Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Qupperneq 16
16 föstudagur 16. október 2009 fréttir
Þorvaldur Gylfason og Þórólfur Matthíasson fara hörðum orðum um tillögur Sjálfstæðisflokksins í efna-
hagsmálum. Þórólfur sakar sjálfstæðismenn um lýðskrum, sjónhverfingar og bendir á að breytt skattlagning
á lífeyrissjóðum skapi engar nýjar tekjur. Þorvaldur spyr hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að koma sér undan
erlendri rannsókn með því að vilja afþakka lán AGS. Ólafur Ísleifsson telur að tillögurnar séu gagnlegt
innlegg í umræðuna og telur lykilatriði að auka umsvif í atvinnulífinu til að jafna hallann á ríkissjóði.
Skiptar skoðanir eru um þingsálykt-
unartillögu Sjálfstæðisflokksins um
nauðsynlegar bráðaaðgerðir vegna
alvarlegs ástands efnahagsmála.
Sjálfstæðismenn boða 5 prósenta
sparnað í heilbrigðis-, mennta- og
velferðarkerfi og 10 prósent sparn-
að á öðrum sviðum. Þeir telja að
hægt sé að spara ríkissjóði 35 til 40
milljarða miðað við fjárlög þessa
árs. Sjálfstæðismenn vilja skapa
umhverfi fyrir erlenda nýfjárfestingu
sem myndi skapa 5 þúsund störf
á næsta ári og skila 35 milljörðum
inn í ríkiskassann. Þeir vilja afnema
gjaldeyrishöft og setja krónuna á flot
og telja að hægt sé að vinna sig út úr
vandanum án skattahækkana og á
skemmri tíma en hin blandaða leið
ríkisstjórnarinnar býður upp á.
Hagfræðingar sem DV ræddi við
um tillögurnar eru ósammála. Þær
eru fráleitar að mati Þorvaldar Gylfa-
sonar, en gagnlegt innlegg í umræð-
una að mati Ólafs Ísleifssonar.
Vill ræða við AGS um framhald
Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði
við Háskólann í Reykjavík, telur að til-
lögur Sjálfstæðisflokksins séu gagn-
legt innlegg í umræðuna. „Það er ver-
ið að taka undir hluti sem hafa komið
fram upp á síðkastið, að endurmeta
þörf fyrir erlent lánsfé og búa þannig
um hnútana að það verði ríkinu sem
ódýrast eins og með því að leita frekar
eftir lánsheimildum en fulldregnum
lánum. Það getur sparað ríkinu mik-
ið fé. Ríkissjóður ber hrikalega vaxta-
byrði sem kallar á niðurskurð á öllum
sviðum og það er tvímælalaust þess
virði að leita allra leiða til að draga úr
þessum kostnaði.“
Ólafur telur að full ástæða sé til
þess að ræða alvarlega framhald við
AGS um framhald samstarfsins. „Á
þessu fyrsta ári eftir hrunið hefur
hann verið nánast fjarverandi. Hann
hefur ekki tekið málefni Íslands á
dagskrá svo mikið sem einu sinni í ár.
Hann hefur ekki greitt út það fé sem
samið hafði verið um. Ungverjar fóru
í samstarf við sjóðinn um svipað leyti
og við það var verið að ræða þriðju
endurskoðun á meðan það tekst ekki
að koma á umræðum um fyrstu end-
urskoðun hjá okkur,“ segir Ólafur. „Í
vissum skilningi hefur hann dreg-
ið sig út úr þessu samstarfi. Hvar er
efnahagsráðgjöfin frá þeim? Hafa
menn séð gögn, skýrslur eða úttekt-
ir frá AGS um þróun efnahagsmála
hér á Íslandi á fyrsta árinu efir hrun?
Hvert hefur verið innlegg sjóðsins
í faglega stefnumótun, úttektir og
greiningar á því ástandi sem við er
að etja hér, sem er algjörlega ólíkt
öllu sem menn hafa áður kynnst.
Sá stuðningur virðist ekki hafa verið
umtalsverður fyrir utan upphaflegu
greiðsluna upp á 827 millj-
ónir Bandaríkjadollara.
Það er eðlilegt að það
sé rætt við þá hvort
þeir ætli að hugsa
sér að framkvæma
þessa áætlun eins
og um var samið.“
Verðum að auka
umsvif
Aðspurður
hvort Ólaf-
ur telji það
raunhæft
að skapa
hér fimm
þúsund störf á næsta ári með því
að ryðja úr vegi hindrunum fyrir er-
lenda fjárfestingu, svarar hann: „Ég
hef ekki séð rökstuðning fyrir þess-
ari tölu. En tillagan er góðra gjalda
verð. Það er sjálfsagður hlutur að
hefja afnám gjaldeyrishaftanna með
því að fella niður hindranir til þess
að fá aðstreymi erlends fjár til fjár-
festinga hér á landi. Þetta má setja
í samband við hallann á ríkissjóði,
það verður að treysta skattstofnana
og auka hér umsvif í efnahagslífinu
til þess að það verði til auknar skatt-
tekjur inn í ríkissjóð af þeim
ástæðum. Í þessu tilfelli ekki
vegna beinna skattahækkana
heldur að skattstofnarnir skili
meiri tekjum vegna aukinna
umsvifa. Það verður mjög
erfitt að brúa þetta bil ríkis-
sjóðs bara með niðurskurði
og skattahækkunum, ef ekki
kemur til aukning umsvifa í
efnahagslífinu sem skil-
ar auknum skatttekj-
um með því móti.
Þetta tel ég vera
lykilatriði í
að jafna
hallann
á ríkis-
sjóði.“
Fráleitar tillögur
Þorvaldur Gylfason, prófessor í
hagfræði við Háskóla Íslands, er á
allt öðru máli en Ólafur. „Þessar til-
lögur eru fráleitar. Þær ganga út á að
skipta um hest í miðri á og snúa baki
við þeim höfuðmarkmiðum, sem
efnahagsáætlun stjórnvalda með
fulltingi AGS var ætlað að ná,“ seg-
ir Þorvaldur. „Fjármálaráðherra og
seðlabankastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins undirrituðu áætlunina í nóvem-
ber 2008 fyrir hönd stjórnvalda. Höf-
uðmarkmið áætlunarinnar var að
aftra því að gengi krónunnar sykki
langt niður fyrir eðlileg mörk líkt og
gerðist til dæmis í Taílandi og Indón-
esíu 1997-98 og nú segja sjálfstæðis-
menn, að krónan megi sökkva. Þeir
sögðu eitt í fyrra og segja allt annað
nú. Í þeirra hópi stendur ekki steinn
yfir steini,“ segir Þorvaldur.
Bjóða umheiminum byrginn
„Það er óraunhæft að ætla að
Norðurlöndin haldi opnum lána-
línum til Íslands, ef áætlunin með
fulltingi AGS verður sett í bið,“ segir
Þorvaldur. „Það hefur legið fyrir frá
öndverðu, að stuðningur Norður-
landa við Ísland eftir hrun er bund-
inn við aðild AGS að endurreisninni.
Það hefur með öðrum orðum leg-
ið fyrir, að umsamin lán frá Norður-
löndum eða vaxtalausar lánalínur
fást ekki, nema AGS leggi blessun
„Gamalgróin vitleysa
á vettvangi stjórn-
málanna hér heima
er ekki lengur einka-
mál Íslendinga, því að
hrygg og reið augu um-
heimsins mæna á Ís-
land.“
Þorvaldur Gylfason „Þeir sögðu eitt
í fyrra og segja allt annað nú. Í þeirra
hópi stendur ekki steinn yfir steini.“
Ólafur Ísleifsson „Það verður mjög erf-
itt að brúa þetta bil ríkissjóðs bara með
niðurskurði og skattahækkunum, ef ekki
kemur til aukning umsvifa í efnahagslíf-
inu sem skilar auknum skatttekjum með
því móti. Þetta tel ég vera lykilatriði í að
jafna hallann á ríkissjóði.“
Þórólfur Matthíasson „Erlendir aðilar
þurfa að fá tryggingu fyrir því að það
sem við erum að gera stefni okkur ekki
í annað hrun. Þeir þurfa tryggingu fyrir
því að hér sé ekki fullkomlega galið fólk
sem gengur um og kveikir í hvert öðru.“
VERÐUM AÐ VINNA MEÐ AGS
VAlGeir örn rAGnArSSon
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Flutningsmenn tillögunnar Illugi
Gunnarsson, Bjarni Benediktsson, Þor-
gerður Katrín Gunnarsdóttir og Tryggvi
Þór Herbertsson fara fyrir tillögum
Sjálfstæðisflokksins um bráðaaðgerðir í
efnahagsmálum. Mynd/SiGtryGGur