Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2009, Blaðsíða 8
8 mánudagur 16. nóvember 2009 fréttir Háaleitisbraut 68 • Sími 568 4240 • Fimleikabolir • Tátiljur • Skautakjólar • Dansskór • o.m.fl. Flottar jazz- og ballettvörur í miklu úrvali Ástund á Facebook: Ástund Dance ÍBÚAR MÓTMÆLA HÚSI ÚTRÁSARVÍKINGSUm hundrað manns hafa skrifað und-ir undirskriftalista til að mótmæla framkvæmdum útrásarvíkingsins Jóns Sigurðssonar á Seltjarnarnesi. Árni Kolbeins, nágranni Jóns, vænir stjórnsýsluna um spillingu. Ríflega hundrað manns hafa skrif- að undir undirskriftalista til að mót- mæla framkvæmdum sem koma fram á tillögu að deiliskipulagi í Bakkahverfi á Seltjarnarnesi. Fram- kvæmdirnar fela í sér að heimilt verður að byggja nýtt og stærra hús á Unnarbraut 19. Það hús er í eigu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Stoða, áður FL Group, og fyrrverandi stjórnarmanns í Glitni, og konu hans Bjargar Fenger. Einnig fela framkvæmdirnar í sér að bygging- arreitur verður stækkaður um tvo metra. Útsýnið skert Í fyrra felldi úrskurðarnefnd skipu- lags- og byggingarmála úr gildi ákvörðun Seltjarnarnesbæjar sem gefið hafði Jóni leyfi til að byggja nýtt einbýlishús á lóðinni þar sem stóð til að rífa rúmlega þrjú hundr- uð fermetra einbýlishús hans sem stendur þar nú. Jón býr í húsinu fyrir ofan, á efri hæð Unnarbrautar 17, þar sem hann og Björg eiga íbúð. Á neðri hæð hússins búa hjónin Ágústa H. Vignisdóttir og Árni Kolbeins. Þau kærðu ákvörðun Seltjarnarnesbæj- ar á sínum tíma og héldu því fram að nýja húsið myndi skerða útsýni þeirra til hafs. Á þetta féllst úrskurð- arnefndin. Óánægð með stjórnsýsluna Í októberhefti Nesfrétta skrifa þau Ágústa og Árni grein sem heitir Mis- munun bæjarbúa þar sem þau rekja sögu sína og óánægju með stjórn- sýslu bæjarins. Þau telja að eina ástæðan fyrir nýju deiliskipulags- tillögunni sé að leyfa framkvæmdir Jóns og Bjargar. „Það að rífa heilt hús í grónu hverfi, byggja 46% stærra hús, taka fyrir útsýni og birtu, þrengja að með byggingu á lóðamörkum og breyttri innkeyrslu að húsi taldi bærinn að væri minniháttar breyting! Við- brögð bæjaryfirvalda við úrskurðin- um voru þau að farið var í þá vinnu, með tilheyrandi kostnaði, að deili- skipuleggja Bakkahverfi sem er gró- ið hverfi og þarfnast líklega hvað síst nýs deiliskipulags hér á Seltjarnar- nesi. Enda kemur í ljós þegar nýjar deiliskipulagstillögur eru skoðað- ar að einn helsti tilgangurinn með þeim virðist vera að koma lögmæt- um grundvelli undir það að reisa risahús á Unnarbraut 19.“ Spillt eða vanhæf? Hjónin telja að stækkun lóðarinnar hafi í för með sér aukna slysahættu þar sem útkeyrslum á Suðurströnd fjölgar. Þá segjast þau ítrekað hafa reynt að ná fundum við skipulags- og mannvirkjanefnd til að fara yfir málið en þeim beiðnum hafi ekki verið sinnt. Þau velta upp þeirri spurningu hvort stjórnsýsla bæjar- ins sé spillt. „Hvar er jafnræðið? [...] Skipt- ir máli hvaða stöðu íbúar bæjarins gegna í þjóðfélaginu eða hversu rík- ir þeir eru þegar bæjaryfirvöld taka sínar ákvarðanir sem varða þá? Er stjórnsýslan í okkar ágæta bæjarfé- lagi kannski bara svona hrikalega vanhæf eða er þetta bara einfald- lega spilling þar sem peningar og tengsl við ráðandi öfl í bæjarfélag- inu ráða því hvernig ákvarðanir eru teknar?“ Hjónin hófu söfnun á undir- skriftum til að mótmæla deiliskipu- lagstillögunni og skrifuðu ríflega hundrað manns undir. Þá skiluðu einhverjir íbúar einnig inn sér- athugasemdum en frestur til að skila inn athugasemdum rann út á fimmtudag. „Hvar er jafnræðið?“ LiLJa Katrín GunnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Spilling? Hjónin á Unnarbraut 17 eru mjög óánægð með breytingarnar og spyrja sig og aðra hvort stjórnsýsla Seltjarnarnesbæjar sé spillt. niðurgrafinn bílskúr Á deiliskipulagstillögunni kemur fram að í stað núverandi húss á Unnarbraut 19 er heimilt að byggja nýtt hús innan uppgefins byggingarreits og niðurgrafinn bílskúr allt að 8x8 metra á tilgreindum byggingarreit á lóðarmörkum. Rúnar Bjarki Ríkharðsson, sem af- plánar nú 18 ára dóm á Litla-Hrauni fyrir morð og nauðgun, er með Face- book-síðu og virðist hann vera nokk- uð virkur á netsamfélagssíðunni. Netnotkun fanga á Litla-Hrauni er alfarið bönnuð. Rúnar Bjarki, sem lýst hefur ver- ið sem hættulegasta glæpamanni Íslands, var árið 2000 dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir hrottafengið morð á vinkonu sambýliskonu sinnar sem ætlaði að bera vitni gegn honum í nauðgunarmáli. Hann var fund- inn sekur um að nauðga fyrrverandi sambýliskonu sinni og bana vinkonu hennar með því að stinga hana 28 sinnum. Rúnar Bjarki á 84 vini á Facebook en þeirra á meðal er annar þekkt- ur afbrotamaður Annþór Karlsson sem núna afplánar sinn dóm á Litla- Hrauni en hefur þó lýst því yfir að af- brotadagar hans séu taldir. Rúnar Bjarki, sem nú er 31 árs gamall, á eftir af afplána níu ár af dómi sínum. „Hættulegasti fang- inn“ á Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.