Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 22
22 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir Sýklar eru örverur sem eiga það eitt sameiginlegt að valda sjúkdómum. Allt í kringum okkur eru sýklar sem geta beinlínis reynst skaðlegir heilsunni. Gróðrarstíur fyrir sýkla geta leynst á bestu heimilum. Þær geta leynst í eldhúsinu, svefnherberginu, á fartölvunni eða jafnvel í sturtunni, svo dæmi séu tekin. Hér má sjá lista yfir algenga staði á heimilum þar sem sýklar geta grasserað og ráð við því hvernig fækka má þessum vágestum í umhverfi okkar. 1. Eldhús- svampurinn Rannsóknir hafa leitt í ljós að í einum svampi geta leynst um 20 milljónir örvera eða sýkla. Jafnvel þótt þú þrífir hann með vatni og bleikiefnum getur svampurinn verið fullur af sýklum og bakteríum sem gætu leitt til veikinda þeirra sem nota svampinn. Sérfræðingar við Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins í Bandaríkjunum hafa komist að því að bleikiefni, sítrónusafi eða vatn eyða sýklunum ekki. lausn: Besta leiðin til að þrífa svamp- inn, að mati sérfræðinganna, er að setja hann í örbylgjuofn á hæsta styrk í eina mínútu og svo í uppþvottavélina. Sú meðferð drepur 99,9 prósent sýklanna. 2. rúmið Rykmaurar eru sníkjudýr sem valda sýkingum í mönnum. Algengt er að í einu grammi af ryki séu 100 til 500 rykmaurar en þeir geta verið allt að 20 þúsund. Í einu rúmi geta þeir skipt hundruðum þúsunda. Samkvæmt Vísindavefnum leiða rannsóknir í ljós að ofnæmi fyrir rykmaurum er algengt og meðal sjúklinga með ofnæmi er það mjög algengt. Í breskri rannsókn kom í ljós að 10 prósent fólks, almennt, og 90 prósent sjúklinga með ofnæmisastma höfðu rykmauraofnæmi. lausn: Rykmaurar þrífast vel í gólf- teppum en illa á dúkum og trégólfum. Gólfteppi ættu aldrei að vera í svefn- herbergjum og ef fólk vill endilega hafa teppi annars staðar, ætti að velja teppi með stuttum hárum. Þá lifa rykmaurar síður ef rakastig er minna en 50 prósent. 3. Fartölvan Rannsókn á vegum North Carolina-háskólans hefur leitt í ljós að lyklaborð eru gróðrar- stía sýkla, jafnvel þótt þú einn notir tölv- una. Ef þú færð klígju við tilhugsunina ættirðu ekki að lesa næstu setningu. Á hverjum fersentimetra í venjulegri klósettskál má að jafnaði finna 16 sýkla en á venjulegu lyklaborði er fjöldinn 8.300! Ástæðan er sú að klósettskálar eru yfirleitt þrifnar reglulega en lyklaborðin mun sjaldnar. lausn: Hún er einföld. Strjúktu reglulega yfir fartölvuna þína með sótthreinsandi efnum. 4. sturtuhEngið Rannsóknir Jafnréttis- og umhverf- isverndarstofnunar Bandaríkjanna benda til þess að sturtuhengi sem eru gerð úr plastefninu pólývinylklór- íði (PVC) geti verið skaðleg heilsunni. Þau eru sögð geta leyst skaðleg efni úr læðingi, sem dreifast um baðherbergið. Ágreiningur er uppi um hve mikið þurfi af efninu til að skaða heilsu fólks. lausn: Athugaðu hvort þú sjáir upplýs- ingar um efnisinnihald sturtuhengisins. PVC er til dæmis á bannlista hjá IKEA. Íhugaðu að kaupa nýtt hengi ef sturtuhengið inniheldur efnið. 5. Þvottur- inn Þar sem þvottavélar hafa það hlutverk að þrífa fötin líta fáir á vélarnar sem gróðrarstíu fyrir sýkla. Ef þú þværð þvottinn iðulega við lágt hitastig, eða ef þú deilir þvottavél með öðrum, ættirðu að hafa í huga að lágt hitastig leiðir til þess að sýklarnir dreifast. Sérfræðingar við Arizona- háskóla fullyrða að sýklar sem geti meðal annars leitt til lifrarbólgu, geti næsta auðveldlega borist úr nærfötum í annan fatnað þegar þvegið er við lágt hitastig. lausn: Þvoðu nærföt og handklæði sitt í hvoru lagi. Þvoðu handklæðin reglulega við mikinn hita. Við 68 gráður drepast flestir sýklar. 6. rakatækið Á sumum heimil- um og vinnustöð- um eru rakatæki sem blása út gufu. Ef tækið er ekki hreinsað reglulega geta þar safnast ógrynnin öll af sýklum sem kunna að valda öndunarörðug- leikum. lausn: Þvoðu tækið reglulega, helst oft í hverri viku. Notaðu bleikiefni og láttu standa í tækinu áður en það er skrúbbað og skolað. 7. hurðar- húnninn Á stórum heimil- um, þar sem umgangur er mikill, vilja sýklar safnast saman á hurðarhúnum; sérstak- lega á útidyrahurðinni. Reyndu að ímynda þér alla hlutina sem fjölskyldumeðlimir og aðrir gestir hafa komist í tæri við yfir daginn. Óteljandi sýklar geta safnast saman á hurðarhúnum. Þar geta þeir lifað dögum saman. lausn: Þurrkaðu reglulega af hurð- arhúnum heimilisins með klútum eða þurrkum sem innihalda sýkladrepandi efni. Hurðarhúnar úr kopar safna mun síður sýklum. 8. salt- og piparstaukar Hvenær þreifstu síðast saltstauk- inn sem stendur á eldhúsborðinu allt árið? Einmitt. Þessir litlu hlutir eru snertir nánast á hverjum einasta degi sem eldað er. Hefurðu einhvern tíma saltað sósuna eftir að hafa snert hráan kjúkling? Settirðu síðan saltið á sinn stað aftur? Á þennan hátt geturðu orðið fyrir matareitrun. lausn: Þvoðu þér reglulega um hendurnar við matseldina og þrífðu staukana með sótthreinsandi efnum endrum og eins. 9. Blautt handklæði makans Að nota sama handklæði og makinn getur verið gott fyrir umhverfið en slæmt fyrir heilsuna. Blaut handklæði geta valdið ýmiss konar sýkingum vegna húðflaga sem sitja eftir í handklæðum eftir notkun. lausn: Þvoið handklæðin eftir hverja notkun og ekki deila þeim með öðrum. 10. matur og Eldhúsáhöld Sýklar geta borist á milli matvæla með snertingu sýklamengaðra matvæla við hrein matvæli eða með höndum, hönskum eða áhöldum sem snert hafa meng- aðan mat. Kjöti, sérstaklega af svíni og kjúklingi, skal haldið frá ferskvöru eins og grænmeti. Varhugavert getur verið að nota sama hníf eða skurðarbretti við hráa vöru og ferskvöru. Slíkt getur leitt til alvarlegra matarsýkinga. lausn: Þvoið hendur og eldhúsáhöld vandlega eftir vinnu með hrátt kjöt. Hyljið sár með vatnsheldum plástri eða notið vatnshelda hanska. Þar sem sýklar geta borist úr nefi, munnholi, þörmum manna og dýra er nauðsynlegt að þvo sér alltaf um hendur áður en matur er meðhöndlaður. Lauslega byggt á grein eftir blaðakon- una Söruh Jio. baldur@dv.is Tíu hæTTur heimilisins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.