Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 11
fréttir 2. nóvember 2009 mánudagur 11
Um Kleopötru Kristbjörgu, forstjóra Gunnars majoness, birtast lofauglýsingar í fjöl-
miðlum og eigendur fyrirtækisins fagna því að hafa veitt henni stólinn. Samkvæmt
heimildum DV velta starfsmenn fyrirtækisins fyrir sér uppgangi forstjórans og undr-
ast skjótan frama. Helen Gunnarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins, blæs á alla gagn-
rýni á forstjórann.
MAJÓNESFORSTJÓRI
SAFNAR AÐDÁENDUM
„Hún er bara mjög vinsæl, mjög vin-
sæl, og við vildum fá einhvern for-
stjóra með bein í nefinu og hæfan í
mannlegum samskiptum,“ segir Sig-
ríður Regina Waage, stjórnarformað-
ur Gunnars majoness. Hún er ekkja
Gunnars Jónssonar, stofnanda og
fyrrverandi forstjóra Gunnars maj-
oness sf.
Núverandi og fyrrverandi starfs-
menn Gunnars majoness undrast
sumir hverjir skjótan frama forstjór-
ans, Kleopötru Kristbjargar, innan
fyrirtækisins, ef marka má heimild-
ir DV. Fram að ráðningu hennar var
fyrirtækið mikið fjölskyldufyrirtæki
og því varð hluti starfsmanna hissa
þegar tilkynnt var að Kleopatra Krist-
björg yrði forstjóri. Frekar var búist
við því að önnur hvor dætra stofn-
enda fyrirtækisins, Helen eða Nancy
Gunnarsdætur, tæki við rekstrin-
um en sú varð ekki raunin. Sjálf hef-
ur Kleopatra skrifað nokkrar bæk-
ur, meðal annars Daggardropa og
Hermikrákuheim, og um hana hafa
verið birtar heilsíðuauglýsingar í fjöl-
miðlum þar sem lofræður er að finna
um forstjórann.
Góð manneskja
Núverandi starfsmaður Gunnars
majoness, sem ekki vill láta nafns
síns getið af ótta við að missa starf
sitt, undrast uppgang forstjórans í
samtali við DV. Hann segir fólkið í
fyrirtækinu ekki skilja hvers vegna
Kleopatra var ráðin. „Það er alls
ekki slæmt að vinna hjá fyrirtæk-
inu en þetta með forstjórann skilur
fólk ekki. Það virðist vera stór klíka
í kringum forstjórann. Uppgangur
hennar hjá fyrirtækinu er mjög ein-
kennilegur. Þetta virðist næstum því
vera einhvers konar sértrúarsöfnuð-
ur í kringum hana. Ég skil þetta eig-
inlega ekki en þetta er alveg stór-
magnað. Það getur vel verið að hún
sé voðalega góð manneskja,“ segir
starfsmaðurinn en dregur forstjóra-
hæfileika hennar í efa.
Helen Gunnarsdóttir vísar allri
gagnrýni á bug og segir Kleopötru
sinna starfi sínu af alúð og elju-
semi. Hún telur fyrirtækið heppið
að hafa fengið hana í forstjórastól-
inn. „Kleopatra vinnur mjög vel sína
vinnu og við höfum aldrei haft betri
forstjóra. Hún hefur allt til að bera, er
heiðarlegasta kona sem til er, hlý, góð
og gáfuð. Hún er ofsalega vel gefin og
mælsk og síðustu þrjátíu ár hefur hún
fengið fólk til að sjá ljósið. Kleopatra
er rosalega vinsæl en kannski eru til
einhverjir sem eru reiðir og afbrýði-
samir út í hana. Mér dettur það í hug
að óvildarmenn hennar séu að skapa
þessa umræðu,“ segir Helen.
Hefur styrktaraðila
Fyrrverandi starfsmaður fyrirtækis-
ins bendir á í samtali við DV að for-
stjórinn sinni lítið daglegum rekstri
fyrirtækisins. Á þeim tíma sem hann
starfaði þar segist hann hafa tvisvar
rekist á Kleopötru. „Ég skil alls ekki til-
gang hennar innan fyrirtækisins. Hún
kemur sjálf ekkert nálægt rekstrinum
og hefur til þess enga þekkingu. Hún
kann engin skil á fjármálum og ég skil
ekki hvernig hún leyfir sér að kalla sig
forstjóra. Sumir starfsmenn hafa ekki
einu sinni séð forstjóra fyrirtækisins.
Þetta er bara brandari og það er hleg-
ið að þessu úti um allan bæ, ekki bara
innan fyrirtækisins. Fólk er alveg gátt-
að á þessu og fólkið í fyrirtækinu skil-
ur þetta ekki,“ segir starfsmaðurinn
fyrrverandi.
Helen ítrekar hversu heppið fyrir-
tækið sé að hafa Kleopötru sem for-
stjóra og bendir á að forstjórinn sé
verulega hæfileikaríkur rithöfund-
ur. Aðspurð vísar hún því á bug að
Kleopatra hafi í kringum sig söfn-
uð. „Í kringum hana er engin klíka
en hún er með styrktaraðila í kring-
um sig. Að hún sé í einhverjum söfn-
uði er haugalygi en hún hefur hjálpað
þúsundum einstaklinga hér á landi.
Bókin hennar, Hermikrákuheimur, er
besta bók sem til er og það er ekki til
gáfaðri kona á landinu. Við erum of-
boðslega ánægð með hana. Hún er
bara besti forstjóri sem við höfum átt,“
segir Helen.
TrausTi HafsTeinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
frábær forstjóri Eigendur Gunnars
majoness eru ánægðir með forstjóra
fyrirtæksins.
Langar lofgreinar Um Kleopötru Kristbjörgu hafa birst langar blaðaauglýsingar þar
sem farið er fögrum orðum um hana.
Úr blaðaauglýsing-
um um Kleopötru
Kristbjörgu:
„Allir vilja tala við Kleopötru, dansa
við hana, þó ekki væri nema aðeins
að snerta hana. Fólk buktar sig og
beygir í djúpri lotningu og virðingu
fyrir henni, ekki bara karlmenn
heldur konur líka.“
„Hún er þessi dularfulla kona,
dulúðug og fjarræn. Hún vekur alls
staðar gífurlega mikla athygli og
aðdáun, fólk fellur að fótum hennar
og allir vilja þekkja hana. Karlmenn
missa ráð og rænu, svitna og horfa á
hana fullir löngunar en þora ekki að
tala við hana.“
„Mín kynni af Kleopötru eru stór-
kostleg, hún er svo ótrúlega vakandi
og lifandi, ótrúlega vel gefin, hress,
skemmtileg, hlý og góð. Að vera í
návist hennar er engu lagi líkt.“
„Kleopatra er ímynd kvenlegrar
fegurðar og yndisþokka, geislar af
kynþokka. Hún er mjög andleg og er
gædd dulrænum hæfileikum þó hún
sjálf hafi aldrei viljað opinbera það.“
Gunnars majones
Gunnar Jónsson, fyrrverandi forstjóri
Gunnars majoness sf., var fæddur í
Reykjavík 3. september 1920. Eftir
skólagöngu í Reykjavík lauk Gunnar
búfræðinámi frá Bændaskólanum á
Hvanneyri og vann síðan við ýmis
störf í Reykjavík, s.s. rekstur eggjabús
og útgerð eigin leigubifreiða. Hann
fór síðan til Bandaríkjanna þar
sem hann lauk prófi í viðskipta- og
hagfræði frá háskólanum í Minn-
eapolis. Árið 1959 sneri fjölskyldan
aftur til Íslands og ári síðar stofnuðu
þau hjón síðan eigið fyrirtæki,
Gunnars majones sf. Gunnar helgaði
fyrirtækinu alla sína krafta og vann
við það af dugnaði og ósérhlífni til
dauðadags.
Heimild: www.gunnars.is
„Hún er bara besti forstjóri
sem við höfum átt.“
Slagsmál í
Keiluhöllinni
Slagsmál brutust út í Keilu-
höllinni í Öskjuhlíð stuttu eftir
miðnætti aðfaranótt sunnu-
dags. Tvítug stúlka var að spila
keilu ásamt vinum sínum. Ölvað
fólk á næstu braut hegðaði sér
ófriðsamlega. Hljóp það meðal
annars yfir brautir hjá öðrum
gestum. Stúlkan hlaut áverka eftir
að fólkið réðst á hana. Hún og
vinir hennar voru edrú en fólkið
sem réðst á hana var ölvað eins
og áður sagði.Hálftíma eftir árás-
ina kom lögreglan og fjarlægði
fólkið. Stúlkan ætlar ekki að kæra
árásina.
Bílvelta á
Holtavörðu-
heiði
Umferðaróhapp varð á Holta-
vörðuheiði í gær. Ökumað-
ur fólksbíls velti bíl sínum og
liggur alvarlega slasaður á
Landspítalanum. Fyrst var far-
ið með manninn í sjúkrabíl en
síðar ákveðið að kalla eftir að-
stoð þyrlu. Þyrlan sótti mann-
inn við Hvalfjarðargöngin. Var
farið með manninn á Land-
spítalann í Fossvogi. Maður-
inn var einn í bílnum og var
hálka á Holtavörðuheiði þegar
slysið varð.
Bílvelta í
Bryggjuhverfi
Bíll valt í Bryggjuhverfinu í
Reykjavík í gær. Í bílnum voru
þrír farþegar en enginn slasað-
ist í bílveltunni. Slökkvilið kom
á staðinn til að hreinsa olíu og
eldsneyti vegna eldhættu. Auk
þess bjargaði slökkviliðið ketti
af þaki nýbyggingar í Reykjavík.
Vinnupallar höfðu verið fjar-
lægðir af húsinu og því komst
kötturinn ekki niður af sjálfsdáð-
um.
Jarðskjálftar út
af Reykjanesi
Skjálftahrina varð vestur af
Reykjanesi á laugardagskvöld.
Svæðið sem um ræðir er við
Geirfugladrang og Eldeyjarboða.
Stærstu skjálfarnir voru um fjórir
á Richter. Urðu stærstu skjálft-
arnir um miðnætti á laugardags-
kvöldið. 18 skjálftar sem voru
þrjú stig eða meira mældust á
svæðinu á sunnudagsnóttina og í
gærmorgun.