Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Síða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.2009, Síða 64
Skáld í stað athafnaskálda? Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. „Ég á eftir að flytja jómfrúarræðuna og menn hafa hvatt mig til að flytja hana í bundnu máli. Ég á nú eftir að sjá til hvort ég geri það,“ segir ljóð- skáldið Davíð Stefánsson sem settist á þing í vikunni í fjarveru þingmanns vinstri grænna, Árna Þórs Sigurðs- sonar. Davíð verður á þingi í þrjár vik- ur en fjölskylda hans er ekki ókunn- ug starfi þingmanna. Eiginkona hans Halla Gunnarsdóttir var um nokk- urra mánaða skeið aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Segist Davíð því vera tekinn við að halda uppi merkj- um fjölskyldunnar í pólitíkinni, að minnsta kosti tímabundið. „Við erum bæði mikið að pæla í pólitík og reyn- um að leggja okkar af mörkum,“ segir Davíð. Aðspurður hvort einhver ljóð hafi fæðst hjá honum á þingfundum seg- ist hann vart hafa tíma til að hugsa á ljóðrænu nótunum því hann sé upp- tekinn við að innbyrða allar þær upp- lýsingar sem koma fram á þingfund- um. „Þetta er ekki mjög rómantískt en ég hef alltaf verið þannig frá ungl- ingsárum að ljóðin koma af sjálfu sér og það gerist eflaust,“ segir Davíð sem gegnir einnig starfi leikskólakennara ásamt því að reka fyrirtækið Yddar- ann og að kenna áfanga í Listahá- skólanum og Kvikmyndaskólanum. birgir@dv.is Ljóðskáld hvatt til að flytja jómfrúarræðu í bundnu máli: Engin rómantík á þingin Naglbíturinn Vilhelm Anton Jónsson endaði þáttinn Ísland í dag á þriðjudaginn á því að spila lagið Please stay longer til að kynna styrktartónleika Faðms í Salnum kvöldið eftir. Sjónvarpsáhorfend- ur fengu aðeins að heyra um hálfa mínútu af laginu áður en var klippt og auglýsingar sýndar. Vilhelm, eða Villi eins og hann er oftast kallað- ur, var ekki par ánægður með þetta og benti útsendingarstjóra þátt- arins á það á Facebook-síðu sinni að ef hann er beðinn um að mæta eitthvert og spila lag væri það ekki uppfyllingarefni í tuttugu sek- úndur. Þá gæti útsendingarstjór- inn alveg eins rölt niður á tjörn og myndað endurnar þar sem Villi hefði nóg annað að gera. Eitthvað hafa þáttarstjórnend- ur tekið þetta til sín og var lagið endurflutt í fullri lengd í Íslandi í dag á miðvikudags- kvöldið og var Villi að vonum hæstánægður Pirraður villi n Matthías Imsland, forstjóri Ice- land Express, sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að verstu kaupin sín hefðu verið þegar hann keypti sér ódýran tölvuturn þegar hann var við nám í Svíþjóð. Það gekk erfiðlega að fá hann til að virka og síðan hrundi hann þegar Matthías var að skrifa ritgerð. „Þetta kennir manni að velja ekki alltaf ódýrasta kostinn,“ sagði Matthías í samtali við Fréttablaðið. Því vaknar spurningin hvort forstjóri Iceland Express sé ekki í raun að hvetja fólk til að ferðast með öðru dýrara flugfélagi en sínu eigin. „Fólk þarf að leggja saman gæði og verð. Þess vegna ætti fólk að ferðast með Ice- land Express,“ segir Matthías þegar DV spurði hann hvort fólk ætti ekki að kaupa sér ódýrustu flugmiðana. Eins og kunnugt er ætl- ar Iceland Express að bjóða upp á ell- efu nýja áfangastaði næsta sumar. Þar á meðal New York þangað sem félagið flýgur í samkeppni við Icelandair. lEggja saman magn og gæði gunnar gEkk í það hEilaga n Gunnar Már Guðmundsson, sem nýverið gekk í raðir FH frá Fjölni, gekk enn lengra um síðustu helgi þegar hann gekk í það heilaga með unnustu sinni Mörtu Maríu Hirst. Þótti at- höfnin afar falleg og heppnaðist vel enda toppfólk á ferðinni. Gunnar, sem geng- ur undir nafninu herra Fjölnir, eftir að hafa farið í gegnum alla flokka félagsins og allar deild- ir með liðinu, er svo sannarlega lukkunnar pamfíll. Ljóðmæltur maður Davíð flutti eitt sinn framboðsræðu í bundnu máli og fékk yfirburðakosningu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.