Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Page 40
40 föstudagur 16. október 2009 helgarblað Árni Grétar fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann bjó í Hafnarfirði á vet- urna á námsárunum og flutti þangað 1957 og var þar búsettur síðan. Árni Grétar lauk stúdentsprófi frá VÍ 1955, embættispróf í lögfræði frá HÍ 1961, öðlaðist hdl.-réttindi 1962 og hrl.-réttindi 1967. Árni Grétar starfrækti eigin lög- fræðiskrifstofu í Hafnarfirði á árun- um 1961- 2007. Hann var jafnframt umboðsmaður Sjóvátryggingafélags Íslands í Hafnarfirði 1962-89 og Sjó- vá-Almennra trygginga í Hafnarfirði 1989-95. Árni Grétar var varabæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1962-66, bæjarfulltrúi þar 1966-90, sat í bæjarráði 1970-82 og 1986-90 og var forseti bæjarstjórnar 1982-86. Hann var formaður fræðslu- ráðs Hafnarfjarðar 1962-70 og sat jafnframt í hafnarstjórn og hitaveitu- nefnd. Þá sat hann í stjórn Lands- virkjunar, Sparisjóðs Hafnarfjarðar, St. Jósefsspítala, markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkj- unar (síðar Fjárfestingastofunnar) í stjórn Íslenskra aðalverktaka og stjórnarformaður 1994-96, í stjórn Bláa lónsins og Heilsufélags Bláa lónsins og var fulltrúi Íslands á alls- herjarþingi SÞ 1979. Árni Grétar var formaður stúd- entaráðs HÍ og fulltrúi stúdenta í há- skólaráði, var ritstjóri stúdentablaðs um skeið, sat í stjórn Þórs, félags ungra sjálfstæðismanna á Akranesi 1950-57, var formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði 1958-62, formaður SUS 1964-67, í stjórn kjördæmisráðs sjálfstæðisfé- lagana í Reykjaneskjördæmi 1960- 66, í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1964-67, formaður Fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði 1978- 80 og var ritstjóri Hamars í mörg ár. Árni Grétar var formaður Taflfé- lags Hafnarfjarðar 1956-57. Hann var skákmeistari Taflfélags Hafnarfjarð- ar 1954, hraðskákmeistari Akraness 1954-56, var í sveit Íslands á heims- meistaramóti stúdenta í Reykjavík 1957 og í Búlgaríu 1958. Árni Grétar sendi frá sér ljóða- bækurnar Leikur að orðum, 1982; Skiptir það máli,1990, Septemberrós, 1997 og Fiðluleikarinn,. 2007.. Fjölskylda Árni Grétar kvæntist 9.6. 1957 Sigríði Oliversdóttur, f. 18.6. 1935, húsmóð- ur. Foreldrar hennar: Oliver Guð- mundsson frá Ólafsvík, f. 10.1. 1908, d. 29.8. 1982, prentari og tónskáld í Reykjavík, og f.k.h., Lovísa Edvards- dóttir frá Hellissandi, f. 29.5. 1913, d. 26.3. 1983, húsmóðir. Börn Árna Grétars og Sigríðar eru Lovísa, f. 29.9. 1959, húsmóð- ir í Hafnarfirði, gift Viðari Péturs- syni framkvæmdastjóra, og eru börn þeirra Sigríður Erla, Pétur, Davíð og Finnur Árni; Finnur, f. 12.9. 1961, rekstrarhagfræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Maríu Urbancic við- skiptafræðingi og eru börn þeirra Árni Grétar, Ebba Katrín, Oliver Páll og Viktor Pétur; Ingibjörg, f. 21.11. 1972, lögfræðingurí Hafnarfirði en maður hennar er Jónas Þór Guð- mundsson hrl. í Hafnarfirði og eru börn þeirra Guðmundur Már, Lovísa Margrét og Stefán Árni.. Systkini Árna Grétars: Anna, f. 11.6. 1940, fyrrv. ritari í fjármálaráðu- neytinu, gift Trausta Þorsteinssyni; Trausti, f. 14.4. 1947, rafvirki, kvænt- ur Guðrúnu Stellu Gunnarsdóttur. Foreldrar Árna Grétars: Finnur Árnason, f. 5.2. 1905, d. 24.5. 1980, trésmíðameistari og verkstjóri á Akranesi og síðar í Hafnarfirði, og k.h., Eygló Gamalíelsdóttir, f. 23.9. 1910, d.2.7. 1995, húsmóðir. Ætt Bræður Finns voru Aðalsteinn múr- arameistari, Jón alþm. og Lárus mál- arameistari, allir á Akranesi. Finnur var sonur Árna, trésmíðameistara á Akranesi Árnasonar. Móðir Árna tré- smíðameistara var Sigríður Jóhann- esdóttir Hansen, sjómanns í Hafn- arfirði Péturssonar Hansen, beykis í Reykjavík. Móðir Finns var Margrét Finns- dóttir, Gíslasonar, sjómanns á Sýru- parti á Akranesi Gíslasonar en lang- afi hans var Hans Klingenberg, b. á Krossi á Akranesi. Móðir Margétar var Sesselía Bjarnadóttir, í Akrakoti í Innri-Akraneshreppi Ólafssonar. Bræður Eyglóar voru Kristján, póstafgreiðslumaður í Hafnarfirði, og Lárus, fyrrv. starfsmaður Rafveitu Hafnarfjarðar, en þeir bræður voru báðir meðal stofnenda Fimleikafé- lags Hafnarfjarðar, FH, sem nú fagn- ar áttatíu ára afmæli sínu. Hálfsystir Eyglóar var Ingibjörg Sigurðardótt- ir frá Árdal í Andakílshreppi. Eygló er dóttir Gamalíels, sjómanns og verkamanns í Hafnarfirði Jónssonar, verkamanns í Hafnarfirði Þorsteins- sonar, b. að Haugi í Gaulverjabæj- arhreppi Felixsonar. Móðir Gamalí- els var Ásdís Gamalíelsdóttir, á Gafli í Flóa Gestssonar, b. á Hæli í Gnúp- verjahreppi Gamalíelssonar. Móðir Eyglóar var Sigurbjörg Björnsdóttir, vinnumanns í Þingnesi, Jónssonar, Árnasonar. Móðir Sigur- bjargar var Þóra Jónsdóttir, b. á Graf- arkoti í Reykholtsdal, Sveinssonar. Móðir Þóru var Guðrún Bjarnadótt- ir, b. að Vatnshorni í Skorradal, Her- mannssonar. Jarðarförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju miðvikudaginn 21.10. kl. 15.00. minning Árni Grétar Finnsson hrl. og fyrrv. forseti bæjarstjórnar hafnarfjarðar Gunnlaugur fæddist á Litla-Ósi í Mið- firði í Vestur-Húnavatnssýslu og ólst þar upp við öll hefðbundin sveitastörf þess tíma. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum í Hrúta- firði og var í vegavinnu um skeið. Gunnlaugur stundaði búskap á Útiblikastöðum í Miðfirði um skeið en flutti með konu sinni í Hveragerði 1955. Þar festu þau kaup á húsi í Hvera- hlíðinni og áttu þar heima næstu fimm áratugina. Þau fluttu í þjónustuíbúð dvalar- og hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði 2001 og voru þar búsett til 2007 er þau fluttu á dvalar- og hjúkr- unarheimilið Grund. Gunnlaugur sinnti ýmsum almenn- um störfum í Hveragerði fyrstu árin en hóf síðan störf hjá Heilsu- hæli NLFÍ í Hveragerði (Heilsustofnun NLFÍ) og starfaði þar um langt ára- bil. Fjölskylda Gunnlaugur kvæntist 5.8. 1953 Úrsúlu Elfriede Ósk- arsdóttur, f. 30.4. 1922, d. 21.10. 2008, húsmóð- ur. Hún var dóttir Karls Júlíusar Óskars Hafner, f. 1890, d. 1981, og Emmu Margretar Ellu Hafner, f. 1894, d. 1993. Börn Gunnlaugs og Úrsúlu eru Kolbrún Emma Gunnlaugsdóttir, f. 25.8. 1954, leikskólakennari í Hafn- arfirði en maður hennar er Sverrir Andrésson stýrimaður og eru börn þeirra Gunnlaugur Reynir, f. 1979, Sigrún, f. 1981 og Elfar Smári, f. 1988; Ingibjörg Jóhanna Gunnlaugs- dóttir, f. 11.5. 1956, framkvæmda- stjóri í Kópavogi en mað- ur hennar er Brynjólfur Jónsson skógfræðingur og eru börn þeirra Úlfar Freyr, f. 1982, Eiríkur, f. 1983, Birkir Þór, f. 1989 og Birta Rós, f. 1992; Karl Óskar Gunnlaugsson, f. 12.9. 1960, bifvélavirkja- meistari í Hveragerði og eru börn hans og Lilju Guðnadóttur Sandra, f. 1989, og Karen Sif, f. 1992. Systkini Gunnlaugs: Hildur, f. 1916, d. 1988; Jón, f. 1917, d. 1990; Þorvaldur, f. 1919; Ingibjörg, f. 1933. Foreldrar Gunnlaugs voru Björn Jónsson, f. 1887, d. 1966, bóndi og söðlasmiður á Litla-Ósi í Miðfirði, og k.h., Jóhanna Gunnlaugsdóttir, f. 1887, d. 1982, húsfreyja. Útför Gunnlaugs fór fram frá Kópavogskirkju í gær. andlát Gunnlaugur Björnsson starfsmaður heilsuhælis nlfÍ Í hveragerði fæddur 17. október 1930 Jón Haraldsson arkitekt Jón Haraldsson fæddist í Reykja- vík, sonur Haraldar Björnssonar leikara og Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrunarkonu. Bróðir Harald- ar var Jón, skólastjóri á Sauðár- króki, faðir Stefáns arkitekts, föð- ur Stefáns Arnar arkitekts. Móðir Haraldar og Jóns var Þorbjörg Stefáns- dóttir, syst- ir Stefáns skólameist- ara, afa Guðrúnar Jónsdóttur arkitekts. Jón lauk tann- læknaprófi frá HÍ 1956, prófum í arkitektúr frá Norges Tekniske Hogskole í Þrándheimi 1960 og stundaði framhaldsnám við skipulag borga og bæja hjá Olli Kivinen við Háskólann í Hels- inki. Hann vann við tannlækn- ingar 1956 og 1957, var arkitekt í Kaupmannahöfn 1961-62 en starfrækti síðan eigin teiknistofu í Reykjavík. Meðal verka Jóns má nefna Apótekið á Dalvík, ein- býlishúsið Fitjar á Kjalarnesi og Stykkishólmskirkju. Hann fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag Hafnarfjarðar 1962 en bók um það skipulag kom út 1964. Jón var í hópi þekktari íslenskra arkitekta á sinni tið, hafði ákveðnar skoðanir á skipu- lagsmálum og var óhræddur að láta þær í ljós. Hann lést 28. maí 1989. fæddur 16. október 1887 Stefán frá Hvítadal skáld Stefán fæddist á Hólmavík, son- ur Sigurðar Sigurðssonar kirkju- smiðs og Guðrúnar Jónsdóttur. Stefán ólst upp á Stóra-Fjarðar- horni við Kollafjörð og í Hvíta- dal í Saurbæ. Hann lærði prent á ísafirði og í Reykjavík, var í Noregi 1912-1915, m.a. á heilsu- hælum sökum tæring- ar, stofn- aði heimili á Ballará, var á Krossi á Skarðsströnd en bóndi í Bessa- tungu í Saurbæ frá 1925 og til æviloka 1933. Stefán gerðist ungur kaþ- ólskrar trúar og hafði kaþólsk áhrif á þá Stein Steinar og Hall- dór Laxness. Ljóðabækur hans: Sóngvar förumannsins, Óður einyrkjans, Heilög kirkja, Hels- ingjar, og Anno Domini. Söngvar förumannsins eru tímamótaverk í íslenskri ljóðlist sem gera höfund sinn að einu fremsta skáldi nýrómantísku stefnunnar, og ásamt Davíð Stef- ánssyni, (Svartar fjaðrir, 1919), að helsta boðbera hinnar kraft- miklu og rómantísku aldamóta- kynslóðar. Ýmis höfuðskáld hafa skrifað um Stefán og dásamað skáldskap hans, s.s. Tómas Guð- mundsson sem gaf út heildar- ljóðasafn hans, meistari Þór- bergur sem brallaði með honum í Unuhúsi og víðar, Halldór Laxness í bókinni Af skáldum í Sjömeistarasögu, Hannes Pét- ursson í Eimreiðinni 1972. merkir Íslendingar f. 3.8. 1934, d. 11.10. 2009, f. 18.5. 1922, d. 5.10. 2009 Eftirmæli Ingvar Viktorsson sat í bæjarstjórn Hafnarfjarðar með Árna Grétari í tólf ár. Hann segir þá hafa eldað grátt silfur í pólitík, verandi hvor í sínum flokknum, en þar fyrir utan hafi þeir verið miklir félagar. „Árni var ákaflega góður drengur og við áttum góðar stundir saman. Þrátt fyrir að hann væri svakalega harður í stjórnmálabaráttunni sætti hann sig við málin þegar niðurstaða var komin í þau. Árni gat verið tveir persónuleikar. Hann gat verið grimmur í pólitíkinni, en svo þegar við settumst niður í kaffi fór hann með ljóð fyrir mig. Hugljúf og falleg ljóð. Hann var mikill ljóðaunnandi og samdi náttúrlega ljóðabækur og þær eru sko ekki í harðari kantinum. Þau eru mjög mjúk og falleg ljóðin hans, mikið um ástina og það fallega í lífinu. Hann gat því verið eins og dr. Jekyll og mr. Hyde, jafnvel á sama bæjarstjórnar- fundinum.“ Ingvar segir líka hafa vottað fyrir stríðni hjá Árna. Til dæmis þegar Ingvar kom ungur maður inn í bæjar- pólitíkina í Hafnarfirði fyrir Alþýðu- flokkinn sagði Árni honum fyrir fyrsta fundinn að hann yrði að geyma öll gögn. „Ég náttúrlega hlustaði á hinn aldna foringja Sjálfstæðisflokksins. En svo eftir þriðja eða fjórða fund þegar ég sagði við hann að þetta stefndi í mikinn pappírsbunka hló hann og sagði: „Blessaður vertu, ég hendi þessu um leið og ég er kominn út af fundi.“ Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, kynntist Árna í gegnum bæjarmálin. „Árni var mér mjög eftirminnilegur vegna þess að hann var mjög hæglátur en fylginn sér. Og hann var foringi á sinn sérstaka hátt í sínu liði. Fyrir utan argaþras stjórnmálanna átti hann sinn heim sem var ljóð- listin. Hann var mikið ljóðskáld og eftir hann liggja mjög góðar bækur með miklum perlum. Það eru ekki allir sem geta blandað þessu tvennu svona vel saman.“ Lúðvík segir Árna hafa gert Hafnar- fjarðarbæ mikið gagn. „Hann markaði hér sín spor með skýrum hætti, enda var hann viðloðandi bæjarmálin í á fjórða áratug. Það eru ekki allir sem halda það út með þeim mikla sóma sem Árni gerði. Og ég fékk oft góð ráð og ábendingar frá honum þegar við mættumst úti á götu. Hann hafði hugann við bæjarmálin alla tíð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.