Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 6
Stjórnvöld hafa enn ekki brugðist við tilmælum GRECO, samtaka ríkja í Evrópuráðinu, um hertar refsingar gegn mútubrotum og aukið gagnsæi í fjármálum frambjóðenda og stjórn- málaflokka. Frestur sem gefinn var til að bregðast við tilmælum rann út í gær. Ísland staðfesti og fullgilti aðild sína að GRECO fyrir tíu árum. Síð- an þá hafa eftirlitsmenn samtakanna komið að minnsta kosti þrisvar sinn- um til landsins og gert athugasemd- ir á mörgum sviðum. Meðal annars stuðluðu athugasemdir GRECO að endurskoðun laga um fjármál stjórn- málaflokka sem tóku gildi 1. janúar 2007. Í sumar var rannsókn á framlög- um til stjórnmálaflokkanna aftur til ársins 2002 leidd í lög. Einstökum frambjóðendum er einnig skylt að framvísa gögnum um fjármál kosn- ingabráttu aftur til ársins 2005. Frest- ur flokka og einstakra frambjóðenda til að skila þessum gögnum er til 15. nóvember næstkomandi. Reynir á ný lög Þótt þegar hafi reynt á nýju lögin um fjármál stjórnmálaflokkanna voru sérfræðingar Evrópuráðsins ekki sáttir eftir veru sína hér á landi haust- ið 2007 og töldu að betur mætti gera til þess að auka gagnsæi í fjáröflun frambjóðenda og stjórnmálaflokka. Meðal tilmæla sem beint var til stjórnvalda var að gert yrði skylt að upplýsa hvaða einstaklingar hefðu stutt stjórnmálaflokka umfram lág- mark, en eins og nú er háttað er ein- ungis skylt að upplýsa framlög fyrir- tækja. Einnig var til þess mælst að regl- ur um skil frambjóðenda á gögnum til Ríkisendurskoðunar yrðu gerðar skýrari. Meðal annars er talið brýnt að skýrt liggi fyrir hvenær kosninga- barátta er talin hefjast og að pening- ar sem renni í sjóði frambjóðenda frá stuðningsmönnum séu rétt fram taldir. Þess má geta að í anda nýju lag- anna krafðist Ríkisendurskoðun þess að liðlega 320 frambjóðendur í þing- kosningunum í lok apríl síðastliðins legðu fram gögn um fjáröflun um- fram 300 þúsund krónur ellegar yf- irlýsingu um að kosningabaráttan hefði kostað minna. Þegar frestur til að skila gögnum rann út 25. október höfðu aðeins um 180 frambjóðend- ur og kjörnir þingmenn, eða liðlega helmingur, skilað gögnum um fjár- reiður kosningabaráttu sinnar. Upplýsingar fyrir fram GRECO mælist einnig til þess að leitað verði leiða til þess að upplýsa kjósendur um fjármögnun kosninga- baráttu áður en kosningar fara fram. Með slíkar upplýsingar að vopni væru kjósendur meðal annars betur í stakk búnir til þess að meta hags- munatengsl frambjóðendanna út frá fjárhagslegum stuðningi við þá. Eins og DV hefur greint frá eru dæmi þess að frambjóðendur og kjörnir þingmenn hafi leitast við að hylja tilveru stuðningsmannafélaga og komið sér undan því að gera grein fyrir framlögum og upplýsa hverjir leggi þeim fé í prófkjörs- eða kosn- ingabaráttu. Þetta á síður við um sjálfa stjórnmálaflokkana eftir gildis- töku nýju laganna um fjármál þeirra. Svo sem kunnugt er hafa þeir að mestu gert grein fyrir fjármálum sín- um til ársloka 2006. Í fyrra voru svo meðal annars birtar upplýsingar um 30 milljóna króna framlag FL Group og 25 milljóna króna framlag Lands- bankans til Sjálfstæðisflokksins. Framlögin þóttu jaðra við mútur og ákvað Sjálfstæðisflokkurinn að skila upphæðinni á tilteknu tímabili. Sofandi Íslendingar Í skýrslu GRECO frá 2008 segir að ólíkar túlkanir hér á landi á spill- ingu og mútubrotum hafi í för með sér aukna hættu á að Ísland stand- ist ekki þær kröfur sem gerðar eru í Evrópusáttmálanum um spillingu og viðurlög við brotum. Þetta eigi eink- um við um ákvæði um mútubrot og viðskipti sem snúa að þingmönnum og óviðeigandi misnotkun á stöðu þeirra til eigin hagsbóta. „Sú ríkj- andi hugmynd að spilling sé afar lít- il á Íslandi getur haft neikvæð áhrif á hversu vökulir Íslendingar eru gagn- vart mögulegri spillingu í nútíð og framtíð. Þetta er afar þýðingarmikið á tímum mikils hagvaxtar með mikl- um fjárfestingum íslenskra fyrirtækja innanlands sem erlendis, aukins markaðsfrelsis og einkavæðingar.“ Hafa ber í huga að ofangreind um- mæli eru rituð hálfu ári fyrir banka- hrunið. Nefndin taldi afar þýðingarmikið að refsing fyrir mútubrot í einkageir- anum yrði þyngd hér á landi og að tryggt yrði að ákvæði hegningarlaga um mútubrot næðu einnig tryggilega til alþingismanna. 6 mánudagur 2. nóvember 2009 fréttir Bjössi í World Class fékk húsleigu lækkaða hjá móðurfélaginu: Landsbankinn hjálpaði til Benedikt Einarsson, sérfræðingur á lánasviði Landsbankans, aðstoð- aði eigendur World Class við að færa verðmæti úr greiðsluþrota félagi yfir í annað félag. Hann rifti leigusamn- ingnum við félagið í fjárhagsvand- anum, Þrek ehf., og síðan var leigan færð yfir í upprunalegt rekstrarfélag líkamsræktarstöðvanna, Laugar ehf., með aðstoð lögmanns. Björn Leifsson játar að rekstar- samningar og daglegar tekjur, þar með talinn viðskiptahópur félags- ins, sem hefur að geyma fyrir tuttugu þúsund meðlimi, hafi verið færðar milli félaga til að bjarga rekstrinum. Til þess að það væri hægt þurfti að- stoð Landsbankans. Þrek ehf. stefnir hraðbyri í gjald- þrot þar sem félagið var í ábyrgð fyrir lánum í útrásarverkefni í Danmörku. Eftir að danska ævintýrið gekk ekki upp féllu ábyrgðir á félagið og til að bjarga rekstrinum ákvað Björn að færa hann yfir á annað félag. Þang- að hafa rekstrarsamningar og dag- legar tekjur World Class verið færðar. Það kom í hlut Landsbankans, ásamt lögmanni eigenda World Class, að færa húsaleigusamning World Class Laugum af hinu gjaldþrota fyrirtæki yfir á annað félag. Aðspurður játar Björn því að rekstri líkamsræktarstöðvanna hafi verið bjargað með áðurnefndum hætti en leggur áherslu á að ferlið sé allt saman löglegt. „Húsið er nú leigt inn á hina kennitöluna, ef við horf- um á þetta kalt frá sjónarhóli Lands- bankans er eðlilegt að þeir hafi vilj- að færa leiguna á aðra kennitölu og halda áfram að hafa reksturinn í höndum þeirra sem kunna að reka þetta. Hvað átti bankinn að gera? Færa þetta í hendurnar á Jóhannesi í Bónus?“ spyr Björn og bætir við. „Ég fékk meira að segja lækkun á leigunni.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fást engin svör frá Landsbankanum. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd og neitar að svara spurningum DV um málið. trausti@dv.is Hjálpsamur banki Til að geta bjargað rekstri World Class þurftu eigendurnir aðstoð Landsbankans. Sex stútar á laugardagsnótt Sex ökumenn voru hand- teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Töluverður erill var hjá lögreglunni vegna ölv- unar í miðbæ Reykjavíkur en töluverður fjöldi var á nætur- lífinu vegna hrekkjavökunn- ar. Tíu gistu fangageymslur vegna ölvunar og annarlegs ástands en engar líkamsárásir höfðu verið kærðar að morgni sunnudags. Þá voru tíu til- kynningar á borði lögreglu á sunnudagsmorgni vegna minniháttar umferðaróhappa. Einelti í Silfri Egils „Það liggur fyrir að þar féllu orð sem eru meið- yrði að mínu viti,“ sagði Jón Magnússon, hæstaréttarlög- maður og fyrr- verandi þing- maður, um þátt Egils Helga- sonar á Ríkissjónvarpinu, Silfur Egils, í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Jón sagði um- mæli í garð sonar hans og Davíðs Oddssonar í Silfri Egils jaðra við meiðyrði. Sonur Jóns er Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Glas í höfuð lög- reglumanns Ung kona henti glasi í höfuð lög- reglumanns fyrir utan skemmti- stað á Selfossi á laugardagsnótt en árásin var tilhæfulaus að sögn lögreglunnar og átti sér engan aðdraganda. Konan var færð í fangageymslu lögreglunnar á Selfossi og var látin sofa þar úr sér ölvunina. Lögreglumaður- inn hlaut mar og bólgur á höfði en honum varð að öðru leyti ekki meint af árásinni. Þá tókst ökumanni á Selfossi að velta bíl sínum innanbæjar en lögreglan segir hann hafa verið að spóla í hringi og við það velt bílnum. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur á Selfossi á laugar- dagsnótt. Lamað eftirlit gagnvart einokun Þáttastjórnandinn Egill Helga- son skrifaði um grein Styrmis Gunnarssonar í Morgunblað- inu á laugar- daginn á blogg- síðu sinni. Egill segir mikið til í orðum Styrmis þegar hann leggur til að sett verði víð- tæk löggjöf til þess að tryggja frjálsa sam- keppni og koma í vef fyrir ein- okun stórfyrirtækja sem verður til í skjóli frjálsrar verslunar án sjálfsagðs aðhalds.Egill bætir þó við að vandinn sé að stjórnmála- flokkar hafi ekki sýnt áhuga á að takast á við einokun. „Eftirlits- stofnanir hafa verið sem lamaðar, og skilningsleysið á þessum mál- um hefur verið algjört, líka hjá dómstólum,“ skrifar Egill og segir að það hafi ekki verið fyrr en að rangir aðilar hafi komist til valda í fjölmiðlum að reynt var að brjóta á bak aftur fákeppnisvald þar. „ ...margháttuð önnur einokun vakti ekki slík viðbrögð.“ „Sú ríkjandi hugmynd að spilling sé afar lítil á Íslandi getur haft nei- kvæð áhrif á hversu vökulir Íslendingar eru gagnvart mögu- legri spillingu í nútíð og framtíð.“ Frestur stjórnvalda til að verða við tilmælum frá Strassburg um hert viðurlög við mútubrotum og aukið gagnsæi í starfsemi stjórnmálaflokka rann út í gær. Enn verður hert að frambjóðendum og stjórnmálaflokkum ef stjórnvöld verða við tilmælunum. Aðeins um 180 frambjóðendur af 320 höfðu gert grein fyrir fjármálum framboða sinna hjá Ríkisendurskoðun þegar frestur rann út fyrir viku. JóHann HaUkSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is REynt að uppRæta Laun- unG mEð fRamboðSfé Fallin á tíma Frestur stjórnvalda til að verða við tilmælum frá Strassburg um hert viðurlög við mútubrotum og aukið gagnsæi í starfsemi stjórnmálaflokka rann út í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra beitti sér fyrir því að fjármál stjórnmálaflokkanna yrðu rannsökuð aftur í tímann. Það var samþykkt á sumarþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.