Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Qupperneq 2
2 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir Barnalán Glitnis og Byrs Flest af barnalánunum tíu í stofnfjáraukning- unni í Byr í desember árið 2007 fóru frá Glitni og til barna í Nóatúnsfjölskyldunni svokölluðu, eiganda fjárfestingafé- lagsins Saxhóls sem var stór hluthafi í báðum fjármálafyrirtækjunum. BARNALÁN NÓATÚNS- FJÖLSKYLDUNNAR Barnalán Glitnis til stofnfjárkaupa í sparisjóðnum Byr fóru flest til barna systkinanna úr Nóatúnsfjölskyld- unni. Fjárfestingafélag fjölskyldunnar, Saxhóll, var stór hluthafi í Glitni og Byr. Eitt systkinanna segir að þáttur Glitnis megi ekki gleymast og að hann hefði ekki skuldsett börn sín ef hann hefði vitað að það væri ólöglegt. Hann segir að það hafi verið freistandi að taka lán fyrir börnin þar sem Glitnir hefði kynnt lánveit- ingarnar sem áhættulausar. Hann sér ekki siðleysið í því að skuldsetja börn sín. Foreldrarnir sem ákváðu að skuld- setja börn sín hjá Glitni til að fjár- magna stofnfjárbréfakaup ófjárráða barna sinna í sparisjóðnum Byr árið 2007 koma flestir úr systkinahópn- um í Nóatúnsfjölskyldunni svoköll- uðu. Viðskiptablaðið greindi frá því á fimmtudaginn að Glitnir hefði lán- að tíu börnum peninga til að kaupa stofnfjárbréf í Byr í stofnfjáraukning- unni í desember 2007 og að Íslands- banki, áður Glitnir, ætlaði sér að inn- heimta lánin. Blaðið greindi hins vegar ekki frá því hverjir foreldrar barnanna tíu væru en alveg ljóst var af fréttinni að það voru foreldrar barnanna sem tóku ákvörðunina um að leita eft- ir lánveitingunni til stofnfjárbréfa- kaupanna fyrir hönd barna sinna þar sem þau voru ekki fjárráða á þeim tíma sem lánin voru veitt. Síðan fréttin birtist í Viðskipta- blaðinu hefur Íslandsbanki gefið það út að hann muni ekki innheimta lánin til barnanna og munu þau þá væntanlega verða afskrifuð í bank- anum. Börnin munu því væntanlega ekki bíða fjárhagslegt tjón af lántök- unni. Lánað til barna systkina Systkinahópurinn sem um ræðir eru börn Jóns Júlíussonar, fyrrverandi eiganda Nóatúnsverslananna, sem seldi verslanirnar inn í Kaupás árið 2000. Samkvæmt heimildum DV eru flest af börnunum úr fjölskyldum systkinanna. Fjárfestingafélag syst- kinanna, Saxhóll, átti um 7,5 pró- senta hlut í Byr og félag sem var að hluta til í eigu þess, Saxbygg, keypti 5 prósenta hlut í Glitni í apríl 2007 fyrir um 20 milljarða króna. Saxhólssystk- inin voru því stórir hluthafar í báðum fjármálafyrirtækjunum, Byr og Glitni, þegar stofnfjáraukingin fór fram. Þegar lánveitingarnar voru veitt- ar í stofnfjáraukningunni átti sér stað mikil valdabarátta innan Byrs um framtíðaryfirráð yfir sparisjóðnum og má reikna með að lánveitingarnar til barnanna hafi verið liður í þessari baráttu. Stofnfjáreignin sú sama Í nær öllum tilfellum er stofnfjáreign barnanna sú sama: rúmlega 14 millj- ónir króna. Öll áttu börnin stofnfjár- bréf fyrir stofnfjáraukninguna í Byr en höfðu einungis rétt á að kaupa ákveðið magn bréfa til viðbótar, upp að ákveðinni upphæð, og skýrir það þá staðreynd að flest þeirra eiga jafn- mikið af stofnfjárbréfum. Þrjú af börnunum sem fengu lán frá Glitni til að kaupa stofnfjárbréf í sparsijóðnum eru dætur Jóns Þorsteins Jónssonar, fyrrver- andi stjórnarformanns Byrs. Þær eru sautján, fjórtán og fjögurra ára í dag. DV hefur ekki náð tali af Jóni Þor- steini sem búsettur er í Bretlandi um þessar mundir. Freistandi ef áhættan er engin Börn systkina Jóns Þorsteins fengu einnig lán til að taka þátt í stofnfjár- aukningunni, meðal annars tvö börn Einars Arnar Jónssonar. Þau eru fædd árin 1991 og 1999. Einar Örn stað- festir að börn hans hafi fengið lán hjá Glitni til að fjármagna stofnfjárkaup- in. Hann segir að þegar viðræðurnar um lánveitingarnar hafi átt sér stað við Glitni hafi bankinn kynnt lánin sem svo að veð væri tekið í bréfun- um og að önnur áhætta væri ekki fyr- ir hendi. „Forsendan á bak við þetta hjá okkur var sú að bankinn ætlaði bara að ganga að þessum bréfum ef þetta gengi ekki upp og punktur,“ segir Einar Örn. Aðspurður hvort hann telji að þetta réttlæti þá ákvörðun foreldr- anna að taka lán fyrir hönd barnanna og skuldsetja þau þar með segir Ein- ar: „Ef það er engin áhætta í þessu, hvort sem það eru börn eða aðrir, hlýtur að vera ákaflega freistandi að taka slík lán... Við fengum svo bara fjármálakerfið á hliðina en á þessum tíma voru menn öðruvísi stemmdir og töldu ekki mikla áhættu í þessu,“ segir Einar og bætir því við að auðvit- að sé það siðferðileg spurning hvort menn hefðu átt að taka þessi lán fyr- ir börn sín eða ekki. Hann telur hins vegar að áhættuleysi lántökunnar hafi réttlætt þá ákvörðun. „Það hlýt- ur alltaf að spila stóran þátt í þessu hversu mikil áhættan var fyrir börnin. Þetta var kynnt sem áhættulaus lán- taka og að ekki yrði gengið á börnin,“ segir Einar þegar hann er spurður að því hvort honum finnist skuldsetn- ing barna ekki vera siðlaus óháð því hvort í henni felist áhætta eða ekki. Lánveitingarnar voru kynnt- ar þannig fyrir hönd bankans að arðgreiðslurnar af stofnfjárbréfa- eigninni myndu greiða lánin upp á árunum 2008 og 2009. Íslenska fjár- málakerfið fór hins vegar á hliðina og varð því ekkert af því að lántakend- urnir fengju arð af stofnfjárbréfunum og greiddu hann til Glitnis nú í sum- ar. Lánin eru því enn útistandandi í bankanum, bæði hjá börnunum og þeim lögráða einstaklingum sem tóku lánin. Viðskiptin hefðu því get- að gengið upp ef íslenska fjármála- kerfið hefði ekki farið á hliðina. „Það vissi auðvitað enginn hvað myndi gerast,“ segir Einar Örn og vísar til ís- lenska efnahagshrunsins. Enginn lét hann vita í bankanum Einar segir að ef hann hefði vitað að hugsanlega væri það lögbrot að taka slík lán í nafni barnanna hefði hann ekki tekið lánin fyrir hönd barna sinna tveggja. Hann segist ekki hafa vitað það á þeim tíma að ekki væri heimilt að láta ólögráða einstaklinga taka lán til að kaupa hlutabréf og að enginn í bankanum hafi sagt hon- um það. Aðspurður hvort hann hafi ekki fengið bréf frá sýslumanninum í Reykjavík þar sem hann lét foreldr- ana vita að þeir mættu ekki skuldsetja börn sín á þennan hátt til að kaupa hlutabréf segir Einar Örn að bréfið frá sýslumanni hafi borist í október 2008, tíu mánuðum eftir stofnfjár- aukninguna. „Þá var þetta orðinn hlutur... Maður fer niður í banka og býst þá við að þeir segi: Þetta geng- ur ekki. Þú verður að fá samþykki hjá sýslumanni fyrir þessu. Þá kannski hefði ég stoppað. Bankinn var ekk- ert að benda okkur á þetta... Ég hefði viljað fá ábendingu um að þetta mætti ekki,“ segir Einar Örn og bætir því við að fólk hafi verið með falskar væntingar um að þetta væri í lagi þar sem bankinn hefði gefið grænt ljós á lánveitingarnar. Hundruð í sömu sporum Barn bróður þeirra Jóns Þorsteins og Einars Arnar, Júlíusar Þórs Jónsson- ar, fékk einnig lán í Glitni. Það var 17 ára þegar lánin voru veitt. Annað barn Jóns er einnig stofnfjáreigandi en var orðið fjárráða þegar lánveit- ingarnar voru veittar. Í þeirra tilfell- um er stofnfjáreignin í Byr sú sama og rætt var um hér að ofan. Júlíus vildi ekki ræða um lánveit- „Ef það er engin áhætta í þessu, hvort sem það eru börn eða aðrir, þá hlýtur að vera ákaflega freistandi að taka slík lán.“ InGI F. VILHjáLmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.