Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 12
Flestir sykraðir gosdrykkir innihalda
ígildi 25 til 36 sykurmola í hálfum lítra.
Ólafur Gunnar Sæmundsson næring-
arfræðingur segir að næringarefni í
hefðbundnum gosdrykkjum séu engin.
Hann segir að sykurneysla Íslendinga
hafi minnkað frá árinu 1968 og dregið
hafi úr neyslu gosdrykkja undanfarin ár.
Hann varar hins vegar við áróðri gegn
gosdrykkjum og gerviefninu aspartam,
sem hann segir með öllu meinlaust.
Skuldurum
miSmunað
Neytendasamtökin segja afar
brýnt að tryggja jafnræði neyt-
enda og fyrirtækja sem eiga í
greiðsluerfiðleikum. „Dæmi um
ójafna stöðu sem nú ríkir meðal
viðskiptamanna ríkisbankanna
er niðurfelling hluta skulda er-
lendra lána í einum bankanna og
umbreytingu lána í óverðtryggð
lán, meðan hinir ríkisbankarnir
hafa engin áform uppi um sam-
bærileg kjör til sinna viðskipta-
manna. Það er því mikilvægt að
reglur um þetta verði samræmd-
ar til að tryggja jafnræði og að þar
verði tekið mið af þeim reglum
þar sem lengst er gengið til að
koma til móts við þá sem eiga
í greiðsluerfiðleikum,“ segir á
heimasíðu Neytendasamtak-
anna. Samtökin hafa sent ráð-
herrunum Gylfa Magnússyni og
Rögnu Árnadóttur bréf vegna
þessa, sem og framkvæmdastjóra
Sambands íslenskra sparisjóða.
GSm benSín
Á vefnum gsmbensin.is má
ávallt finna nýjustu upplýsingar
um ódýrasta bensín og dísilolíu
landsins. Vefurinn er afar ein-
faldur en þægilegur í notkun en
skoða má bensínverð eftir lands-
hlutum. Þegar staðan var tekin á
besínverðinu á föstudag reyndist
ódýrasta bensín landsins vera til
sölu hjá Orkunni í Hveragerði.
Þar kostaði lítrinn 186,4 krónur
en bensínverð hefur hækkað jafnt
og þétt undanfarnar vikur. Ódýr-
asta benín höfuðborgarsvæð-
isins reyndist hjá Orkunni við
Skemmuveg. Þar kostaði lítrinn
187,9 krónur.
n Lastið fær þjónustu-
ver Vodafone.
Viðskiptavinur sem
varð fyrir því að
sjónvarp Símans datt út hringdi
í skiptiborðið í snatri til að fá bót
meina sinna. Eftir að hafa beðið í
um hálftíma í símanum, og misst
af leiknum, gafst hann upp á að
bíða. Hann tók þó fram að
starfsfólkið væri alltaf hið indælasta
þegar hann á
annað borð
næði inn.
n Lofið fær starfsmaður á N1 í
Ártúnsbrekku, sem er af erlendu bergi
brotinn. Viðskiptavinur hafði
samband við DV og sagði: „Það
kjaftar á honum hver tuska og
að lokum klykkir hann út með:
„Takk fyrir, góða ferð og gangi
þér vel!“ Virkilega skemmtileg-
ur starfsmaður,“ sagði
viðskiptavinurinn.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Dísilolía
algengt verð verð á lítra 191,0 kr. verð á lítra 187,8 kr.
Skeifunni verð á lítra 189,4 kr. verð á lítra 186,2 kr.
algengt verð verð á lítra 190,8 kr. verð á lítra 187,6 kr.
bensín
dalvegi verð á lítra 188,9 kr. verð á lítra 185,9 kr.
Fjarðarkaupum verð á lítra 189,4 kr. verð á lítra 186,2 kr.
algengt verð verð á lítra 190,6 kr. verð á lítra 187,6 kr.
UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
el
d
sn
ey
t
i
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
12 mánudaGur 2. nóvember 2009 neytendur
Orkudrykkurinn Burn og hið rammís-
lenska Egils Malt eru þeir gosdrykkir
sem innihalda mestan sykur. Í hálfum
lítra af Burn er sykur sem jafnast á við
36 sykurmola.
Í malti eru 35, í Egils Orku 31 og í
7-Up er ígildi 30 sykurmola. Sykrað-
ir gosdrykkir sem seldir eru á Íslandi
innihalda sykur sem jafngildir 25 til
36 sykurmolum, en hver moli er um
tvö grömm. Undantekningin frá þess-
ari reglu eru Kristal plús drykkirnir frá
Egils. Þeir innihalda 12 til 14 sykurm-
ola, eða helmingi minna magn syk-
urs.
Orka en engin næring
Næringarfræðingurinn Ólafur Gunn-
ar Sæmundsson segir að með neyslu
gosdrykkja fáum við mikla orku en
engin næringarefni, ólíkt því sem
gerist þegar ávaxtadrykkja er neytt.
„Í þessum drykkjum eru engin efni
á borð við vítamín og steinefni, sem
hafa mikilvægu hlutverki að gegna í
líkamanum,“ segir hann. Ólafur segir
að sá sykur sem sé yfirleitt í gosdrykkj-
um sé svokallaður súkrósi. Hann
samanstandi af þrúgusykri (glúkósa)
og ávaxtasykri (frúktósa). „Þegar þeir
tengjast saman verður þessi svokall-
aði hvíti sykur eða viðbætti sykur til,“
segir hann og heldur áfram. „Orku-
lega séð er enginn munur á ávaxta-
safa og gosdrykkjum en næringarlega
séð getur verið töluverður munur,“
segir hann.
Gagnslaus áróður
Ólafur segir afar einstaklingsbundið
hversu mikils magns af gosdrykkjum
sé í lagi að neyta. „Það er allt of allt of
oft litið framhjá því að þarfir okkar eru
mjög misjafnar. Ef brennslan er lítil og
hreyfing lítil megum við miklu minna
við svona mat sem gefur lítið annað
en orkuna. Ef við miðum hins vegar
við einstakling sem er á fullu í íþrótt-
um getur hann þurft að hafa veru-
lega fyrir því að fá nógu margar hita-
einingar. Það er því voðalega erfitt að
gefa þumalputtareglur þegar kemur
að neyslu sykraðra drykkja,“ segr Ól-
afur og bætir við að taka verði með í
reikninginn hvað annað einstakling-
urinn borði. „Það má ekki vera með
einhvern hræðsluáróður með þetta,“
segir hann.
Aðspurður segir hann að sykur-
neysla þjóðarinnar hafi, merkilegt
nokk, dregist heldur saman frá árinu
1968, þegar hún náði hámarki. „Það
er ofboðslega mikill áróður gegn gos-
inu. Þetta er svona áróður sem marg-
ir innan heilsustéttar hafa samein-
ast um að taka þátt í. Hann skilar að
mínu mati engu þegar upp er staðið.
Neysla á sykruðum gosdrykkjum hef-
ur minnkað á undanförnum árum,“
segir Ólafur. Hann segir þó að neysla
gosdrykkja hafi aukist ef horft sé á
undanfarna áratugi en allra síðustu ár
hafi þó dregið úr neyslu
gosdrykkja. Heildar-
neysla sykurs hafi heldur
dregist saman frá því sem
hún var fyrir 40 árum.
Aspartam ekki
hættulegt
Svokallaðir diet drykkir
eða sykurlausir drykkir
hafa fyrir löngu rutt sér
til rúms á Íslandi. Ólafur
segir að með tilvist þeirra
hafi þeir, sem þurfi að
passa upp á fjölda hita-
eininga en vilji fá eitt-
hvað annað bragð en af
vatninu og mjólkinni,
val. „Þeir geta þá leitað í
diet drykki þar sem hita-
einingarnar eru nánast
engar,“ segir hann.
Ólafur segir furðulegt
að fylgjast með umræð-
unni um diet drykkina.
Sérstaklega gervisætu-
efninu apartam, sem sé
það aukaefni í matvæl-
um, sem mest hafi ver-
ið rannsakað af þeim öll-
um. „Ef það væri einhver
hætta á því að efnið myndi
leiða til krabbameins í
heila eða jafnvel blindu
hlyti það að sjást í mæl-
ingum á tíðni slíkra sjúk-
dóma. Því er ekki til að
dreifa,“ segir hann. Hann
segir að eftirlitsstofnanir
hafi í meira en 20 ár sýnt
fram á að þessi efni séu
skaðlaus. „Það er hægt að
vitna í eina og eina músa-
rannsókn sem sýnir fram
á skaðsemi í músum. En
alltaf þegar þetta hefur ver-
ið rannsakað af óhlutdrægum aðil-
um hefur komið í ljós að þessar rann-
sóknir standa ekki á föstum grunni,“
segir hann.
Hann segir enn fremur að meg-
invandi Íslendinga sé samviskubitið:
„Við erum alltaf að drepast úr sam-
viskubiti og höldum alltaf að við séum
að borða eitthvað rosalega óhollt.“
Koffínið varasamt
Í mörgum gos- og orkudrykkjum eru
örvandi efni á borð við koffín. Mikil
neysla barna og unglinga á koffíni get-
ur verið varhugaverð að sögn Ólafs.
„Koffín er flokkað til lyfs ef það fer yfir
ákveðin mörk. Við næringarfræðing-
ar höfum áhyggjur af mikilli neyslu
á meðal barna og unglinga. Koffín í
miklum mæli getur leitt til skjálfta,
hjartsláttartruflana og magaverkja,
eins og þeir þekkja sem drekka mik-
ið kaffi. Ég bendi á að ef koffínmagn í
blóði fer yfir ákveðin mörk hjá íþrótta-
mönnum eru þeir settir í bann,“ segir
hann.
„Við erum alltaf að
drepast úr samviskubiti
og höldum alltaf að við
séum að borða eitthvað
rosalega óhollt.“
Burn er sætasti gosdrykkurinn
Minni neysla Gosdrykkjaneysla Íslendinga hefur dregist saman undanfarin ár.
Burn
n 36 sykurmolar*
*Á umbúðum sumra gosdrykkja kemur magn kolvetna
fram en ekki magn sykurs. Kolvetni eru hins vegar
flokkuð í einsykrur, tvísykrur og fjölsykrur. Að sögn ólafs
Gunnars enda kolvetnin öll í líkamanum sem glúkósi.