Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Blaðsíða 44
Banvæn vinátta Táningsstúlkurnar Constance og Camille voru óaðskiljanlegar. Þær voru sautján ára, gengu í sama skóla í Rúðuborg í Frakk- landi, borðuðu saman á heimili Constance í hádegishléum og stóðu í stöðug- um bloggfærslum sín á milli. En þegar þær urðu ástfangnar af sama drengnum hrönnuðust upp óveðursský við sjóndeildarhringinn. Vinskapur stúlknanna stóðst ekki þá prófraun og endaði með morði. Lesið um banvæna vináttu í næsta helgarblaði DV. Hrein illska Ian Peters varð „gjörsamlega niðurbrotinn“ þegar hann fékk tíðindin af morðunum á eiginkonu sinni og dóttur. Lögregluna grunaði frá upphafi að einhver nákominn Susan Peters hefði farmið ódæðin. Morðing- inn reyndist vera nákomnari Susan en lögreglan hugði í upphafi. Lögregluna grunaði að Susan Pet- ers hefði verið kunnug morðingja sínum. Í það minnsta nógu vel til að hleypa honum inn á heimili hennar í New Brighton á Merseyside á Eng- landi. Þann 9. janúar 2004 fann lög- reglumaður, og bróðir Susan, líkið af henni á annarri hæð íbúðar hennar. Susan Peters, 29 ára þjónustustúlka, hafði verið stungin til bana og við hlið hennar lá Ellen, þriggja ára dóttir hennar einnig dáin. Ian Peters, eiginmaður Susan, var „gjörsamlega niðurbrotinn“ þegar honum voru færð tíðindin þar sem hann var staddur í herstöð breska sjóhersins í Portsmouth, en hann var kokkur í sjóhernum. Óskiljanlegur glæpur Í ljósi þess að Susan var hæglætis- kona og ekki vitað til þess að hún ætti sér óvildarmenn var erfitt að geta sér til um ástæður ódæðis- ins. Það var nánast fyrir tilviljun að bróðir hennar fann líkin af mæðg- unum, en hann bjó hinum megin við götuna og ætlaði að gæta Ellen- ar á meðan systir hans væri í vinn- unni. Að sögn lögreglunnar var mun verri og meiri áverka að sjá á líki Susan en Ellenar. Susan hafði ver- ið stungin ítrekað en hin þriggja ára Ellen hafði mikla áverka á andliti en færri stungusár. Fáar vísbendingar Þar sem engu virtist hafa verið stolið og engin merki um innbrot var lög- reglunni vandi á höndum. En hún var sannfærð um að sá sem framið hefði morðin hefði verið boðið inn á heimili Susan, og að öllum líkindum ekki verið grunsamlegur í augum þeirra sem hugsanlega hefðu séð hann. Morðin höfðu verið framin á milli klukkan 11 að kvöldi fimmtu- dags og 11 að morgni föstudags. Í tengslum við rannsóknina leit- aði lögreglan að svörtu fjallahjóli sem stolið hafði verið í nágrenninu snemma föstudags. Lögreglan taldi ekki útilokað að stuldurinn tengd- ist morðunum og morðinginn hefði notað það til að flýja að loknum morðunum. Neydd til að horfa Þegar leið á rannsóknina upplýsti lögreglan að sennilega hefði Ellen, áður en hún var myrt, verið neydd til að horfa á morðið á móður sinni. Einnig bar vitni að hróp og annar hávaði hefði borist frá íbúð Susan aðfaranótt föstudagsins. Nágrannar Susan voru furðu lostnir þegar þeir komust að því þann 13. janúar að Ian Peters hefði verið handtekinn. Ian hafði játað á sig morðin daginn áður, og þá kom fram að hann hefði haft kynmök við eiginkonu sína áður en hann batt enda á líf hennar. Eftir að hafa stungið Susan marg- sinnis hafði Ian kyrkt hana og síð- an barið dóttur sína og kæft. Lánssamningur í kokinu Við réttarhöldin kom í ljós að hjónaband Susan og Ians var í molum og ástæðan að miklu leyti slæm skuldastaða Ians. Hann hafði meðal annars neyðst til að taka 8.000 sterlingspunda lán um jólin. Saksóknarinn, Neil Flewitt, sagði ljóst að peningar, eða skort- ur á þeim, hefði verið ástæð- an fyrir morðunum. Máli sínu til stuðnings sagði hann að saman- undnum 500 punda lánssamningi hefði verið troðið niður í kokið á hinni þriggja ára Ellen. Svikin sorg Þann 8. janúar hafði Ian tilkynnt félögum sínum í Portsmouth að hann hygðist ganga til náða. En þess í stað fór hann með lest til Merseyside og myrti eiginkonu sína og dóttur. Susan náði að klóra Ian í átökunum og sýni sem tekið var undan nöglum hennar sam- svaraði erfðaefni hans. Þegar herpresturinn síðar sagði Ian af dauða mægnanna gróf hann andlitið í höndum sér og sagði: „Ég trúi þessu ekki.“ En herprest- urinn var ekki fæddur í gær og ef- aðist um að sorg eiginmannsins væri fölskvalaus. Ian Peters staðfesti grun herprestsins því þegar hann fór til Merseyside eyddi hann tveim- ur dögum í verslunarleiðangra og ræddi knattspyrnu og konur við félaga sína, áður en hann var handtekinn. Þá fullyrti hann að hann myndi ekkert eftir morð- unum. Hrein illska Ian Peters var dæmdur til lífs- tíðarfangelsis ásamt fyrirmæl- um um að hann yrði ekki skem- ur en 27 ár á bak við lás og slá. Ættingjum Susan fannst hann sleppa of vel og lýstu drápun- um sem „hreinni ilsku“, og töldu ennfremur að hann hefði ein- ungis játað til að fá vægari dóm en ella. Peter Currie, rannsóknarlög- reglumaður sem vann að rann- sókninni, sagði að Ian hefði átt kærustu í Portsmout og hugs- anlega fundist Susan og Ellen vera honum Þrándur í götu. Cur- rie sagði ennfremur að Ian hefði aldrei á meðan rannsókn stóð sýnt nokkur merki iðrunar. Umsjón: koLbEinn ÞoRsTEinsson, kolbeinn@dv.is 44 föstudagur 25. september 2009 sakamál auglýsingasíminn er 512 70 50 Ian Peters neyddi dóttur sína til að horfa á þegar hann myrti móður hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.