Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Page 34
34 Föstudagur 25. september 2009 helgarblað
hvörf, þessi höfnun eða hvað sem á að
kalla þetta, til þess að ég samdi fullt
af fleiri lögum og einsetti mér að út-
setja strengjaútsetningarnar sjálfur.
Ég hafði enga menntun í því en tölv-
an gerði mér kleift að fikta í því og
ná þannig upp nokkru valdi á því. Ég
gat þannig, með aðstoð nótnafróðra
manna, komið lögunum í þann bún-
ing sem ég vildi.“
One Little Indian gaf plötuna að
lokum út í Bretlandi og Bandaríkjun-
um en Daníel er ekki alveg sáttur við
hvernig því var fylgt eftir. „Það fór nú
ekki mikið fyrir útgáfunni hjá þeim.
Ég er náttúrlega mjög þakklátur fyrir
að þeir gáfu hana út en markaðssetn-
ingin var ekki upp á marga fiska.“ Plat-
an var einnig gefin út hér á landi undir
merkjum Smekkleysu.
Heilaskurðlæknir og
öndunarfæralæknir
Daníel gekk til liðs við GusGus á nýjan
leik árið 2007 eftir að hafa fylgt Swall-
owed a Star eftir í tvö ár með tónleika-
haldi víða um heim. „Sú tegund af
orku sem er í gangi í GusGus er allt
öðruvísi en sú orka sem er í gangi þeg-
ar ég er einn að spila á kassagítar og
mig langaði bara aftur að upplifa þá
orku. Það sem er líka svo skemmtilegt
við danstónlist er að þú getur týnt þér
bæði andlega og líkamlega. Þetta er
ekki bara eitthvað guðlegt sem kem-
ur að ofan heldur kemur þetta líka í
gegnum kynið, mjaðmirnar og iðr-
in. Þetta sambland er mjög sterkt. Þú
getur líka upplifað þetta við rokktón-
list en aðallega í gegnum danstónlist
því hún er sérstaklega gerð til þess að
sameina þetta tvennt.“
Á svipuðum tíma tók Daníel líka
upp þráðinn með Nýdönsk sem kom
líklega fleirum á óvart en endurfund-
irnir við GusGus. „Það kviknaði bara
löngun í mér til að rifja upp gamla
takta og finna þá orku sem er inn-
an Nýdanskrar. Eins og með GusGus
er sérstök tegund af orku og spennu
sem verður þar til. Við vorum að fylgja
eftir útgáfu á diski í tengslum við tut-
tugu ára afmæli hljómsveitarinnar og
í kjölfarið ákvað ég að slá til og fara að
spila með gömlu félögunum. Þetta er
bara „easy going“, við tökum tónleika
og böll endrum og sinnum og ég hef
mjög gaman af þessu.“
Daníel segir það ganga vel upp að
skipta sér á milli GusGus, Nýdanskr-
ar og Esju. „Ætli þetta sé ekki eins og
að vera sérfræðingur á mörgum svið-
um innan einhverrar greinar. Eins og
að vera heilaskurðlæknir og öndun-
arfæralæknir eða eitthvað álíka. Ef
tónlist er einn líkami þá hef ég skap-
að mér frelsi til að mega flakka á milli
og það eru sjúkleg forréttindi að geta
gert það vegna þess að það er ekkert
sjálfsagt.“
Hvernig er það fjárhagslega að
vera tónlistarmaður á Íslandi kreppu-
árið 2009 ?
„Ég lifi engu kóngalífi en ég kvarta
ekki. Það er alltaf eitthvað sem dettur
inn og svo sem alveg nóg að gera.“
eurovision besti skólinn
Einn „atburður“ á ferli Daníels hef-
ur ekki komið til tals enn í viðtalinu.
Blaðamanni er hálfilla við að spyrja
tónlistarmanninn fjölhæfa út í hann
þar sem hann gerði ráð fyrir að Dan-
íel væri löngu orðinn þreyttur á því að
kommenta á það ævintýri – nánar til-
tekið Eurovision-ævintýrið árið 1989.
Daníel segist reyndar eiginlega aldrei
hafa talað um þetta og blaðamaður
lætur því vaða eftir að hafa verið með
böggum hildar við að vekja máls á
þessu.
Daníel segist síður en svo sjá eft-
ir því að hafa tekið að sér flutning-
inn á lagi Valgeirs Guðjónssonar, Það
sem enginn sér. „Þetta var stórkost-
leg reynsla! Besti skóli sem ég hef ver-
ið í. Miklu betri en MR,“ segir Daní-
el en lokakeppnin úti í Sviss fór fram
á svipuðum tíma og stúdentsprófin
stóðu yfir hjá honum. „Þetta kom að-
eins niður á stúdentsprófunum. En ég
náði samt.“
Daníel segir dagana í Sviss hafa
verið ógleymanlega. „Þetta var æðis-
legt. Þetta var eitt stórt, geggjað partí
og rosa gaman. Ég held að ég hafi
aldrei hlegið jafn mikið á ævinni. Við
ferðuðumst líka um sveitir Sviss, fór-
um á búgarð og fengum að smakka
sýnishorn af víni, ostum og fleiru og
kynntumst þannig svolítið landi og
þjóð. Og Valgeir Guðjónsson er ekki
beint leiðinlegur maður þannig að
þetta var standandi fjör.“
vildi ekki komast áfram
En hvernig ætli það hafi verið fyrir
óharðnaðan ungling að standa uppi
á sviði fyrir framan þúsundir áhorf-
enda, og tugmilljónir að horfa á í sjón-
varpinu, og hafa einungis þrjár mínút-
ur til að heilla fjöldann?
„Það er ekkert mikið öðruvísi en að
syngja í Kastljósi. Eða bara í stofunni
heima. Þú finnur ekkert fyrir einhverj-
um milljónum þegar myndavélarnar
eru á þér. Maður syngur bara lagið,“
segir Daníel kokhraustur.
Og ekki stendur á svari þegar
blaðamaður spyr hvernig það sé að fá
svo núll stig og vera þar með sá íslenski
þátttakandi í þessari keppni sem stát-
ar af versta árangrinum frá upphafi,
árangri sem verður ekki „toppaður“.
„Ég var dauðfeginn vegna þess að
ég hef ekki hátt álit á þessari keppni.
Mér fannst þetta mjög klént fyrirbæri
og ekki mikil músík í gangi. Ég tók þátt
í undankeppninni hérna heima vegna
þess að mig langaði til að vinna með
Valgeiri. Hann bað mig um að syngja
þetta lag og ég samþykkti það sam-
stundis. Ákvörðunin byggði þannig á
þessari löngun minni til að vinna með
honum, og það tókst alltof vel til.“
Þú vildir sem sagt aldrei komast
áfram?
„Nei, ég hafði engan áhuga á því.
En ég gerði gott úr því og naut þess
algjörlega. En ég var frekar hikandi
og tvístígandi yfir þessum frábæra
árangri hérna heima. Ég hafði engan
áhuga eða metnað fyrir því að fara í
þessa lokakeppni.“
Daníel kveðst þrátt fyrir það ekki
hafa reynt að bakka út eftir að sigur-
inn var í höfn í undankeppninni. „Nei,
mér datt það ekki einu sinni í hug því
ég sá hvílík reynsla og upplifun þetta
yrði fyrir mig. Sem þetta svo varð.
Fylgistu eitthvað með keppninni
núna?
„Kannski með öðru, þreyttu auga.
Og hálfu eyra. Það eru oft skemmti-
leg hallærislegheit í gangi sem er bara
gaman og sprenghlægilegt að sjá. En
ég fylgist ekki með fyrir tónlistarsakir.“
faðir í annað sinn
Eins og einhverjir hafa kannski les-
ið um í fjölmiðlum nýlega varð Dan-
íel faðir í annað sinn þann 11. sept-
ember síðastliðinn. Þá eignaðist hann
hrausta og fallega dóttur með sam-
býliskonu sinni, Kitty von Somtime.
Stúlkan hefur fengið nafnið Lilja Con-
stance en fyrir átti Daníel, sem varð
fertugur í ágúst, dótturina Daníelu
sem er að verða tvítug.
„Þetta var stórkostlegt. Maður er
orðinn þroskaðri og finnur meiri tíma
fyrir barnið sitt núna en þegar ég varð
faðir í fyrra skiptið. Ég held að ég eigi
auðveldara með að helga mig föð-
urhlutverkinu í dag en fyrir tuttugu
árum. Ég var mjög ungur í fyrra skipt-
ið og var því reyndar mjög aðlögunar-
hæfur, gat því aðlagað mig þeim að-
stæðum að verða faðir, en það var ekki
endilega númer eitt á forgangslistan-
um. Núna er það efst á listanum.“
Var föðurhlutverkið þá fyrir neð-
an tónlistina á listanum fyrir tuttugu
árum?
„Maður horfði ekki endilega á það
þannig þá en ég sé það svolítið þannig
í dag. Sé hvernig ég gaf mér meira
svigrúm til að sinna starfsframanum
og öllu því tengdu.“
Daníel varð líka afi fyrir tveimur
árum. „Það var ólýsanlega frábært.
Maður elskar barnið jafn mikið og
börnin sín en maður axlar ekki jafn
mikla ábyrgð. Maður er meira til hlið-
ar þegar kemur að uppeldishlutverk-
inu og getur meira notið þess að eiga
gæðastundir með afkvæmi afkvæmis
síns,“ segir Daníel og hamingjan skín
af andliti hans.
Hann kveðst alveg geta kvitt-
að undir að það sé svolítið skrítið að
verða afi og svo aftur pabbi eftir allan
þennan tíma. „Jú, ég veit ekki hverjum
datt í hug að hafa þetta svona. Þetta er
bara ein af ótrúlegum birtingarmynd-
um lífsins. Maður er bara undrandi og
ánægður með allar þessar uppákom-
ur.“
sjómennska í skugga
fjármálaHverfis
Daníela og dóttir hennar, Una, búa
hjá Daníel, Kitty og Lilju litlu í Sam-
túninu í Reykjavík. Húsbóndinn á
heimilinu segir þau una hag sínum
þar afskaplega vel. „Já, í skugga fjár-
málahverfisins. Það væsir ekki um
okkur þar. Þetta er mjög fallegt hverfi
og mig langar líka að minnast á gler-
höllina, Höfðatorg. Það er stærsti og
fallegasti skúlptúr sem ég hef barið
augum og ég er mjög hamingjusam-
ur með að fá að lifa í návist hans. Það
að byggingin skuli vera tóm og til-
gangslaus gerir hana að stærsta lista-
verki á landinu, ef ekki í Evrópu,“ seg-
ir Daníel í kaldhæðnum tón.
„Það er svolítið skemmtilegt að
þegar morgunsólin skín kemur hún
bæði úr austri og suðri af því að
hún endurvarpast í þessu merkilega
listaverki. Við fáum því tvöfalda sól í
morgunsárið!“
Daníel verður fjarri Kitty og ný-
fæddu dótturinni í nokkrar vikur í
senn næstu mánuðina á meðan hann
fylgir 24/7 eftir víða um heim. Þegar
blaðamaður spyr að lokum hvernig
hann haldi að það verði segist hann
eiginlega ekki vilja fara þangað í hug-
anum. „Ég er þó heppinn að vera
ekki í vinnu þar sem ég væri ennþá
meira í burtu. Sumir eru líka í vinnu
þar sem þeir eru í burtu allan daginn
og það er ekkert betra. En við ætlum
að reyna að halda þessu innan hóf-
legra marka og vera ekki lengur en
2-3 vikur í burtu í senn. Þó að þetta
sé sjómennska þá er þetta létt og nett
sjómennska. En dóttir mín á eftir að
þroskast mikið þann tíma sem ég er
í burtu.“
Viltu eignast mörg börn og barna-
börn í viðbót?
„Eigum við ekki bara að leyfa líf-
inu að koma til mín? Ég held að það
sé erfitt að gera einhver svona plön.
Ég hef gaman af börnum og kann að
meta sveitalífið með stóra fjölskyldu,
og svo kann ég líka að meta stórborg-
ina, lætin og næturlífið og það allt. Ég
vona alla vega að ég verði áfram um-
kringdur þeim sem ég elska þegar
lengra líður á ævina.“
kristjanh@dv.is
í transi Daníel hefur sungið
á ógrynni tónleika með fjölda
hljómsveita í rúm tuttugu ár.
mYnd sigurjón ragnar
í eurovision Daníel fékk núll stig
fyrir flutninginn á framlagi Íslands
í Eurovison í Sviss árið 1989.
sjómaður og faðir „Þó að þetta sé sjó-
mennska þá er þetta létt og nett sjómennska.
En dóttir mín á eftir að þroskast mikið þann
tíma sem ég er í burtu.“ mYnd sigtrYggur ari