælpólitískt en á gam- ansömum nótum,“ segir Elfar Logi Hannesson leikari um verkið Heilsu- gæsluna sem frumsýnt er næsta föstudag. Það er Lýður Árnason, kvikmyndagerðarmaður og læknir, sem skrifar handritið og leikstýrir en verkið fjallar um samskipti lækna og sjúklinga. Elfar Logi er fæddur og uppal- inn á Vestfjörðum. Hann settist að í Reykjavík eftir að hafa lokið leiklist- arnámi í Danmörku og setti á lagg- irnar Kómedíuleikhúsið árið 1997. Um aldamótin fluttist hann aftur vestur og segir hann að þá hafi hlut- irnir farið að gerast. Hann er maðurinn á bak við Act Alone-einleikjahátíðina sem Eric Bogosian kom meðal annars fram á árið 2006. Byggt á eigin reynslu „Þarna er verið að stinga á ansi mörg- um kýlum hvað varðar heilsu og heilsugæslu almennt,“ heldur Elfar áfram um leikritið. „Þetta er tvíleik- ur. Ég og Margrét Sverrisdóttir förum þarna með öll hlutverkin,“ en hvort þeirra bregður sér í hlutverk fimm persóna. „Við erum ýmist í hlutverki lækna eða sjúklinga.“ Eins og áður kom fram er það Lýð- ur Árnason sem skrifar og leikstýrir en handritið er að miklu leyti byggt á reynslu hans sem læknir. „Þegar ég fékk þetta handrit í hendurnar fannst mér það svo geggjað að ég gat bara ekki sleppt því.“ Ekki er ósennilegt að eitthvað af því fólki sem persónurn- ar eru byggðar á muni sjá verkið. Elf- ar er þó ekki hræddur um að neinn muni móðgast. „Við pössum okkur nú að ýkja þetta nægilega mikið svo að þetta eigi ekki bara við einhvern ákveðinn einstakling en það er mjög fyndið samt að skoða sumar týpurn- ar. Þetta eru oft skrautlegar týpur sem um helgina afmælistónleikar ragga Bjarna Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Bjarnason, varð 75 ára í vikunni. Af því tilefni verður slegið upp tvennum afmælistónleikum í Höllinni á laugar- daginn. Ekkert verður til sparað og verður Raggi dyggilega studdur af landsliði hljóðfæraleikara, strengjasveit, góðvinum og stórstjörnum. Á meðal þeirra sem fram koma eru Björgvin Halldórsson, Diddú, Hemmi Gunn, Laddi, Mugison, Páll Óskar, Stefán Hilmarsson og Sumargleðin. Nánar á midi.is. nordisk Panorama hefst Kvikmyndahátíðin Nordisk Pano- rama hefst í dag, föstudag, og stendur til 30. september. Af þeim 520 myndum sem sendar voru á hátíðina í ár var 21 heimildarmynd og 40 stuttmyndir valdar í keppni. Til viðbótar voru 11 myndir valdar í keppnisflokkinn Nýjar norrænar raddir. Ein íslensk heimildarmynd keppir til verðlauna, Draumalandið í leikstjórn Þorfinns Guðnasonar og Andra Snæs Magnasonar, og einnig þrjár íslenskar stuttmyndir: Epic Fail (leikstj. Ragnar Agnarsson), In the Crack of the Land (leikstj. Una Lor- enzen) og Sugarcube (leikstj. Sara Gunnarsdóttir). frumsýning í Borgarleik- húsinu Leikritið Heima er best verð- ur frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld, föstudag. Þar segir frá tveimur bræðrum sem leika sama leikritið aftur og aftur undir ógn- arstjórn föður síns. Innan tveggja tíma hafa þrír menn drukkið sex dósir af bjór, borðað slatta af kexi með smurosti og sporðrennt grill- uðum kjúklingi með undarlegri blárri sósu. Innan tveggja klukku- tíma munu fimm manneskjur týna lífi. Höfundurinn, Enda Walsh, er fæddur í Dublin á Írlandi og hafa verk hans verið sviðsett víða um heim. Tvö leikrita hans hafa ver- ið sýnd hérlendis, Disco Pigs og Misterman. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson og leikarar eru Þröstur Leó Gunnarsson, Jörundur Ragn- arsson, Guðjón Davíð Karlsson og Dóra Jóhannsdóttir. fjölskyldutón- leikar í salnum Fyrstu tónleikar í nýrri röð tónleika fyrir börn og fjölskyldufólk fara fram í Salnum í Kópavogi á sunnudag- inn. Tónleikaröðin hefur yfirskrift- ina Töfrahurð og á þessum fyrstu tónleikum verða flutt verkin Karni- val dýranna eftir C. Saint-Saëns og Kattadúettinn eftir G. Rossini. Sér- stakir gestir á tónleikunum verða sópranarnir Hallveig Rúnarsdóttir og Hulda Björk Garðarsdóttir. Aðrir flytjendur eru Kammerhópurinn Sheherazade ásamt leikurunum Guðrúnu Ásmundsdóttur og Sigur- þóri Heimissyni. Tónleikarnir hefjast klukkan 13 en klukkan 12.30 mæta fjöllistamenn frá Götuleikhúsinu á staðinn og boðið verður upp á and- litsmálun. Miðasala er á salurinn.is. Verk mánaðarins á Gljúfrasteini hefst á ný á sunnudaginn: Ræða Kvæðakver Laxness 26 föstudagur 25. september 2009 fókus Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld, rit- höfundur og kennari, ýtir Verki mánaðarins á Gljúfrasteini úr vör þetta haustið með hugrenningum sínum og upplestri úr Kvæðakveri Halldórs Laxness á sunnudaginn. Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur mun ræða við Vilborgu um kvæðin og hvetja gesti til að taka þátt í spjallinu og velta vöng- um. Ljóðin í Kvæðakveri Halldórs Laxness þóttu allnýstárleg á sín- um tíma en kverið kom fyrst út árið 1930. Þar komu fram djarfar tilraunir til að leysa íslenskt ljóð- mál úr viðjum hins hefðbundna forms og tónninn var ögrandi. Í ljóðunum mátti finna háðsádeilu, stælingar og gamanmál, uppreisn gegn fáfengilegu orðaprjáli og upp- blásnum hátíðleik. Meðal ljóð- anna í Kvæðakveri var Únglíng- urinn í skóginum en það er fyrsta súrrealíska kvæðið á íslensku. Al- þingismenn voru hins vegar ekki ýkja sáttir við Únglínginn og sviptu Halldór Laxness skáldalaunum fyr- ir kveðskapinn. Verk mánaðarins er opinn les- hringur sem Gljúfrasteinn stendur fyrir. Eitt verk eftir Halldór Laxness er tekið fyrir í hverjum mánuði sem fólk er hvatt til að lesa. Stofuspjall- inu stýra ýmsir valinkunnir bók- menntamenn og -konur. Dagskrá vetrarins verður auglýst síðar. Dagskráin á sunnudag hefst klukkan 16. Aðgangseyrir er 500 krónur og er síður en svo skylda að hafa nýlokið lestri á viðkomandi verki. Spjallað Halldór Laxness glaðbeittur. á Gljúfrasteini. MYND ANDréS KolBeiNSSoN elfar logi Hannesson leikur aðalhlutverkið í leikritinu Heilsugæslunni ásamt Margréti Sverrisdóttur. Verkið er frumsýnt um næstu helgi en það er lýður Árnason sem skrifar handrit þess og leikstýrir. Verkið er byggt á hans eigin reynslu sem læknir en hann hefur upplifað ýmislegt skrautlegt í samskiptum sínum við varginn, eins og hann segir sjálfur. Þrælpólitískt á Heilsugæslunni elfar logi Hannesson Lærði leiklist í Danmörku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.