Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 24
RagnaR og HjálmaR töpuðu af gullinu IFK Gautaborg tókst ekki að end- urheimta meistaratitilinn í Svíþjóð sem það vann fyrir tveimur árum en liðið tapaði í gær úr- slitaleik um titilinn, 2-1, fyrir AIK á heimavelli. Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason voru allir í byrjunarliði Gautaborgar að vanda og léku saman í miðverðinum. AIK hafði þriggja stiga forystu á Gautaborg fyrir leikinn en markatala Ragnars og félaga var mun betri. Hefði sigur á heimavelli því dugað til meistaratignar. Það blés líka byrlega þeg- ar Gautaborg komst yfir í fyrri hálfleik en AIK-menn jöfnuðu í þeim síðari. Það dugði því til meistaratitilsins en mark á 86. mínútu gerði endanlega út um leikinn. IFK Gautaborg endar því í öðru sæti með þrjá Íslendinga innanborðs. Cleveland Cavaliers vann um helg- ina sinn annan leik í röð í NBA-deild- inni þegar liðið lagði Charlotte Bob- cats, 90-79. Áður hafði Cleveland rúllað yfir Minnesota Timberwolves, 104-87. Er Cleveland því komið á sig- urbraut eftir að tapa fyrstu tveimur leikjunum. Gegn Boston, 95-89, og gegn Toronto Raptors, 101-89, sem þótti koma á óvart. Cleveland er enn að læra að spila með Shaquille O’Neal en liðið þótti mun hægara í fyrstu leikjunum heldur en vanalega og auðveldara að spila gegn því. Shaq er allur að komast í form og í sigrinum á Bobcats um helgina var sókn Cleveland eins og smurð vél. Lék hún einna best þegar Shaq var inni á sem er nákvæmlega það sem þjálfari liðsins, Mike Brown, horfði til þegar hann fékk þennan mikla sigurvegara til liðsins. „Leikmennirnir eru svona farn- ir að þekkja það að spila með Shaq. Hann hjálpaði mikil til í sókninni með mörgum góðum hreyfingum. Hann er náttúrlega leikmaður sem hitt liðið verður að tvídekka. Það er líka það sem við horfðum til að hann gæti nýst í. Það sem ég verð að gera núna er að halda áfram að spila á honum, og það mikið þannig hann hlaupi sig í gott form,“ segir þjálfari Cleveland, Mike Brown, sem hrósaði tröllinu einnig fyrir varnarleikinn. „Gegn Minnesota sást algjörlega það sem hann getur gert okkur kleift að gera varnarlega. Hann varðist frá- bærlega gegn Al Jefferson sem við höfðum í huga að tvídekka í leiknum. En hann stóð sig svo vel gegn hon- um að við þurftum ekki að tvídekka Jefferson allan leikinn,“ segir Mike Brown hæstánægður með Shaq sem hefur á ferlinum unnið NBA-deild- ina fjórum sinnum. Þrisvar með Los Angeles Lakers og eitt skipti með Mi- ami Heat. Tveir sigrar hjá Cleveland eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum: SHaq alluR að koma til 24 mánudaguR 2. nóvember 2009 SpoRt UmSJón: TómAS ÞóR ÞóRðARSon, tomas@dv.is Lokakeppni Formúlunnar fór fram í gær á hinni ótrúlegu braut í Abú Dhabí þar sem ekkert hefur verið til sparað. Þar hefst keppnin í dagsbirtu en endar í flóðljósum en keppnin er götukappakstur. Lewis Hamilton á McLaren var fljótastur alla helgina og var á ráspól en vélarbilun varð til þess að hann kláraði ekki keppnina. Þjóðverjinn ungi sem margir kalla næsta Schumacher, Sebastian Vettel, hafði sigur og gulltryggði þannig ann- að sætið í heimsmeistarakeppninni. Félagi hans á Red Bull, Mark Webber, varð þriðji. Bætir sig um sex sæti á ári Sebastian Vettel var varaökumað- ur hjá Sauber-liðinu 2007 og þurfti að stíga inn í Ameríku-kappakstrin- um þegar liðsfélagi hans meiddist illa það árið. Hann endaði í áttunda sæti í þeirri keppni, 19 ára og 349 daga gam- all, og varð því yngsti maðurinn til að skora stig í Formúlu 1. Honum var skipt yfir til Toro Rosso mánuði síðar þar sem hann nældi sér í nokkur stig til viðbótar og endaði tímabilið í fjór- tánda sæti. Það var síðan í fyrra að Vettel sýndi fyrst hvað hann gat. Tímabilið hófst reyndar með því að hann náði ekki að klára fyrstu fjórar keppnirnar og end- aði sautjándi í þeirri fimmtu. En síð- an fór hann að skora stig reglulega og skaust upp á stjörnuhimininn með sigri á Monza í fyrra. Hann endaði síð- asta ár í 8. sæti, hafði bætt sig um sex sæti og 29 stig. Í ár endaði hann svo í öðru sæti en bætingin milli fyrstu tveggja áranna eru sex sæti hvort ár sem sýnir augljóslega hæfleika Þjóð- verjans. Í ár vann hann fjórar keppn- ir og komst átta sinnum á verðlauna- pall. Schumacher hefði verið hættulegri Nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, Jenson Button á Brawn, jós lofi á Þjóðverjann unga en segir hann ým- islegt eiga eftir ólært. „Ef Michael Schumacher hefði verið á þessum Red Bull-bíl hefði ég fengið meiri keppni um heimsmeistaratitilinn,“ segir Button en Vettel er jafnan lýst sem næsta Michael Schumacher sem vann á sínum tíma sjö heimsmeist- aratitla í Formúlunni. „En hann er ungur ennþá,“ bætti Button við sem átti metið yfir fyrir yngsta mann sem skorað hafði stig í Formúlunni áður en Vettel hirti það met. „Þegar ég var 22 ára var ég ekki næstum því eins góður og ég er núna. Ég var ekkert endilega hægari en í dag er ég snjallari og þetta sé ég svolítið í Vettel. Hann gerði nóg af mistökum til að hjálpa mér að vinna,“ segir Button en bætir við að lokum: „Hann er samt góður. Mjög góður miðað við hvað hann er gamall.“ Vettel fyrstur í ljósaskiptunum Sebastian Vettel tryggði sér annað sætið í heimsmeistarakeppni ökuþóra með sigri á hinni nýju og stórkostlegu braut í Abú Dhabí. Þar hefst keppnin í dagsbirtu en endar að kvöldlagi í flóðljósum. Þjóðverjinn ungi hefur stórbætt sig á hverju ári og kemur sterklega til greina sem heimsmeistari á næsta tímabili. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is n kEppni ökumanna 1. Jenson Button, Brawn - 95 stig 2. Sebastian Vettel, Red Bull - 84 stig 3. Rubens Barrichello, Brawn - 77 stig 4. mark Webber, Red Bull - 69.5 stig 5. Lewis Hamilton, mcLaren - 49 stig 6. Kimi Raikkonen, Ferrari - 48 stig 7. nico Rosberg, Williams - 34.5 stig 8. Jarno Trulli, Toyota - 32.5 stig 9. Fernando Alonso, Renault - 26 stig 10. Timo Glock, Toyota - 22 stig n kEppni BÍlaSmiða 1. Brawn GP - 172 stig 2. Red Bull - 153.5 stig 3. mcLaren - 71 stig 4. Ferrari - 70 stig 5. Toyota - 59.5 stig 6. BmW - 36 stig 7. Williams - 34.5 stig 8. Renault - 26 stig 9. Force India - 13 stig 10. Toro Rosso - 8 stig lokastaðan 2009 Ljósaskiptin Síðasta keppni ársins fór fram á hinni glæsi- legu nýju braut í Abú Dhabí.fRam áfRam mEð Stæl n Kvennalið Fram í hand- boltanum komst áfram í sextán liða úrslit áskorendabikars Evrópu í gær eftir annan sigur á tyrk- neska liðinu Anadolu Uni- versity. Báðir leikirnir fóru fram ytra en Safamýrar- stúlkur unnu fyrri leikinn, 30-27, og þann seinni í gær með tíu marka mun, 30-20. Sigurinn í gær var aldrei í hættu en Fram-stúlkur voru yfir í hálfleik, 18-11. Stórskyttan Stella Sigurðardóttir var markahæst Fram í gær með átta mörk en fyrirliðinn Ásta Birna Gunnars- dóttir skoraði fimm. fERguSon EltiR fRamHERja n Samkvæmt frétt enska blaðsins Sunday Times rennir sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hýru auga til úrúgvæska framherjans Luis Suarez sem leikur með Ajax í Hollandi. Ferguson er sagður hafa fylgst náið með framherjanum sem er orðinn fyrirliði hollenska stórliðsins aðeins 22 ára gamall. Suarez er mikill markaskorari en hann hefur skorað 54 mörk í 75 leikjum í hollensku deildinni fyrir Ajax. Hann getur bæði leikið sem fremsti maður eða á kantinum. Ronaldo Enginn BjaRgvættuR n Portúgalinn Cristiano Ronaldo segir að hann einn muni ekki bjarga neinu hjá Real Madrid þegar hann snúi aftur úr meiðslum en hann hefur verið fjarverandi í síðustu sex leikjum hjá liðinu. „Ég er enginn bjargvættur. Ég er bara leikmaður sem mun leggja mig allan í leikinn, alltaf. Auðvitað vonast ég samt til að þetta lagist, og það vonandi áður en ég kem aftur því við megum ekki við því að tapa fleiri stigum eða leikjum,“ segir Ronaldo. logi Í BEinni n Einum af silfurdrengjunum okkar, Loga Gunnarssyni, er margt til lista lagt annað en handbolti. Logi er afar fær gítarleik- ari og spilar á slíkan ásamt því að syngja í hljómsveit sinni, Logi og Lundarnir, sem liðsfélagi hans, Vignir Svavarsson, er einnig í. Logi var á Íslandi í vikunni og nýtti tækifærið á laugardaginn til að munda gítarinn. Spilaði hann „live“ fyrir fólk á skemmtistaðnum Celtic í miðbænum við annan mann. Þótti Logi slá í gegn eins og hans er nú von og vísa. Molar Shaq Eldist en alltaf traustur. MyNd AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.