Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2009, Blaðsíða 17
fréttir 2. nóvember 2009 mánudagur 17 Ný útgáfa rússneskrar rúllettu nýtur vinsælda í Búlgaríu: Rússnesk vegarúlletta Rúandskur stríðsglæpamaður fangelsaður í Kanada: Lífstíðarfangelsi fyrir þjóðarmorð Kanadískur dómstóll hefur dæmt rúandskan karlmann, sem sakfelld- ur var fyrir stríðsglæpi, í lífstíðar- fangelsi án möguleika á reynslu- lausn í 25 ár. Desire Munyaneza, 42 ára, var fundinn sekur í maí um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyni og stríðsglæpi framda árið 1994. Dómarinn sem kvað upp dóminn sagði að glæpir Munyaneza væru „af verstu tegund“, og að dómurinn væri „þungur“, en ekki var hægt að fella harðari dóm. Réttarhöldin tóku tvö ár og sex- tíu og sex vitni voru leidd fram til að vitna um ódæðisverk Munyaneza, en hann var ásakaður um að leiða vopnaðan flokk manna sem nauð- guðu og myrtu tylftir Tútsa. Hann var einnig sakaður um að hafa skipulagt fjöldamorð 300 til 400 Tútsa sem leitað höfðu hælis í kirkju. Desire Munyaneza kom til Kan- ada á síðasta áratug síðustu aldar og leitaði hælis þar í landi. Hann fór bónleiður til búðar því þarlend stjórnvöld höfnuðu beiðni hans. Hann var handtekinn árið 2005 í úthverfi Torontó eftir að ásakanir um að hann hefði verið stjórnandi herflokks þegar þjóðarmorðin voru framin í Rúanda. Sakfelling Desires Munyaneza er talin sigur fyrir þá sem lifðu átökin í Rúanda af, sagði Jean-Paul Nyilink- waya, en samkvæmt fréttastöð AP lék hann mikinn þátt í að Munyan- eza var handtekinn. Stríðsglæpamaður Munyaneza skal dúsa í fangelsi fyrir lífstíð fyrir þjóðarmorð. Mynd: PhotoS.coM Skemmdi bíla til að laga þá Bifvélavirkinn Christopher Walls frá Johnson City í Bandaríkjun- um varð uppvís að því á dög- unum að fikta við kyrrstæða bíla til þess eins að geta gert við þá gegn þóknun. Lögreglan handtók Walls á fimmtudag- inn og segir hún Walls hafa átt við bifreiðar fyrir utan veitinga- staði, beðið eftir að eigendurnir reyndu að koma þeim í gang og birst síðan og boðið fram þjón- ustu sína sem bifvélavirki. Lög- reglan segir Walls hafa rukkað á bilinu 40 til 200 dollara fyrir viðgerðirnar. Walls hefur verið ákærður vegna málsins og leitar lögreglan að fleiri fórnarlömb- um. Krafa um hærra eiginfjárhlutfall eiginfjárhlutfall í lægra lagi Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og formaður Félags fjárfesta: Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og formaður Félags fjárfesta, seg- ir að nokkur umræða hafi verið um auknar kröfur um hærra eig- infjárhlutfall bankastofnana að undanförnu. Þar á meðal hafi Ben Bernanke, seðlabankastjóri Banda- ríkjanna, fjallað um þetta málefni nú nýverið. Hann og Daniel K. Tar- ullo, sem situr í stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna, töluðu báðir fyr- ir auknu eiginfjárframlagi á fundi 21. október í Washington D.C. Vil- hjálmur segir að það sé krafa að bankar eigi öfluga bakhjarla í eig- endum sínum. „Stýritæki banka er eigið fé. Menn halda að bindi- skylda skipti öllu máli. Yfirleitt eru langir kaflar um eiginfjárhlutfall en hálf blaðsíða um bindiskyldu. Eig- infjárhlutfallið er það sem skipt- ir máli. Ef það er ekki í lagi þá fara þeir á hausinn,“ segir Vilhjálmur. Forðast keðjuáhrif Í kjölfar kreppunnar miklu, sem hófst árið 1929, hefur það orðið að hefð í flestum löndum að stjórn- völd reyna að bjarga bönkum til að sporna við efnahagsþrengingum. „Það er verið að reyna að bjarga fjármálastofnunum til að forðast keðjuáhrif. Stjórnvöld hafa yfirleitt ekki reynt að bjarga bönkum. Al- gengasta björgun fjármálastofn- ana er að aðrar fjármálastofnanir taka þær yfir,“ segir hann. Vilhjálmur rifjar upp að hafa lesið um að sjö bönkum í Banda- ríkjunum var lokað síðasta föstu- dag. „Þetta var á einum einasta degi. En ég veit ekki hvort þeim var bjargað. Þeir voru yfirteknir af öðr- um sjóðum. Það er ekki björgun,“ segir hann. Eiginfjárhlutfall í lægra lagi Víða hefur verið uppi almenn krafa um átta prósent eiginfjár- hlutfall banka og fjármálastofnana. „Reynslan er sú að þetta hefur ver- ið í lægra lagi. Það má ekki mikið út af bera. Ef það verða alvarleg áföll eru bankar fljótt komnir niður fyrir átta prósentin,“ segir Vilhjálmur. Því er oft mælst til þess að hlut- fallið sé tólf prósent. Vilhjálmur segir það sérstaklega eiga við stofn- anir sem eru með mikið af erlend- um lánum þar sem þau sveiflast gjarnan mikið. Hátt eiginfjárhlutfall getur hins vegar leitt til þess að minni kröf- ur er hægt að gera til arðsemi. Vil- hjálmur bendir þó á að ef arðsem- iskrafan er mikil minnkar áhætta við útlán og banki með hátt eig- infjárhlutfall nýtur yfirleitt betri kjara í skuldafjárútboðum. „Það er ávinningur af því þótt möguleikinn til tekjuöflunar dragist aðeins sam- an,“ segir hann. Gagnrýnir hlutabréfalán Vilhjálmur telur víst að mik- illa breytinga sé að vænta á starfsháttum banka í kjölfar alþjóðlega bankahrunsins. „Auð- vitað verður mikil breyting þarna á. Ekkert þjóðfélag þolir að horfa upp á fjármálastofnanir sínar hrynja vegna mikillar spákaupmennsku,“ segir Vilhjálmur. Hann gagnrýnir harðlega að bankar hafi lánað til hlutafjár- kaupa í öðrum bönkum. „Það er fjallað um þetta í kennslubók- um fyrir byrjendur í þjóðarhag- fræði og rekstri fjármálastofnana. Með því að bankar láni fyrir hluta- bréfakaupum í bönkum er verið að byggja upp bankakerfi án eiginfjár. Það er ekkert eig- ið fé í kerf- inu,“ segir hann. as@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.