Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Page 2
2 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir Mótframboð Einars Skúlasonar gegn Óskari Bergssyni í efsta sæti fram- boðslista Framsóknarflokksins eykur spennuna fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar og jafnframt óvissuna um myndun meirihluta eftir kosning- arnar næsta vor. Einar segir stuðninginn við sig svo víðtækan að ekki verði framhjá hon- um horft. „Það hófst ferli á flokks- þinginu í janúar þar sem þúsund manns gerðu ákveðnar breytingar á flokknum. Það eimir enn af þessum kröfum um breytingar. Ég er hluti af þessu breytingaferli,“ segir Einar sem lítur á sig sem frjálslyndan framsókn- armann. „Ég legg áherslu á fólkið í borginni og þá sérstaklega á börn og unglinga. Það þarf að passa upp á að viðkvæmustu hóparnir þurfi ekki að bera þyngstu byrðarnar.“ Óskar Bergsson segir að mót- framboð Einars hafi komið sér á óvart. „Flokknum hér í borginni hefur vegnað vel eftir að ég tók við við, en það var við erfiðar aðstæður. Virki hópurinn innan borgarstjórn- arflokksins hefur ekki verið jafnstór í háa herrans tíð. Meirihlutasam- starfið gengur líka vel. Framsóknar- flokkurinn mælist nú með mann inni á kjörtímabili sem hefur ekki gerst árum saman. Framsókn í lykilhlutverk Framboð Einars Skúlasonar gegn Óskari kann að hafa víðtækari afleið- ingar en ætla má við fyrstu sýn. Fyrr- verandi samherjar Óskars í minni- hluta borgarstjórnar telja að hann hafi rækilega snúið baki við þeim og brotið brýr að baki sér í samskiptum við fulltrúa VG og Samfylkingar. Á það er einnig bent að Einar Skúlason sé gamall samverkamaður Dags B. Eggertssonar í háskólapólit- íkinni og Einar hafi yfirleitt sterkari taugar til meirihlutamyndunar með VG og Samfylkingu en Óskar. Frambjóðendur úr mörgum flokkum, sem DV ræddi við um helg- ina, telja einnig möguleika á að Ein- ar Skúlason laði fylgi til Famsókn- arflokksins frá öðrum flokkum, nái hann efsta sætinu á kjörfundi flokks- ins í höfuðborginni laugardaginn 28. nóvember næstkomandi. Krafan um endurnýjun eftir bankahrunið er enn sterk meðal kjósenda. Það er tal- ið koma honum til góða að vera nýtt andlit meðal borgarfulltrúa en nú- verandi borgarfulltrúar sækjast nær allir eftir efstu sætum á framboðslist- um flokkanna í borgartjórnarkosn- ingunum næsta vor. Óskar í ólgusjó Fleiri spjót standa á Óskari Bergs- syni, eina borgarfulltrúa Framsókn- arflokksins. Pólitískir andstæðingar saka hann um að hafa beitt áhrifum sínum til þess að koma byggingarfyr- irtækinu Eykt hf. að í miðju útboðs- ferli sem Reykjavíkurborg efndi til um uppsteypu á brunareitnum svo- nefnda á horni Lækjargötu og Aust- urstrætis. Tengsl hans við verktaka- fyrirtækið frá fyrri tíð eru þekkt þar sem hann var meðal annars bygg- ingarstjóri. Eykt lagði fram 5 milljón- ir króna til Framsóknarflokksins árið 2006, sem var stærsta einstaka fram- lagið frá fyrirtækjum til flokksins síð- asta árið áður en ný lög tóku gildi 1. janúar 2007 um fjármál stjórnmála- flokka. Þá hefur Gestur Guðjónsson, sem meðal annars hefur verið formað- ur kjördæmissambands Framsókn- arflokksins í Reykjavík, sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn eftir deilur við Óskar. Gestur sendi borg- armálaflokki Framsóknarflokks- ins, liðlega 30 manns, bréf fyrir um nokkrum vikum þar sem hann lýsti því að hann væri hættur störfum fyr- ir flokkinn af ótta við róg og baktal manna á vegum Óskars. Fréttablaðið komst yfir bréfið og birti brot úr því í lok október. Gestur staðfestir við DV að hafa sent bréfið og segist standa við efni þess. Hann hafi aftur á móti ekki sagt skilið við Framsóknarflokkinn þótt kastast hafi í kekki með honum og Óskari. Óskar hafði farið þess á leit að Gestur léti af störfum sem formaður kjördæmasambandsins þegar hann lýsti andstöðu við að ráða starfs- mann á vegum Framsóknarflokksins fram að kosningum. Óskar hefði vilj- að hafa mann sem hann „geti treyst að framkvæmi hlutina eins og hann vilji, enda kosningavetur fram und- an“ eins og segir í bréfi Gests. Gest- ur segir ennfremur að hann hafi að- eins átt tveggja kosta völ, „að taka slaginn á kjördæmaþingi og lifa með þeim rógi og baktali sem ég hef orðið að upplifa af skósveinum Óskars þar sem mér yrði kennt um allt sem afl- aga færi í kosningabaráttunni... eða að þakka fyrir mig og leyfa þeim að eiga sviðið sem það vildu“. Óskar hefur meðal annars svarað röksemdum Gests á þá leið að hann vilji deila áhrifum og virkja sem flesta til verka innan flokksins. Slagur um efstu sætin Á fundi kjördæmisráðs Framsóknar- flokksins fyrir nokkru var meðal ann- ars samþykkt að jafnræði kynjanna á framboðslista skuli tryggt með því að í efstu 6 sætum listans séu að lág- marki 3 af öðru kyninu en 6 af 12 efstu sætunum. Kjörnefnd hefur heimild til að breyta röð frambjóðenda til að fullnægja þessu ákvæði. Ákvæðið þykir mörgum býsna rúmt, enda getur það leitt til þess að til dæmis 3 karlar geti skipað efstu þjú sæti listans. Reyndar stefnir í harða baráttu um annað sæti listans, en frestur til þess að tilkynna framboð fyrir kjör- fundinn í lok mánaðarins rann út síðastliðinn laugardag. Listi fram- bjóðenda hefur ekki verið birtur, sen samkvæmt heimildum DV gefa þrjár konur kost á sér í annað sætið. Þær eru Valgerður Sveinsdóttir, Guðrún Valdimarsdóttir og Salvör Gissurar- dóttir. Hallur Magnússon og Guð- laugur Gylfi Sverrisson sækjast eftir þriðja sætinu en báðir eru þeir nánir samstarfsmenn Óskars. Allir fram sem einn Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkur hefur ákveðið að halda prófkjör laug- ardaginn 23. janúar næstkomandi og rennur frestur til að tilkynna þátttöku út 15. desember. Þar verður mjög tekist á um efstu sætin á eftir Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur sem þykir hafa styrkt stöðu sína sem borgarstjóri. Auk hennar er ljóst að borgarfulltrúarnir Gísli Mart- einn Baldursson, Kjartan Magnús- son, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Júlíus Víf- ill Ingvarsson gefa kost á sér í efstu sæti. Óvíst er hvort Vilhjálmur. Þ. Vilhjálmsson gefi kost á sér en hann hefur opinberlega ekki svarað af- dráttarlaust af eða á. Margir aðrir út borgarstjórnar- hópi og meðal varaborgarfulltrúa ætla einnig að gefa kost á sér í próf- kjörinu í janúar. Má þar nefna Sif Sigfúsdóttur, Áslaugu Friðriksdóttur, Mörtu Guðjónsdóttur, Árna Helga- son, Fanneyju Birnu Jónsdóttur og fleiri. Málum ráðið á miðvikudag Sama er uppi á teningnum í Samfylk- ingunni sem heldur einnig prófkjör í janúar. Flestir ef ekki allir núverandi borgarfulltrúar flokksins ætla að gefa kost á sér áfram í prófkjöri. Það á við um Dag B. Eggertsson, Björk Vil- helmsdóttur, Oddnýju Sturludóttur og Sigrúnu Elsu Smáradóttur. Aðal- fundur fulltrúaráðs Samfylkingar- innar í Reykjavík hefur verið boðað- ur á miðvikudag í þessari viku, en þar verður ákveðinn framboðsfrestur Slagurinn hafinn um borgina JÓhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Mótframboð Einars Skúlasonar í efsta sæti Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningarnar kom Óskari Bergssyni í opna skjöldu. Sigurvegarinn á kjörfundi flokksins í lok mánaðarins getur ráðið úrslitum um það hvort núverandi meirihluti heldur velli eða hvort efnt verði til nýs R-lista samstarfs. Borgarstjórinn Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri nýtur víðtæks stuðn- ings innan Sjálfstæðisflokksins meðal annars Kjartans Gunnarssonar, Davíðs Oddssonar og Björns Bjarnasonar. Framboð Einars Skúlasonar gegn Óskari kann að hafa víðtækari afleiðingar en ætla má við fyrstu sýn. Fyrrverandi samherjar Óskars í minnihluta borgarstjórnar telja að hann hafi rækilega snúið baki við þeim og brotið brýr að baki sér í samskipt- um við fulltrúa VG og Samfylkingar. Borgarstjórn Úti er um friðinn sem skapast hefur um borgarmál- in undanfarin tvö til þrjú misseri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.