Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 27
sviðsljós 2. nóvember 2009 mánudagur 27 Hér þarf að þrífa! Henry Driver Vill hafa þessa hluti á hreinu. Sonur Minnie Driver vill hafa hlutina í röð og reglu. Henry Driver, sonur leikon-unnar Minnie Driver, er ákveðinn ungur maður. Hann sýndi það þegar hann eyddi deginum með móður sinni í Malibu í Kaliforníu fyrir helgi. Henry litla leist ekkert á draslið sem var í kringum hann og reif sópinn á loft og heimtaði endurbætur. Mæðginin voru stödd í almenningsgarði og skemmtu sér vel í helstu leiktækjunum. Henry var þó ekki alveg tilbúinn að yfirgefa samkvæmið þegar þar að kom og lét óánægju sína pent í ljós. Minnie Driver er þekktust fyrir hlutverk sitt í myndinni Good Will Hunting og þættina The Riches. Hún er næst væntanleg í myndinni Motherhood þar sem hún leikur á móti stórleikkonunni Umu Thur- man. Já, sæl, mamma! Ég er ekki tilbúinn í að fara. Madonna og börn hennar hafa ver- ið stödd í Malaví undanfarna daga þar sem hún hefur verið að setja á laggirnar sérstakan stúlknaskóla. Madonna er einnig þar svo að sonur hennar, David Banda, sem hún ætt- leiddi árið 2006, gæti heimsótt heim- kynni sín. Mæðginin fóru að heim- sækja munaðarleysingjahælið sem David eyddi upphafsárum ævi sinn- ar á. David var glaður að sjá en ein af fóstrunum á hælinu komst ekki hjá því að bresta í grát þegar hún sá Dav- id aftur. Hún hafði séð um hann þeg- ar hann var smábarn og þótti vænt um að sjá hversu vel honum leið. Börnin á heimilinu stigu svo stríðsdansa að sið heimamanna til heiðurs Madonnu og fylgdarliði hennar. Madonna og sonur hennar David Banda: Himinlifandi í Heimsókn Madonna og David Hress og kát í Malaví. Stuð í Malibu Henry og Minnie skemmtu sér vel. Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.