Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Page 17
fréttir 16. október 2009 föstudagur 17
sína yfir endurreisnaráætlun Íslands.
Með því að stinga upp á að afþakka
aðstoð AGS er Sjálfstæðisflokkurinn
að búast til að bjóða umheiminum
byrginn. Ætli það sé forleikurinn að
því að reyna síðan að komast und-
an erlendri rannsókn á tildrögum
hrunsins?“ spyr Þorvaldur.
„Land, sem þiggur efnahagsað-
stoð erlendis frá, ætti einnig að réttu
lagi að þiggja lögreglurannsóknarað-
stoð. Í þessu ljósi þarf að skoða furðu-
legt áhugaleysi sjálfstæðismanna á
samstarfi við AGS. Í öðrum löndum
eru borgaraflokkar eins og Sjálfstæð-
isflokkurinn yfirleitt hlynntir nánu
samstarfi við alþjóðastofnanir, þegar
á þarf að halda, í samræmi við um-
ferðarreglur alþjóðlegs efnahagslífs,
en róttækir vinstri flokkar hafa hug-
myndafræðilegar efasemdir um slíkt
samstarf eða jafnvel beinlínis andúð
á því, hvað sem á dynur, samanber
nýhætta heilbrigðisráðherrann, sem
hélt Alþingi í gíslingu í allt sumar
vegna Icesave-málsins og þótti síðan
tímabært að minna lesendur Morg-
unblaðsins á, að hann væri hallur
undir anarkisma. Gamalgróin vitl-
eysa á vettvangi stjórnmálanna hér
heima er ekki lengur einkamál Ís-
lendinga, því að hrygg og reið augu
umheimsins mæna á Ísland,“ segir
Þorvaldur.
Popúlismi og sjónhverfingar
Þórólfur Matthíasson, prófessor í
hagfræði, tekur undir með Þorvaldi
og sakar sjálfstæðismenn um sjón-
hverfingar og popúlisma. „Það er
verið að tala um að í staðinn fyrir að
skattleggja lífeyrisgreiðlurnar þegar
þær eru borgaðar út séu þær skatt-
lagðar þegar þær koma inn. Þá er
verið að taka peninga sem ella hefðu
farið í lífeyrissjóðina og settir til rík-
issjóðs. Menn voru hins vegar búnir
að gera stöðugleikasamning og ráð-
stafa þessum peningum. Ef lífeyris-
sjóðirnir hafa 35 milljörðum minna
minnkar hlutur þeirra í stöðugleika-
sáttmálanum og þá þarf að slátra því
eða finna nýja fjármögnun. Þannig
að það verða ekki til neinir peningar
við þetta, Þetta er bara sjónhverfing,“
segir Þórólfur.
Þórólfur gagnrýnir tillögur um
að umhverfi atvinnurekstrar verði
bætt og hindrunum fyrir erlenda ný-
fjárfestingu rutt úr vegi. Þannig geti
skapast allt að fimm þúsund störf
á næsta ári. „Ef það á að bæta um-
hverfi útflutnings eitthvað meira en
að lækka gengi krónunnar um 50
prósent veit ég ekki í hverju það á að
felast. Ég sé ekki að það sé umhverf-
ið sem erlendir aðilar eru að óttast
nema að þeir eru uggandi út af ís-
lensku krónunni.“
Hann telur ennfremur óraunhæft
að hækka enga skatta. „Þetta er það
stór vandi sem við erum að glíma
við. Það tekur mjög langan tíma að
skera niður útgjöld, jafnvel þó dregið
sé úr útgjöldum í framtíðinni, þá get-
ur það kostað heilmikið. Það þarf að
borga fólki biðlaun ef það á að fækka
ríkisstofnunum. Það er ekki stoppað
í svona rosalegt gat með því að skera
niður. Ég tala nú ekki um að krepp-
an skapar útgjaldatilefni í kringum
atvinnuleysisbætur og ýmis félagsleg
úrræði sem er óhjákvæmilegt að láta
hafa forgang.“
Eina tryggingin er AGS
Spurður um tillögur sjálfstæðis-
manna um að lán Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins verði sett í bið, svarar Þór-
ólfur: „Þetta er bara popúlismi. Við
þurfum virkilega á því að halda að
það sé gæðastimpill á því sem við
erum að gera. Eina stofnunin sem
getur gefið okkur þennan gæðasti-
mipil sem erlendar lánastofnanir og
aðrir sem við þurfum að eiga í sam-
skiptum, taka trúanlega er AGS. Það
þarf að endurfjármagna fjölda lána
hjá Landsvirkjun, Orkuveitunni,
bönkunum og í mörg önnur fyrirtæki
þurfa á lánafyrirgreiðslu að halda.
Erlendir aðilar þurfa að fá tryggingu
fyrir því að það sem við erum að gera
stefni okkur ekki í annað hrun. Þeir
þurfa tryggingu fyrir því að hér sé
ekki fullkomlega galið fólk sem geng-
ur um og kveikir í hvert öðru. Eina
tryggingin sem við getum fengið fyrir
því er hjá AGS. Það er verið að segja
okkur þetta út um allt og það er mjög
kostnaðarsamt að ætla að fara að
segja bless við AGS.“
VERÐUM AÐ VINNA MEÐ AGS
1. 5 prósenta sparnaður í mennta-,
velferðar- og heilbrigðiskerfi en
10 prósenta sparnaður á öðrum
sviðum. Forgangsraðað þannig
að grundvallarþjónusta skerðist
sem minnst. Sparar 35-40 millj-
arða króna. Ekki skorið niður til
framkvæmda.
2. Skattleggja
lífeyrisgreiðslur
þegar þær
koma inn í
sjóðina. Skilar
35 milljörðum í
ríkissjóð.
3. Umhverfi atvinnurekstrar verði
bætt og hindrunum fyrir erlenda
nýfjárfestingu rutt úr vegi. Áætlað
er að allt að 5.000 störf geti skap-
ast á næsta ári og 15 milljarðar
komi inn í ríkissjóð.
4. Endurskoða samstarf við AGS í
ljósi breyttra aðstæðna.
5. Gefa út skulda-
bréf í evrum með
álagi á þýska
ríkisbréfavexti og
bjóða erlendum
krónueigendum.
6. Gjaldeyrishöft verði afnumin og
krónan sett á flot
7. Skapa skilyrði til
stýrivaxtalækk-
unar.
8. Lán Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins
verði sett í bið en lánum
Norðurlandanna breytt í lánalínur.
9. Mynda sérfræð-
ingahóp til að fjalla
um leiðréttingu
á skuldsetningu
heimilanna í land-
inu. Hópurinn verði
skipaður fulltrúum
allra stjórnmálaflokka og
aðila vinnumarkaðarins.
10. Stimpilgjöld verði
afnumin til að bæta kjör við
endurfjármögnun lána.
11. Taka sérstaklega á
vanda verst stöddu heimil-
anna.
TIllöGUR SjálfSTæÐISflokkSINN