Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2009, Qupperneq 50
Flóamarkaður á NesiNu Spennandi flóamarkaður verður haldinn laugardaginn 26. september þegar Ólöf Páls- dóttir myndhöggvari lagar til í geymslunni. Um allt mögulegt verður að velja, hvort sem þig vantar flottan kjól, hatt, blóma- vasa, skó eða skartgripi, svo það er um að gera að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér fara heldur kíkja inn og gera góð kaup. Markaðurinn verður haldinn að Útsölum við Nesveg og byrja herlegheitin klukkan 14. „Það er mjög margt í gangi og mér finnst að fólk ætti að skapa sinn eigin stíl þótt maður fari auðvitað alltaf ósjálfrátt að fíla það sem er í tísku,“ segir Ásgerður Ottesen tísku- bloggari á trend-land.blogspot.com þegar hún er spurð út í haust- og vetrartískuna. „Þröngar gallabux- ur, leggings og pelsar er vinsælt og einnig alls kyns keipar og ull- arslár. Doc Martins-skórnir, þessir gömlu pönkaraskór, eru mjög heit- ir núna og líka alls kyns hermanna- og hjólaklossar,“ segir Ása en bæt- ir við að pallíettur séu líka inni og þá á kjólum, leggings og á jökkum, sem og kögur á töskum og jökk- um. „Mér finnst ekki neinn ákveð- inn litur í gangi nema haustlitirnir, grænn, dökkfjólublár og vínrauður, sem alltaf koma sterkir inn á þess- um tíma, auk svarta og gráa litarins. Tískan er svona „tie dye“, ’80-pönk- araleður, blandað rokkabillítímabil- inu, ásamt áhrifum frá 1940,“ segir Ása og bætir brosandi við að tísk- an sé því afar fjölbreytt. „Mér finnst tískan skemmtilegust þegar það er svona mikið í gangi því þá eru ekki allir eins. Þú getur til dæmis farið í Biker-skó við blómakjól og allir fá að njóta sín.“ indiana@dv.is Doc Martins-skórnir aftur komnir í tísku: Pallíettur og PöNkaraskór UMSjÓN: iNdíaNa áSa hreiNSdÓttir, indiana@dv.is Hollir des- ertar sollu Allir sælkerar ættu að kíkja inn á vefsíðuna hennar Sollu grænu, himnesk.is, en Solla er með námskeið í gerð hollra deserta. Það væri ekki amalegt að læra að gera gómsæta sjeika og syk- urlausa eftirrétti sem eru ekki aðeins hollir og góðir fyrir and- ann heldur einnig sanngjarnir fyrir budduna. Sjálf segist Solla leggja áherslu á einfalda og fljótlega rétti sem eru umfram allt hollir og góðir og búnir til úr úrvals hráefnum. Á námskeið- inu Hollir desertar er fræðsla og sýnikennsla auk þess sem nem- endur borða saman í lokin. Um að gera að skrá sig en námskeið- ið verður haldið fljótlega. Fyndin snuð í leikskólann Í vefversluninni kruttin.is fæst mikið úrval af sniðugum og öðru- vísi snuðum, meðal annars þessi fyndnu snuð. Í vefversl- uninni er einn- ig hægt að fá snuð með nafni barnsins á sem eru tilvalin til að nota hjá dagmömmunni eða á leikskólanum þar sem mörg snuð eru í umferð. Kruttin.is selur alls kyns barnavörur hvort sem það eru flott snuddubönd, leikföng, náttföt, skálar, skór eða smekkir og vörurnar eru sendar um land allt. Tilvalið að kíkja í heimsókn í þessa sniðugu verslun. Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur! styður fólk, sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða, til náms. Sjóðurinn heldur styrktartónleika á miðvikudaginn en Ragnheiður Guðfinna, skipuleggjandi tónleikanna, og Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi sjóðsins, eru agn- dofa yfir viðbrögðum listafólksins sem er tilbúið að gefa vinnu sína til styrktar málefninu. 50 Föstudagur 25. september 2009 líFsstíll Fjölbreytt og flott tíska „Mér finnst tískan skemmtilegust þegar það er svona mikið í gangi því þá eru ekki allir eins. Þú getur til dæmis farið í Biker-skó við blómakjól og allir fá að njóta sín,“ segir ásgerður Ottesen tískubloggari á trend-land.blogspot.com. „Fólk þarf stundum svo ótrúlega lít- inn stuðing til að komast inn í lífið aftur og ná að dafna og eflast,“ seg- ir Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir og stofnandi forvarna- og fræðslu- sjóðsins Þú getur! Sjóðurinn heldur styrktartónleika miðvikudaginn 30. september í Bústaðakirkju klukkan 20, en það er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir sem er skipuleggjandi tónleikanna. Hún segir fjölda þjóð- þekktra einstaklinga troða upp. „Við höfum fengið nánast allt landsliðið sem ætlar að koma fram og skemmta fólki. Þarna verða með- al annars Land og synir, Klaufarn- ir, sjálfur Frank Sinatra Íslands Geir Ólafs, Diddú, Egill Ólafs og Frið- rik Ómar og Jóhanna Guðrún, auk þess sem Edda Björgvinsdóttir ætl- ar að stýra herlegheitunum ásamt Björgvini Franz syni sínum,“ segir Ragnheiður og Ólafur tekur undir: „Við erum í raun alveg gáttuð á við- brögðum þessa fallega og hæfileika- ríka fólks sem var svo tilbúið að gefa vinnu sína til styrktar þessu mikil- væga málefni.“ Sjóðurinn Þú getur! var stofnaður í fyrra og hefur, að sögn Ólafs, þrem- ur markmiðum að gegna. „Við viljum styðja fólk sem hefur átt við geðræn veikindi að stríða til náms og í öðru lagi viljum við efla þjónustu við geð- sjúka á sviði fræðslu og forvarna. Í þriðja lagi viljum við stuðla að um- ræðu og aðgerðum sem draga úr for- dómum í samfélaginu,“ segir Ólafur. Á tónleikunum á miðvikudag- inn verða afhentir styrkir en sjóður- inn hefur valið þrjú ungmenni sem fá styrki til menntunar á framhalds- og háskólastigi. „Auk þess ætlum við að gefa tvær tölvur til námsfólks og verðlauna einn heilbrigðisstarfs- mann fyrir nýjungar í geðheilbrigð- isþjónustu en með því viljum við hvetja fagfólk til að koma með nýj- ungar í geiranum. Þetta eru erfiðir tímar og því er mikilvægt að hvetja starfsfólk áfram,“ segir Ólafur. Varðandi framtíðarsýn sjóðsins segist hann vonast til að sjóðurinn verði áfram öflugur svo hann geti stutt hóp af fólki til náms. „Einnig viljum við eyða fordómum því þótt þeir hafi vissulega minnkað eru þeir enn til staðar,“ segir hann og bætir við að fordómar í garð geðsjúkdóma geti komið fram hjá almenningi, fag- fólki og jafnvel sjúklingnum sjálfum sem þá geti hindrað meðferð. „Stundum er líka hætta á að meðferðir geðsjúkra hverfi í skugga glæsilegra hátæknimeðferða og að mínu mati vantar skýrari línur um þjónustu og meðferð þegar kemur að geðsjúkdómum. Sjúklingar og að- standendur þurfa oft að berjast fyr- ir bestu mögulegri meðferð á með- an til dæmis hjartasjúklingar ganga beint inn í fyrir fram ákveðið ferli.“ Ólafur segir að samkvæmt Al- þjóðaheilbrigðisstofnuninni séu al- gengustu geðsjúkdómarnir, líkt og þunglyndi og kvíði, dýrustu sjúkdóm- ar sem mannkynið berst við. „Ef við hugsum þetta út frá kreppu og pen- ingum er það staðreynd að kostnaður við meðferð við þessum sjúkdómum er aðeins brot á við kostnaðinn við endurhæfingu og vinnutap svo for- varnir í málefnum geðsjúkdóma eru ákaflega ábótasöm aðferð sem sparar mikla fjármuni til lengri tíma litið.“ Hægt er að lesa meira um Þú get- ur! og tónleikana á heimasíðunni stress.is. indiana@dv.is Þunglyndi og kvíði dýrustu sjúkdómarnir Vilja eyða fordómum ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir og Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hjá Forvarna- og fræðslusjóðnum Þú getur! halda styrktartónleika fyrir fólk sem hefur átt við geðræn vandamál að stríða. MYND Heiða HelGaDÓttiR Sími: 421 5452 www.icebike.is NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.