Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Blaðsíða 30
28 föstudagur 16. október 2009 helgarblað
Svo lengi sem Alþingi Íslendinga er starfrækt verður þar að finna uppreisnarseggi. Þingmenn sem neita að
fljóta með straumnum og fara frekar sínar eigin leiðir. Þingmenn sem standa fast á sínu sama hvernig viðrar
og hver skoðun þeirra er. DV tók saman nokkra af helstu uppreisnarseggjum undanfarinna ára.
uppreisnarseggir
á alþingi
uppreisnarseggir
fyrri ára
Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna hlýtur að hafa skilið Ögmund vel þegar
hann sagði sig úr ríkisstjórn hennar. Enda gerði hún
slíkt hið sama árið 1994 en gekk þó skrefi lengra og
sagði sig úr Alþýðuflokknum. Hún sagði ekki hægt
að ætlast til þess að hún stæði gegn sannfæringu
sinni en hún vildi ekki gangast við niðurskurði sem
félagsmálaráðherra. Seinna stofnaði hún svo Þjóðvaka og
kom með hina frægu setningu „Minn tími mun koma“.
Albert Guðmundsson
Þurfti að segja af sér þegar hann gerðist sekur um
skattsvik sem tengdust Hafskipsmálinu svokallaða.
Albert, sem var iðnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins
á þeim tíma, fannst forysta flokksins ekki hafa stutt
hann nægilega vel. Hann var ósáttur og stofnaði sinn
eigin flokk, Borgaraflokkinn, og komst rakleiðis inn á
þing aftur.
Vilmundur Gylfason
Er almennt álitinn einn helsti uppreisnarseggur
Alþingis frá upphafi. Hann var þekktur fyrir að vera
orðhvass og reitti ósjaldan aðra þingmenn til reiði
með ræðum sínum. Hann var þekktur fyrir orðin
„löglegt en siðlaust“ og klauf Alþýðuflokkinn og
stofnaði Bandalag jafnaðarmanna.
Ögmundur Jónasson
Er nýjasti uppreisnarseggurinn á
Alþingi. Sagði sig úr ríkisstjórn
Samfylkingar og vinstri grænna þegar
hann lét eftir heilbrigðisráðherraemb-
ættið. Ögmundur sagði meðal annars
sjálfur að ástæðan væri sú að hann léti
ekki stilla sér upp við vegg en hann
hafði lengi verið á öndverðum meiði við
ríkisstjórnina í Icesave-málinu mikla.
Afsögnin olli miklum titringi í heimi
stjórnmálanna sem víbrar enn.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Guðfríður Lilja, þingflokksformaður vinstri grænna, hef-
ur neitað að beygja skoðanir sínar á Icesave og Evrópu-
sambandinu sem hefur valdið þó nokkurri ólgu innan
flokksins. Mótstaða Guðfríðar hefur ekki verið til þess
að minnka álagið á ríkisstjórninni sem fyrir virðist ekki
hafa mikla stjórn á því sem er að gerast á landinu.
Ásmundur Einar
Daðason
Var alfarið á móti umsókn að Evr-
ópusambandinu og neitaði að
greiða atkvæði með henni. Þeg-
ar kom að atkvæðagreiðslunni
greiddi Ásmundur gegn ríkisstjórn-
inni þrátt fyrir að vera þingmað-
ur vinstri grænna og greiddi með
tillögu Sjálfstæðisflokksins um tvö-
falda þjóðaratkvæðagreiðslu.
Lilja Mósesdóttir
Er alfarið á móti Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum og hans störfum. Hún hefur
aldrei farið leynt með skoðanir sínar á
honum og vill ekki sjá íslenska rík-
ið í samstarfi við hann. Hún er einn-
ig á móti Evrópusambandinu en þetta
tvennt telst í dag til uppreinsar þar sem
hún er partur af ríkisstjórnarflokki sem
styður bæði atriði í ríkisstjórn.
Helgi Hjörvar
Uppreisn Helga Hjörvar
var fyrir nokkrum árum
þegar hið fræga fjöl-
miðlafrumvarp var rætt á
Alþingi árið 2004. Þegar
frumvarpið var samþykkt
eftir miklar breyting-
ar sagði Helgi að aðeins
væri eitt við það að gera
og reif það í pontu Al-
þingis. Síðar um haustið
þegar Halldór Blöndal,
forseti Alþingis, talaði
um frumvarpið í ræðu
sinni var Helga svo mis-
boðið að hann gekk út úr
þingsal ásamt nokkrum
þingmönnum stjórnar-
andstöðunnar.
Borgarahreyfingin
Það er erfitt að greina nákvæmlega
hverjir eru uppreisnarseggirnir þar á
bæ. Er það Þráinn Bertelsson fyrir að
fylgja ekki meirihluta þingflokksins?
Tæplega. Sennilega eru það þremenn-
ingarnir Birgitta, Þór og Margrét sem
hafa farið þvert á stefnu og flestar yfir-
lýsingar hreyfingarinnar. Þau enduðu
svo með því að slíta sig frá Borgara-
hreyfingunni.
Steingrímur J. Sigfússon
Hafði um áraráðir verið einn staðfastasti og þverasti
stjórnmálamaður Íslands áður en hann komst í ríkis-
stjórn og þurfti að beygja sig undir þó nokkur málefni
sem hann hafði barist gegn áður. Steingrímur var þekkt-
ur fyrir að vera á móti og var alltaf óragur við að segja
skoðanir sínar. Eftirminnilegt er atvikið þegar hann kall-
að Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, „druslu
og gungu“ fyrir að hafa ekki hlýtt á ræðu hans.
Hlynur Hallsson
Var varaþingmaður fyrir vinstri græna og kom inn
á þing árið 2007. Hlynur neitaði að ganga með
bindi eins og var í reglum Alþingis á þeim tíma og
mætti með svokallað Dead-bindi og hanakamb á
þing. Bindið var frá íslenska fatamerkinu Dead og
ásett hauskúpum en atvikið vakti mikla athygli.
Kristinn H. Gunnarsson
Virtist hafa það að markmiði að vera á móti
nánast öllu sem var á stefnuskrá Framsókn-
arflokksins. Það undarlega var að hann var jú
meðlimur í flokknum. Hann kaus gegn flokkn-
um hvað eftir annað og þótti hinn mesti vand-
ræðagripur. Ekki breyttist það mikið þegar
Kristinn færði sig yfir í Frjálslynda flokkinn.