Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 15
fréttir 2. nóvember 2009 mánudagur 15 Skattar Skelfa orkuriSana Óttast uppsagnir Forsvarsmenn stóriðjunnar óttast afleiðingar fyrirhugaðrar skattlagningar. Ekki lengur varin Ólafur Teitur Guðnason, upplýs- ingafulltrúi Alcan á Íslandi, segir óljóst hvort fyrirtækið sé varið gegn fyrirhugaðri skattlagningu. Hann óttast að fótunum verði kippt undan fyrirtækinu. „Við erum áhyggjufull. Lengi vel vorum við klárlega varin gegn svona löguðu en erum líklega ekki lengur. Við erum því ekki með eins sterka vörn og við vorum með áður og því ekki ljóst hvort við séum í skjóli. Það er þungt yfir okkur núna því okkur sýnist þetta geta kostað okkur 1-2 milljarða á ári. Það eru ekkert mörg fyrirtæki sem þola það. Slíkt myndi að minnsta kosti stroka út hagnað fyrirtækisins á þessu ári og menn sætta sig líklega ekki við það,“ segir Ólafur Teitur. „Í samningi okkar eru ákvæði al- menns eðlis um að ekki megi kippa fótunum undan fyrirtækinu og gæti verið að slíkt ákvæði eigi við. Það er því hreinlega vandséð hvernig við getum mætt þessu og þetta kem- ur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að hætt verði við þessa skatta. Við erum að borga nú þegar mjög mik- ið, eða 1.800 milljónir í fyrra, og við erum því svo sannarlega að leggja okkar af mörkum nú þegar.“ Stóriðja til staðar Væntanleg stóriðja Hugsanleg stóriðja Aflþynnuverksmiðja Aflþynnuverksmiðja Álver / orkufrekur iðnaður Álver Gagnaver Koltrefjaverksmiðja Íslensk stóriðja Ríkisstjórn Íslands hefur boðað endurskoðun á áformum sínum um að leggja á nýjan orku-, auðlinda- og umhverfisskatt. Talsmenn stóriðju- fyrirtækja óttast leggist fyrirhugaður orku- og auðlindaskattur á fyrirtækin. Þeir eru sammála um að komi til skattlagningarinnar þurfi að bregðast við með niðurskurði og hugsanlegum fjöldaupp- sögnum. Kortið sýnir þá stóriðju sem nú er í gangi á Íslandi, ásamt væntanlegri stóriðju þar sem samkomulag af einhverju tagi liggur fyrir og svo hugsanlega stóriðju þar sem fyrirtæki hafa lýst vilja sínum og verkefni eru í skoðun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.