Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Side 31
helgarblað 25. september 2009 föstudagur 31 hetjur Nýja-ÍslaNds uPPVaKNINgar Nýja-ÍslaNs tryggVI Þór herbertssoN þingmaður Var ráðgjafi ríkisstjórnarinnar síðustu mánuðina áður en allt fór hér í kaldakol. Kannski var ástandinu ekki við bjargandi þá en hvergi sjást alla vega teikn um að ráðgjöf Tryggva hafi hjálp- að ríkisstjórninni eða þjóðinni nokkurn skapaðan hlut. Hann sagði sig frá ráðgjafarstörfunum korteri eftir hrun og fór í fram- boð. Seinna kom í ljós að Tryggvi hafði verið einn af kúlulána- körlunum alræmdu í góðærinu með bakland sitt í Milestone og Askar Capital. ÞórlINdur KjartaNssoN fyrrverandi frambjóðandi Vann við að selja Bretum og Hollendingum snilldina sem þekkt er undir nafninu Icesave. Fór í framboð fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn eftir hrunið til að reyna að verða fulltrúi fólksins á Alþingi. Hafði ekki erindi sem erfiði. erla ósK ÁsgeIrsdóttIr fyrrverandi frambjóðandi Sjá Þórlind Kjartansson. uPPreIsNarseggIr Nýja-ÍslaNds björN mIKaelssoN Sennilega mest áberandi uppreisnarseggur síðari ára. Það vakti óneitanlega athygli þegar Björn leigði sér skurðgröfu og rústaði húsi sínu, bíl og lóð á örfáum mínútum til þess að mót- mæla ástandinu og því úrræðaleysi sem fólk í hans stöð lifði við. Skilaboðin komust svo sann- arlega til skila og Björn virtist tilbúinn að taka afleiðingunum. Enda hvort sem er búinn að tapa öllu. Seinna kom þó ljós að vandræði hans hófust fyrir hrun og þó nokkrir höfðu farið illa út úr viðskiptum við Björn. sVaNberg hjelm Steig fram í Kastljósi og síðar DV og tal- aði opinskátt um að hann væri hættur að borga af lánum sínum. Hann þyrfti hrein- lega að velja á milli þess eða að fæða fjöl- skyldu sína. Svanberg sveið undan því að hafa verið duglegur allt sitt líf og unnið baki brotnu en eiga nú ekkert eftir sökum ástandsins. stÚlKaN Í KjörKlefaNum Það er ekki hægt að segja annað en að unga stúlkan sem skeindi sér á kjörseðlinum í kosningunum í vor hafi verið uppreisnarseggur. Myndband af atvikinu fóru sem eldur um sinu á internetinu og stúlkan var nefnd „Kjörklefa- kúkarinn“ af bloggurum og sumum miðlum. Við nánari athugun kom í ljós að stúlkan hafði skeint sér lóðrétt á Borgarahreyfinguna á meðan aðrir flokkar sluppu pent á seðlinum. Kannski gaf það tóninn fyrir örlög flokksins? jóhaNNa sIgurðardóttIr forsætisráðherra fallNar hetjur Nýja-ÍslaNds borgarahreyfINgIN Upp úr búsáhaldabyltingunni varð Borgarahreyfingin til. Þjóð- in tók þessari nýju rödd í kosningabaráttunni vel og fékk hreyf- ingin fjóra menn kjörna á þing. Innanbúðarskærur, hjaðninga- víg og misheppnaðar tölvupóstsendingar leiddu til þess að einn þingmaðurinn, Þráinn Bertelsson, sagði sig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar og formaðurinn sagði af sér um miðj- an ágúst. Á dögunum stofnuðu svo þingmennirnir þrír sem eftir voru nýtt stjórnmálaafl sem þeir kalla Hreyfinguna. jóhaNNa sIgurðardóttIr forsætisráðherra Alvarleg stjórnarkreppa var í landinu eftir stjórnarslitin í jan- úar síðastliðnum. Þá setti Samfylkingin út tromp sem kom aft- an að öllum svartsýnisrausurum landsins: að Jóhanna Sigurð- ardóttir yrði gerð að forsætisráðherra. Ímynd Jóhönnu er að hún sé óumdeildur hugsjónapólitíkus sem er inni á þingi til að vinna sleitulaust að bættum hag þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Margir bundu því miklar vonir við hana eft- ir að hún settist í stól hæstráðanda, vonir sem Jóhanna hef- ur engan veginn staðið undir. Hún er í felum á meðan þjóðin snýst í hringi af skorti á vitneskju um hvað muni verða um þá og eigur þeirra í kreppunni. Stóð keikur sem fulltrúi Samfylkingarinnar við hlið Geirs H. Haarde fyrstu vikurnar eftir hrunið þar sem Ingibjörg Sólrún var í veikindaleyfi og Össur Skarphéðinsson hafði vit á að hafa sig hægan. Viðskiptaráðherrann þáverandi hafði yfirbragð þess sem veit upp á hár hvað hann er að gera og röddin dimma og ómþýða kom þar að góðu gagni. Annað kom á daginn og Björgvin sagði af sér ráðherradómi korteri áður en stjórnar- samstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sprakk í janúar. björgVIN g. sIgurðssoN fyrrverandi viðskiptaráðherra PoPParar Nýja-ÍslaNds hagfrÆðINgar Ágætis starfstétt sem hefur haldið sig innan- dyra og reiknað fyrir hinar og þessar stofnanir landsins, eins og nám hennar gerir ráð fyrir. En eftir hrunið urðu hagfræðingar jafneftirsóttir og Land og synir fyrir tíu árum. Fjölmiðlar landsins kepptust við að finna nýja og nýja hagfræðinga til að láta í ljós álit sitt á aðdraganda hrunsins, hruninu á meðan það átti sér stað og eftirmálum þess. Sumir hagfræðingar voru orðnir svo mikl- ir fastagestir á skjánum að fólk var farið að and- varpa: „Nei, ekki þessi aftur.“ Alveg eins og þegar þreytt hljómsveit gefur út nýtt lag.slÁtur Það hefur ekki beint þótt töff að taka slátur í seinni tíð þó að það hafi verið og sé enn mikil hefð fyrir því hér á landi. En í kreppunni fer alls konar tíska að koma aftur og allt í einu var það orðið svaka hipp og kúl að geta tekið slátur. Slátur- námskeið skutu upp kollinum um allan bæ. Takið afgang- ana af kindunum, troðið þeim kepp, saumið, sjóðið og étið. Fólkið í sveitinni sem útbýr slátur er ekkert að biðja um að vera kallað töff. Fyrir því er þetta bara íslenskur siður. Var talinn klikkaður í mörg ár. „Hvernig nenn- ir hann að mótmæla endalaust?“ spurði fólk sig. En síðan hrundi Ísland og þá urðu mótmælendur sannar poppstjörnur. Það var ekki sá dagur sem nýj- ar poppstjörnur fundust ekki inni á milli mótmæl- enda sem kveiktu í rusli og börðu allt sem hægt var að berja fyrir utan Alþingi. Hörður Torfason var auð- vitað Bubbi mótmælendanna þar sem hann hreif allt fólkið með sér á hverjum laugardegi í ömurlegu vetrarveðri. Sumir mótmælendur urðu svo alþingis- menn en þeir hefðu betur haldið sig utandyra. helgI hóseassoN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.