Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Side 18
Sé eitthvað að marka skoðana-kannanir sem gerðar eru um þessar mundir er helsta niður-staða þeirra að Íslendingar eru grjótheimskir og líklega allra þjóða vitlausastir. Samkvæmt könnun sem Markaðs- og miðlarannsóknir gerði fyrir Viðskiptablaðið á dögunum var Davíð nokkur Oddsson oftast nefndur til sögunnar þegar spurt var hver ætti að leiða Íslendinga út úr efnahags- kreppunni. Um þessa niðurstöðu er varla hægt að hafa nokkur orð án þess að grípa til hallærislegra líkinga á borð við brennuvarginn sem stjórnar slökkvi- starfinu eða einhverjar aðrar álíka hallærislegar efnahagshrunsklisjur. Svarthöfða dettur ekkert annað í hug en að vitna beint í þann mikla andans jöfur Sigurð A. Magnússon sem hróp- aði uppyfir sig „Mamma mía! Mamma Mía!“ í útvarpsviðtali við Sverri Storm- sker fyrir nokkrum árum þegar Davíð Oddsson og Hannes Hólmstein bar á góma. Sigurður fylgdi upphrópun sinni svo eftir með því að lýsa því yfir að íslenska þjóðin ætti það skilið sem hún kysi ítrekað yfir sig og í raun væru kosninganiðurstöðurnar kjörtímabil eftir kjörtímbil til vitnis um að Íslend- ingar væru ömurleg þjóð. Svarthöfði þarf nú að hella á sig nokkrum tvöföldum romm í kók áður en hann gengur svo langt að segja þjóð sína ömurlega en mikið ósköp er hún aumkunarverð, þrælslunduð og niðurbarin þjóðin sem dettur ekkert sniðugra í hug en að kalla aftur á kval- ara sinn þegar hún liggur óbætt hjá garði. Svarthöfði getur samt næstum því skilið að í örvæntingu sinni kalli þjóðin á dávaldinn mikla með sólgler- augun á ögurstundu. Með sjónhverf- ingum og sannfæringarkrafti táldró Davíð hjörðina að brún hengiflugs- ins og því er í sjálfu sér fátt athugavert við að blessaður mannskapurinn telji hann geta dregið fallið á langinn. Trú múgsins á Davíð á sér svo djúp- stæðar og furðulegar skýringar að þótt útlendingum, með fullu ráði og rænu, hljóti að þykja þetta sæta mikilli furðu getur Svarhöfði alveg skilið þetta. Maður þarf auðvitað fyrst og fremst að vera Íslendingur til þess að skilja það sem gerjast í kýrhaus þjóðarinnar. Svarthöfði kann hins vegar enga rökrétta skýringu á því að Sjálfstæð- isflokkurinn skuli nú mælast flokka stærstur í Þjóðarpúlsi Gallups aðra en þá að 33 prósent þjóðarinnar séu snarsúrrandi snældugeðbiluð.Fingra- för sjálfstæðismanna, einkavinavæð- ingar þeirra og nýfrjálshyggju á veð- hlaupahestasterum eru úti um allt á löngu og ljótu syndaregistri hrunsins mikla. Í rústabjörguninni á Alþingi hefur sjálfstæðisfólk svo kosið að hegða sér eins og fábjánar í bæjarleyfi af vit- lausraspítala. Hringsnúast í kringum sjálfa sig og ringlaðan silfurskeiðarfor- manninn sem veit varla hvort hann er að að koma eða fara eða í hvorn fótinn hann á að stíga. Pólitískir vindhanar gala ekki lengur bara í Samfylking- unni eftir að sjálfstæðismenn völdu einn slíkan úr sínum hópi til þess að leiða flokkinn. En 33 prósent þjóðarinnar telja að Bjarni Ben og hrunsfólkið hans sé rétti mannskapurinn til þess að koma þjóðarskútunni á lygnan sæ þrátt fyrir allt sem á undan er gengið og þá stað- reynd að ef snefill af sjéntíl- mennsku leyndist í beinagrind Sjálfstæðis- flokksins þá myndi hann fara þegjandi og hljóða- laust í í það minnsta 12 ára stjórnarandstöðu og hafa vit á að grjóthalda kjafti í þrjú kjörtímabil. Kannski eiga þessi 33 prósent Íslend- inga fullt af peningum í skattaparad- ísum og eru bara í góðum málum en samkvæmt meistara Hannesi Hólm- steini eru skattaparadísir ekki alltaf skálkaskjól heldur geta þær verið griðastaður óvinsælla minnihluta- hópa. Ef tölur Gallups eru virkilega réttar má nú sennilega fara að taka undir með Sigurði A., hrópa á mömmu míu og viðurkenna að við erum ömur- leg þjóð. Einfaldlega vegna þess að sé þetta rétt er deginum ljósara að Íslendingar hafa ekki fengið nóg og vilja meira af því sama og þá blasir við að við áttum hrunið og allt sem á eftir fylgdi svo fullkomlega skilið. Mamma mía! MaMMa Mía! Spurningin „Þeir eru grande grande,“ segir Jón Garðar Ögmundsson, eigandi Metro, sem áður rak McDonalds-staðina á Íslandi um nýju hamborgarana. Metro hóf í gær að selja hamborgara sem framleiddir eru úr íslensku hráefni. Áður kom mestallt hráefni erlendis frá sem er sama fyrirkomulag og á öðrum McDonalds- matsölustöðum í heiminum. Í gær var fullt út úr dyrum á nýju Metro- stöðunum. Jón Garðar segir Íslendinga almennt ánægða með nýju hamborg- arana. eru þeir Miklu betri? „... greinilega sást glitta í hana.“ n Sigurður Helgason rjúpnaskytta var heimsóttur af tveimur vopnuðum lögreglumönn- um í skotheldum vestum eftir að sást glitta í startbyssu hans á bensínstöð N1 í Mosfellsbæ. Hann hafði notað hana til að þjálfa rjúpnahund- inn sinn. – DV. „... ég verð þá ekki sá fyrsti og ekki sá síðasti.“ n Björn Leifsson um að hann hræðist gjaldþrot en ef af því verði þá sé hann ekki sá fyrsti né síðasti til að ganga í gegnum það. – DV. „Það þýðir ekkert að leggjast upp í rúm og væla.“ n Bára Sigurðardóttir íbúi á Hrafnistu um að hún skilji vel að skera þurfi líka niður hjá eldra fólki líkt og hjá þeim sem yngri eru. – DV. „Játning karl- rembu.“ n Björn Þorláksson um innihald bókar sinnar, Heimkoman. Þar talar hann opinskátt um hvernig viðhorf hans til lífsins breyttust eftir að hann missti vinnuna. – DV. „Svo hélt hann Eurovision- partí þegar við lentum í öðru sæti í Rússlandi.“ n Óskar Páll Sveinsson höfundur Is it true um það hversu mikið viðhorf Bubba Morthens hefur snúist gagnvart Eurovision. – Fréttablaðið. Gullið í grjótinu Leiðari Skilanefndir og banka-stjórnir eru þessa dag-ana á útopnu við að af-skrifa skuldir fyrirtækja og eigenda þeirra. Það er óum- flýjanlegt að fara í þau mál og bjarga fyrirtækjum sem sum hver eru vel rekin þótt eigend- urnir séu í gríðarlegum vanda. Það hefur aldrei verið eins áríð- andi og nú að þeir sem hafa með uppstokkun að gera vinni fyrir opnum tjöldum og sýni þjóðinni að allir þessir aðilar vinni með það sama að leiðar- ljósi. Bankar hafa þegar tekið yfir fjölda fyrirtækja og eigend- ur hafa orðið að gefa eftir sinn hlut. Nærtækt er að líta til Eimskipafélagsins, Fons og Atorku sem nú eru komin í eigu bankanna. Þessa dagana er tekist á um eignarhald á Högum, stærstu verslanakeðju Íslands sem á Bónus, Hagkaup, 10-11 og Aðföng. Næst stærsta verslunarkeðjan, Kaupás, er einnig í vandræðum þótt ekki fari eins hátt. Það þarf að vera dagljóst að við yfirtöku fyrirtækjanna eða samninga um niðurfelling- ar skulda séu eingöngu almenn sjónarmið að baki. Stjórnmála- menn eiga að setja reglurn- ar um það hvernig staðið er að málum en gæta þess að ekki sé um sértækar, persónubundnar aðgerðir að ræða. Þar má ekki hafa áhrif hvort í hlut á Jón eða séra Jón. DV hefur sagt frá dæmum þar sem bankarnir hafa hjálpað einstökum fyrirtækjum í kenni- töluflakki svo eigendur þeirra nái að hlaupast frá fáránlegum skuldbindingum á góðæris- tímanum. Þar er Stím, eignar- haldsfélag um hlut í hinum fallna Glitni, slá- andi dæmi. Útgerðarmenn frá Bolungarvík, blindaðir af græðgi, keyptu hlutabréf í banka í von um ofsagróða. Allt fór í vitleysu en þeir fengu hjálp banka til að forða kvóta og skip- um undan hamrinum. DV hefur einnig fjall- að ítarlega um heilsuræktarstöðina World Class sem tapaði offjár á því að reyna fyrir sér í Danmörku. Aðaleigandinn, Björn Kristmann Leifsson, er að líkindum að fara persónulega í gjaldþrot en vonast til að halda rekstrinum á nýrri kennitölu. Björn er einn örfárra útrásar- manna sem hafa undanbragðalaust flett hul- unni af sínum málum í ítarlegu viðtali í DV. En hann á ekki að njóta sértækra aðgerða fremur en aðrir. Íslendingar þurfa ekki að velkjast í vafa um að allir þeir sem áttu eignir fyrir hrun eru að reyna að halda sínu. Þar skiptir engu hvort um er að ræða matvörukeðjur, skipafélög eða heilsuræktarstöðvar. Og það sama gildir um tugþúsundir almennra borgara sem töpuðu margir hverjir aleigu sinni eftir hrunið. All- ir verða að geta treyst því að bankar vinni af heilindum og geri ekki upp á milli fyrirtækja eða fólks. Í grjóti hrunsins glittir víða í gull. Þar eru margir á kreiki til að tryggja sína af- komu næstu áratugina. Og sumir eru tilbún- ir til ýmissa efnahagslegra óhæfuverka til að tryggja sinn skerf og halda þeim völdum sem peningar færa þeim. Það er hlutverk Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að tryggja að leikreglur lýðræðisins haldi á mestu umbrotatímum í íslenskri viðskipta- sögu. reynir traustason ritstjóri skrifar. Sumir eru tilbúnir til ýmissa efnahagslegra óhæfuverka. bókStafLega 18 mánudaGur 2. nóvember 2009 umræða Sandkorn n Sá grimmi og óvægni Egill Helgason er sem fyrr í skotlínu öfgaarms Sjálfstæðisflokksins. Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður, var í viðtali á Bylgjunni í gærmorgun. Jón fór mik- inn varð- andi hlut- drægni Egils og sakaði hann um einelti varð- andi ein- staka menn. Þar tilgreindi hann sérstaklega fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Sá heitir Jónas Fr. Jónsson og er svo vill til að hann er sonur Jóns. n Ekki blæs byrlega fyrir Frjáls- lynda flokknum sem er áhrifa- laus utan þings. Þó vilja menn þar á bæ blása lífi í flokkinn og kemur þar helst til greina að láta Guðjón A. Kristjánsson for- mann taka þátt í sveit- arstjórn- arslag á Ísafirði. Enn kvarnast þó úr flokkn- um. Nú síðast sagði Viðar Guð- johnsen, formaður ungliða- hreyfingar Frjálslyndra, sig úr flokknum. Ekki er útilokað að hann hyggi á pólitíska land- vinninga með Magnúsi Þór Haf- steinssyni, fyrrverandi varafor- manni flokksins. n Það þykir í dag vera ófínt og dálítið 2007 að fljúga á Saga Class. Þetta vita leiðtogar stjórnarinnar, Jóhanna Sig- urðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem flugu á þing Norðurlandanna á almennu farrými og vöktu athygli fyrir að deila kjörum með sauðsvörtum almúganum. Aftur á móti naut Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, lífsins á Saga Class. Bloggarinn Jónas Kristjánsson hjólaði í Bjarna. „Einnig var táknrænt, að formaður hrunflokks- ins flaug frá þinginu á Saga-klassa. Kannski hefur Bjarni hitt þar einhvern útrás- arvíkinginn. Eiga heima saman á klassa liðinna græðg- istíma,“ bloggaði Jónas. n Mikill kraftur er í Pressunni, vef Björns Inga Hrafnsson- ar. Um helgina var tilkynnt að Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, hefði verið ráðinn fréttastjóri Eyjunnar. Þá var um helg- ina auglýst eftir fólki á Pressuna á sama tíma og margir fjölmiðlar lepja dauð- ann úr skel. Pressan er nú með ritstjórn af sömu stærð- argráðu og Vísir.is. LynGhÁLs 5, 110 ReykJavÍk Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: Dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.