Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 33
helgarblað 25. september 2009 föstudagur 33 gangi því við vildum að fólk fengi meira út úr tónleikunum en bara músíkina. Til að það gæti ekki bara lokað augunum og hlustað vildum við reyna að hafa hið sjónræna jafn ríkt og skemmtilegt. Hver uppák- oma var uppákoma með látum.“ Óheilsusamlegt líferni fylgir oft ungum mönnum í tónlistargeiran- um. Átti það við um ykkur? „Nei. Við erum prúðasta hljóm- sveit sem uppi hefur verið,“ segir Daníel og brosir óræðu brosi. Varð gagntekinn af tölVutónlist Daníel hætti í Nýdönsk að nafninu til á tíu ára afmæli hljómsveitar- innar árið 1997. Í raun hætti hann í bili þremur árum áður eftir síð- ustu breiðskífuna sem hljómsveitin gerði með Daníel innanborðs. „Þarna var ég nýbúinn að upp- götva tónlist með tölvum. Að það væri hægt að búa til tónlist í því vinnuumhverfi. Það var mjög fram- andi og skrítið fyrir mér fyrst því ég hélt að tónlist og tölvur ættu illa saman en komst að raun um ann- að, sérstaklega eftir að hafa unn- ið með Bubbleflies og stjórnað upptökum á plötunni þeirra, Pin- occhio. Þannig komst ég að því að maður getur notað tölvuna eins og hljóðfæri og hún býður upp á mjög marga möguleika. Á þessum tíma varð ég fyrir mjög sterkum áhrifum frá tripphoppi, Massive Attack, Tricky og fleirum, og var eiginlega búinn að ákveða að snúa mér að öðruvísi tónsmíð- um en ég hafði verið að vinna að með Nýdönsk. Mér fannst ég vera búinn að fullreyna það vinnuum- hverfi, alla vega í bili,“ segir Daní- el og bætir við aðspurður að aldrei hafi komið til tals að færa Nýdönsk inn á þessa línu. „Ég sá það ekki gerast að Nýd- önsk yrði tripphopp hljómsveit. En ég var forvitinn, og miklu forvitn- ari en félagar mínir í Nýdönsk, um þessa nálgun á tónlistarsköpun. Ég var því búinn að fá mér tölvu og byrjaður að fikta í þessum tónlist- arheimi.“ rótlaus eftir flakkið Í framhaldinu stofnaði Daníel Gus- Gus ásamt nokkrum félögum sín- um sem í upphafi kallaði sig fjöl- listahóp. „Það er kannski helst fyrir mína tilstuðlan að tónlistarhliðin á GusGus varð til. Fyrst var þetta bara kvikmyndafélag sem Sigurð- ur Kjartansson, Stefán Árni Þor- geirsson og Baldur Stefánsson voru að sýsla með. Þeir voru að búa til stuttmynd sem heitir Nautn og ég kom upphaflega inn í það sem leik- ari. Upptökunum á stuttmyndinni var svo frestað en þar sem þeir voru búnir að hóa saman fjölbreyttum hópi listafólks, og flestir með ein- hvers konar tónlistarbakgrunn, mæltist ég til þess að við gerðum músík. Það var slegið til og þannig varð þetta fyrirbæri til, svona eigin- lega óvart.“ Á næstu fimm árum gerði Daní- el þrjár plötur með GusGus. Eftir að hafa fylgt þeirri síðustu eftir fannst honum að hann þyrfti á pásu að halda. „Ég man að ég var orðinn mjög rótlaus og var einhvern veginn fljótandi í lausu lofti eftir löng og ströng tónleikaferðalög. Ég var orð- inn svolítið þreyttur og vildi fara að gera öðruvísi músík sem ég sá ekki fyrir mér að GusGus myndi gera. Meira klassísk-ættaða. Þá urðu mannabreytingar, ég og fleiri hætt- um og Maggi Legó, Biggi og Stebbi Steph urðu eftir og stuttu seinna kom Urður inn. Þetta gerðist á mjög eðlilegan hátt og engin átök í kringum það. Það var ekkert stórt uppgjör sem átti sér stað. Ég átti til að mynda lög sem voru á næstu tveimur plötum GusGus sem komu út,“ segir Daníel og stingur upp í sig sushi-bita. synti umkringdur neon-sVifi á ÍtalÍu Í kjölfarið kúplaði Daníel sig frá líf- inu á Íslandi. Hann segist meðal annars hafa búið á Ítalíu í nokkra mánuði með þáverandi eiginkonu sinni, Gabríelu Friðriksdóttur. „Okkur langaði að prófa að búa annars staðar. Við bjuggum í litlu fjallaþorpi við Norðvesturströnd- Ítalíu. Þetta er það lítið að þú finn- ur það örugglega ekki á korti, svona 200-300 manna þorp,“ segir hann og glottir. „Það var mjög skemmti- legt. Þar synti ég í sjónum með sjálf- lýsandi svifi að nóttu til. Því gleymi ég aldrei. Þetta var einhvers kon- ar neon-svif. Ótrúlegt! Eina nótt- ina svaf ég svo undir berum himni og horfði á óteljandi stjörnuhröp. Þetta var eins og flugeldasýning.“ Á Ítalíu samdi Daníel efni á fyrstu sólóplötuna sína, Swallowed a Star. Þegar hann var langt kom- inn með hana fékk hann vilyrði frá bresku útgáfunni 4AD, sem var með GusGus á sínum snærum, um að gefa plötuna út. „Þeir drógu svo í land eftir að þeirra hagur fór á verri veg en þeir ætluðu. Allt umhverfið var þarna að breytast í plötuútgáfu vegna nið- urhals og slíks. Þarna var ég kom- inn með beinagrindina og nokkuð af kjöti en átti eftir að útsetja öll lög- in fyrir það umhverfi sem mig lang- aði að hafa tónlistina í, það er fyrir strengjahljóðfæri. Á endanum urðu þessi straum- Daníel Ágúst HaralDsson tónlistarmaður fæðingardagur: 26. ágúst 1969 fæðingarstaður: Reykjavík sambýliskona: Kitty von Sometime Börn: Daníela, 20 ára, Lilja Constance, tveggja vikna ferill: Nýdönsk 1987-1997 og 2007- GusGus 1995-2001 og 2007- Esja 2006- Daníel hefur komið að útgáfu fjölda platna með öðrum en þeim hljóm- sveitum sem getið er hér að ofan, til dæmis með Megasi, Bubbleflies og Rafni Jónssyni (Rabba trommara). Hann gaf út sólóplötu árið 2006 og hefur kom við sögu í söngleikj- unum Súperstar og Stonefree í Borgarleikhúsinu og Gauragangi í Þjóðleikhúsinu. Á meðal verðlauna sem Daníel hefur fengið eru „Söngvari ársins“ á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 1993 og 1998. ánægður með glerferlíkið „Það er stærsti og fallegasti skúlptúr sem ég hef barið augum og ég er mjög hamingjusamur með að fá að lifa í návist hans,“ segir Daníel um glerferlíkið Höfðatorg sem stendur í grennd við heimili hans. mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.