Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Side 27
m æ li r m eð ... Djúpið Gagnrýnandi DV var djúpt snortinn. Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar um helgina. District 9 Loksins eitthvað frumlegt. Konur á rauðum soKKum Frábær og nauðsynleg heimildamynd um litla gula hænu á rauðum sokkum. the september issue Þarft ekki að ganga í Man- olo Blahnik Aladdin- skóm til að tengja við þessa mynd. xxx xxx Dear Zachary: a Letter to a son ... Amatörleg mynd um svakalega sögu. m æ li r eK Ki m eð ... fóKus 25. september 2009 föstudagur 27 jóhann G. semur við þýskt útgáfufyrirtæki og Senu: Endurútgáfa Óðmanna föstudagur n réttir á föstudegi Tónlistarhátíðin Réttir er haldin í kringum og í samstarfi við RIFF. Kvöldmiði á Réttir veitir aðgang að öllum tónleikum kvöldsins en miða er hægt að kaupa á midi.is. Á föstudagskvöldið eru meðal tónleika: Ensími á Sódómu, FM Belfast og Retro Stefson á Nasa, Bodebrixen á Batteríinu, Múm á Jacobsen og Peter & Wolf á Grand rokk. Hægt er að kaupa miða á alla tónleika seríunnar á 3.500 kr. á midi.is og í verslunum Skífunnar. n muse tribute í hvíta húsinu Muse tribute-bandið mætir í Hvíta húsið í kvöld og rokkar og syngur öll lögin með Muse, hljómsveitinni sem allir elska. Húsið er opnað klukkan 22.00 en tónleikarnir hefjast klukkan 23.00. Það er átján ára aldurstakmark og kostar 1000 krónur inn. laugardagur n meistaradansleikur í Krikanum FH-ingar fagna Íslandsmeistaratitli sínum með sannkölluðum risadans- leik í Kaplakrika í Hafnarfirði og að sama skapi fagna Haukamenn sæti í úrvalsdeild. Það verða einnig sann- kallaðir ballmeistarar á sviðinu því Egó og Papar leiða saman hesta sína og loka samstarfi með yfirskriftinni „Sumarið er tíminn“ í Kaplakrikanum. n aukatónleikar ragga bjarna Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar varð 75 ára þriðjudaginn og af því tilefni verður slegið upp einstaklega glæsilegum tónlistarviðburði í Laugardals- öllinni. Ekkert verður til sparað í umgjörð og glæsileika og verður Raggi dyggilega studdur af landsliði hljóðfæraleik- ara, strengjasveit, góðvinum og stórstjörnum. Þar má meðal annars nefna Bó, Diddú, Guðrúnu Gunnars og sjálfan Hemma Gunn. n réttir á laugardegi Tónlistarhátíðin Réttir er haldin í kringum og í samstarfi við RIFF. Kvöldmiði á Réttir veitir aðgang að öllum tónleikjum kvöldsins en miða er hægt að kaupa á midi.is. Á laug- ardagskvöldinu eru meðal tónleika: Apparat Organ Quartet og Dr. Spock á Nasa, Mammút á Sódómu, Kleerup á Batteríinu og Dynamo Fog á Grand rokk. Hægt er að kaupa miða á alla tónleika seríunnar á 3.500 kr. á midi.is og í verslunum Skífunnar. Hvað er að GERAST? the happiest GirL in the WorLD Reynir að vera bæði drama og grín en verður eiginlega Mynd- og tónlistarmaðurinn Jó- hann G. Jóhannsson gekk nýverið frá tveimur plötusamningum. Ann- ar þeirra eru við þýska útgáfufyrir- tækið Normal Records sem hyggst endurútgefa tvölfalda plötu Óð- manna, bæði á vínil og geilsadiski. Samningurinn er til þriggja ára og gildir á heimsvísu. Í dag gekk Jóhann svo frá samn- ingi við Senu um útgáfu tveggja platna með eigin efni. Fyrri platan er komin langt á veg og ætti að vera tilbúin á næstunni. Aðdáendur Jó- hanns geta fylgst með gangi mála með því að skrá sig sem tónlistar- vini á heimasíðu hans, johanng.is. Jóhann opnaði fyrir stuttu sýn- ingu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur þar sem hann er með 50 myndir til sýnis og sölu. Jóhann hefur þegar selt rúmlega fimmtung myndanna en hann verður á sýn- ingunni um helgina frá klukkan 14 til 18. Eitt af verkunum sem Jóhann er með á sýningunni gaf hann Fjöl- skylduhjálp Íslands en söluágóði þess rennur til samtakanna að sýn- ingunni lokinni. asgeir@dv.is jói G Hefur í nægu að snúast. Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is maður hefur hitt á förnum vegi og maður sér þetta fólk alveg fyrir sér.“ Dauð tunga Lýður ákvað í vor að hætta sem læknir á Flateyri og Þingeyri í kjöl- far skipulagsbreytinga í heilbrigðis- kerfinu. Hann sagði í viðtali við DV á þeim tíma að hann væri of vanur því að starfa sjálfstætt til að taka þátt í miðstýringunni sem ætti sér stað. Lýður einbeitir sér því nær eingöngu að listinni en hann er einnig kvik- myndagerðarmaður. Í viðtali sínu við DV sagði Lýður nokkrar sögur af skrautlegum kynn- um sín af sjúklingum. DV ákvað að endurbirta eina þeirra til að leyfa les- endum að finna smjörþefinn af þeirri reynslu sem handritið byggist á. Lýður minnist þess þegar afdælingur leitaði til hans með heldur óvanalegt vandamál. „Til mín kom skjólstæð- ingur og bað mig um að lappa upp á sig.“ Afdælingurinn hafði keyrt langa leið til þess að leita læknishjálpar og var illskiljanlegur þegar á heilsugæsl- una var komið. Það kom hins veg- ar í ljós hvað amaði að þegar hann dró tunguna upp úr buxnavasan- um. „Skondnast við þetta tilvik var að þegar ég tjáði honum að of seint væri í rassinn gripið tók hann því með mikilli rósemd, stakk tungunni aftur í vasann og ók til síns heima. Ég komst því aldrei svo langt að greina vandann.“ útibú heilsugæslunnar Verkið verður frumsýnt föstudag- inn 2. október en það er Kómedíu- leikhús Elfars sem setur verkið upp. „Við sýnum í Arnardal í skemmti- legu leikhúsi. Það er rétt fyrir utan Ísafjörð. Þegar við erum svo búin að sýna hérna í einhvern tíma förum við á flakk og opnum útibú Heilsugæsl- unnar hér og þar. Við byrjum á því að fara á flakk hér á Vestfjörðum og förum svo norður. Draumurinn er að komast á endanum til borgarinnar.“ Þó að Kómedíuleikhúsið hafi verið stofnað í Reykjavík hefur það lengst af verið fyrir vestan og fór í raun ekki að ganga vel fyrr en þangað var komið. „Ég komst ekki inn í leik- listarskólann hér heima á sínum tíma og ákvað því að fara til Danmerkur í nám,“ segir Elfar sem er fæddur og uppalinn á Bíldudal. Þar bjó hann í ein 25 ár. „Svo þegar ég kom heim bjó ég í Reykjavík og stofnaði Kómedíu- leikhúsið,“ en meðstofnandi Elfars var Róbert Snorrason. Það var frek- ar rólegt fyrstu árin og Elfar segir að annaðhvort hafi borginni ekki líkað við hann eða honum ekki við borg- ina. „Við hjónin tókum svo bara þá ákvörðun að flytja vestur og sjáum alls ekki eftir því. Þá fóru hlutirnir að gerast.“ Elfar segir fólk almennt ekki hafa haft trú á að leikhús gæti yfir höfuð gengið á Vestfjörðum og að hann yrði kominn í frystihúsið innan tíð- ar. Elfar lét það þó ekki stöðva sig en hann segir ómetanlega hjálp frá samfélaginu hafa séð til þess að leik- húsið gengi. „Fólk er alltaf tilbúið að hjálpa manni hérna. Til dæmis að hjálpa manni að smíða leikmynd og allt endurgjaldslaust. Það á nú stóran þátt í að þetta hafi gengið hingað til.“ Elfar segir menningarlíf fyrir vestan mjög gott og að yfirleitt sé eitthvað að gerast. Í mynd-, leik- og tónlist. Um viss tímamót er að ræða í sögu Kómedíuleikhússins þar sem leikurum hefur fjölgað um helming. „Ég hef verið að einbeita mér að ein- leik síðan ég kom vestur þannig að leikhúsið stækkar um helming með tilkomu Guðrúnar.“ stórstjarna á act alone Árið 2004 setti Elfar á laggirnar ein- leikshátíðina Leikur einn sem síðar fékk nafnið Act Alone. „Þetta kom þannig til að ég var búinn að vera að dunda mér í þessum einleik mikið og vildi sjá aðra sem væru að vinna með það form. Læra af þeim og stela hug- myndum,“ segir Elfar í léttum dúr. Hátíðin í ár var með minna sniði en vanalega vegna ástandsins en Elf- ar segir líflíkur hennar þó miklar fyrst hún var haldin á annað borð. „Það var annaðhvort að hætta eða reyna að halda áfram.“ Sjö verk voru sýnd á hátíðinni að þessu sinni en árið áður voru þau 25. „Við þurftum að stytta hana aðeins og sýna færri verk en í staðinn var haldið í gæðin og öll verk- in voru mjög sterk að þessu sinni.“ Act Alone var haldin í ár í sjötta skipti en það vakti mikla athygli þeg- ar hinn þekkti leikari Eric Bogosian, sem áhorfendur Skjás eins kannast vel við sem lögreglustjórann Danny Ross í þáttunum Law & Order: Crim- inal Intent, kom óvænt fram á há- tíðinni árið 2006. „Hann hefur verið ásamt Whoopi Goldberg aðalmaður- inn í þessari einleikjaflóru undanfar- in 20 ár. Það var því mikill heiður að fá hann hingað og eftir það var mun auðveldara að fá fólk að utan til að koma með verk sín hingað.“ Það var lítið um stjörnustæla í Bogosian þegar Elfar hafði samband við hann. „Ég sendi honum nú bara tölvupóst sem hann svaraði fimm mínútum seinna. Hann vildi endi- lega kom til Íslands. Heimsþekktur leikari sem býr á Manhattan setti það ekki fyrir sig að ferðast til Ísafjarðar.“ ekkert resept Elfar mun halda áfram að þróa Act Alone og segir ánægjulegt að hátíð- ir eins og Lókal og artFart séu líka komnar á skrið fyrir sunnan. „Það er bara af hinu góða og það gefur líka okkur sem eru vanalega alltaf á svið- inu tækifæri til þess að sjá einhver verk.“ Elfar hvetur alla til að sjá Heilsu- gæsluna en hann er nú á fullu við æfingar. Hann viðurkennir að þó að leikararnir séu bara tveir séu æfing- ar strembnar. „Lýður er harður hús- bóndi. Það þýðir ekkert að mæta slappur og ætla að fá resept.“ Lýður árnason Skrifar handritið og leikstýrir. heilsugæslan Frumsýnd um næstu helgi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.