Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Síða 30
30 Föstudagur 25. september 2009 helgarblað Eftir algjört hugmyndafræðilegt og efnahagslegt hrun er nýtt Ísland að rísa úr öskustónni. Útrásarvíkingar og bankamenn eru ekki lengur hetjur hér á la ndi. DV tók saman yfirlit yfir nokkrar af hetjum Nýja-Íslands. En þó að Nýja-Ísland sé ungt má einnig finna þar fallnar hetjur, uppreisnarseggi, uppvakninga og poppara. hetjur Nýja-ÍslaNds Vilhjálmur bjarNasoN Í kringum hrunið varð Vilhjálmur áberandi og lét skoð- anir sínar á þeim líklega glæpsamlegu viðskiptaháttum sem hér höfðu átt sér stað umbúðalaust í ljós. Hann höfð- aði persónulega mál gegn gamla Glitni og fleiri fyrirtækj- um þar sem hann leitaði réttar síns sem hluthafi og benti óhikað á ruglið og vitleysuna sem hafði viðgengist. hjálparstarF á ÍslaNdi Aldrei hafa fleiri Íslendingar þurft á aðstoð að halda. Fjöldinn allur af landsmönnum vinnur óeigingjarnt starf hjá þeim fjölmörgu hjálparstofnunum og samtökum sem hér starfa. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar leggja góð- um málefnum lið á þessum síðustu og verstu tímum. ásgerður jóNa Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar Íslands Þó að öll hjálparsamtök hafi staðið sig vel og allt það fólk sem þar er að finna hefur Ásgerður Jóna verið hvað mest áberandi. Og Fjölskyldu- hjálpin eru þau samtök sem hvað mest hefur mætt á. Ásgerður og hennar fólk hjálpar tugum ef ekki hundruðum fjölskyldna að koma mat á borðið á heimilum sínum. ÍsleNskir sjómeNN Eru og hafa alltaf verið hetjur á Íslandi. Fólkið sem vinnur baki brotnu allan ársins hring við að nýta okkar langmikilvægustu auðlind. Skila í þjóðarbúið raunverulegum verðmætum sem hafa verið okkar styrkur um árabil. Misbeiting kvótakerfisins hefur þó sett strik í reikninginn en ÞorValdur gylFasoN Ein af aðalhetjunum. Maðurinn sem hafði varað við hruninu, stöðu efnahagskerfisins og mörgu því sem miður fór á Íslandi. Talaði fyrir daufum eyrum í mörg ár þar til martröðin varð að veruleika. Enginn vildi hlusta. Einn snjallasti og núna einn allra virtasti hagfræðiprófess- or sem Ísland hefur átt. jóN jóseF bjarNasoN tölvunarfræðingur Jón Jósef er einn þeirra sem hefur unnið að því að tengja saman og greina frá skuggalegum krosseignatengslum í íslensku viðskiptalífi. Hann hefur búið til gagnagrunn þar sem hægt er að fletta upp mönnum og fyrirtækjum til að kanna þessi tengsl. Meðal annars hefur Fjármálaeftirlitið keypt aðgang að gagnagrunninum. guðjóN már guðjóNssoN Guðjón í OZ Sjálfmenntaði tölvusnillingurinn Guðjón Már Guðjónsson, betur þekktur sem Guðjón í OZ, hefur lagt forritun á hilluna og hefur fyrir löngu sagt skilið við fyrirtækið sem skapaði honum nafn hér á landi. En hann getur svo sannarlega orðið ein af hetjum Nýja-Íslands og hef- ur metnað til þess. Hann undi hag sínum vel í London en þegar aðrir flúðu út eftir hrunið flutti hann heim í kreppuna til að hjálpa landan- um að komast í gegnum hana. Hann stofnaði Hugmyndaráðuneytið þar sem hann skapar ungum og framsýnum mönnum og konum að- stöðu og hjálp til að skapa eitthvað nýtt. Alþjóðasamtökin JCI völdu hann einn af tíu mest framúrskarandi ungum einstaklingum í heim- inum árið 2009. egill helgasoN sjónvarpsmaður Er í framvarðasveit fjölmiðlamanna við að beina kastljósinu að fólki úr öllum geirum þjóðfélagsins til að reyna að fá svör við því hvað gerðist, hvað er að gerast og hvað mun gerast. Hefur fengið þungavigtarfólk að utan í Silfrið til að segja frá sinni sýn á ástandið. Koma Evu Joly í þáttinn var upphafið að því að hún var ráðin sem ráðgjafi sérstaks sak- sóknara. Bloggsíða Egils er ein sú vinsælasta á landinu þar sem hrein- skiptar umræður fara fram um efnahagslífið, skuldir heimilanna, at- vinnulífið og hvað eina sem snertir framtíð Íslendinga. guNNar sigurðssoN leikstjóri Vakti fyrst athygli fyrir vasklega framgöngu á borgarafund- unum svokölluðu þar sem pólitíkusar landsins voru teknir á teppið. Gunnar vinnur nú að heimildarmynd um hrunið og spillinguna á Íslandi. Hann er jafnframt einn þeirra Ís- lendinga sem er hættur að borga af lánum sínum. eVa joly ráðgjafi sérstaks saksóknara Var ráðin sem ráðgjafi sérstaks saksóknara um bankahrunið síðasta vetur. Afrekaskrá Joly ber þess vitni að þar fer kona sem vill svæla og smúla spillinguna og skítinn út úr öllum þeim skúma- skotum sem hún kemst í. Íslendingar bera mikl- ar væntingar til þessarar norsk-frönsku konu sem sést til dæmis á því að Joly var langoftast nefnd þegar DV spurði fjölda álitsgjafa á liðnu sumri hver væri bjartasta von Íslands. lára haNNa eiNarsdóttir bloggari Hefur varið ótrúlegum tíma og lagt mikla vinnu, launalaust að auki, í að klippa út fréttir um hrunið á Íslandi og birta á síðu sinni. Blaðagreinar, myndbrot úr fréttum og fréttaskýringaþátt- um hafa nú orðið að gagnagrunni um hrunið. Vilji fólk stikla á stóru um hvað hefur gerst hér á landi og kynna sér hvað hefur verið í fréttum er hvergi betra að byrja en á síðu hennar. hilmar Veigar péturssoN framkvæmdastjóri CCP Hetja á gamla Íslandi líka. Hefur farið fyrir einu farsælasta fyr- irtæki Ísland, CCP, um árabil. Vinnur með vöru sem er stórlega vanmetin og mætti nýta mun betur í staðinn fyrir að leggja ein- göngu áherslu á stóriðju. Það er íslenskt hugvit. Núna síðast tók hann þátt í að stofna og styrkja nýja teikninámsbraut í Mynd- listaskóla Reykjavíkur. hagsmuNasamtök heimilaNNa Samtök sem voru stofnuð í upphafi árs af fólki sem hafði fengið nóg af aðgerðaleysi stjórnvalda. Samtökin berjast eins og nafnið gefur til kynna fyrir hagsmunum heim- ilanna. Barist hefur verið fyrir því að fá verðtryggingu lagða niður og að lán heimil- anna verði tekin til endurskoðunar í ljósi breyttra aðstæðna. Það er mikið og erfitt starf fram undan hjá samtökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.