Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Qupperneq 6
Sandkorn n Hótel Barbró var lengi starf- rækt við aðalgötuna á Akranesi sem hótel og veitingastaður. Eftir að staðurinn lognaðist út af fyrir þremur árum hefur hann hins veg- ar staðið auður að mestu. Þar til nú að Skaga- menn horfa fram á að bætist í fyr- irtækjaflóru bæjarins því lappað hefur verið upp á húsið og þar tekur til starfa nýr veitinga- og skemmti- staður. Þeim tímamótum fylgja bæði böll og jólahlaðborð og hafa André Bachmann og hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? verið ráðin til að halda uppi fjörinu fyrir gesti. André lætur ekki staðar numið því hann skipuleggur einnig árlega jóla- skemmtun fyrir fatlaða. n Stjórnmálafræðingurinn og kynferðisafbrotamaðurinn Bjarki Már Magnússon virðist ekki eiga sjö dagana sæla í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar. DV sagði frá því fyrir stuttu að honum hafi verið meinað- ur aðgangur að Ölstofunni. Um síðustu helgi var hann síðan beðinn um að yfirgefa skemmtistað- inn Barböru en þangað sækja sam- kynhneigðir gjarnan. Bjarki Már var nýverið dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir ítrekaðar árásir og fimmtán kynferðisbrot gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann áfrýjaði dómi héraðsdóms og gengur því laus þar til Hæstiréttur dæmir í máli hans. n Partípinninn Andrés Pétur Rúnarsson var á miðvikudaginn dæmdur í átta mánaða skilorðs- bundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skattsvik. Auk þess var honum gert að greiða tæpar tíu milljónir í sekt til ríkis- sjóðs. Athygli vekur að ef Andrés greiðir ekki sektina þarf hann að sitja 75 daga í fangelsi. Ef hann velur fangelsisvistina er ljóst að launin hans verða nokkuð ríf- leg eða 128 þúsund krónur á dag. Það er svipað og atvinnulausir fá á mánuði þegar þeir hafa borgað gjöld af bótunum. Andrés Pétur er þekktur fyrir að vera kosningasmali fyrir Guðlaug Þór Þórðarson og er auk þess góður vinur stjörnulög- mannsins Sveins Andra Sveins- sonar sem var að sjálfsögðu verj- andi Andrésar Péturs í þessu máli. 6 föstudagur 16. október 2009 fréttir „Ég lít á þetta sem vissan sigur. Ég er að vonum rosalega ánægð með að við höfum getað fengið réttarhöld þetta snemma og ekki þurft að bíða fram á næsta sumar eins og útlit var fyrir í byrjun,“ segir Borghildur Guðmunds- dóttir. Borghildur átti að mæta fyrir rétt á fimmtudag vegna kröfu barnsföður hennar, Richards Colbys Busching, um bráðabirgðaforræði en fallið var frá þeirri kröfu. Málið verður tekið fyr- ir 8. janúar á næsta ári og þá verður úrskurðað hvort forræði fellur í hlut Borghildar eða Colbys. Lífið heldur sinni ró Borghildur á synina Brian, sem er níu ára, og Andy, fjögurra ára, með Colby. Hún fór til Bandaríkjanna um miðjan ágúst með syni sína tvo til að berjast um forræði yfir þeim fyrir bandarísk- um dómstólum. Hæstiréttur komst að þessari niðurstöðu með vísan í Haag- samninginn um afhendingu brott- numinna barna. Borghildur er himinlifandi yfir að Colby hafi fallið frá kröfu sinni því þá sé lífið aðeins bærilegra í Kentucky þar sem hún býr núna. „Lífið mun ganga sinn vanagang þar til í janúar hjá okkur. Mesta breyt- ingin er sú að núna getum við planað allavega út árið hvernig við ætlum að nýta tímann. Drengirnir halda sínu striki í skólanum og því verða engar stórbreytingar hjá þeim strax sem er auðvitað gott.“ Mjög bjartsýn Colby fékk að vera með strákana í stuttan tíma eftir að hann féll frá kröf- unni en ekki er ljóst hvort hann verji meiri tíma með þeim áður en réttar- höldin fara fram. „Það hafa ekki verið planaðar nein- ar heimsóknir frá honum en ég vona allavega að hann geti heimsótt strák- ana eitthvað fyrir jólin. Þessi uppá- stunga um að sleppa bráðabirgða- kröfunni kom upp í málamiðluninni milli lögfræðinga okkar og var ég því rosalega ánægð þegar ég fékk símtal- ið um að faðir drengjanna hefði sam- þykkt að falla frá kröfunni. Ég er mjög bjartsýn á framhaldið.“ Óvissan verst Söfnun fór í gang þegar fjallað var um mál Borghildar á Íslandi fyrr á árinu. Í gegnum hana fékk Bogga fé til að borga lögfræðikostnað og uppihald en peningurinn kláraðist fljótt. Nú hefur Bogga það hins vegar gott og er afar þakklát öllu góða fólkinu í kring- um hana. „Okkur drengjna langar auðvit- að ennþá heim en það er miklu auð- veldara að bíða núna þar sem við vit- um hvenær málið verður útkljáð. Það er alltaf óvissan sem er verst. Söfn- unin gekk ágætlega og ég hef ekki alltof miklar áhyggjur í augnablik- inu. En maður veit aldrei. Þetta auð- vitað kostar gríðarlega peninga og ég er rosalega þakklát öllum sem leggja okkur lið. Það eru engin orð nógu stór til að geta sagt hvað ég er þakklát öll- um fyrir aðstoðina sem ég hef fengið og er enn að fá. Það hefur verið hreint ótrúlegt að sjá og finna fyrir því hvað fólk leggst á eitt og leggur manni lið á svona erfiðum tímum.“ Barnsfaðir Borghildar Guðmundsdóttur féll frá kröfu sinni um bráðabirgðaforræði yfir sonum þeirra tveimur. Réttað verður í forræðisdeilu Borghildar í janúar á næsta ári og er hún bjartsýn. Hún segir sig og strákana samt sem áður ennþá þjökuð af heimþrá. FYRSTI SIGUR BORGHILDAR „Það er alltaf óvissan sem er verst.“ LiLja Katrín GunnarsdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Með heimþrá í Kentucky Bogga og strákarnir hafa það gott í augnablikinu en vilja helst af öllu koma aftur heim til Íslands. Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.