Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 12
12 föstudagur 16. október 2009 fréttir
Þjóðinni var fyrir helgi kynnt sú nið-
urstaða að ófært væri að skila skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis fyrr en 1.
febrúar á næsta ári, ársfjórðungi síðar
en lög gera ráð fyrir.
Að sögn nefndarmanna er ein
ástæða frestunarinnar sú að nefndin
hefur neyðst til þess að taka skýrslu
af mun fleira fólki en ráð var fyrir gert
vegna ónógra skriflegra gagna frá
Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu
og öðrum stofnunum sem við sögu
koma.
Skýrslutökunni er ætlað að varpa
ljósi á verklag og ákvarðanatöku þess-
ara stofnana í aðdraganda banka-
hrunsins og fylla í undarlegar eyður
sem skrifleg gögn ættu að vera til um.
Aðspurðir segja nefndarmenn að
til rannsóknar séu störf Fjármálaeft-
irlitsins frá einkavæðingu bankanna,
en forstjóri þess var þá Páll Gunn-
ar Pálsson, núverandi forstjóri Sam-
keppniseftirlitsins.
Jafnframt athugar nefndin eftir-
lit og aðgerðir Seðlabankans með
gríðarlegri skuldasöfnun einkabank-
anna erlendis fram að bankahruni
og hvort eftirlit og aðgerðir bankans
hafi verið í samræmi við lög. Erlendar
skuldir einkabankanna hlóðust upp
í formennskutíð Birgis Ísleifs Gunn-
arssonar og síðar Davíðs Oddssonar í
bankastjórn Seðlabankans.
Klíkuþjóðfélagið – rót
kreppunnar
Þann 10. janúar á þessu ári birtist
grein eftir Carsten Valgreen, fyrrver-
andi aðalhagfræðing Danske Bank, í
Fréttablaðinu um leiðir til að endur-
reisa íslenskt efnahagslíf. Carsten er
þekktur hér á landi sem annar tveggja
höfunda frægrar skýrslu, The Geyser
Crisis, sem birt var í mars árið 2006.
Valgreen og Lars Christensen töldu í
skýrslunni verulega hættu á banka-
hruni og alvarlegri efnahagskreppu.
Í grein sinni í upphafi þessa árs
sagði Valgreen meðal annars: „Ís-
land er lítið og einsleitt samfélag þar
sem innbyrðis tengsl eru mikil. Þetta
er bæði mikill styrkleiki og veikleiki.
Þetta er rót kreppunnar. Slík samfé-
lagsgerð virkar næstum eins og fjöl-
skylda eða eitt fyrirtæki. Útilokun til-
tekinna vandamála og ákvörðun um
að þagga þau niður þróast mjög auð-
veldlega og af því leiðir að erfitt er að
grípa inn í þegar þau hafa hreiðrað
um sig.“
Valgreen segir enn fremur að áður
en kreppan skall á hafi litið út fyrir að
íslenskt þjóðfélag byggi yfir nútíma-
legu, vel virku og þróuðu fjármála- og
stofnanaumhverfi, sjálfstæðum seðla-
banka og eftirlitsaðilum. „Kreppan
hefur aftur á móti leitt í ljós vanvirkni
þessa umhverfis. Sem dæmi má nefna
að það að hafa fyrrverandi forsætis-
ráðherra sem formann bankastjórnar
Seðlabanka Íslands hefur valdið stór-
slysi...“
Verðleikar eða flokksskírteini?
Ástæða er til að staldra við staðhæf-
ingu Carstens Valgreen um klíku-
einkennin og vanvirkni fjármála- og
stofnanaumhverfisins íslenska.
Fjármálaeftirlitið í núverandi
mynd tók til starfa árið 1999 í tíð Finns
Ingólfssonar sem iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. Í þriggja manna stjórn
FME skipaði Finnur meðal annars
Lárus Finnbogason endurskoðanda
og flokksbróður sinn úr Framsókn-
arflokknum. Finnur gerði sömuleiðis
Pál Gunnar Pálsson að fyrsta forstjóra
FME. Páll Gunnar er sonur Páls Pét-
urssonar frá Höllustöðum, en Páll var
lengi einn af forkólfum Framsóknar-
flokksins og ráðherra í ráðuneytum
Davíðs Oddssonar. Páll Gunnar réðst
til starfa hjá Finni Ingólfssyni í iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneytinu árið
1995, þá nýlega útskrifaður lögfræð-
ingur og var fljótlega gerður að deild-
arstjóra, aðeins 28 ára gamall.
Sjálfur settist Finnur í stjórn FME
árið 2000 en hann var þá orðinn
seðlabankastjóri. Á þeim tíma töl-
uðu menn stundum um fjármála- og
tryggingaeftirlit Finns Ingólfssonar.
Burðarmyndin
DV081222FME_02_2.jpg
Ráðherrar og aðrir áhrifamenn hafa margoft reynt að hafa áhrif á starfsemi opinberra eftirlitsstofnana sem
gæta hagsmuna allra landsmanna. Dæmi eru þess að embætti hafi verið lögð niður, stofnanir verið fjársveltar
og forstjórar settir af þegar þeir hafa ekki farið að vilja stjórnarherranna og gætt „réttra“ hagsmuna. Carst-
en Valgreen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir að vanvirknin, sem fylgir klíkutengslum á
Íslandi, valdi því að nauðsynlegt sé að fela hluta af eftirliti með fjármálakerfinu alþjóðlegum stofnunum.
Eftirlitið sEm brást almEnningi
Jafnframt hefur DV heimildir fyrir því að ráðherr-
ar reyndu að hafa áhrif á Samkeppnisstofnun
með beinum og óbeinum hætti.
Carsten Valgreen
„Fagfólk væri að verki sem ekki
ætti starfsframa sinn undir
stjórnmála- eða viðskiptalegum
hagsmunum á Íslandi.“
Georg Ólafsson
Embætti hans fór gegn hags-
munum hinna ósnertanlegu í
olíusamráðsmálinu. Honum var
um síðir skákað úr embætti.
Páll Gunnar Pálsson
Páll komst til metorða hjá
Finni Ingólfssyni aðeins 28 ára
gamall. Hann er sonur Páls
Péturssonar framsóknarmanns
og fyrrverandi ráðherra.
Finnur Ingólfsson
Finnur notaði helminga-
skiptaregluna óspart og valdi
framsóknarmenn í bankaráð og
lykilstofnanir eins og FME.
Davíð Oddsson
Grunsemdir um vanvirkni eða
meðvirkni eftirlitsstofnana í þágu
sérhagsmuna vakna þegar um
augljós tengsl þeirra er að ræða við
valdamenn og flokka.
Benedikt Jóhannesson
Benedikt er af Engeyjarætt og
einnig skyldur Kristni Björnssyni.
Hann var stjórnarformaður
Skeljungs þegar olíusamráðið
var afhjúpað.
JÓhann hauKssOn
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
aðgerðaleysi mótmælt
Reiði margra beindist
að Fjármálaeftirlitinu í
ólgu síðasta vetrar. Tveir
mótmælendur lokuðu
Fjármálaeftirlitinu með
keðju og hengilási. MynD
sIGtryGGur arI