Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 20
Þórir Jökull Þorsteinsson sendiráðspestur í Kaupmannahöfn Þórir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1976, samvinnuskólaprófi frá Samvinnu- skólanum að Bifröst 1985, frétta- mannaprófi hjá RÚV 1986, emb- ættisprófi í guðfræði frá HÍ 1992, sinnti starfsnámi með fangapresti Þjóðkirkjunnar 1990-91 og sjúkra- húspresti Landspítalans 1992 og kynnti sér almennatengsl og stjórnsýslu anglikönsku kirkjunnar í Lundúnum 1999. Þórir sinnti ýmsum almennum störfum til sjós og lands á árun- um 1976-83, var bókhaldsfulltrúi hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar 1985-86, fréttamaður og dagskrár- gerðarmaður við RÚV 1986-92, sóknarprestur í Grenjaðarstaða- prestakalli 1992-94, sóknarprest- ur í Selfossprestakalli 1994-2001, prestur í anglikönsku kirkjunni í Scunthorp á Englandi 1998-99 og hefur verið sendiráðsprestur í Kaupmannahöfn frá 2001. Þórir sat í stjórn Félags guð- fræðinema við HÍ 1988-89, í stjórn Sumarbúða Þjóðkirkjunnar við Vestmannsvatn 1992-94, stýrði rekstri foreldrarekins leikskóla á Hjónagörðum háskólastúdenta 1990, var fulltrúi stúdenta í nefnd um endurskipan kennimannlegs hluta náms við guðfræðideild HÍ 1990-91, var ritstjóri Orðsins, tíma- rits Félags guðfræðinema, 1990-91, var starfsmaður Kirkjuþings 1988 og fjölmiðlafulltrúi þess 1989, átti sæti í nefnd Þjóðkirkjunnar er und- irbjó komu Jóhannesar Páls páfa II til Íslands 1989 og sat í nefnd Þjóð- kirkjunnar um lokasvar hennar til rómversk-kaþólsku kirkjunnar um réttlætingarkenninguna 1998, er fulltrúi Tryggingastofnunar ríkisins frá 2001 og fulltrúi Sjúkratrygginga Íslands eftir að þær voru stofnaðar. Eftir Þóri liggja ýmis ritverk um guðfræðileg efni sem og þýðingar, s.s. þýðing á riti Lúthers, Um hið veraldlega vald, sem birtist í Kirkj- uritinu 2008-2009. Fjölskylda Fyrrverandi kona Þóris er Matt- hildur Laufey Hermannsdóttir, f. 21.7. 1961, leikskólakennari. Dóttir Þóris og Matthildar Laufeyjar er Sigurveig Þórisdótt- ir, f. 11.7. 1983, læknanemi við HÍ en maður hennar Helgi Jónsson læknir og er sonur þeirra Sigurður Arnar, f. 18.1. 2008. Alsystkini Þóris eru Dagný Þor- steinsdóttir, f. 31.10. 1958, kenn- ari, búsett á Akranesi; Böðvar Bjarki Þorsteinsson, f. 2.11. 1960, aðstoðarskólastjóri á Eyrarbakka; Kolbeinn Þorsteinsson, f. 24.1. 1962, blaðamaður við DV; Guðný Ása Þorsteinsdóttir, f. 11.6. 1964, meinatæknir í Reykjavík. Hálfbróðir Þóris, sammæðra, er Geir Reginn Jóhannesson, f. 26.3. 1949, d. 16.1.. 2007, tölvufræðing- ur. Hálfsystkini Þóris samfeðra, eru Egill Þorsteinsson, f. 7.10. 1968, kírópraktor í Reykjavík; Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 2.3. 1993. Foreldrar Þóris: Þorsteinn Jóns- son frá Hamri, f. 15.3. 1938, skáld og rithöfundur, og Ásta Jóna Sig- urðardóttir, f. 1.4. 1930, d. 21.12. 1971, skáld og listakona. Fósturforeldrar Þóris og alsyst- kina hans voru Ólafur Þórðarson og Ingibjörg Jóhannsdóttir, bænd- ur að Ökrum á Mýrum. Ólafur er látinn en Ingibjörg er búsett í Borg- arnesi. Ætt Þorsteinn er sonur Jóns Leví, b. á Hamri í Þverárhlíð Þorsteinssonar, b. á Hamri Sigurðssonar, b. í Höll Þorsteinssonar, b. á Glitstöðum í Norðurárdal Sigurðssonar, b. í Höll Guðmundssonar. Móðir Þorsteins á Glitstöðum var Þórunn Þor- steinsdóttir, systir Þorvalds, lang- afa Sigríðar, móður Halldórs Lax- ness. Móðir Þorsteins á Hamri var Þórdís Þorbjarnardóttir, b. á Helga- vatni Sigurðssonar og Margrétar Halldórsdóttur fróða, á Ásbjarn- arstöðum Pálssonar, langafa Jóns, föður Halldórs, stjórnarformanns og arkitekts, og Selmu, forstöðu- konu Listasafns Íslands Jónsbarna. Móðir Jóns á Hamri var Þórunn Ei- ríksdóttir, b. á Svignaskarði Ólafs- sonar, b. á Lundum Þorbjarnar- sonar, föður Ólafs, langafa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, föður Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar alþm.. Móðir Þorsteins frá Hamri var Guðný, dóttir Þorleifs, b. á Hofi í Norðfirði Torfasonar, b. í Skugga- hlíð í Norðfirði Jónssonar, b. á Kirkjubóli Vilhjálmssonar, bróður Þóru, langömmu Þóreyjar, ömmu Eyþórs Einarssonar, fyrrv. for- manns Náttúruverndarráðs. Móð- ir Guðnýjar var Guðfinna Guð- mundsdóttir, b. á Tandrastöðum Magnússonar og Guðnýjar Ólafs- dóttur. Móðir Guðnýjar var Mekkín Erlendsdóttir, b. í Hellisfirði Árna- sonar, ættföður Hellisfjarðarættar, föður Einars, langafa Eysteins fjár- málaráðherra og dr. Jakobs, föð- ur rithöfundanna Svövu og Jökuls, föður rithöfundanna Illuga, Hrafns og Elísabetar. Ásta var dóttir Sigurðar Benja- míns Konstantínusar, b. á Litla- Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi Jónssonar, smiðs á Fáskrúðsbakka Sigurðssonar, smiðs á Tröðum í Mýrum Sigurðssonar. Móðir Jóns var Guðrún Teitsdóttir. Móðir Sig- urðar Benjamíns var Ástríður, syst- ir Kristjáns á Kaldárbakka, föð- ur Kristjáns Jóhanns, stofnanda Kassagerðar Reykjavíkur, föður Agnars forstjóra. Kristján á Kald- árbakka var einnig langafi Brodda Kristjánssonar, margfalds Íslands- meistara í badminton. Ástríður var dóttir Benjamíns, b. í Dalsmynni í Eyjahreppi Gíslasonar, og Helgu Jóhannsdóttur. Móðir Ástu var Þóranna Guð- mundsdóttir, b. á Kolviðarnesi Þór- arinssonar, og Oddnýjar Kolbeins- dóttur. Þórir heldur upp á daginn í Kaupmannahöfn með systkinum sínum og mökum þeirra. Sæmundur Steindór Magnússon, ráðgjafi hjá Sparnaði, kveið ekk- ert fyrir þrítugsafmæli sínu þegar DV spjallaði við hann sl. föstudag, en hann er þrítugur í dag. Eigin- kona Sæmundar er Guðrún Katrín Sandholt sem sér um reksturinn á heimilinu og fjölskyldufyrirtæk- inu. Þau eiga þrjú börn. „Nei ég kvíði sko ekkert af- mælisdeginum - tek þessu bara með æðruleysi og jafnaðargeði. Þetta verður hvort sem er eins og hver annar dagur og ég held bara mínu striki. En á laugardaginn verð ég hins vegar með stórveislu í sal Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi. Ég er búinn að panta salinn, ætla að vera með léttar veit- ingar og einhvern ann- an veislukost og hef verið að bjóða vinum og vandamönnum. Ég á von á að þetta verði fjölmenn samkoma og geti bara orðið nokk- uð gott trall. Vonandi verður dansað fram á rauða nótt.“ Ertu alltaf svona duglegur að halda upp á afmælin þín? „Nei, ég get nú ekki sagt það. Yf- irleitt geri ég fremur lít- ið úr mínum afmælum. Ég hef t.d. ekki hald- ið svona afmælisboð frá því ég varð tvítugur. Þess vegna fannst mér tími til kominn að hóa saman fólki og halda því almennilega veislu. Maður verður jú auð- vitað að minna á sig einstaka sinnum, slaka svolítið á og líta um öxl með ættingjum, vinum og félögum. Mér finnst það alla vega jákvæður og sjálfsagður hlut- ur og hlakka því bara til.“ Helgarveisla í hestamannasal Þrítugur sparnaðarráðgjafi mánudaginn 2. nóvember 30 ára n Angelina Belistov Lautasmára 22, Kópavogi n Bernadett M. Szabolcsné Nyári Beykidal 8, Reykjanesbæ n Ásgeir Jóhannesson Norðurbakka 5b, Hafnarfirði n Eyjólfur Sigurðsson Reykjahlíð 10, Reykjavík n Bjarni Þór Sigurðsson Álfaskeiði 78, Hafnarfirði n Anita Dögg Stefánsdóttir Bjarmalandi 17, Sandgerði n Elsa Særún Helgadóttir Þinghólsbraut 21, Kópavogi n Bjarni Hlynur Guðjónsson Kvíaholti 12, Borgarnesi n Benný Ósk Jökulsdóttir Gerðavöllum 3, Grindavík n Hilmar Þór Hreiðarsson Hvanneyrarbraut 74, Siglufirði n Birna Hlín Guðjónsdóttir Stöðulsholti 3, Borgarnesi n Þóra Sigríður Sigurðardóttir Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum n Þorvaldur Smári Valgarðsson Stífluseli 3, Reykjavík n Óskar Guðmundur Ásmundsson Arkarlæk, Akranesi 40 ára n Aníta Jónsdóttir Syðra-Laugalandi, Akureyri n Eygló Ólöf Birgisdóttir Tjarnarmýri 14, Seltjarnarnesi n Gísli Ölver Sigurðsson Dofrabergi 17, Hafnarfirði n Ingi Guðmundsson Þorláksgeisla 106, Reykjavík n Sólveig Unnur Bentsdóttir Straumsölum 1, Kópavogi n Sigríður Þóra Stormsdóttir Álfgeirsvöllum, Varmahlíð n Sigurður Hólm Ragnarsson Stekkjargötu 7, Hnífsdal n Helga Oddný Hjaltadóttir Veghúsum 21, Reykjavík n Valgeir Reynisson Brekkuseli 29, Reykjavík n Richard Allen de Groot Seljabraut 48, Reykjavík 50 ára n Rannveig Björnsdóttir Skútagili 1, Akureyri n Ingrid Herdís Jónsdóttir Súðarvogi 36, Reykjavík n Anna Sigurmundsdóttir Hverafold 68, Reykjavík n Birgir Baldursson Bæ 1, Búðardal n Hanna Björk Lárusdóttir Fálkahrauni 1, Hafnarfirði n Maggý Dögg Emilsdóttir Smyrlahrauni 27, Hafnarfirði n Margrét Jóna Bragadóttir Hjallavegi 1b, Reykjanesbæ n Hjördís Svava Sigurðardóttir Hófgerði 15, Kópavogi n Friðbjörn R Sigurðsson Vallarbraut 18, Seltjarnarnesi n Einar Þór Jónsson Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík n Anna Bjarnadóttir Skarðsbraut 9, Akranesi n Ólafur Þórarinsson Reykjahvoli 37, Mosfellsbæ n Þóra Margrét Þórarinsdóttir Hrauntungu 63, Kópavogi n David Alexander Wellsbury Granaskjóli 38, Reykjavík 60 ára n Kristján G Hallgrímsson Skipalóni 25, Hafnarfirði n Ágústa Magnúsdóttir Hlíðargerði 18, Reykjavík n Erna Erlendsdóttir Holtabyggð 1, Hafnarfirði n Hjördís Garðarsdóttir Háhæð 4, Garðabæ n Anna Konráðsdóttir Viðarrima 3, Reykjavík n Jóna H Hallsdóttir Skólabraut 11, Garði n Guðmundur Friðfinnsson Stekkjarhvammi 34, Hafnarfirði 70 ára n Hannes Árni Wöhler Logalandi 6, Reykjavík n Þórleif Skarphéðinsdóttir Torfnesi Hlíf 2, Ísafirði n Sveinbjörn Runólfsson Fagrabæ 6, Reykjavík n Pétur Haukur Jónsson Akurnesi 1, Höfn í Hornafirði n Davíð J Óskarsson Barðastöðum 11, Reykjavík 75 ára n Sigríður Árnína Árnadóttir Skarðshlíð 13c, Akureyri n Sigríður Kristín Árnadóttir Sunnubraut 17, Búðardal n Jósep Guðmundsson -, Reykjavík n Haraldur Kristjánsson Ársölum 3, Kópavogi 80 ára n Sigríður V Árnadóttir Háholti 16, Hafnarfirði n Guðmundur Sigurðsson Garðatorgi 17, Garðabæ n Þorsteinn Þórðarson Sléttubóli, Hvolsvelli n Valgerður Ólafsdóttir Kóngsbakka 2, Reykjavík n Hjördís A Briem Hellulandi 19, Reykjavík n Elín Þórhallsdóttir Sólheimum 23, Reykjavík n Jórunn Erla Þorvarðardóttir Akurgerði 62, Reykjavík 85 ára n Kristinn Ó Guðmundsson Nesvegi 115, Seltjarnarnesi n Sigríður Vilmundardóttir Grenigrund 14, Selfossi til hamingju með afmælið! 50 ára í dag 20 mánudagur 2. nóvember 2009 ættfræði þriðjudaginn 3. nóvember 30 ára n Manuel Alejandro Rivera Ayala Eggertsgötu 18, Reykjavík n Ragnheiður Stefánsdóttir Viðjuskógum 9, Akranesi n Karl Jóhann Jóhannsson Barmahlíð 18, Reykjavík n Jónína Guðrún Kristbergsdóttir Hrafnakletti 2, Borgarnesi n Egill Hjartarson Akurvöllum 4, Hafnarfirði n Rósa María Guðjónsdóttir Heiðarbóli 6f, Reykjanesbæ n María Benediktsdóttir Bauganesi 29a, Reykjavík n Guðbjörg María Þorsteinsdóttir Hraunbæ 162, Reykjavík 40 ára n Sandris Keiss Kirkjustræti 2, Reykjavík n Anna Rósa Böðvarsdóttir Nýbýlavegi 38, Kópavogi n Birgir Steinar Birgisson Þingholtsstræti 30, Reykjavík n Magnús Björn Baldursson Árbakka 11, Selfossi n Hildur Sólveig Pétursdóttir Bæjargili 97, Garðabæ n Jóhannes Kristján Ármannsson Sóltúni 2 Hvanneyri, Borgarnesi n Hrafnkell Óskarsson Álfheimum 40, Reykjavík n Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir Dofraborgum 12, Reykjavík n Þórir Ómar Jakobsson Aðallandi 15, Reykjavík 50 ára n Hjálmar Ingvason Bleiksárhlíð 45, Eskifirði n Svanur Guðmundsson Ásvallagötu 20, Reykjavík n Guðrún I Benediktsdóttir Háholti 5, Reykjanesbæ n Anna María Jónsdóttir Smárarima 2, Reykjavík n Þorsteinn Guðbjörnsson Maríubaugi 95, Reykjavík n Guðrún Eggertsdóttir Súluhöfða 25, Mosfellsbæ n Bjarni Þór Björnsson Sporðagrunni 16, Reykjavík n Unnur Pétursdóttir Hrafnsstöðum, Húsavík n Erna Jónsdóttir Álfhólsvegi 61, Kópavogi n Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir Hlaðavöllum 5, Selfossi n Ríkharður Jón Stefánsson Höfðavegi 44, Vestmannaeyjum n Elsa Dóra Grétarsdóttir Fremristekk 3, Reykjavík n Brynjar Hildibrandsson Bjarnarhöfn 2, Stykkishólmi 60 ára n Sigurjón Guðmundsson Fagrabæ 1, Reykjavík n Einar Pétursson Hófgerði 16, Kópavogi n Erna Árnadóttir Miðgarði 8, Reykjanesbæ n Björk Rögnvaldsdóttir Mýrargötu 31, Neskaupstað n Þorvaldur Jóhannesson Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavík n Sturla Jóhannsson Litlabæjarvör 11, Álftanesi n Baldur Dagbjartsson Hvassaleiti 72, Reykjavík n Björn Vagnsson Fellsmúla 14, Reykjavík n Guðmunda Jónasdóttir Höfðaholti 3, Borgarnesi n Þorbjörg Fjóla Sigurðardóttir Selvogsgötu 24, Hafnarfirði n Erna Reynisdóttir Ásakór 1, Kópavogi n Rúnar Hans Steinsen Suðurgötu 52, Hafnarfirði n Þórunn Sigríður Hjálmarsdóttir Smárahlíð 14h, Akureyri 70 ára n Gylfi A Pálsson Tjarnargötu 10, Reykjanesbæ n Aðalbjörg Jónsdóttir Bylgjubyggð 16, Ólafsfirði n Ólafur Ólafsson Sólvöllum 9, Selfossi n Anna Petersen Faxabraut 36d, Reykjanesbæ n Halldór Bárðarson Fífumóa 1c, Reykjanesbæ 75 ára n Guðmundur Sólbjörn Gíslason Jötunsölum 2, Kópavogi n Bjarni Erasmusson Sólvallagötu 45, Reykjavík n Edda Sigurbjörg Þorvaldsdóttir Grandavegi 45, Reykjavík n Rósa Karlsdóttir Hjarðarhaga 11, Reykjavík n Örlygur Ingólfsson Múlasíðu 38, Akureyri 80 ára n Erla Vigdís Karlsdóttir Álfheimum 38, Reykjavík 85 ára n Sigurður B Blöndal Kvíakletti, Egilsstöðum n Kristjana Hólmgeirsdóttir Tjarnarlundi 12f, Akureyri n Gunnar Knútur Valdimarsson Dalbraut 42, Bíldudal n Ásta S Magnúsdóttir Hraunvangi 3, Hafnarfirði 90 ára n Þormóður Sigurgeirsson Holtabraut 4, Blönduósi til hamingju með afmælið! Sæmundur Stein- dór Magnússon. Afmælisbarnið ásamt eiginkonunni, Guðrúnu Katrínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.