Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 19
MaMMa Mía! Hver er maðurinn? „Haukur Sigurðsson heiti ég, fæddur 6. júní 1938 á Akureyri.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Þegar ég fór í fyrsta sinn með skipi með foreldrum mínum þar sem við sigldum til Ísafjarðar þaðan sem faðir minn var. Þá var ég ekki nema þriggja ára. Á Ísafirði man ég svo að mér var boðið nýtt slátur heima hjá ömmu og afa en ég hafnaði því og sagðist aldrei vilja nýtt slátur heldur súrt. Þetta þótti hinn mesti dónaskapur.“ Hver er eftirminnilegasta bók sem þú hefur lesið? „Jahá, nú er mikill vandi á höndum. Ég nefni bók Sigurðar Nordals um Völuspá sem ég las síðasta veturinn í menntaskóla. Mér fannst hún gjörsamlega heillandi.“ Ef þú þyrftir að segja um hvað Eyrbyggja er í 2 til 3 setningum, hvernig myndi sú lýsing hljóma? „Hún er saga af deilum ætta á Snæfellsnesi og miðlægur í sögunni er Snorri goði Þorgrímsson. Hún hefur skarpar persónulýsingar og mikla forneskju.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að skrifa einleik byggðan á Eyr- byggju? „Fyrst og fremst það að þarna eru yfirnáttúrulegir atburðir, galdrafrá- sagnir og draugagangur og ég hugsaði með mér hvort ekki væri hægt að búa til samfellt efni um þetta sem gæti náð til hlustenda. Ég hugsaði líka að fólk hefði ekki lesið þessa sögu, kannski vegna þess að hún virðist óárennileg en hún er mjög mögnuð og afskaplega vel skrifuð.“ Hefurðu leikið á sviði áður? „Já, einu sinni í barnaskóla og svo síðasta veturinn í MA.“ Er kennslustarfið góður grunnur fyrir leiklistina? „Já, eins og með alla kennslu þjálfast maður í að orða hluti skýrt og greinilega. Og í báðum þarf maður að hafa innbyggt svolítið gott tímaskyn.“ Afar vinsælar verðlaunasýningar byggðar á Íslendingasögum hafa verið settar upp í Landnámssetrinu síðustu ár, til dæmis Mr. Skalla- grímsson og Brák. Er ekki erfitt að fylgja á eftir þeim? „Auðvitað hef ég hugsað til þess. En Kjartan Ragnarsson, sem stýrir Landnámssetrinu, segir að það sé gott að fá svona dagskrá af því að hún sé svo ólík hinum tveim.“ ætlar þú að gerast áskrifandi að skjá einum? „Nei, ég hef ekki tíma til að horfa á sjónvarp. Ég horfi bara á bíómyndir.“ SigurdÍS SóLEy LýðSdóttir 20 ÁRA öRyggiSVöRðuR Í HAgKAupuM SKEiFuNNi „Nei, ég ætla ekki að gerast áskrifandi að Skjá einum. Ég tími því ekki og finnst dagskráin ekki þess virði.“ KLArA MAttHÍASdóttir 44 ÁRA SJúKRALiði Og HÁSKóLANEMi „Já, ætli það ekki bara.“ Sigurður Kr. SigurðSSon tóNLiStAR- Og AFgREiðSLuMAðuR „Nei, en nýjasta úspil þeirra að gera manni kleift að horfa á uppáhalds- þættina hvenær sem er lætur mann hugsa sig tvisvar um.“ ottó gunnArSSon 28 ÁRA AtHAFNAMAðuR Dómstóll götunnar HAuKur SigurðSSon er höfundur og leikari einleiks sem byggður er á Íslendingasögunni Eyrbyggju og var frumsýndur í Landnámssetrinu í Borgarnesi á laugardag. Haukur er fyrrverandi sögukennari í MR og segir kennsluna góðan grunn fyrir leiklistina. Vildi bara súrt slátur „Nei, ég hef engan áhuga á því.“ guðMundur óLAfSSon 65 ÁRA StARFSMAðuR Á pLANi maður Dagsins Fyrir nokkrum misserum var kunn- gjörð könnun sem kvað Ísland eitt óspilltasta land í heimi. Þá var ekki átt við landkosti heldur mannauð. Hér væri sannleiksástin rík, hugs- unin heildræn og hjatslátturinn hreinn. Sem sagt, jöfnuður, rétt- læti, frelsi, Ísland Eden norðursins. Ásakanir um spillta ráðamenn voru afgreiddar sem fjarstæða, bölmóð- ur og samsæriskenningar. Alveg eins og bankakerfið sem hrundi, var enginn skítur á Íslandi meðan enn stóð í görnum. Sikiley norðursins Og núna er Ísland Sikiley norðurs- ins, heimsfræg djöflaeyja flokkuð með drasli. Almenn endurreisn er þó flestum íslendingum ofarlega í huga. Sé farið út í siðferðilega end- urreisn fækkar þó verulega í hópn- um. Um það eru lýsandi teikn alls staðar. Forsvarsmenn atvinnu- lífsins vilja ómerkja úrskurði rík- isstjórnarinnar og stöðva áform í mikilvægum málaflokkum eins og sjávarútvegsmálum. Enn kyrjaður fyrri hræðsluáróður að verði hróflað við gömlu valdablokkunum fari hér allt á hliðina. Og jafnvel þó flestum sé nú augljóst að einmitt vegna frið- helgi þessara rótgrónu klana hrundi hér allt. Málpípurnar eru samt unn- vörpum, málpípur hinna gömlu valdahópa, málpípur spillingarinn- ar sem bíða þess eins að endurreisa Ísland eins og það var. Þátttakendur hrunadansins Nýlega féll hæstaréttardómur um vegalögn á Barðarströnd þar sem fyrri úrskurði um vegstæði var hnekkt. Einn þingmanna svæðisins undi illa niðurstöðunni, svo illa að hann telur að breyta verði lögunum. Dómar verða sem sagt að falla að stöfum. Annað augljóst dæmi um bágt siðferðisþrek er tregða stjórn- málamanna og embættismanna að láta af störfum. Fólk sem uggði ekki að sér þegar mest lá við, lét þjóðþrifaverk undir höfuð leggjast og jafnvel andæfði gagnrýni með hroka. Sumt af þessu fólki var nán- ast teymt af vinnustað sínum, annað borgað út og þeir sem mestu ábyrgð- ina báru létu sig hverfa. Einhverjar afsökunabeiðnir bárust landslýð en enginn virkur þátttakandi hruna- dansins hefur sýnt þjóðinni raun- verulega iðrun og sannleiksást. Og umskipti stjórnmálanna hafa því miður ekki megnað að gegna þessu hlutverki. Afskriftir skulda Nýlega voru lög um skuldaafskrift- ir samþykkt á alþingi. Þingheim- ur allur renndi þessu í gegn nema minnsti þingmaðurinn gerði al- varlegar athugasemdir við laga- pakkann. Kvað þessi lög hreinlega þjóðarfjandsamleg og hygla mestu óreiðumönnunum bæði í skuldum og sköttum. Og afhverju trúa marg- ir þessum eina þingmanni frem- ur en öllum hinum? Svarið er ein- falt: Hann hefur enga ástæðu til að ljúga. Fjórflokkurinn er orðinn svo gegnsýrður af hagsmunatengslum, hrossakaupum og skoðanalausum framlengingarsnúrum að bæði réttsýni og skilvirkni skortir til að geta stjórnað landi eða þjóð. Fyr- irbærið er komið að fótum fram og fulltrúar þess ná ei lengur í gegn. Almenningur treystir ekki þess- um mölkufli sem hættur er að bera skynbragð á satt og logið. Von ís- lendinga er ekki fólgin í að skipta kjörtímabilunum á milli þessa fjór- höfða þurs, endurreisn mun byggj- ast á nýju, ómenguðu fólki sem hvorki skilur né þekkir þá rang- ala sem ríkja. Endurreisnin þarf fólk sem kemur af fjöllum (Stein- grímur undanskilinn), fólk eins og litla þingmanninn sem mælir og uppsker hlustun. Og það duga ekki tveir, fimm eða fimmtán slíkir. Lágmarkið er þrjátíu og þrír. Sá minnsti skal verða stærstur... kjallari mynDin 1 Bjössi í World Class: Kvæntist samkeppnisaðila Björn Leifsson segir í helgarblaði DV að hann hafi kynnst eiginkonu sinni á opnunarhátíð fyrstu World Class-stöðvarinnar. 2 Heimsins versta rán - Myndband Einstaklega misheppnaður innbrotsþjófur kemst í hann krappan þegar hann brýst inn í áfengisverslun. 3 Mcdonalds horfið: Metro er „grande grande“ „Þeir eru grande grande,“ segir Jón garðar ögmundsson, eigandi Metro um nýju hamborgarana. 4 Benitez lét dómarann heyra það eftir tapið Rafa Benitez lét nokkur vel valin orð falla um dómara leiksins eftir tap Liverpool gegn Fulham. 5 „Ekkert heilagt í þessu“ óbreytt útgjöld ríkisins til þingflokka og stjórnmálaflokka á milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpi vekja athygli. 6 Björn Bjarnason: Skúffufé mikilvægt Björn Bjarnason talar af reynslu þegar hann segir á bloggsíðu sinni að skúffufé ráðherra hafi skipt sköpum. 7 Egill Helga: Lamað eftirlit gagnvart einokun Egill Helgason tekur undir orð Styrmis gunnarssonar sem leggur til að sett verði víðtæk löggjöf til þess að tryggja frjálsa samkeppni. mest lesið á DV.is Lýður ÁrnASon heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Endurreisnin þarf fólk sem kemur af fjöllum.“ umræða 2. nóvember 2009 mánudagur 19 Afganskt matarboð Jón Baldvin Hannibalsson var einn fjölda matargesta hjá hælisleitandanum Wali Safi á sunnudagskvöldið. Jóni ofbýður að íslensk stjórnvöld skuli mikla fyrir sér að taka við örfáum mönnum sem hér óska eftir hæli. Mynd KArL PEtErSEn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.