Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 10
10 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir Á höfuðborgarsvæðinu eru nokk- ur íbúðahverfi sem eru nærri því án íbúa. Í Helgafellshverfinu í Mosfells- bæ eru nokkrir íbúar. Enginn er flutt- ur inn í Urriðaholt og ekki heldur í Reynisvatnsás. Hins vegar er aðeins farið að glæðast lífið í Úlfarsárdal, þar sem ljós sjást loga á kvöldin. Fjöl- mörg glæsileg hús standa enn fremur í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Hverf- in áttu að vera fullbúin á þessu ári, en standa ýmist tóm eða óbyggð. Hæstánægður í fámenninu „Þetta er algjör snilld. Maður er í sveit með útsýnið, kyrrðina og allt saman,“ segir Kristinn Páll Ingvarsson, íbúi í blokk við Gerplustræti í Helgafells- hverfinu í Mosfellsbæ. Kristinn býr, ásamt konu sinni, í einni af þeim átta íbúðum sem búið er í, í einu blokk- inni sem risin er í hverfinu. Í blokk- inni sem þau búa í standa 16 auðar íbúðir, en Kristinn segir að til viðbót- ar séu komin upp nokkur einbýlishús og parhús í hverfinu, en ekki hafi enn verið flutt inn í þau. „Það eru komnir grunnar fyrir fjórar blokkir sem á nú að fylla aftur upp í. Við fluttum inn fyrir tveimur árum, þá talaði konan mín við bæjarfélagið og benti á slysa- hættuna af þessu,“ segir hann. Kristinn er ánægður í hverfinu og segist hafa búist við því að fáir íbú- ar yrðu þar fyrstu árin. „Þetta voru makaskipti hjá okkur. Við fluttum inn rétt eftir hrunið og við gerðum okk- ur fulla grein fyrir því að þetta yrði svona,“ segir Kristinn. Eitt barn Kristinn segir að aðeins eitt barn, drengur á grunnskólaaldri, búi í blokkinni og þar með í öllu næsta nágrenni. „Það er ekki nógu gott. Það er erfitt að hafa ofan af fyrir honum, en fyrir okkur er þetta gott. Við erum með hesthús í Mosfellsbæ og erum nálægt því.“ Hann segir að vissulega sé óaðlað- andi fyrir barnafólk að koma í hverf- ið og sjá opinn grunn og fullt af vél- um. „Ef þeir fylla upp í þessa grunna er þetta ekkert draugahverfi. Það eru ýmis hús komin hér upp, þótt það sé ekki enn farið að búa í þeim. Þetta er ekki eins og í mörgum hverfum, þar sem allt er fullt af ljósastaurum og tómum húsgrunnum.“ Aðspurður hvernig Mosfellsbær hafi staðið sig í þjónustu við íbúana í Helgafellshverfi svarar Kristinn: „Það á eftir að koma í ljós. Á með- an skólinn er í hverfinu munu þeir skafa snjóinn, en mér skilst að Mogg- inn komi alltaf daginn eftir útkomu- dag, þó að pósturinn komi daglega. Fréttablaðið verður maður hins veg- ar að sækja niður á bensínstöð.“ Enginn fluttur í Urriðaholt Í Urriðaholti í Garðabæ er aðeins eitt parhús risið, en þar að auki eru örfá einbýlishús í byggingu. Eng- inn er hins vegar fluttur í hverfið ennþá. Við Kinnargötu 2-5 er par- hús komið á sölu, en bygginga- verktakinn, Hjörtur Jóhannsson, segir að ekki hafi verið mikill áhugi fyrir húsinu. Sölusýning var hald- in nýlega og komu sjö manns að skoða. Metnaðarfullar áætlanir eru hins vegar uppi um uppbyggingu í hverfinu, sem á að verða sérstak- lega glæsilegt. Til stóð að kennsla hæfist í grunnskólanum í Urriða- holti í haust, en ljóst er að þau áform tefjast um sinn. Um áramótin er þó von á fyrstu íbúum í Urriðaholti, þar sem ein fjölskylda hyggst nema þar land. Meðal fleiri landnema í Urriða- holti er knattspyrnumaðurinn Emil Hallferðsson, sem er að byggja ein- býlishús í hverfinu. Hjörtur segir hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að flytja í hverfið. Næsta vor verður malbikað þarna og búið er að leggja allar lagnir fyr- ir hitaveitu og rafmagn. valGEIR ÖRN RaGNaRSSON blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is ÍBÚÐAHVERFI ÁN ÍBÚA Kristinn Páll Ingvarsson, einn af fyrstu íbúum í Helgafellshverfi er hæstánægður með að búa í hverfinu, jafnvel þótt sárafáir séu fluttir inn og lítil þjónusta við íbúa enn sem komið er. Stutt í hestana og mikil kyrrð heillar hann. Urriðaholt Enginn er fluttur inn, en það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu, enda búið að leggja rafmagns- og vatnsleiðslur. Kristinn Páll Ingvarsson „Þetta er algjör snilld. Maður er í sveit með útsýnið, kyrrðina og allt saman.“ Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn hef- ur ekki mælst jafnmikið síðan í júní 2008 samkvæmt Þjóðarpúls Gallups. Flokkurinn mælist með 33 prósenta fylgi en ríkisstjórnar- flokkarnir Samfylking og Vinstri græn mælast með 25 og 23 pró- senta fylgi. Rúmlega 16 prósent aðspurðra segjast myndu kjósta Framsókn ef kosningar færu fram nú. Tæplega þrjú prósent nefna síðan aðra flokka en tæplega tólf prósent svarenda tóku ekki af- stöðu eða neita að gefa hana upp. 13 prósent segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag. 48 prósent styðja ríkisstjórnina sem er svipað og verið hefur undanfarna mánuði samkvæmt Þjóðarpúlsinum. Óvenju mörg bílainnbrot Óvenju mikið var um innbrot í bíla í miðbæ Reykjavíkur á föstudagsnótt að sögn lög- reglu. Eins og greint var frá á DV.is á laugardaginn greindi sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason frá því að brotist hefði verið inn í bíl eigin- konu hans á föstudagsnótt og kökum sem þar voru stolið. Eiginkona Egils var ekki sú eina sem varð fyrir barðinu á óprúttnum þjófum. Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu sagði að brotist hafi verið inn í gríðarlega marga bíla á föstudagsnótt. Ekki var hann þó með nákvæma tölu á fjölda innbrota í höndunum, en sagði það hafa vakið at- hygli hversu mörg þau voru. Björn segir skúffu- fé mikilvægt Björn Bjarna- son, fyrrverandi dómsmálaráð- herra, skrifar um úttekt Kastljóss- ins á skúffufé ráðherra á vef- síðu sinni. Hann segir allar frá- sagnir í Kastljósi hafa verið því marki brenndar, að hlustendur geti ekki ann- að en efast um gildi verkefna, sem notið hafa þessa stuðnings eða hug þeirra, sem bjó að baki ákvörðun viðkomandi ráðherra. „... hann hafi líklega meira verið að hugsa um sjálfan sig en þann, sem styrksins naut,“ skrifar Björn á vefsíðu sinni. Hann segist vita af eigin reynslu að stuðningur af þessum lið fjárlaga hafi skipt sköpum fyrir marga og ráðið úrslitum um framgang eða upphaf margra markverðra verkefna. Hurð sprakk í World Class „Ég hef aldrei séð annað eins. Hurðin sprakk í tætlur eins og hún hefði verið skotin með haglabyssu,“ segir sjónarvottur sem staddur var í námunda við gufuklefa karla í World Class í Laugum um klukkan 15 á laug- ardag þar sem glerhurð klefans splundraðist fyrirvaralaust. Einn maður skarst lítillega þegar gler- inu rigndi yfir baðgesti.„Það var bara heppni að fullt af fólki skyldi ekki slasast,“ segir sjónarvottur- inn og bætir við að glerbrotum hafi rignt inn í sturtuklefa karla við atvikið. Grafarholt leirvogstunga Helgafellsland Úlfarsárdalur Reynisvatn Urriðaholt Norðlingaholt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.