Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 3
ingarnar þegar DV hafði samband við hann. „Ég vil ekkert tjá mig um þessi mál,“ sagði Júlíus aðspurður af hverju systkinin hafi tekið þessar ákvarðan- ir fyrir hönd barnanna sinna. „Þetta er bara mitt mál. Mín hlið á þessu er engin að svo stöddu,“ sagði Júlíus sem var nýkominn heim frá útlönd- um þegar DV náði í hann síðdegis í gær og var nýbúinn að lesa sér til um barnalánin í fjölmiðlum. Systir þeirra bræðra, Rut Jónsdótt- ir, vildi heldur ekki ræða um lánveit- ingarnar til barnanna þegar DV hafði samband við hana í gær. Barn henn- ar, fætt árið 1990, er skráður stofn- fjáreigandi í Byr upp á rúmlega 14 milljónir króna og var ekki orðið lög- og fjárráða þegar lánið var veitt þó það sé orðið það í dag. Rut er sömu- leiðis stofnfjáreigandi í Byr, með um 18 milljónir króna, sem og eiginmað- ur hennar með rúmar 14. „Af hverju tóku fleiri hundruð stofnfjáreigend- ur ákvörðun að taka þessi lán?... Það eru allir í sömu sporum,“ segir Rut aðspurð af hverju hún hafi tekið ákvörðun um að fjárfesta í stofnfjár- bréfum fyrir barn sitt. Á næstunni má búast við miklum málaferlum út af lánveitingum Glitn- is til stofnfjáreigenda í Byr. Jafnvel þó að börnin sem fengu lán hjá Glitni fyrir tilstuðlan foreldra sinna séu sloppin fyrir horn eru margir stofnfjáreigend- ur sem eru skuldsettir út af stofnfjáraukningunni og er ólíklegt annað en að Ís- landsbanki muni ætla sér að ganga að þeim til að fá upp í kröfur sínar. Einar Örn segist ekki vera með lán persónu- lega hjá Glitni, þó svo að börn hans séu það, og að hann sé því að íhuga rétt- arstöðu sína. „Ég á ekki von á öðru en að maður muni leita réttar síns. Ég er mjög ósáttur við að bankinn sé að breyta um kúrs á miðri leið,“ segir Einar Örn en með því á hann við að þegar lánveit- ingarnar voru kynntar fyrir stofnfjáreigendun- um átti eina veðið fyrir lánunum að vera í bréfunum sjálfum en nú er komið annað hljóð í strokkinn. fréttir 2. nóvember 2009 mánudagur 3 Biskupsstofa skoðar akstursgreiðslur Krafðist lögreglurannsóknar Fyrrverandi meðhjálpari og kirkjuvörður í Njarðvíkur- kirkjum lagði fram kæru til lögreglu árið 2003 þar sem hann krafðist rannsóknar, meðal annars á akstursgreiðslum til séra Baldurs Rafns. Málið var fljótt látið niður falla. Mynd Sigtryggur Ari Biskupsstofa hafði ekki staðfesta vitneskju um akstursgreiðslur tveggja sókna til séra Baldurs rafns Sigurðssonar fyrr en DV greindi frá greiðslunum í síðustu viku. Málið verður nú tekið til sérstakrar skoðunar. Sóknirnar hafa greitt séra Baldri aukalega fyrir akstur í á annan áratug. „Við komum til með að skoða þetta betur,“ segir Ragnhildur Benedikts- dóttir, skrifstofustjóri hjá Biskups- stofu, um akstursgreiðslur tveggja sókna til séra Baldurs Rafns Sigurðs- sonar. DV greindi frá því í síðustu viku að Ytri-Njarðvíkursókn greiðir séra Baldri Rafni 883 þúsund krón- ur en Innri-Njarðvíkursókn borgar 248 þúsund krónur. Samtals nema greiðslurnar því 1.131 þúsund krón- um á ári. Allir prestar Þjóðkirkjunnar fá mánaðarlega greidda aksturspen- inga með föstum launum sínum. Þessar greiðslur sóknanna tveggja til séra Baldurs Rafns koma því ofan á þær greiðslur. Það er hins vegar ekki hlutverk sókna að borga prestum fyr- ir akstur. Bréf frá biskupi Á Kirkjuþingi 2003 var samþykkt að Kirkjuráð léti vinna reglur um greiðsl- ur sókna og einstaklinga til presta og annarra launaðra starfsmanna kirkj- unnar. Í mars 2004 sendi biskup Ís- lands síðan bréf til allra sókna þar sem kemur fram að sóknarnefndum er óheimilt að inna af hendi hvers konar launagreiðslur til presta nema að fengnu áliti Kjaranefndar. Biskup gerir akstursgreiðslur að sérstöku umtalsefni og segir í bréfinu: „Það er heldur ekki hlut- verk sókna að greiða aksturskostnað presta enda fá þeir greiddan mánaðar- lega aksturskostn- að eins og áður er getið.“ Sautján ára starf Ragnhildur segir að á Biskupsstofu hafi ekki verið staðfest vitneskja um akstursgreiðsl- ur Ytri- og Innri-Njarðvíkursókna til séra Baldurs Rafns. Nú verði málið hins vegar tekið til sérstakrar skoð- unar. DV hefur fengið staðfest að sókn- irnar hafa greitt séra Baldri Rafni fyr- ir akstur í á annan áratug en hann tók við embætti sóknarprests Njarð- víkurprestakalls í mars 1992 og hefur því starfað þar í sautján ár. Þær akstursgreiðslur sem séra Baldur Rafn fær með launum nema 29 þúsund krónum á mánuði, eða 346 þúsund krónur á ári. Greiðslur frá sóknunum koma ofan á þá upp- hæð. „Ótilteknar“ ferðir prestsins Nokkur styr hefur ríkt um aksturs- greiðslurnar í gegnum tíðina. Árið 2001 var ákveðið að taka fyrir akst- ursgreiðslurnar. Þá tók ný sóknar- nefnd við í Ytri- Njarðvíkurkirkju og sendi hún séra Baldri Rafni bréf þar sem honum var tilkynnt um að hætt yrði að greiða „... fyrir ótilteknar og óumbeðnar ferðir í þágu safnaðarmeð- lima,“ eins og sagði í bréfinu. Sóknar- nefnd taldi þá ein- ungis skylt að greiða útlagðan kostnað af ferðum sem sókn- arnefnd óskaði sér- staklega eftir. Akstursgreiðslurnar héldu sér þó og í maí 2003 lagði Þórir Jónsson, fyrrverandi meðhjálpari og kirkju- vörður í Njarðvíkurkirkjum, fram kæru til lögreglu. Þar krafðist hann rannsóknar á meintu fjármálamis- ferli og meintum bókhaldssvikum sóknarnefndar og kirkjugarðsstjórn- ar Ytri-Njarðvíkurkirkju. Í kærunni var meðal annars komið inn á bíla- styrk séra Baldurs Rafns. Rannsókn var þó flótt látin niður falla þar sem ekki var talið að refsiverð brot hafi verið framin. „Það er heldur ekki hlutverk sókna að greiða aksturskostnað presta.“ ErlA HlynSdÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is 4 miðvikudagur 28. október 2009 fréttir Fyrir dóm í nóvember Ragnar Erling Hermannsson, sem handtekinn var í byrjun maí með mikið magn af kókaíni í ferðatösku sinni á flugvellinum í Recife í Bras- ilíu, verður dreginn fyrir brasilíska dómstóla 10. nóvember næstkom- andi. Fyrst um sinn var hann vistað- ur í hinu alræmda Cotel-fangelsi við hrikalegar aðstæður en var síðar fluttur í útlendingafangelsi í norður- hluta Brasilíu þar sem aðstæður eru mun betri. DV hafði samband við Urði Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa ut- anríkisráðuneytisins, en ráðuneytið fylgist með máli Ragnars í gegnum foreldra hans. Hún hafði enga vitn- eskju um réttarhöldin 10. nóvem- ber þar sem hún hafði ekki fengið upplýsingar um þau frá brasilískum lögfræðingi Ragnars. Hún vissi að til stæði að taka málið fyrir en vissi ekki nákvæmlega hvenær. Hún gat ekki gefið nánari upplýsingar um líðan Ragnars í fangelsinu án leyfis foreldra hans. DV hafði samband við Hermann Þór Erlingsson, föður Ragnars. Hann vissi ekki heldur af réttarhöldunum 10. nóvember. Hann vildi annars ekkert tjá sig um gang mála eða líð- an Ragnars í fangelsinu. Verði Ragnar fundinn sekur og dæmdur til þyngstu refsingar gæti hann átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi. Enginn samningur er í gildi milli íslenskra og brasilískra yf- irvalda um að Ragnar fái að afplána dóm sinn á Íslandi. Ragna Árnadótt- ir dómsmálaráðherra sagði í sam- tali við DV í maí að sjaldgæft væri að fangar erlendis væru fluttir heim til afplánunar. Væru það örfá mál á ári og aðallega milli Norðurlandanna. Hún sagði enn fremur að dómur þyrfti fyrst að falla í málinu áður en hægt væri að flytja Ragnar til Íslands til að afplána dóminn hér. Ef dómur- inn verður þar að auki ekki í takt við íslenskt dómahámark er ekki víst að íslensk yfirvöld gætu tekið að sér að framfylgja honum. liljakatrin@dv.is Bíður eftir rétt- arhöldum Erfitt hefur reynst fyrir fjölskyldu Ragnars að ná tali af honum í Brasilíu. Séra Baldur Rafn Sigurðsson sóknar- prestur fær aukalega greidda rúma milljón króna vegna aksturs í tengsl- um við prestsstörf frá tveimur þeirra sókna sem hann sinnir. Samkvæmt kjarasamningum presta fá þeir fast- ar greiðslur vegna akstursins. Séra Baldur Rafn hefur aftur á móti gert samninga við Njarðvíkursókn og Ytri-Njarðvíkursókn um viðbótar- greiðslur. Árlega greiðir Ytri-Njarðvíkur- sókn honum 883 þúsund krón- ur en frá Njarðvíkursókn fær hann 248 þúsund krónur. Samtals nema greiðslurnar því 1.131 þúsund krón- um á ári. Tíðkast ekki Séra Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, segir það ekki venju að prestar fái aukalega akst- ursgreiðslur frá þeim sóknum sem þeir sinna, ofan á samningsbundn- ar akstursgreiðslur. „Nei, það tíðkast ekki almennt,“ segir hann. Ólafur bendir á að prestum sé heimilt að rukka fyrir akstur í tengsl- um við sérstakar athafnir. Þannig geta þeir óskað eftir greiðslu vegna aksturs í tengslum við hjónavígslu ef svo ber undir. Ef um útfarir er að ræða greiða kirkjugarðarnir fyrir þær og borga þá jafnvel sérstaklega fyrir akstur. „Ef einhverjar sóknir borga prest- um beinlínis fyrir akstur, þá er það á gráu svæði,“ segir Ólafur. Undir séra Baldur Rafn heyrir Njarðvíkurprestakall og sinnir hann þremur sóknum prestakallsins; Njarðvíkursókn, Ytri-Njarðvíkursókn og Kirkjuvogssókn í Höfnum. 800 kílómetrar á mánuði Ágústa Guðmundsdóttir, gjaldkeri sóknarnefndar Ytri-Njarðvíkursókn- ar, staðfestir að sóknin greiði séra Baldri Rafni sérstaka aksturspen- inga. Þær greiðslur nema nú 883.200 krónum á ári. Er þar miðað við að séra Baldur Rafn fái greitt fyrir akstur 800 kílómetra á mánuði og greiddar eru 92 krónur fyrir hvern kílómetra. Honum er greitt þrisvar á ári en sam- svara greiðslurnar því að hann fái mánaðarlega 73.600 krónur. Vegalengdin frá Reykjavík til Ak- ureyrar er um 430 kílómetrar. Áætl- aður akstur séra Baldurs Rafns innan sóknarinnar jafngildir því að hann aki mánaðarlega sem samsvarar akstri frá Reykjavík til Akureyrar og langleiðina aftur til Reykjavíkur. Skilar inn reikningum Sigmundur Eyþórsson, sóknar- nefndarformaður Innri-Njarðvíkur- sóknar, staðfestir að séra Baldur Rafn fái sömuleiðis akstursstyrk frá þeirri sókn og segir þær greiðslur færðar í ársreikninga sóknarinnar. „Ytri- og Innri-Njarðvík eru þær sóknir sem hafa gert þetta,“ segir hann. Ósk Kristinsdóttir, sóknarnefnd- arformaður Kirkjuvogssóknar, segir séra Baldur Rafn ekki fá fastar akst- ursgreiðslur frá sókninni. Hins vegar skili hann inn reikningum vegna til- fallandi aksturs, svo sem þegar hann skírir eða jarðar í sókninni. Ósk tók við sem formaður sóknarnefndar fyrir um fimm árum og kannast hún ekki við að séra Baldur Rafn hafi sótt að fá fastar greiðslur vegna aksturs- ins. Kjararáð ákvarðar fastar greiðslur Allir prestar fá fastar greiðslur vegna aksturs úr Kirkjumálasjóði. Þær greiðslur eru bundnar í kjarasamn- inga sem kjararáð ákvarðar um. Stærð prestakalls ræður því hversu háar akstursgreiðslur til presta eru. Njarðvíkurprestakall telst vera með- alstórt og greiðslur til prests því tæp- ar 29 þúsund krónur á mánuði vegna aksturs, eða um 346 þúsund krónur á ári. Samningar séra Baldurs Rafns kveða á um viðbótargreiðslur ofan á þessa samningsbundnu greiðslu. Til samanburðar má nefna að prestar í Reykjavík fá rúmlega 17 þúsund krónur á mánuði í aksturs- greiðslur, eða 208 þúsund á ári. Ekki skráð hjá Biskupsstofu Séra Baldur Rafn vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður hafði sam- band við hann og vísaði á Biskups- stofu. „Ég ætla ekkert að vera að segja eitt eða neitt,“ segir hann. Biskupsstofa vísaði málinu hins vegar frá sér og fékk blaðamaður þau svör að hjá Biskupsstofu væri ekkert yfirlit haft yfir þær akstursgreiðslur presta sem koma ofan á þær greiðsl- ur sem festar eru í kjarasamninga. Baldur Rafn Sigurðsson PRESTUR FÆR MILLJÓN Í AKSTURSGREIÐSLUR „Ef einhverjar sóknir borga prestum beinlín- is fyrir akstur, þá er það á gráu svæði.“ ERla HlynSdóTTiR blaðamaður skrifar: erla@dv.is Með sérsamninga Séra Baldur Rafn Sigurðsson hefur gert samning við Ytri-Njarðvíkursókn um fastar greiðslur fyrir mánaðarlegan akstur. Mynd SigTRygguR aRi Bankasýsla tekur við bönkunum Bankasýsla ríkisins hefur tekið við eigendahlutverki í viðskipta- bönkunum þremur. Lúkning samninga við kröfuhafa verð- ur þó áfram í höndum fjár- málaráðherra. Bankasýslan fer samkvæmt lögum með eig- endahlutverk ríkisins í fjármála- fyrirtækjum sem stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að eignast hlut í. Þeim sem þurfa að hafa samband við ríkið vegna eignar- hluta þess í viðskiptabönkunum er bent á að hafa samband við Bankasýsluna. Ók of hratt á kókaíni Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 45 ára karlmann fyrir að aka yfir leyfilegum hámarks- hraða undir áhrifum kókaíns og tetrahýdrókannabínólsýra í maí síðastliðnum. Héraðsdóm- ur sýknaði manninn af ákæru um ölvunarakstur frá því 18. júlí 2008 en hann á langan sakaferil að baki. Manninum var gert að greiða 85 þúsund krónur í sekt og var hann sviptur ökuleyfi í einn og hálfan mánuð. Stúdentar spurðir um niðurskurð Stúdentar við Háskóla Ís- lands hyggjast berjast gegn áformum um niðurskurð inn- an Háskólans. Í dag verður Fjármáladagur Stúdentaráðs Háskóla Íslands haldinn þar sem komið verður fyrir opn- um hugmyndakössum þar sem nemendur eru beðnir að koma með sitt innlegg um hvar megi/megi ekki skera niður innan skólans. Stúd- entaráð hvetur nemendur til að leggja Háskólanum lið með því að koma hugmynd- um sínum á framfæri en niðurstöðurnar verða færðar fulltrúum SHÍ í Háskólaráði. Þögn um mansalsmál Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af gangi rannsóknar- innar í mansalsmálinu svokall- aða. Í gær fengust þaðan engin svör og þær upplýsingar voru gefnar að embættið ætlaði sér eingöngu að ræða við fjölmiðla í gegnum fréttatilkynningu sem send verður út í dag. Samkvæmt heimildum DV beinist rann- sóknin þó enn að skipulagðri glæpastarfsemi allra þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi. Varðhald- ið yfir sjömenningunum, fimm Litháum og tveimur Íslending- um, rennur út í dag. dV 28. október 2009 BarNalÁN NÓatÚNs- fJÖlskYlDuNNar Þrjár dætur Jóns fengu lán Þrjár af dætrum Jóns Þorsteins Jónssonar, stjórnarfor- manns í sparisjóðnum Byr, fengu lán frá Glitni til að kaupa stofnfjárbréf í Byr. Bendir á bankann Einar Örn Jónsson, sem tók lán hjá Glitni fyrir hönd tveggja barna sinna, segir að enginn hjá Glitni hafi látið lántakendurna vita að þeir mættu ekki skuldsetja börn sín til að kaupa stofnfjárbréfin í Byr. Honum finnst ekki siðlaust að taka lán fyrir hönd barna sinna. Heimska og siðblinda glitnis og foreldranna Vilhjálmur Bjarnason, formaður Félags fjárfesta og lektor í Háskóla Íslands, gagnrýnir bæði Glitni og foreldrana harðlega fyrir lánveitingarnar til barnanna tíu. Hann telur ábyrgðina þó fyrst og fremst hjá bankanum. „Þetta blessaða starfsólk í Glitni var gersamlega óhæft til að starfa í banka. Þetta er byrjendaatriði í lögfræði: Að lána ekki fé til ólögráða einstaklinga. Foreldarnir eru náttúrlega galnir líka. En lítum bara á þátt bankans. Auðvitað lenda lánveitendur oft í því að það kemur galið fólk í bankann og biður um lán. Þá segir bankinn bara: Því miður, þetta er andstætt öllum reglum. Farðu út. Bankinn gerði þetta ekki í þessu tilfelli og samkvæmt öllum reglum er bankanum ekki heimilt að gera það sem hann gerði. Bankinn veit að hann má ekki lána ófjárráða einstaklingum en samt gerir hann það. Þetta lýsir bara fyrst og fremst heimsku bankans. Þetta er heimskt fólk og siðblint og á ekki að koma nálægt fjármálum,“ segir Vilhjálmur um starfsfólk Glitnis sem keyrði lánveitingarnar í gegn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.